Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 5
xvm íi.—12.
PJÓÐVILJINI*.
45
Briem hafa 2. marz slðastl. fengið konunglega
veitingu fyrir nefndum embættum.
Laus sýslumannaembætti.
Sýslumannsem’bættið í Skagafjarðarsýslu, með
3 þús. króna árslaunum, og sýslumanns- og
liæjarfógetaembættið á Akureyri, með 8500 kr.
árslaunum, eru auglýst til umsóknar, og er um-
..sóknarfresturinn til 30. júní.
öveitt kennaraembœtti.
Fyrsta kennaraembættið við lærða skólann er
óveitt, árslaun 2 þús. kr., og umsóknarfrestur til
.10. ágúst næstk.
JPlástlllL.
Eins og gizkað var á í 4o. nr. „Þjóðv.u
f. á., smellti stjórnin græði-plástri á
Magnús gamla Stephensen, og hengdi á
hann danskan stórkross, um leið og hon-
um var útskúfað úr þjónustu landsins.
Það er og §annast„ að stærri kross
.gat alls ekki mætt manninum, en að
verða að sleppa svona völdunum, og fer
því eigi illa á því, að hann beri stór-
krossinn, sem sýnilegt ytra merki um
fallvalltleik hamingjunnar.
IV.S j 11 lagastaðfestingarnar.
„Fyrsta afrek nýja _ráðherransu kallar
stjórnarblaðið „Þjóðólfuru lagastaðfest-
ingarnar, sem getið er í blaði þessu.
En þar sem ráðherrann hafði sjálfur
greitt lögum þessum atkvæði á þingi, gat
hann eigi vanzaiaust gert annað, en hann
gerði, og hefði ríkisráðið mótmælt lög-
unum, þrátt f'yrir tillögur ráðherrans, þá
átti hann eigi annars úrkosti, en að sleppa
þegar völdunum, og það mun bæði sjálf-
um honum, og vinum hans í ríkisráðinu,
hafa þótt heldur snemmt, sem von var.
Úr Norður-ísafjarðarsýslu, Bolungarvik,
er „Þjóðv.“ skrifað 26. febr.: „Hér er mjög tregt
um fisk, sem stendur; eitt skip reri i gær ofan á
haf, einskipa, og aflaði ekkert, og þó að í dag
sé gott sjóveður, iítur þó enginn til sjóar, þar
sem allir telja fisklaust.
„Motor“-bátarnir á Isafirði eru að fara á sjó-
inn öðru hvoru, en heppnast ekki betur, en hin-
um, og opt eru þar kröggur í vetrarferðum, og
stundum ganga þær ferðir eigi slysalaust af. —
18. þ. m. var gott veður að morgni, og fiskuðu
þá sum skip hér úr Víkinni; þá reru og þrir
„motor“-bátar frá ísafirði, og komst einn þeirra
slysalaust heim um kvöldið, en tveim hlekktist
á, og var annar þeirra „motor“-bátur Skúla
skósmiðs Ænarssonar, er brotnaði í spón í Skála-
vík ytri, og var róinn þar í land morguninn
eptir, og mönnum bjargað, og það á siðustu stundu,
því sjór var að verða ófær. — Hinum „motor“-
bátnum gekk litlu betur, því að vélin bilaði,
svo að mennirnir komust á seglum til Súganda-
fjarðar, og lágu á annan sólarhring vestan und-
ir (feltinum, unz vindurinn snerist meira til
norðvesturs, svo að þeir gátu siglt inn fjörðinn,
og komust að Suðureyri við illan leik.
Annars er það eptirtektavert, að „motor“,
bátarnir hafa reynzt óheppnari til fiskiveiða að
vetrinum, on önnur skip, þó að sömu mennirn-
ir hafi haft formennskuna, er áður hafa á öðr-
um skipum skarað fram úr að heppni og afla-
brögðum".
Bókara-sýslanin við landsbankann
er auglýst til umsóknar, og verður veitt frá
1. júní næstk. — Árslaun eru 3500 kr.
Laust lu'knishorað.
Læknishéraðið í Kjósinni er auglýst til um-
sóknar fyrir 14. maí næstk., og eru árslaunin
1300 kr.
Frá Islendingurn 1 Vesturheimi.
1 öndverðum janúarmánuði kviknaði í kirkju
hins svo nefnda Tjaldbúðarsafnaðar í Winnipeg,
og olli eldurinn svo miklum skaða, að talið var,
að viðgerðin á kirkjunni myndi kosta um 1 þús.
dollara.
Óstandið í lærða skólanuin.
Þó að allt sé nú með meiri kyrrð í lærða skól-
anum, en þegar ósköpin voru sem mest i vetur,
lifir þó enn í kolunum, og hafa eigi alls fyrir
löngu tvívegis orðið þar minni háttar hvell-
sprengingar, annað skiptið í bænasalnum, á und-
an morgun-bænahaldi, en í seinna skiptið á
ganginum í skólahúsinu niðri. — í hvorugt
skiptið hafa þó rannsóknir fram farið, enda ó-
vist, sem fyr, hver framið hefir.
Staðfest lö<v.
