Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 7
XVIII.. 11.—12. Þjóðviljinn 47 búnaðarskólamálið i Iðnaðarmannahúsimi í Revkja- vik 12. þ. m. Fundinn sóttu um 50 manns, og var búfr. Björn Bjarnarson i Gröf málshefjandi. Samþvkkt var í einu hljóði svo bljóðandi til- laga :j „Fundurinn óskar, að sett sé á fót í Revkja- vik, sem fvrst kennsla i búnaðarfræði, eingöngu bókleg, og víðtækari, en hingað til hefir verið kostur á hér á landi, og búfræðisnemar eigi jafnframt kost á sem fullkomnastri verklegri kennslu annars staðaru. „Mjölnir“, skip Tbore-félagsins, kom til Revkjavíkur 15. þ. m., og hafði Jþó farið 3—4 dögum síðar frá Kaupmannahöfn, en áætlað var, til þess að geta tekið vörur, 1 stað varnings þess, er farizt hafði með „Scotlandi“. „Mjölnir11 lagði af stað til Breiðaflóa og Vestfjarða 18. þ. m., og gerði skipstjórinn'þájpóst- stjórninni þann grikkinn, að hlaupa |á undán póstbréfunum. Sem farþegar fóru með skipinu kaupmaður Einar Marlcússon til Olafsvíkur. og factor P. 01- afsson til Patreksfjarðar. Jarðarför síra 01. Belgasonar fór fram í Revkjavik 19. þ. m., og hófst í húsi sira Jóvs Helgasonar prestaskólakennara, þar sem líkið hafði staðið uppi, síðan það kom frá útlöndum. ivieð „Lauru'1 silgdu til útlanda 18. þ. m.: Mæðgurnar frú Margrh Zoega og frú Valgerð- ur Benedilctsson, ungfrú Sigríðlir Sigurðardóttir, matsölukona á svo nefndum Sigríðarstöðum í Reykjavik, ungfrú Hendriklce Finsen, ungfrú Gruð- rún Sigurðardóttir. kaupmennirnir Sveinn Sigfús- son, Bened. Stefánsson, Jón Brynjblfsson o. fl. T 13. þ. m. andaðist í Reykjavílt ungfrú Mar- grét G. Kristjánsdóttir. 23 ára að aldri, frænd- kona Ghuðtn. Magnússonar læknaskólakennara, og hafði hún dvalið á heimili þeirra hjóna. siðan hún var um fermingaraldur. — Hún var efni- leg stúlka, stillt og vel menntuð. Banamein hennar var langvinn brjóst-tæring, er hafði þjáð hana tvö síðustu árin. Samsæti var ritstjóra Birni Jónssyni halaið í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík 18. þ. m., til þess að samgleðjast honum yfir heilsubót þeirri, er honum hafði hlotnazt erlendis. Af sérstökum atvikum hefir útkoma „Þjóðv.“ frestazt lengur að þessu sinni, en ætl- að var, og eru kaupendur blaðsins beðnir að af- sa.ka dráttinn. Omissandi fyrir allar húsmæður er kökuefnið „Bak bekvem“, tilbxúð efni í ýmis konar kökur, svo sem jólakökur, sandkökur, keisarakökur, prinsessukökur o. s. frv. Pakkinn vigtar eitt pund, og er i hverjum pakka fyrir sig, efnið í eina köku, nefnil. hveiti, gerdupt, sitrónu- dropar, eggefni, súkkat, kúrennur o. s. frv. Það þarf að eins að láta mjólk saman við kökuefnið, og svo baka kök- una. Þetta er alveg nýtt og reynist ágæt- lega, er ódýrt. Biðjið um .,Bak bekvem“ hjá kaupmanninum. Einkasölu til íslands og Færeyja hefir cJakcb Gunnlögsscn. Kjöbenhavn, K. ísfirðingar! Þegar þér farið að kaupa yður vefnaðarvarning, þá gerið svo vel að líta inn í „Nýju vefnaðarvörubúðina“, sem getið cr um i séiprentaðri auglýs- ingu minni, dags. 16. þ. m., og athugið, hvort yður líka ekki vörugœðin og verð- lagið á nýja varninginum, áður en þér festið kaupin annars staðar. Svo er til ætlast, að „Nýja vefnaðar- vörubúðin“ gebi staðizt hvers konarsam- keppni, bæði að því er verðlag, vöru- gæði og fjölbreytileik vörutegundanna snertir. Komið, og lítið á, og dæmið svo, ept- ir eigin sjón og reynzlu. 