Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1901, Blaðsíða 8
48
Þjóðviljinn.
XY, 11.—12.
Reynid 1 nýjn, ®a liliWf, W liianerMlja
B u c h ’s.
Nýr egta demaiitsvartiir litur I Nýr egta dökkblár litur
— — liálf-blár — I — — sæblár
Allar þesaar 4 nýju litartegundir skapa fagran egta lit, og gerist þess eigi
þörf, að látið sé nema einu sinni i vatnið (án „beitze“).
Til heimalitunar mælir verksmiðjan að öðru leyti fram með sínum viður-
kenndu, öflugu og fögru litum, sem til eru i alls konar litbreytingum.
Fæst hjá kaupmönnum hvívetna á íslandi.
Buch’s litunarverksmiðja,
Kaupmannahöfn V.
Stofnuð 1842 — Sæmd verðlaunum 1888.
Gleymið ekki, að nýir kaup-
endur aðyfirstandandi árgangi „Þjóðv.“,
sem borga árganginn fyrir fram, fá
ókeypis:
Það eru alls 200 blaðsíður af
skemmtilegum sögum.
Blaðið má borga með verzlunar-
innskript við verzlanir á Isafirði, og í Isa-
fjarðarsýslu, og enn fremur við ýmsar
fleiri verzlanir á Vestur- og Norður-
landi, svo sem síðar mun nákvæmar
auglýst.
Nýir kaupendur gefi sig fram sem
fyrst, áður en sögusafnið þrýtur.
Til sölu er reiðhestur á bezta
aldri, vefstóll, og hjólsleði nýr — Semja
verður við Odd Ouðmundsson á Isafirði,
eða við ritstjóra blaðs þessa, fyrir 14.
apríl næstk.
AUGLÝSING.
Barnaskólahúsið á ísafirði er til sölu.
Ef eigi fæst viðunanlegt verð fyrir hús-
ið, fæst það til leigu frá miðjum næst-
komandi maímán. — Lysthafendur smíi
sér til barnaskólanefndarinnar á Isafirði.
Jeg, sem rita hér undir, hefi í mörg
ár þjáðst af móðursýki, hjartalasleik og
þar með fylgjandi taugaveiklun. Jeg
hefi leitað margra lækna, en árangurs-
laust. Loksins kom mér í hug að reyna
KÍNA-LÍFS-ELIXÍR, og eptir að jeg
hafði neytt að eins úr tvemur flöskum,
fann jeg, að mér batnaði óðum.
Þúfu i Ölvesi 16. okt. 1898.
Olavía Guðmundsdóttir.
Itina-lífs-elexírinn fæst hjá
flestum kaupmönnum á Islandi, án nokk-
urrar tollhækkunar, svo að verðið er,
sem fyr, að eins 1 kr. 50 aur. fyrir
flöskuna. —
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn-
ir að líta vel eptir því, að standi
á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir
hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan-
um: Kínverji með glas í hendi, og firma
nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16,
Kjöbenhavn.
ÆGTE FRUGTSAFTER
fra Martin Jensen i Kjebenhavn
anbefales.
Garanteret tilberedt af udsegt Frugt.
PRBNTSMIÐJA PJÓÐVILJANS.
66
Hann var nú í engum vafa um, að sorgartíðindin
bæri nú brátt að höndum.
Leiðsögumennirnir skildu ekkert, hvað um var
að vera.
„Sáuð þið ekkert?“ spurðu þeir Battisto, og bróðir
minn, leiðsögumennina báðir í senn.
Leiðsögumennirnir kváðu nei til þess.
Bróðir minn lét þá nú koma ofan af klettinum,
sem þeir höfðu farið upp á, til þess að festa þar vaðinn.
Benti hann þeim svo á stað þann, er hann hafði
séð svip Kristjáns bera fyrir, og fylgdust þeir nú þangað.
En er komið var að mjórri enda jökulsprungu einn-
ar, nam bróðir minn þar staðar, og rak þar niður brodd-
staf sinn.
Jökulsprunga þessi var óvanalega löng, mjó í ann-
an endann, en á hinn endann að sjá, sem dimmblátt
hyldýpis djúp, þar sem klakadinglarnir glitruðu, sem
krystallar.
En er þeir höfðu gengið fram með jökulsprungu
þessari, sem tiu mínútum svaraði, rak yngsti leiðsögu-
maðurinn upp hljóð.
„Jeg sé eitthvað“, sagði hann, „eitthvað dökkt —
neðst niðri i sprungunni — kippkorn þarna innar“.
Þeir sáu nú og allir, að þarna lengst niðri í sprung-
unni, sá á einhverja ógreinilega svarta flyksu.
Bróðir minn hét, að hann skyldi gefa hverjum
þeim 100 franka, er síga vildi ofan, og ná í flyksu þessa.
Það kom hik á leiðsögumennina.
„Vér vitum ekki, hvað það er“, mælti svo einn þeirra.
„Það er má ske að eins dauður gemsi“, sagði annar.
„Langt frá“, mælti bróðir rninn hálf-reiðilega. „Þaö
67
er lík Kristjáns Baumanns frá Kandersteg, og það veit
trúa mín, að ef enginn yðar hefur hug á því, að fara
þessa glæfrafór, þá gjöri jeg það sjálfur“.
Yngsti leiðsögumaðurinn vatt sér nú úr frakkanum,
og fleygði af sér hattinum.
Hann brá kaðli um mitti sér, og tók í hönd sér
hvassan járnkrók.
„Jeg ætla þá, herra minn, að eiga það undir“,
mælti hann.
An frekari ummæla tók hann svo að renna sér niður.
Bróðir minn sneri sér undan, og sótti á hann kvelj-
andi þunglyndi, er óx æ meira og meira, eptir þvi sem
hann réð það af hljóðinu, eptir höggin með járnkrókn-
um, að neðar drægi í sprunguna.
Svo var kallað eptir öðru reipi í viðbót, og að lít-
illi stundu liðinni, ’kom leiðsögumaðurinn svo aptur upp,
og dró þá lík Kristjáns Baumann’s á eptir sér.
Vesalings Kristján!
Nú voru gerðar börur úr köðlum og broddstöfum,
og á þeim var likið borið, fyrst til „Seinbergs“-kofanna,
og svo þaðan til Stechelberg.
Þar var svo fenginn vagn, og iíkinu ekið til
Lauterbrunnen.
Næsta morgun tókst bróðir minn það sorgarstarf á
hendur, að flytja líkið til Kandersteg.
Enn i dag, og eru þó nú liðin þrjátíu ár frá at-
burði þessum —, getur bann eigi gráti varizt, er hann
lýsir örvdnan vesalings Maríu, og sorg þeirri, sem
hann, gegn vilja sínum, flutti i dalinn, þar sem allt var
ella svo kyrrlátt.
Já, það eru nú liðiri mörg árin, síðan þetta gjörðist.