Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 4
44 hríð þessi hafi eiiikuin verið gjörð í því skyni; að villa Rússum sýn. svo að Jap- önum veitti hægra að koma herliði á land í Koreu, enda er mælt, að Japanar hafi þar nú um 200 þús. landhers. „Jenisseju, eitt af herskipum Rússa, er átti að koma fyrir sprengivélum neð- ansjávar í mynni Port Arthur hafnarinn- ar, sprakk í lopt upp, er það var að því starfi. Um viðureign á landi eru allar fregn- ir mjög óljósar enn. — Sumar fregnir segja, að landorusta hafi orðið við Yalu- fljót, sem er á landamærum Koreu og Mandsjúrísins, og hafi Rússar misst þar 2500 manna; en hæpið, að fregn þessi sé áreiðanleg. Um mannfall í sjóorustum þeim, er háðar hafa verið, eru fregnir mjög óljós- ar; en yfirleitt virðast Japanar enn hafa misst fátt manna, en Rússar fleirihundr- uð. Nýlega náðu Rússar 23 japönskum liðsforingjum í Mandsjúríinu, er voru þar dnlarklæddir, og í þeim erindum, að reyna að sprengja upp járnbrautina. — Þeir voru allir umsvifalaust hengdir. Mælt er, að nokkrir (8?) Japanarhafi og verið teknir á Rússiandi, dularklædd- ir, og hafi Rússar sízt átt þeirra von þar heima hjá sér. Fullyrt er, að Frakkar hafi keypt her- skipastól Chilí-ríkis handa Rússum, og eigi þau herskip þegar að halda til ófrið- arstöðvanna. Almennt kvíða margir því, að ófriður þessi kunni að berast til norðurálfunnar, og að Bretar verði við hann riðnir, og getur þá orðið langt í honum, og hvað sem um það verður, þá eru engar líkur til þess, að lyktir verði fyrir [næsta haust. Bankastjórar íslandsbanka. —^ Loks er það þá ákveðið, hverjir stjórna skuli íslandsbanka, þar sem fulltrúar hluthafanna hafa nú, auk aðal-bankastjór- ans hr. E Schou’s, ráðið hr. Sighvat Bjarnason, bókara við landsbankann, og amtmann Pál Briem, sem meðstjórnend- ur, eða gæzlustjóra, og eru hinum fyr- nefnda ætlaðar 4 þús. kr. í árslaun, en hin- um síðar nefnda 2 þús. króna, enda er eigi ætlast til, að starfstími hans verði lengri, en 1—2 kl.tímar daglega. Að því er báða þessa menn snertir, eru víst flestir sammála um það, að þeir séu vel til starfa þessa fallnir, enda er hinn fyr nefndi, hr. Sighvatur Bjarnason, alvanur bankastörfum, og drengur góður, sem alls eigi þarf að óttast, að misbeiti stöðu sinni á neinn hátt, sakir flokks- fylgis, enda þótt skólinn hjá gamla Tryggva, sem hann kemur úr, sé að vísu sagður miður hollur. Og að því er til hr. Páls Brienikem- ur, er tekur við starfi þessu 1. okt. næstk., þá er hann mjög eindreginn framfara- maður, svo að hluttaka hans í stjórn Þ J Ó rJ 7 jt I. J i. s . bankans ætti að vera trygging þess að skynsamlegum framfarafyrirtækjum verði síður synjað hjálpar. En þó að bankastjóravalið sé þannig á endanum all-viðunanlega til lykta leitt, þá er sagan um hringl bankastofnand- anna, og allt, sem þar að lýtur í meira lagi annálsverð, ef í letur væri færð. Hér skal þó eigi að svo stöddu langt út í þá sálmana farið, en að einsmáláta þess getið, sem að vísu er löngu þjóð- kunnugt orðið, að frumkvöðlar banka- stofnunarinnar, Arntzen hæztarét.tarmála- færslumaður og Warburg stórkaupmaður, höfðu bréflega falað héraðslækni Pórð J. Ihoroddsen, sem bankastjóra, og hafði hann tjáð sig fúsan til þess, að verða við þeim tilmælum. En þegar til kom, virðist svo, sem ónefndum mönnum íslenzkum, er miklu vilja ráða, hafi hugkvæmzt, að óvíst væri, að þeir gætu haft hr. Þórð J. Thorodd- sen svo i hendi sér í þeirri stöðu, sem þeir vildu kosið hafa, og því var það ráðs tekið, að látið var í veðri vaka, að einn þeirra, er lagt höfðu fram hluta- féð, hefði áskilið það tvennt, að íslenzki bankastjórinn væri óviðrið- inn landsbankann, og að hann hefði verið kaupmaður, eða verzlunarstjóri í 10— 20 ár. Síðara skilyrðinu fullnægði hr. P. J. Thoroddsen vitanlega ekki, og á þenna hátt var þá fyrir það girt, að þeir Arnt- zen og Warburg gætu staðið við tilboð sitt, að sagt var. En hve mikið þetta svo kallaða skil- yrði var að marka, hafi það á annað borð nokkurn tíma verið annað, en tilbúning- ur ofan nefndra ónefndu herra, má bezt sjá af því, að þegar hr. alþm. Björn Kristjánsson, er þá átti að koma að, og ginntur var til Kaupmannahafnar í því skyni, var aptur „út úr spilinu"*, þá var í einu hljóði samþykkt, að bjóða Páli Briem amtmanni stöðuna. Bréfið til hr. Páls Briem var þó, að því er mælt er — til að styggja ekki(!) —, sent