Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1903, Page 1
Verð árgangsins (minnst j
52 arkir) 3 lcr. 50 awr.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
i Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnimán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
— ^-=[= Seytjándi ÁBGANGUB. =L -=—
-i—«gr^|= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. | »—
I TJppsögn skrijteg, vgild
\ nema komin sé til útgef-
, anda fyrir 30. daq júní-
mánaðar, og kaupandi
\ samhliða uppsögninni
borgi slculd sína fyrir
blaðið.
M U.—12. í
BeSSASTÖÐUM. 19. MABZ.
1 9 0 3.
tJtlönd.
Kaupmannahöfn 2. marz 1903.
Helztu tíðindi frá ritlöndum eru þau,
er nú skal greina:
Danmörk. Eitt af gufuskipum „sam-
einaða gufuskipafélagsins“, er „Xenia“
nefnist, strandaði 1. febr. síðastl. við
Skotlands strendur, i grennd við borgina
Aberdeen. - - Skip þetta var eitt af stærstu
ekipum félagsins, 3500 tons að stærð, og
var á leið til Bodon i Bandaríkjunum,
en hreppti kafaldsdimmviðri, rakst á
grynningar, og sökk á 10 mínútum. Af
skipverjum drukknuðu tveir, en 25 var
bjargað.
Geppel lyfjasveinn, er drepið hafði
vinstúlku sina með klóroformi, svo sem
áður hefir verið getið hór i blaðinu, hefir
ný skeð hlotið dóm í héraði, og slapp
með vatns og brauðs hegningu í 4-j-5
daga, þar sem glæpurinn var framinn
eptir beiðni hinnar látnu, svo sem sjá
mátti af bréfi, er hún hafði ritað einni
vinkonu sinni.
f 18. janúar síðastl. andaðist Borup,
borgmeistari í Kaupmannahöfn i full 20
ár. Hann þótti ihaldsmaður, og var þvi
litt samrýmdur bæjarstjórninni síðari ár-
in, eptir það er vinstrimenn og „social-
istara fengu öll ráðin i hendur i málefn-
um bæjarins.
í stað Borup’s var kosinn nýr borg-
meistari 2. marz siðastl., og hlaut þá
kosningu „socialistinn“ J. Jensen málari,
þar sem „socialistar“ hafa afl atkvæða
í bæjarstjórn Kaupmannahafnar, sem
stendur.
Jensen málari er tæplega hálf-fimmt-
ugur, sonur fátæks húsmanns, en hefir
verið i bæjarstjórn Kaupmannahafnar,
siðan 1893, og þjóðþingismaður, siðan
1898.
Þetta er i fyrsta skipti, er „social-
istar“ koma manni úr sínum hóp i borg-
meistaratignina, og þykir þeim sigurinn
mikill, sem von er, og höfðu þvi blysför
all-mikla um kvöldið, til virðingar við
Jensen borgmeistara, er kosningunni var
lokið.
Af þingstörfum Dana er fátt að segja,
þar sem Estrupsliðar hafa enn afl at-
kvæða í landsþinginu, og hindra öll frjáls-
leg nýmæli, er vinstrimannaráðaneytið
ber fram.
Menn höfðu í haust gert sér þær von-
ir, að hægrimenn þeir, er sagt höfðu
skilið við Estrup, og myndað nýjan flokk,
er nefnir sig „frikonservatíva41, myndi
styðja ráðaneytið að ýmsum málum, en
raunin hefir orðið öll önnur, þar sem
þeir hafa fylgt Estrupsliðum ept-ir, sem
áður, nema hvað mælt er, að skattalög-
in muni finna náð hjá þeim, og verða
það þá helztu nýmælin, sem stjómin
kemur fram.
A hinn bóginn er það þó bót í máli,
að margir hÍDna konungkjörnu þing-
manna i landsþinginu eru mjög gamlir
menn, og verða þá auðvitað skipaðir
vinstrimenn i þeirra sæti er þeir falla
frá, svo að það verður naumast til lengd-
ar, að ihaldsmönnum tekst að stöðva
framfarastrauminn, og ríða í bága við
vilja alls þorra almennings i Danmörku.
Noregur og Svíþjoð. Ráðhúsrétturinn
i Stokkhólmi hefir ný skeð kveðið upp
þann dóm, að ef Andrée loptfari eigi skili
sér innan árs og dags (eins árs og sex
vikna), skuli telja hann dauðan að lög-
um, þar sem 5 ár eru liðin, síðan hann
lagði af stað í norðurför sína.
Kona. eða ekkja, Andrée’s varð fyrir
nokkru uppvís að því, að hafa stolið ým s-
um munum úr ýmsum sölubúðum, og
13. júli f. á. hafði hiin gert tilraun til
þess, að brenna iveruhús þeirra hjónanna;
en þar sem læknar hafa látið það álit i
ljósi, að hún sé veik á geðsmununum,
þá urðu málalokin þau, að hún var sýkn-
uð, en verður háð opinberu eptirliti fyrst
mn sinn.
