Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1901, Blaðsíða 3
XY 11.—12.
Þjóðviljinn.
48
Enda þótt þessi framan skráða grein
Þorvalds prófasts Jónssonar raski að engu
leyti þvi, sem var aðal-atriðið i grein
vorri, í siðasta nr. blaðs þessa — að sýna
fram á, hve óviðfelldinni, og miður hrein-
lyndislegri aðferð hefði beitt verið i máli
þessu gagnvart síra Páli Sívertsen —, svo
að grein hans megi að því leyti óþörf
heita, þá hefur oss þó eigi virzt alveg
næg ástæða, til að synja henni móttöku
Prófastinum hefur, sem von var, sór-
staklega fundizt, að hann þyrfti að bera
það af sór, að hann hafi verið í leyni-
makki með vini sinum, Hesteyrar-factorn-
um, að því er kæru þessa snertir, og
hefur vist engum heldur til hugar kom-
ið, að slíkt yrði játað, þótt verið hefði,
sem hér skal auðvitað ósagt látið.
Sú aðferð prófasts, að leita ekki um-
sagnar síra Páls Sívertsen’s, eða þa sokn-
arnefndarinnar, áður en hann léti biskupi
álit sitt í ljósi um kæru þessa, getur þó
aldrei göfugmannleg þótt, heldur ein-
kennileg fremur, og varla myndi prófast-
inum vel hafa getizt að slíkri aðferð, ef
beitt hefði verið gagnvart honum sjálf-
um, og man hann þó sjálfsagt eptir
greininni:
„það, sem þér viljið, að mennirnir
gjöri yður“ o. s. frv.,
sem sögð er „kjarni lögmálsins og spá-
mannanna".
Að biskup hefur eigi sérstaklega lagt
fyrir prófast, að loita slikrar umsagnar
er vel skiljanlegt, þar sem hann, eptir
orðan kærunnar — „safnaðarins vegnau
— hefur að vonum litið svo á, sem hér
væri um mál að ræða, er hljóðbært væri
í sóknum síra Páls Sívertsen’s, og borið
frám samkvæmt almennum safnaðarvilja.
Að öðrum kosti myndi jafn sanngjarn
maður, sem HaUgrímur biskup Sveinsson,
óefað hafa haft önnur tök á máli þessu,
og sízt af öllu hafa látið sér lynda puk-
urs-aðferð þá, sem höfð hefur verið.
Á hinn bóginn gat prófasti naumast
verið ókunnugt um það, hvernig kæran
var til orðin, að hún var einungis eins
maims verk, og það þess manns, sem
átt hafði áður í brösum við sira Pál
Sívertsen.
En í stað þess að vekja athygli bisk-
ups á þessu. benda honum á, að orðalag
kærunnar — „safnaðarins vegnau — mætti
ekki blekkja, og reyna að stuðla að því^
að síra Páll Sívertsen ætti þó að minnsta
kosti kost á því, að bera hönd fyrir höf-
uð sér, þá heldur prófastur laumuspilinu
áfra-m.
Það er engu likara, en að allt hafi
fyrir hvern mun þurft að vera klappað
og skellt, áður en síra Páll Sívertsen, eða
safnaðarmenn hans, hefðu nokkra hug-
mynd um, hvað verið væri að vinna.
Og svo er auðvitað brýnt með bréfi
biskups, sem i kyrrþey hefir þannig út-
vegað verið.
Slíka aðferð geta þeir lofað, sem lofa
vilja.
Yór teljum hana óviðfelldna, og allt
annað, en sanngjarna i garð síra Páls og
sóknarmanna hans.
Hvað heilsuleysið snertir, er nota á,
sem átyllu, til að losa um Staðinn —
sem Hesteyrar-factorinn mun svo ætla
sér að veita —, þá ber víst öllum, sem
til þekkja, saman um það, að engin þau
brögð séu, eða hafi að því verið, er geri
prestaskipti nauðsynleg að svo stöddu,
og að þeir prestarnir séu færri, þó heilir
séu kallaðir, er stundað hafa embætti sitt
kostgæfilegar, en síra Páll Sívertsen*. —
Hvað Furufjarðarbænahúsið snertir,
gleður það eflaust Hornstrendinga, að
heyra, að von sé nú um vigslu þess á
komanda sumri, eptir nær tveggja ára
öflugar aðgjörðir(!) kirkjunnar manna hór
vestra, síðan húsið var full reist.
