Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.03.1904, Blaðsíða 6
46 XViIi., 11—12. fc^jOti ViLJ is . stögugt á gjöf, nema lítilfjörlega, þai- sem fjöra- beit er. — Með jólnm brá til bata, og leysti npp nokkurn snjó, svo sumstaðar komu upp jarðsnöp; en um þrettándann breyttist veðrátt- an aptur, og gjörði austan kafaldshríðir, er stóðu til 17. þ. m., og bafa síðan skipzt á vestan- bleytur, er staðið bafa hálft til heilt dægur, og norðanhríðir. — Hafísinn er nú að fylla hér hverja vík og fjöru, en ekki vita menn enn, hve mikill hann er, því að nú er hér þreifandi kafalds- bylur, og er hafísinn leiðinlegur gestur ofan á eitt hið bágasta sumar, sem hér hefir komið“. TJm Mosfellsprestakall í Gullbringu- og Kjósarsýslu verða þessir í kjöri: sira Jón Arason á Húsavík, sira Magnús Þorsteinsson i Selárdal, og síra Magnús Þorsteins- son í Landeyjum. Lögfræðispróf Síðari hluta lögfræðisprófs við háskólann hafa þessir íslendingar tekið: Tómás Skúlason og Magn- ús Jónsson. Seðlar hlutafélagsbankans. Félagið Qescke & Dervíent í Leip'íig heíir tekizt á hendur að búa til seðla hlutafélagsbankans, og verða það 5, 10, 50 og 100 kr. seðlar, og er mælt að seðlatilbúningurinn muni kosta alls nær 50 þús. króna. Á öllum seðlunum verður mynd konungs, og auk þess á stærri seðlunum mynd af Heklu og Geysi. — En aptan á öllum seðlunum verður mynd af ísl. fálkanum, og seðlarnir prýddir ýms- um kringlóttum sveiflum. Yatnsmerkið „í. B.“ (Isl. banki) verður haft í pappírnum, og á bakhliðinni verða seðlarnir bláir, með hvitum undirlit, en á framhliðinni að likindum mórauðir, bláir eða grænleitir. Mannalát. Þegar „Laura“ var á ferð sinni til útlanda, gjörðist sá sorgaratburður 19. febr. siðastl., er skipið var á leiðinni milli Leith og Kaupmannahafnar, að einn far- þeginn dó snögglega úr hjartaslagi. — Farþegi þessi var síra Olafur Helgason, prestur að Stokkseyri, og kom lík hans til Reykjavíkur með gufuskipinu _Ceres“ 11. marzmánaðar. Síra Ólafur var sonur Helga heitins Hálfdánarsonar lectors, og konu hans Þörhildar Tömasdóttur, og var fæddur að G-örðum á ÁlptaDesi 25. ág. 1867, þar sem faðir hans þá var prestur. Hann tók stúdentspróf í Reykjavík 1887, en guðfræðispróf á prestaskólanum 1889, og varð ári síðar aðstoðarprestur á Eyrarbakka, en fékk veitingu fyrir Gaul- verjabæjarprestakalli 1891, og tveim ár- um síðar varð hann prestur að Stokks- eyri, og bjó að Stóra-Hrauni. — Hann nam daufdumbra kennslu erlendis, og hafði síðan slíka kennslu á hendi á Stóra Hrauni. Síra Ólafur var kvæntur Kristínu Is- leifsdóitur, prests Gíslasonar í Arnarbæli, og lifir hrin mann sinn, ásamt 5 börnum þeirra, sem öll eru í æsku. — 5. marz síðastl. andaðist i Yestmanna- eyjum læknisfrú Matthildur Magnúsdóttir, kona Þorsteins héraðslæknis JÓDSSonar. — Hún var fædd 6. jan. 1883, en gipt 12. okt. 1865, og eru börn þeirra hjóna öll upp komin. — Frú Matthildur sál- uga dó úr siagi, og var væn kona og mikilhæf, að sögn þeirra, er henni kynnt- ust. — 9. marz dó á ísafirði Magnús Joch- umsson, fyrrum kaupmaður, bróðir síra Matthíasar Jochumssonar, og þeirra syst- kina, og mun „Þjóðv.“ síðar geta helztu æfiatriða hans. — I Danmörku andaðist enn fremur ný skeð frú Laura Asgeirsson, kona Ásgeirs G. Ásgeirssonar riddara, verzlunareiganda á Isafirði, og eignuðust þau hjón ekki barna. — Frú Laura sál. var dóttir Holm’s, fyrrum verzlunarstjóra í svo nefndum Neðsta-kaupstað á Isafirði, og mun hafa verið um fertugt. Bessastöðum 22. marz. 1904. Tiðarf'ar. Frost rneð norðanátt hélzt, unz 15. þ. m. sneri til þýðviðris aa rigninga. Strandl'erðaskipið „Ceres" kom frá útlöndum 11. þ. m., og hafði komið við á Austfjörðum, sem til stóð. Með skipinu var fjöldi