4. marz síðastl. hefir konungur staðfest
þessi lög frá síðasta alþingi:
LII. Lög uin ábyrgð ráðherra Is-
lands.
LIII. Lög um eptirlaun embættis-
manna.
LIV. Lögum skyldu embættismanna,
til að safna sér ellistyrks, eða kaupa sér
geymdan lifeyri.
LV. Lög um breyting á utanþjóð-
kirkjulögunum frá 19. febr. 1886.
Kosning nýju þingmannanna.
Með opnu bréfi 4. marz síðastl. hefir
konungur ákveðið, að kosning hinna
fjögra nýju þingmanna skuli fara fram
10. sept. næstk., og fara þær kosningar
að sjálfsögðu fram. eins og mælt er fyr-
ir um í nýju kosningalögunum.
Hornströndum, í ísafjarðarsýslu 28. jan. ’04:
„Siðastl. haust var hér mjög sjaldgjöfult, og
enginn fiskur, þegar á sjóinn gaf, og sama fisk-
leysið hefir haldist hér til þessa. — Sama afla-
leysið er að frétta úr Aðalvíkinni. og er þeim
það nýnæmi, að sjá varla drátt úr sjó á haust-
vertiðinni.
Veðrátta var hér mjög köld, og fannir mikL-
ar, allt fram til jóla, svo að allar skepnur voru
52
Það er kynlegt, Williamu, mælti hann glaðlega,
„að vinur þinn skuli hafa heyrt „hringsins helga getiðu.
„Það er þó ef til vill eigi svo undarlegt, sem virð-
ast mættiu, svaraði Durrant brosandi. „Það er sem sé
ihr. Kynsarn, sem hefir sagt mér frá honum.
„Mér var kunnugt um, hve inikið yður þótti til
slíkra hluta komau, svaraði William.
„Það er hverju orði sannarau, mælti Durrant. „Mér
þykir ákaflega rnikils vert um slíka hluti, og hefði
mikla ánægju af því, að fá að sjá hringinn, og mega
Iheyra sögu hans
„Þér skuluð bæði fá að sjá, og heyrau, mælti Píers
lávarður ánægjulega. „Hann er geymdur í bænahúsinu.
William! Beiddu síra Ching að gjöra svo vel að koma
hingað með hann í öskjunumu.
„Hvers vegna er hann kallaður „hringurinn helgi?u
spurði Durrant, er William var farinn.
„í honum er folginn flís úr krossi Kristsu, svaraði
Píers lávarður mjög guðrækislega. „Já, hr. minn, það
er von, að yður þyki það undarlegt. — Flísin er af
rétta krosstrénu — að vísu að eins naglrótarstærð en,
nóg til þess, að gera hringinn virtan og frægan“.
„Hefir hann lengi verið í eign ættar yðaj-, Píers
;láv£rður?u spurði Durrant.
„Yfir 300 ár, hr. Durrant. — Hann var eign Kilvero-
iklaustursins i Shropshíre, og orðlagður um íj.l.lan vestur—
jhluta landsins. '
„Einn forfeðra minna, James Lametry“, mælti Piers
lávarður enn frernur „var munkur í Kilvero-klaustri um
þær mundir, er Hinrik harðstjóri beitti ofsóknum gegn
klaustrunumu.
45
„Fyrir gefið, hr. Kynsamý mælti Durrant, „þér
gleymið yðar tvö þúsund pundum, og græði eg því að
eins fimm þúsund pund sterling á kaupunum.
„Laglegur skildingur er það nú samtu, mælti Willi-
am. „En hvi færir miljóna-eigandinn þetta ekki sjálfur
í tal við frænda minn?u
„Hann veit ekki, að það er Píers lávarður, sem
hringinn áu, mælti Durrant, „því að jeg sagði honum
eigi, hver eigandinn væriu.
„En ef eg gerði yður nú þann grikkinn, að segja
honum nafn eigandansu, inælti William, og kýmdi ögn.
„Þá nota eg víxilinn, og spilli fyrir yður hjá Píers
lávarðiu, mælti Durrant.
Kynsam beit sig í vörina, og sá, hvaða bobba hann
var í.
Hann hafði engin tök á okurkarlinum, og af tvennu
íllu kaus hann því það, sem skárra var.
„ Jeg geng þá að þvi, að koma yður á framfæri við
frænda minnu, mælti hann, eptir dálitla umhugsun, „enda
þótt eg sjái eigi, hvers vegna þér getið eigi talað máli
yðar sjálfuru.
„Jeg þekki lundarfar Píers lávarðar“, mælti Durrant
þurrlega, „og einn míns liðs fæ eg engu ágengt, en með
yðar aðstoð kann jeg að koma minu máli fram, og meg-
ið þér vera þess fullvis, að eg færi eigi að gefa yður
upp skuld yðar, ef eg teldi aðstoð yðar óþarfa.
„En ef yður verður nú ekkert ágengt?u
„Þá verðið þér að borga mér innan loka ársinsu,
mælti Durrant. „En fái eg hringinn, þá er vixillinn yðar
eign, áður en eg fer úr húsi þessu“.
„Eina ráðið, til að komast úr þessari árans klipu,