Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 1
Verð árganqsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 awr.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og \
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
—..■ |= Átjándi ábgangdb. =!■ ■ —
-i-Sp«|= BITST.7 ÓRI: SKÚLI THOBODDSEN. =|mS—
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
horgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 11.-12.
Bessastöðum, 22. mabz.
19 0 4.
tltlÖllíl.
Frá útlöndum eru þessi tíðindi mark-
verðust:
Danmörk. Konungur vor, er legið
liefir í gigtveiki suður i Grmunden, hjá
Þyri dóttur sinni, kom loks heim til
Danmerkur 19. janúar, og var þá að sjá
all-hraustur, jafn gamall maður.
Nýlega voru 75 ár liðin, siðan fjöl-
listaskóiinn i Kaupmannahöfn („Poly-
tekniske Læreanstalt44) var stofnaður, og
var þess minnzt með hátiðahaldi i skól-
anum.
Danir hafa, sem fleiri þjóðir, lýst þvi
yfir, að þeir láti austræna ófriðinn hlut-
lausan, en engu að siður hefir þó stjórn-
in hlaupið til, að láta gera bráðabirgðar-
vigi á Salthólmanum i Eyrarsundi, og
lagfæra ýmislegt, sem ábótavant þykir,
að þvi er snertir borgarvirkin, sjávarmeg-
in, og kvatt nokkurt lið, 1500 manna,
til að hafa varðgæzlu i borgarvirkjunum.
Þetta vakti nokkra óánægju hjá „soci-
alistum“, og sumum meðal vinstrimanna,
svo að gjörð var fyrirspurn i fólksþing-
inu, og svaraði stjórnin á þá leið, að hun
teldi þessar ráðstafanir nauðsynlegar, til
að verja hlutleysi Dana af ófriðinum, ef
til kæmi, því að ella mætti óttast, að
einhver þjóða þeirra, er við ófriðinn kynnu
að verða riðnar, kynnu að finna upp á
því, að hleypa herliði á land í Kaup-
mannahöfn, og hafii' þar herstöð, og kvað
Deuntzer, forsætisráðherrann, stjórnina
sleppa völdum, ef þingið lýsti eigi fullu
trausti á henni, og var traustsyfirlýsing-
in siðan samþykkt með 85 atkv. gegn
16.------
Noregur og Svíþjóð. 21. janúar síðastl.
varð Oscar konungur 75 ára gamall, og
stofnaði hann þá nýtt norskt heiðurs-
merki, er nefnt er „norska ljónið“, og
var Vilhjálmur Þýzkalandskeisari fyrsti
maðurinn, er sæmdur var þeirri orðu, og
átti það að vera í þakklætis skyni fyrir
það, hve vel hann hljóp undir bagga, er
Aalesund brann, þar sem keisarinn gaf
þá um 11 þús. króna, til þess að bæta úr
brýnustu þörfum bæjarbúa.
En með því að mörgum Norðmönn-
um er illa við öll heiðursmerki, varð
stjórnin fyrir nokkrum ávitum á þingi,
út af þessari nýju orðu, enda þótt meiri
hlutinn ynnist eigi til þess, að lýsa yfir
vantrausti á henni, þar sem sú tillaga var
felld með 62 atkv. gegn 54.
Jafn framt hefir og þingmaðurinn
Gunnar Knudsen borið fram frv. þess efn-
is, að afnema öll heiðursmerki, sem opt-
ar hafa verið notuð i Noregi, sem ann-
ars staðar, sem „uppfylling í eyðurverð-
leikanna'1; en að líkindum nær frv. þetta
þó eigi frarn að ganga.
f Látinn er ný skeð i Kristjanssand
einn af helztu kennimönnum Norðmanna,
Heuch biskup, er margt hefir ritað guð-
fræðilegs efnis.
Lövenskjold, fyrrum ráðherra, og frú
hans, hafa ný skeð gefið 200 þús. króna
til sjóðstofnunar, og skal vöxtunum varið
til námsstyrks handa nokkrum lögfræð-
ingum, er afla sér frekari fræðslu við er-
leuda háskóla.
Talið er víst, að frv. um rétt kvenna
til embætta muni eigi verða útrætt á
þingi Norðmanna að þessu sinni, þar sem
nefnd sú, er um málið átti að fjalla, legg-
ur til, að þvi sé frestað. — —
Bretland. 25. janúar síðastl. var
Lynch ofursti náðaður, írski þingmaður-
inn, er barðist gegn Bretum í Búa-ófrið-
inum, og dæmdur var fil dauða, sem
landráðamaður, en síðan settur i æfilanga
betrunarhússvinnu, og á þessi algjörða
náðun að skoðast, sem þakklætisvottur
af hálfu Játvarðar konungs, fyrir góðar
viðtökur, er hann heimsótti Irland á sið-
astl. ári.
