Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 2
42 ÞjOeyiLJINK. xvni, il.—12. manna á Frakklandi yfirleitt andstæð Rússuin, og því mun það liafa verið, að COTM&es-stjórnin hefir séð sig til knúða, að lýsa þvi yfir á þinginu, að ekkert skyldi verða fullráðið um fulltingi við Rússa, nema það væri gjört aðráðimeiri hluta þingsins. Að heldur sé tekin að kólna vinátt- an milli Frakka og Rússa, má og ef til vill nokkuð marka af því, að þegar Rúss- ar kvöddn sendiherra sinn, Rosen greifa, heim frá Japan í byrjun ófriðarins, þá fálu þeir sendiherra Austurríkismanna að gæta hagsmuna sinnaí Japan, ef til kæmi. 20. febr. varð hvelisprenging i verk- smiðju einni í Paris, er býr til „cellu- loid“-hárgreiður, og biðu 12 menn bana, en margir urðu sárir. Seint í apríl ætlar Loubet forseti að bregða sér til Rómaborgar, til að heilsa upp á kóng og páfa. Mál Dreyfusar er nú svo langt kom- ið, að 5. marz ákvað ónýtingardómurinn í Paris, að herréttardómurinn í Rennes skyldi endurskoðast, og úrskurðaði, að nýjar rannsóknir skyldu fara fram; en þegar þeim rannsóknum er lokið, ákveð- ur rétturinn, hvort. ónýta skuli dóminn, og sýkna Dreyfus, eða málinu skuli visað til aðgjörða herrét.tar að nýju, og getur þvi orðið töluverður dráttur á mál- inu. Mornard heitir málfærslumaður sá, er flytur vörn af hálfu Dreyfusar við ónýtingardómstólinn. Miljóna-eigandinn Jaques Lebaudy, er kallar sig Sahara-keisara, hefir byrjað að gefa út blað, sem prentað er í París, til þess að ræða málefni lceisaradæmis sins, og lætur hann svo heita, sem það sé gefið út í höfuðborg sinni Troja í Sahara, og er stórreiður öllum þjóðhöfð- ingjum, er eigi hafa viljað viðurkenna keisara-tign hans. — Nýlega var honum stefnt í Paris, út af skuld til manns, er ferðazt hafði með honum í Sahara, og bannaði hann þá málfærslumanni sínum að mæta, og kvaðst, sem þjóðhöfðingi, ekki mæta annars staðar, en fyrir gjörð- ardóminum f Haag. — Henda margir gaman að Lebaudy. en ættingjar hans vilja fá hann lýstan ómyndugan, svo að hann sói ekki fé sinu um of, meðan þess- ar keisara-griliur sitja fastar í höfðinu á honum. Svissaraland. Þaðan er þeirra tíðinda getið, að Arnold Comtesse, 26 áragamall, sonur lýðveldisforsetans, réð sér bana í janúarmánuði, af því að heitmey hans hafði brugðizt honum i tryggðum.-------- Fortugal. 11. febr. hljóp ákafur vatnavöxtur í stórárnar Duro, Tajo o.fl., svo að Duro-járnbrautinni skolaði burt á all-miklu svæði, auk ýmislegs annars efnatjóns; nokkrir menn biðu og bana. Ítalía. I janúarmánuðibrann háskóla- bókasafnið í Turin, og brunnu þar, með- al annars, um 3500 haudrit, mnrg all- sjaldgæf. Balkanskaginn. Þar er eigi sem frið- samlegast enn, þar sem um 30 þús. Al- bana hafa gert uppreisn, sakir þungra skatta-álaga, og svo sumpart af því, að þeir vilja eigi, að kristnir menn í Make- doníu fái róttarbætur þær, er stórveldin hafa neytt Tyrki til að lofa. — Albanar eru mahomedstrúar, og hatast mjög við kristna menn, svo að soldán á úr vöndu að ráða, þar sem þessir trúbræður hans eiga hlut að máli, en hefir þó verið til knúður. að senda herlið gegn þeim. — Yarð orusta við Líuma í febr., og misstu Albanar þar 500 manna, en 800 misstu þeir í annari orustunni, og láta þó eigi sefast. Kristnir menn i Makedoníu taka einn- ig til vopna, er vorar, þar sem sýnt þykir, að Tyrkjasoldán muni nú svíkja öll loforð sín, og láta allar réttarbætur farast fyrir. — Hefir soldáni mjög vaxið hugur, síðan ófriðurinn milli Rússa og japansmanna hófst, því að hann telur víst, að Rfissar hafi nú annað að sýsla um sinn, en að sinna málum manna á Balkanskaga Nýlega réðu 1000 Boigarar yfir landa- mærin inn i Tyrkland, og skutu á her- liö Tyrkja, er þar var fyrir. Soldán eignar Bolgörurn allar æsing- ar á Balkanskaga, og vill því feginn jafna á þeirn, og í því skyni er mælt. að hann hafi núboðað út um 250 þús. her- manna, og er búist við ófriði milli Tyrkja og Bolgara innan 1—2 mánaða, enda búa BoÍgarar einnig herlið sitt í ákafa. Kvisazt hefir, að Tyrkja-soldán rnuni því eigi móthverfur, að leyfa Rússum, að fara með herskip úr Svartahafi út um Dardanella-sundið, þótt bannað sé það í Berlinar-samninginum, ef Rússar lofi Tyrkjum að eiga einum við Bolgara. Yfir höfuð vænta menn þess almennt, að allt komist í bál og brand á Balkan- skaganum þá og þegar. 