Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1901, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1901, Blaðsíða 2
42 Þjóðviljinn. XY, 11.—12. Hann lók peðunum sínum 1899 ná- kvæmlega, sem ’97. Niðurstaðan varð því, sem áður, að málið var fellt. Yið kosDÍngarnar ný afstöðnu voru og lallar hans úti, og embættis- og pen- ingavaldinu sem ósleitilegast beitt, til að blekkja og hræða kjósendur. Það er þvi auðsætt, að sama spilið verður nú leikið upp aptur á þinginu í sumar. Og hvernig svo sem flokkaskipting- unni er nú sagt varið í orði, þá er það að voru áliti tæpast neinum vafa undir orpið, að þegar landshöfðingjavaldið, með peningavald bankans og Vídalíns að bak- jarli, leggur sig fram, þá fellur rnálið enn á Dý á þinginu í sumar. Landshöfðingi veit þetta fyrir fram, og má því vera óhræddur. En auðvitað talar hann á þinginu, sem stjórnbótaflokkurinn vill heyra, — fyrir ráðherrann! Um þessa sönnu afstöðu málsins get- ur hvorki núverandi, né fyrverandi ráð- herrum ókunnugt verið. Svo eiginleg er leikara-íþróttin eigi landshöfðingja vorum. Það virðist því óefað, að hefði ráð- herrum Islands, er stjórnarskrárbreyting- unni hafa tjáð sig fylgjandi, verið það nokkuð alvörumál, að fá breytingunum framgengt, og leiða þjóðina út úr ógöng- unum, þá hefði þeim þröskuldinum löngu verið vikið úr vegi, sem einn stendur fyrir. Iiandshöfðingi hefði þá, með öðrum orðum, löngu fengið bendingu um það, að beiðast lausnar, og fengið hana náðar- samlega veitta, og — stjórnarbótin væri þegar fengin. Það, að landshöfðinginn er látinn sitja, og fær að leika sitt allkunna laumuspil í stjórnarskrármálinu, hafandi í verkinu ráðherrann að háði og narri*, það virðist því óneitanlega benda til þess, að ráðherranum standi i raun og veru svo hjartanlega á sama, á hverju veltur. Það sýnir öllu betur, að Island er í raun og veru ráðherralaust, þrátt fyrir ráð- gjafabrotið danska. Má að vísu vera, að nokkru valdi um, hve óstöðugir ráðherrarnir hafa verið í sessi í Danmörku síðustu árin, vegna politiska ástandsins, sem þar er, og sést það þá hór enn, sem fyr, hve afar-baga- legt það er oss íslendingum, að hafa ekki sérstakan ráðherra. En hvernig sem því er varið, þá verður því ekki neitað, að áhuga- og að- gjörðar-leysi danska ráðherrans hefúr komið hart og bagalega niður á þjóð vorri þessi síðustu árin, og ráðherra- og *) Eitthvað í þessa átt var það óneitanlega, er hann fékk ráðherrann, til að útnefna þá stjórnbótavinina(n Júlíut amtmann og dr. Jóvas- sm, i Stað þeirra Hjaltalín’s og L. E. Sveinbjörm- sonar, sem landshöfðingi hafði beitt gegn stjórnhótinni 1897. Ritstj. forustu-leysið verið oss öllu tilfinnanlegra, en nokkuru sinni áður. — Sem aðra leið, er leitt gæti út úr ó- göngunum, mætti líka benda á útnefn- ingu sórstaks íslenzks ráðherra, er væri til staðar í Reykjavík um þingtímann að sumri. Landshöfðingi Magnús Stephensen væri þá þegar politisk fallin stærð, og gæti ekki beitt sér gegn málinu, nó unn- ið því neinn teljandi skaða, er kunnug- ur maður væri kominn i ráðherrasessinn. Ymsir dilka hans vendust þá sam- stundis undan, og allt gengi, sern í sögu. En slík röggsemi, að fá sórstakan is- lenzkan ráðherra skipaðan nú fyrir þing, útheimtir alvöru, áhuga, — vilja. Það fer í bága við stjórnar-aðgjörðar- leysið ráðherrabrotsins, sem orðið er að rótgrónum vana. Ekkert er því sennilegra, en að ís- lendingar sitji enn um hríð í sömu ó- göngunum. ValdfýsnÍD og eigingirain sigra í heiminum tíðum. 1 efri málstofu frakkneska þingsins var ný skeð rætt um aukin tjáríramlög úr rikissjóði, herskipastólnum til eflingar, og fórust Mercier hershöfðingja þá orð i þá átt, að Frakkar ættu að vera við því húnir, et' í ófrið slægi við Breta, að geta þá skotið herliði á land á Bretlandi. Brezki herskipastóllinn væri að visu hálfu meiri, en herskipastóll Frakka, en þegar þess væri gætt, að Bretar ættu afar-mikinn verzlun- arflota í öllum álfum heims, og víðáttumikla strandlengju beima fyrir, er verja þyrfti, þá væri alls ekki óhugsandi, að Frökkum gæti tek- izt, að skjóta þar herliði á land, og heimsækja refinn i holu sinni. Arið 