ráðherranum, þótt eigi ætti hann atkræði um málið. En ráðherranum — með „ m atar-pro - grammið'* — gat auðvitað eigi hugsað sér annan, en „heimastjórnarmannu (hr. Sighvat Bjarnason, eða forngripavörð Jón Jakobsson), er tæki á móti bankastjóra- *) Sú sagan gengur, að þegav hr. H. Hafstein var í Kaupmannahöfn í síðastl. nóvemhermán- uði. hafi hr. Albertí haldið honum, og bankamönn- unum, veizlu, og hafi þá af hálfu bankamann- anna orðið tilrætt um það við hr. H. Hafstein, hvert bankastjóraefnið myndi vera líklegast: kaupmaður Björn Kristjánsson, héraðslæknir Þ. J. Thoroddsen, eða bankabókari Sighvatur Bjar.na- son. — Hr. H. Hafstein hafði þá, að sagan segir, alls ekki kannast við kaupmann Björn Kristj- ánsson, en rankað þó loks við, og sagt, að hann hefði þekkt skósmið einn, er því nafni hefði heitið(!); en að því er hr. Þ. J. Th. snertir, seg- ir sagan, að hnnn hafði sagt brosandi, sem svo, að hlutafélagsbankinn hefði nú vitanlega fengið mörg sárin, og þyrfti því má ske læknis. — En hr. Sighvat Bjarnason þekkti hr. H. Hafstein þegar, og það var duglegur maður. Svona gengur sú sagan. XVIII., 11.—12. laununum, þótt frá ,, landráða-stofnunu kæmi, og segir því sagan, að bréfinu til Páls amtmanns hafi ekkert verið hraðað, og þegar ráðherrann kom til Kaupmanna- hafnar seint i febr., þá varð niðurstaðan að lokum, sem fyr segir, að hafa ísl. bankastjórana tvo, i stað eins, er fyrst hafði verið áformað, og að láta „heima- stjórnarrnanninn" hafa feitari bitann, eins og sjálfsagt var. •................• Skúla-ústandið. Frá Kaupmannahöfn er ritað 4. marz síðastl.: „Stúdentafundur var haldinn hér nýlega, og var ráðherrann boðinn þangað, og þá hann boðið. —- Rs»tt var um æðri skóla á íslandi, og prófessor Finnur Jónsson fenginn, til að hefja umræðu; var það af ásettu ráði gjört, því að þá héldu menn, að Hafstein myndi íremur koma, envildu gjarna, að hann hlustaði á umræðurnar áð því leyti, sem þær snertu reotor og latínuskólann. Yar farið ómjúkum orðum um skóla-óstand- ið, og all-mjög hallað að rector og ýmsum kenn- aranna, og jafn framt sú von látin í Ijósi, að nýja stjórnin myndi telja helga skyldu sína, að bæta úr fári þessu hið bráðasta“. Sögunarmylna er nýlega sett á fót á Húsavík, og er hún að nokkru leyti eign Eitíks Þorbergssonar trésmiðs, en að nokkru eign kaupfélags Suður-Pingey- inga. Ný trésmíðavei'ksmiðja. Hlutafélag er nýiega stofnað í Reykjavík, til að koma þar á fót trésmíðaverksmiðju, og er hlutaféð alls 12 þús. króna, eða 40 hlutir á 300 kr. hver. í stjórn félags þessa eru trésmiðirnir Hj'órt- ur Hjartarson, Magnús Blimdal og Sigvaldi Bjarna- son. Skaðar aí snjó- og' vatnstlöðum. Seinni part febrúarmán. urðu víða nokkrir skaðar af snjó- og vatns-fióðum á Austfjörðum. Á Brekkugerði í Fljótsdal rann snjóflóð á fjárhús, og drap 20 kindur, og á Klausturseli i Jökuldal kom vatnsflóð á fjárhús, og drap þar 30 fjár. I Seyðisfjarðarkaupstað tók vatnsflóð 22. febr. fjóra báta, og keyrði þá út á sjó, og brotnuðu þeir allir, og fleiri urðu þar skemmdir af vatns- fióðum. Hús Bergs, hvalveiðamanns á Mjóafirði varð og fyrir töluverð um skemmdum af snjó- og vatns- flóðum. Á Fagradal braut snjófióð 6 stórtré er ætluð voru til Lagarfljótsbrúai'innar. Nokkrar smá skemmdir urðu einnig á Eski- firði, og víðar. Bæjarbruni Bæjarbruni varð á Sauðárkoti á Upsaströnd 2. marz síðastl., og brann þar baðstofa, búr og eld- hús, og varð að eins bjargað rúmfatnaði, og ein- hverju af matvælum. Þegar brunans varð vart, var enginn karl- maður á heimilinu, en að eins 2 kvennmenn og 4 börn, og hljóp húsfreyjan því til næsta bæjar, en hinn kvennmaðurinn gætti barnanna. — Brugðu menn vel við, og komu til hjálpar, og tókst því að bjarga fjósinu, en svo ílla tókst til, meðan á björgunartilraununum stóð, að tveir menn urðu undir þekju, og slösuðust all-mikið, fótbrotnaði aimar, en hinn skaddaðist stórum á lærinu. Stokksejrarprestakall í Árnespróíastsdæmi var 18. marz auglýst til umsóknar, og er umsóknarfresturinn til 14. mai, og veitist brauðið frá næstk. fardögum — Brauð- ið er metið 2478 kr. 75 a., en þar af nýtur prestsekkja 181 kr. 58 a. eptirlauna, og næsta fardagaár nýtur iinnur prestsekkja náðar árs. Embættaveitingar. Landritari, hr. lil. Jónsson, og skrifstofustjór- arnir: Jón Magnúsion, Jón Hermannsson og Eggert

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.