13. janúar voru hátíðahöld í Serbiu i minningu þess, að þá voru talin 100 ár liðin, siðan Serbía fékk frelsi. — Sendi- herrar stórveldanna fylgdu sömu reglunni, sem fyr, að bregða sér burt, meðan á há- tíðahaldinu stóð, til þess að þurfa eigi að fara á konungs fund, og koma nærri konungs-morðingjunum. — Bússland. Svo er mælt, að Nicolaj keisari þykist eigi of sæll um þessar mundir, þar sem hann hafi i raun og veru verið móthverfur ófriðinum við Jap- ana, enda væri þess öll von um hann, er byrjaði rikisstjórn sína með því, að boða til friðarþingsins í Haag, og pré- dika friðinn meðal þjóðanna. Ófarir Rússa kvað hafa íengið mjög á keisara, og er jafn vel mælt, að keis- arinn hafi tárfellt, er hann frétti fyrstu ófarirnar. Hér við bætist og, að ástandið í land- inu er í raun og veru því líkast, sem keisarinn. og stjórn hans, sé á eldfjalls- barmi, er gosið getur þá og þegar, og ef til vill umturnað öllu. Byltingamenn strá hverju æsingarit- inu út um landið á eptir öðru, án þess lögreglumenn geti við ráðið, þótt einatt sé verið að taka hina og þessa fasta. — Um 400 stúdentar í Bern hafa sent þjóð- inni ávarp, og skorað alvarlega á hana, að nota nú tækifærið, til að hrinda af sór einveldinu, og jafn vei meðal her- mannanna er si og æ stráð út ritlingum, er enda með orðunum: „Niður með czarveldið“ o. s. frv. Svu er og lítið um peningana hjá Rússum, og hefir stjórnin því neyðzt til þoss, að gefa iit 50 milj. rúbla i papp- írspeningum, er hún segir að vísu, að tryggðir sóu með gullforða; en því trúir enginn. Þá eru og Pófverjar teknir mjög að ókyrrast, og því eigi laust við, að R'iss- ar séu hræddir um uppreisn af þeirra hálfu, og víst er um það, að Pólverjar óska böðlum sínum, Rússunum, alls ó- farnaðar í styrjöldinni. — Nýlega sendu t. d. pólskir stúdentar i Lemberg jap- önskum stúdentum kveðju sína, og ósk- uðu Japönum góðs gengis í ófriðinum, en beiddu þá jafn framt að fara vel með pólska fanga, þvi að þeir berðust nauð- ugir með Rússum, og vildu fegnir, að Japanar sigruðu. MikiJl ógangur var i YarscUau, höf- uðborg Pólverjalands, í byrjun ófriðarins; fóJkið þusti að bankanum, og heimtaði sparisjóðsinnlög sín, þar sem margir munu hafa óttazt, að rússneska stjórnin kynni að grípa til fjárins. Mælt er, að komið hafi til mála, að Nicolaj keisari fengi Witte, fyrrum fjár- málaráðherra, alræðisvöld i hendur um hríð, til þess að sjá ráð gegn útlendum og innlendum fjandmönnum. 5. febr. voru 100 ár liðin, siðan Rune- bery fæddist, hið heimsfræga þjóðskáld Finna, og bannaði rússneski iandstjór- inn, Bobríkoff, öli hátiðahöld þann dag, en tók þó bannið aptur, er til kom, en áskildi að eins, að eigi væri flaggað, nema með rússneskum fánum; en þá not- aði auðvitað enginn. — Bandaríkin. 22. janúar gekk ákafur hvirfilbylur yfir borgina Mountsville, og eyðilögðust þar 300 hús, en fjöldi fónað- ar fórst, og 37 menn biðu bana. 23. jan. ollu vatnsfJóð svo miklum skaða í Pittsburg, að tjónið var metið 1 milj. dollara. í öndverðum janúar gengu svo af- skapleg frost i New-York-ríkinu, að sliks eru eigi dæmi, siðan 1875. — Önnur Ameriku-ríki. Panama-lýð- veldið nýja hefir kosið Manuel Amodor, sem forseta, — Margt bendir á, að lýð- veldi þetta verði mjög háð Bandamönn- um; eitt ákvæðið i stjórnarskipunarlögum þeim, er þingið var að ræða, fer því t. d. fram, að Bandamenn geti skorizt i leikinn, ef óeyrðir verði innan lands. — í Uruguay lýðveldinu geysar uppreisn um þessar mundir. Afríka. í Marocco var i janúar beitt ýmis konar grimmd við gyðinga i borg- inni Stat, hús þeirra skemmd, eigniun rænt, og ýmsum gyðingum misþyrmt, eða drepnir. í Trípolis gerðu vatnavextir ný skeð

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.