ý Aðfaranóttina 23. febr. síðastl. and-
aðist i Kristjaniu prófessor Gustaf Storm,
nafnfrægur sagnfræðingur, er ritað hefir
mikið um sögu Norðmanna á fyrri öld-
um, eins og mörgum Islendingum mun
kunnugt.
Mjög hefir brytt á atvinnuskorti i
Noregi í vetur, og veitti stórþingið þvi
30. jan. siðastl. 45 þús. kr. úr rikissjóði, til
að bæta ögn úr vandræðunum.
23. jan. síðastl. andaðist i Gautaborg
stóreignamaðurinn Robert Dichson, og
kvað hafa látið eptir sig um 15 milj.
króna, sem þykir mikið fó á Norðurlönd-
um, þótt lítið sé i samanburði við auð-
menn á Bretlandi, i Bandaríkjunum, og
víðar. — — — —
Bretland. 27. janúar síðastl. brann
geðveikraspítali í Lundúnum, og brunnu
þar inni 52 jsjúklingar, en hinum varð
öllum bjargað.
10. febr. flæddi áin Clyde á Skotlandi
yfir bakka sina, sópaði burt húsum o. fl.,
og nam skaðinn mörgum þúsundum ster-
lingspunda, að mælt er.
27. febr. gekk yfir Bretland slíkt af-
takaveður, að elztu menn muna eigi ann-
að eins, og olli það veður mjög víða
miklu tjóni, feykti um skorsteinum og
kirkjuturnum, reif þak af húsum o. s. frv.,
og olli víða nokkru manntjóni.
I veðri þessu fauk, meðal annars, járn-
brautarlest um koll í grennd við Ulverston,
o'g hlutu 32 menn, er i vögnunum voru,
meiri eða minni meiðsli.
Enska parlamentið kom saman í Lund-
únum 17. febr., og las Játvarður konung-
ur sjálfur upp þingsetningarræðuna, og
er þar. meðal annars, látið mikið af á-
rangrinum af ferð Chamberlain’s nýlendu-
ráðherra til Suður-Afriku.
Það er og sannast, að Chamberlain
virðist hafa komið þar mjög liðlega fram,
og hafa allan vilja á því, að reyna að
græða sárin. — Hann lagði af stað heim-
leiðis, frá Kap- eða Höfðabora: 25. febr.,
og fórust honum svo orð í ræðu einni,
er hann hélt þar að skilnaði, að þar sem
allt væri nú komið i svo friðvænlegt horf,
þætti honum líklegt, að nýlendustjórnin
myndi brátt telja sér fært, að gefa þeim
mönnum upp sakir, er dæmdir hefðu ver-
ið fyrir politiskar yfirtroðslur, meðan ó-
friðurinn stóð yfir.
Brezka stjórnin hefir nýlega skipað
nefnd manna í Transvaal, er hafa skuli
á höndum löggjafarvald í ýmsum málum
þar í landi, meðan landinu er eigi veitt
sjálfstjórn, og var Búa-foringjunum Botha,
De Wet og Delarey boðið að eiga sæti i
löggjafarráði þessu, en þeir afþökkuðu
boðið, þar sem þeir kváðust telja þetta
fyrirkomulag landinu óhagkvæmt, og ó-
liklegt, að það kæmi að tilætluðum notum.
I blaði þessu hefir áður verið minnzt
á mál það, er höfðað var í fyrra vor
gegn Lynch þingmanni, er borið hafði
vopn gegn Bretum í Búa-ófriðinum.
Lynch er fæddur i Australiu 1861, og
voru foreldrar hans irskir, og hann þvi
brezkur þegn, þótt dvalið hafi hann
meginpart æfi sinnar i Paris, og fengizt
þar við blaðamennsku.
Haustið 1899, er Búa-ófriðurinn hófst,
brá hann sór frá París til Prætoriu, og
fékk þegnrétt í Transvaal, og gekk i ó-
friðinn gegn Bretum, gerðist ofursti, og
stýrði „irsku hersveitinni11, er svo var
nefnd, og gjörðist Bretum all-skeinuhætt-
ur; sumarið 1900 hvarf hann þó aptur
heim til Parisar, og með þvi að írum
þótti mikið til mannsins koma, er hann
hafði borið vopn gegn Breturn, kusu þeir
hann þingmann sinn 22. nóv. 1901.
En þótt Lynch væri kosinn þingmað-
ur, þótti konum þó ekki eigandi undir
að vitja þingsætis sins, meðan Búa-ófrið-
urinn stóð yfir, en að honum loknum,
brá hann sór til Euglands 11. júní f. á.,
en var þá jafnharðan tekinn fastur, og
mál höfðað gegn honum, fyrir landráð.
Dómur i máli hans var loks kveðinn
upp 23. janúar síðastl., og var hann þá
dæmdur til dauða, en dauðadóminum sið-
an breytt i æfilanga þrælkunarvinnu, og
liklegt talið, að honum verði siðar gefn-
ar upp allar sakir, þegar upreisnarmenn
í Kapnýlendunni verða náðaðir, sem
naumast verður mjög langt að biða.