2. febr. gengu Bretar á þing i Lund-
únum, og las Játvarður sjálfur upp boð-
skap sinn til þingsins. — Yið umræður
þær, er spunnust út af konungsboðskapin-
um, vítti Spencer lávarður herförina til
Thibet, en þeir Campbell-Bannermann og
Morley fóru hörðum orðum um tolla-poli-
tik Chamberlain’s.
Talið er vist, að stjórnin muni rjúfa
þing í öndverðum aprílmánuði, og verð-
ur þá háð áköf kosningabarátta á Bret-
landi. — Hvernig þær kosningar fara,
verður auðvitað eigi sagt með vissu, en
meiri likur þykja þó til þess, að stjórnin
fari þá halloka, því að við aukakosuing-
ar, er fram fóru nýlega í kjördæmunum
Norwich og St. Albans, hafaframsóknar-
menn sigrað, þó að kjördæmin fylgdu
áður stjórnarflokknum, og í báðum stöð-
um var það tollmálið. er úrslitunum réð
Mælt er, Chamberlain telji það eigi
miður, þó að framsóknarmenn komist til
valda, þvi að þeir muni skamma stund
fá völdum haldið, og geti haun þá bar-
izt fyrir tollmálastefnu sinni ,með nýjum
kröptum.
f í febr. andaðist Leslie Stephen,
nafnfrægur rithöfundur og heimspeking-
ur.
í geðveikrahæli i Portsmouth varð
það ný skeð uppvíst, að læknarnir höfðu
gefið óviðráðanlegustu sjúklingunum inn
opiumspillur, tilfað sefa þá, er setja átti
þá í spennitreyju; en í öndverðum febr.
höfðu skammtarnir orðið í stærra lagi,
svo að 4 sjúklingar biðu bana, og var
málið þá tekið til rannsóknar.
3. febr. gengu stormar miklir, ög á-
kafar rigningar, um suðurhluta Englands,
svo að mikill vöxtur hljóp í ána Thames,
og hlutust af því miklir skaðar, bæði í
Lundúnum og viðar.
Litlar sögur berast ecn af herför
Breta til Thíbet, en eigi fara ensk blöð
neitt lágt með það, að tilgangurinn sé
sá, að ná völdum þar í landi, og þykir
það einkum miklu skipta af því, að þar
hefir páfi Buddhatrúarmanna aðsetur sitt,
hinn svo nefndi Dalaj Lama í Lhassa,
þvi að ætla má, að vegur þess ríkis, er
þar hefir völdin, myndi vaxa mjög i aug-
um allra rétt-trúaðra Buddha-trúarmanna.
Stjórn Bússa hefir hafið mótmæli gegn
þessari herför Breta, enda telja Bretar
víst, að til muni vera leynilegir samn-
ingar, þar sem Bússar hafi heitið Dalaj
Lama vernd sinni, því að vart myndi
Dalaj Lama hafa leyft sér að senda vara-
konungi Breta á Indlandi bréf hans apt.ur
óupprifin, ef Thíbets-menn þættust ekki
eiga einhvern hauk i horni.
Þýzkaland. Vilhjálmm keisari hefir
gefið Bandamönnum likneski Friðriks
mikla, Prússa konungs, og er ráðgert, að
það verði afhjúpað í Bandaríkjunum 20.
okt. næstk.
f Látinn er ný skeð Waldersee greifi,
einn af helztu herforinsjum Þjóðverja.
— Hann hafði á hendi forustu sambands-
hersins, er stórveldin réðu á Kínverja, út
af sendiherra-morðunum, og þótti þá beita
töluverðri harðneskju og grimmd.
23. janúar íundust hjónin Ehrich í
Kiel myrt á heimili sinu, 85 og 81 árs
að aldri, og er talið víst, að þau hafi
verið myrt til fjár, þótt eigi hafi enn
vitnazt, hver morðin hefir framið.
Prakkland. Mjög brá Frökkum í
brún, er ófriðurinn hófst milli Rússa og
Japansmanna, enda eiga Frakkar stórfé
hjá Riissum, ue 278 milj. sterliligsj^und
og stendur því eigi á sama, éf Bussinn
fer mjög halloka.
Segja menn, að síðan Frakkar áttu í
ófriðinum við Prússa 1870, hafi frakkn-
esk rikisskuldabréf aldrei hrunið jafn
stórkostlega i verði, og er talið, að frá
6.— 20. febr. hafi verð þeirra fallið um
875 milj. franka., og má því nærri geta,
að þá dagana hafi margur tapað drjúgum
skilding.
Að líkindum stafar þetta mest af þvi,
að almenningur er hræddur um, að Frakk-
ar verði við ófriðinn riðnir, þar sem þeir
eru sambandsþjóð Bússa, og sáttmálum
bundnir, að veita þeim lið, ef þeir eiga
fleirum, en Japansmönnum að mæta.
14. febr. hófst „socialista“-fundur i
borginni St. Etíenne, og mótmælti sá
fundur því fastlega, að Frakkar tækju
nokkurn þátt í striðinu, enda er alþýða