Ritstjóri „Þjóðv.u geymir sér samt,
að óska til hamingju, unz út séð er um,
að ekki komi nýir snúningar á undir-
búning stórmáls þessa. — Ritstj.
----------------
F'regririti rússneska blaðsins
„Novoe Vremja“ átti ný skeð tal við
stjórnmálamann einn frá Japan, og barst
samræðan þá, sem vænta mátti, að mis-
klið stórveldanna við Kina.
Lót Japansmaðurinn þá skoðun í Ijósi,
að enda þótt Evrópumenn töluðu margt
um það, hve helg siðferðisskylda það
*) Þegar BÍra Páll Sívertsen kom norður, úr
ferð sinni hingað á, ísafjörð, nú eptir nýjárið,
lágu boð fyrir honum, að fara norður í Fljótin,
til að „þjónusta11 kerlingu, og brá hann þá við
samstundis norður þangað. — Sýnist slíkt ferða-
lag, um hávetur, ekki votta heilsúbrest, er orð
sé á gjörandi.
72
I einu horninu sá hann þar þá nýorpinn moldar-
haug, sem moði og heyrusli hafði verið fleygt ofan á.
Hann renndi nú stiganum niður að inDanverðu, og
fór ofan í byrgið.
Sópaði hann þvi næst moðinu og heyruslinu burtu,
og barst þá öxin upp í hendur honum.
Hann tók nú öxina með sór, og gekk síðan aptur
rakleiðis upp á herbergi sitt, án þess nokkur yrði ferða
hans var.
Vakti hann því næst undirforingjann, og sagði
honum, hvar nú væri komið.
Undirforinginn hlýddi á sögu dátans með athygli
og skoðaði síðan öxina í krók og kring.
Öxin var farin að ryðga, og gat hann þvi eigi
greint blóðið, sem við hana átti að loða, eptir því sem
sem stúlkunni hafði frá sagzt.
Það var nú komið um fótaferðatíma, farið að verða
líflegra í húsinu, og slátrarinn tekinn að láta til sín heyra.
Undirforinginn klæddi sig nú í snatri, og beiddi
dátann, að biðja húsráðandann að finna sig upp.
Húsráðandi brá við, og er undirforinginn heyrði
hann koma, breiddi hann klæði ofan á öxina.
Slátrarinn kom nú inn í herbergið, bauð nú góðan
daginn, og innti eptir, hvers gestirnir óskuðu.
„Húsráðandi góður!u tók undirforinginn þá til máls,
í mjög alvarlegum róm, um leið og hann hvessti á hann
augun, og hólt á klæðinu, sem öxin var irtnan í.
„Húsráðandi !u tók hann upp aptur. „Gllæpur yðar
er uppvís orðinn, og öxin, sem þér veittuð stúlkunni
þrjú sár á hálsinn með,-----hór er húnu.
61
bein, að honum var, sem dauðinn hefði sjálfur snortið
hann nákaldri hendinni.
Hálf lómagna hné hann ofan á stól, og lét aptur
augun.
Máttleysi þetta stóð þó að eins örstutta stund.
En er hann var staðinn upp aptur, og hafði lokað
glugganum, varð hann þess áskynja, að skyrtan hans
var öll gaddfreðin, og klakinn hékk i frostdinglum niður
úr hárinu.
Hann leit á klukkuna ... Vísirarnir höfðu stöðvað,
er klukkuna vantaði 20 mínútur í tólf.
Hann tók hitamæli, sem stóð á borðinu, og sá þá,
að kuldinn var 20 stig.
Hann beiddi guð að hjálpa sór!
Hvernig gat þetta verið, inni i herberginu, þar
sem skíðlogandi var enn í arininum.
Hann hellti nú kognakki í glas, sem þar var, og
tæmdi glasið í einum teyg.
Morguninn eptir, er hann vaknaði, lá hann ofan á
rúminu.
Veðrið var nú aptur orðið einkar fagurt.
Regninu var stytt upp, og vindurinn var hættur
að blása.
I öðrum enda dalsins teygði fjallið Silberhorn
höfuð sitt tignarlega mót himni.
Bróðir minn var helzt á því, að það, sem fyrir
hann hafði borið um nóttina, hlyti að hafa verið draumur.
En úrið hans, sem enn vantaði 20 mínútur í tólf,
kom honum á aðra skoðun.
Engu að síður, gat nú þetta, að úrið hafði stöðvað
svona, verið þýðingarlaus tilviljun.