25HSS Tánn fremur leyfi eg mér að minna yður á það, að þegar þér hafið skoðað varninginn í „Nýju vefnaðarvöru- búðinni“, sem er niðri, þá er örstutt upp í aðal-sölubúðina, þar sem nú fæst, með- al annars, ódýrara kaffi, en nokkurs staðar annars staðar á ísafirði. ísafirði 16. febr. 1904. Magnús Ólafsson. eoe: Rélti tíiini til þess að gjörast kaupandi XVIII. árg. „Þjóðv.“ Þeir, sem eigi hafa áður verið kaup- endur blaðsins, ættu að kynna sér aug- lýsinguna í 49. nr. fyrra árgangs, til þess að sjá kostakjörin, sem nýjum kaupend- um bjóðast: SJ uin 200 bls. aí’ skemratisögum “ og auk þess síðasti ársfjórðungurinn af 17. árg. „Þjóðv.“, hvorttveggja alveg ókeypis. 50 duldist það eigi, og horfði hún því forviða á frænda sinn. „Þér getið ekki farið í kvöld, í þessu veðri“, mælti Píers lávarður, og leit út um gluggann. „Þér verðið því að gista hér i nótt“. „Jeg kann yður þakkir fyrir yðar góða boð“, mælt.i Durrant. „Hafið þér lokið erindum yðar við hr. Kynsam‘?“ spurði lávarðurÍDn. „Það hefi eg“, svaraði Durrant, „og myndi eg eigi hafa niðzt á gestrísni yðar, ef Kynsam, vinur minn. hefði eigi svo ákaft viljað, að eg heilsaði upp á yður.“ „Það gleður mig, og það var alveg rótt gert af 'William“, mælti Píers lávarður alúðlega. William varð á hinn bóginn bálreiður, undir niðri, yfir þessari ósvífni Durrant’s. Eleonora veitti því eptirtekt, og tók því í handlegg- inn á William, og leiddi hann út að glugganum, svo sem væru þau þar að athuga óveðrið. Erindið var þó í raun og veru, að spyrja William, hvernig stæði á óvild þeirri, er hann ætti svo bágt með að dylja, g?gn manni þessum, er hann kallaði vin sinn. „Hvaða maður er þetta, Williarn?“ mælti hún lágt. „Það er vinur minn — hann heitir Durrant“. „Mór sýnist hann þó ekki bera það með sér, að hann só neinn heiðursmaður“, mælti Eleonora. „Má ske ekki, en flugríkur er hann“. „William!„ hvíslaði Rleonora, óttaslegin. „Hann er þó víst ekki hingað korninn, til að gera þór peinn óskunda?“ 47 í fjarska sá til sjávar, og hyllti undir Landy-eyj- arnar. En í kvöld var særinn hvítur af brimlöðri, og ljósa- gangurÍDn tíður, svo að herbergið fylltist öðru hvoru af ofurbirtu. Mörg stúlkan hefði óefað fundið til hræðslu, vegna tryllingsins í veðrinu, eu fjarri fór þvi um Eleonoru. Hún var engu hugminni, en karlmennirnir og starði sifellt, án þess að líta undan, á skýjafarið, brimrótið, og trén, sem sveigðust fram og aptur fyrir vindinum. Þó að veðrið væri afskaplegt, var hún þó minna að hugsa um það, en um þunglyndið í William, sem hún ekkert skildi í. Michael hafði sagt henni, að William væri uppi í herbergjum sínum, og ókunnur maður hjá honum, og eptir lýsingunni á manninum, gat hún sér þess til, að það væri sami maðurinn, er þau mættu um morguni-nn. Rifjaðist þá upp fyrir henni, hve þungur William hafði orðið á svipinn, er hann rakst á mann þenna, og var því eigi laust við, að hún kviði því, að óknnni maðurinn ætti eitthvað leiðinlegt erindi til Landy Court. Hún vissi að vísu. að framferði William’s hafði eigi verið nein fyrirmynd, en á hinn bóginn vissi hún einnig, að hann hafði ekkert óheiðarlegt aðhafst, og skildi þvi eigi, hvað hann gæti átt saman við þennan svipljóta mann að sælda. „Skuldi hann hoDum, þá borgar pabbi“, hugsaði hún, og lét aptur bókina, sem hún hélt á. „Maðurinn er líkast.ur gyðingi“. Þetta var þó rangt til getið, að því er Durrant snerti, því að hann var ólíkur gyðÍDgi, nema að því er

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.