1899 var tala lögreglu- og saka-mála á Skotlandi 176,524, en árið fyrir að eins 165,903. Stafar þessi mikla aukning lögreglumála af vaxandi drykkjuskap þar i iandi, og þykir ýmsum hetri mönnum þjóðarinnar nóg um. Georg prinz, landstjóri á Krítey, var í vetur á í'erð til ýmsra stórhöfðingja áifunnar, í þeim erindagjörðum, að sagt er, að reyna að fh sam- þykki þeirra til þess, að lýsa eyjuna óháða Tyrkjum. Svarið kvað þó alls staðar hafa orðið á sömu leið, að stórveldin gætu ekki samþykkt neina hreytingu á stjórnarafstöðu eyjarinnar að svo stöddu. Friðrik II Prússakonungur (1740—1786), er nefndur er „hinn mikli", hafði óheit mikla á alis konar dýraveiðum, er stórhöfðingjar tiðk- uðu mjög í þá tíð, sem enn í dag. Kvaðst hann álíta, að slátrurunum hæri æðri sess í borgaralegu félagi, með því að dýra- drápið væri atvinna þeirra, þar sem binir færu á dýraveiðar sér til skemmtunar. 1 hoðskap sínum til þingsins i öndverðum desembermánuði síðastl., lagði Mac Kinley for- seti það til, að herskipastóll Bandamanna yrði aukinn að mun, og að landher væri jafnan 100 þús. á t'riðartímum. Það er því mjög hætt við, að hernaðarfarg- anið, sem Bandamenn hafa að miklu leyti verið iausir við, leggist bráðum sem þung mara á þá, ekki síður en Evrópuþjóðirnar. Yíða i Austurríki, og þá ekki síðnr i nyrztu héruðunum á ítaliu, eru komin á fót fjölda- mörg skothús, sem til þess eru ætluð, að þaðan sé gjörð skothríð í lopt upp, er haglél er i vændum. Við skothriðina skapast dálítill hvirfilvind- ur, er tvístrar haglélinu, svo að regn verður úr, og þykir sannreynt, að afstýra megi á þenna hátt, að haglél spilli uppskeru. Á Langharðalandi (Lomhardíinu) voru síð- astl. sumar reist um 2000 skothýsi í þessu skyni. Prestur kærður. Óviöfelldin aöferð. Út af ummæluin yðar, herra ritstjóri, um mig i grein, sem hefur að fyrirsögn: „Prestur kærður, óviðfelldin aðferð“, í síðasta tölublaði blaðs þess, er þér gefið út hér á ísafirði, óska eg, að þér takið i næsta blað yðar þessa leiðréttingu: Það er alveg ástæðulaus sú tilgáta yðar, að eg muni hafa átt einhvern leyni- legan þátt í hinni umræddu kæru verzl- unarstjóra S. Pálssonar á Hesteyri yfir sira Páli Sívertsen á Stað. — Eg hef aldrei með einu orði hvatt S. Pálsson til þess, að kæra sira Pál, og eg vissi ekk- ert um kæruna, fyr en biskup sendi mér hana. Kæran var stýluð til biskups, en ekki til mín, og eg áleit, og álit enn, að eg ekki hafi haft heimild til þess, að gjöra neitt við kæruna annað, en það, sem fyrir mig var lagt, sem var, að segja álit mitt um hana. — Ekki á heldur við mikiar ástæður að styðjast, sú tilgáta yðar, að umsögn min um kæruDa hafi fremur gengið kæranda í vil, en síra Páli. — Sira Páll sá sjálf- ur umsögn mína, þegar hann kom hingað til ísafjarðar i vetur, og sagði, að hún væri rétt og sönn i öllurn greinum. Það er satt, að eg, í bréfi mínu til síra Páls, hvatti hann til þess, að segja af sér, og gjörði eg það af þvi, að eg áleit það æskilegt heilsu hans vegna, og gat mér ekki til hugar komið, að honum yrði svo mjög hverft við það, þar sem hann hefur mörg undanfarin ár, svo þrá- faldlega lýst þvi yfir bréflega og munn- lega, bæði við mig og aðra, að hann ætlaði hið allra fyrsta að segja af sér, og hefur hann eflaust fyllilega haft það i huga i vetur, þvi að mér hefur verið sagt, að hann hafi beðið um, og fengið læknisvottorð til sönnunar þvi, að hann, sökum vanheilsu, eigi væri fær um að gegna lengur embætti sinu. Þá er bænhúsið i Furufirði. Mig minnir, að þetta sé i annað skiptið, sem þér haldið því fram i blaði yðar, að eg hafi vanrækt að vigja það. — Þetta er ekki rétt. Eg hef sótt um leyfi til þess að vigja það, en mér var synjað um það, með þvi að nægan undirbúning vantaði, svo sem það, að réttindi þess eigi voru ákveðin, og ekki heldur fengin næg trygging fyrir því, að því yrði framveg- is haldið við i sómasamlegu „standi“. — En eg get glatt yður með því, að það mál er nú komið svo laDgt, að eg vona, að það verði vigt snemma á næstkom- andi sumri. ísafirði 12. marz 1901. Þorvaldur Jónsson.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.