farþegja, yfir 70, og þar á meðal frá Austfjörðum: bæjai'- íógeti'JJóhannes Jóhannesson á Seyðisfirði, |Þor- steinn Gíslason ritstjóri, Davíd Östlund trúboði, sira Björn Þorláksson á Dvergasteini, Jónas læknir Kristjánsson, hotelhaldari Kristján Hallgrímsson á Seyðisfirði, o. £1. — Frá Leith kom Garðar Gnslason verzlunarerindsreki, og frá Færeyjum cand. jur. Sig. Eggerz, er þar hafði dvalið, siðan „Scotland11 stranda ði. Hlutafélagsbankinn. Kú segja síðustu fréttirr að hann muni taka til starfa um mánaðamótin maí og júní, en ef til vill hæpið á það að treysta, eptir undanförnum dugnaðif!) stofnandanna að dæma. „Tbore“-l'élagið sendir leiguskip fi'á Kaup- mannahöfn 20. þ. m., sem á að fara ferðir þær er „Scotlandi“ voru ætlaðar. Póstg'ufuskipið „Laura“ kom frá útiöndum 12. þ. m., og margt farþega: kaupmennirnir Gunnar Einarsson, Valdemar Ottesen, Ben S. Þórarinsson, Helgi Zoega o. fl.; enn fremur verzlunaragent Kr. .Jónasson slökkviliðsstjóriMatthíasMatthiasson, bakari Finnur Thordarson frá ísafirði, kaupm. Einar Markússon frá Ólafsvík o. fl. Strandíerðaskipið „Vesta“ kom til Reykja- víkur 14. þ. m., norðan og vestan um land. — Með „Vestu“ kom hr. Eggert Briern, sýslumað- ur Skagfirðinga, til að taka við skrifstofustjóra- embætti sínu, o. fl. „Vesta“ lagði af stað til útlanda 20. þ. m. Búnaðarfélag íslands hélt umræðufund um 46 er að láta undan“, mælti Kynsam gramur. „Komið því með mér, hr. Durrant. Frændi minn er í bókasafnsher- berginu“. 3. kapítuli. Helgur verndargripur. . Um leið og þeir gengu út úr herberginu, skall ó- veðrið á, og þrumu-hljóðið yfirgnæfði orgelspilið. Síra Ching var afbragðs snillingur i hljóðfæraslættir og sat því opt tímunum saman við orgelið, og hafði yndi af sönglistinni. Piers lávarður, og Eleonora, hlustuðu stundum á síra Ching, er hann lék á orgelið, en svo var þó eigi að þessu sinni, með þvi að þau voru bæði í bókaher- berginu, og var lávarðurinn, og bróðir hans, að leita þar að bók eirmi, Eleonora sat á meðan í öðrum enda herbergisins, og horfði á óveðrið út um gluggann, því að hún var orðin leið á lestrinum. Gluggarnir, sem birtu báru i berberginu, vissu út að stéttinni, og samsvöruðu þeir eigi alls kostar öðru byggingarlagi hússins, enda hafði Píers lávarður látið smíða þá, eptir tilmælum konunnar sinnar sálugu. Engu að siður voru gluggarnir þó að tilætluðum notum, þvi að þeir báru næga birtu í herberginu, sem annars var fremur skuggalegt, og veittu fallega útsjón út á stéttina, sem var steinlögð, og lá út að fögrum gras- fleti, og vel hirtum blómreitum, sem kjarrgirðing var umhverfis. 51 „Nei, langt frá“, svaraði William. Hvernig dettur þér það i hug?“ „Þú ert svo ólikur sjálfum þér“. William fann bezt sjálfur, hve satt hún sagði, og vissi þvi eigi, hverju svara skyldi, en greip þó loks hendina á Eleonoru, og mælti alvarlega: „Eleonora mín góða! jeg játa, að mér er ekki um manninn, en þar sem hann hefir heimsótt mig sakir við- skipta okkar, þá er eg til neyddur, að sýna honum kurt- eisi; en i fyrramálið fer hann, og vona eg, að hvorugt okkar sjái hann fratnar“. Þessa tvíræðu útskýringu varð Eleonora að láta sér lynda, þar sem William virtist ófús á, að tala um rnálið frekar. Þau skiptust svo á nokkrum orðum um daginn og veginn, og Eleonora kom sér svo burt úr herberginu, kvalin af ótta og óvissu. Það var, sem létti yfir William, er Eleonora var farin, og færði hann sig þá nær borðinu, sem Píers láv- arður og Durrant sátu við. Durrant hafði þegar með lægni komið talinu að málefni því, er honum lá þyngst á hjarta, og voru þeir Piers lávarður því niður souknir i það, að tala um „hring- inn helga“. Það var líf og yndi lávarðarins, að tala um „hringinn helga“, og aldrei var hann ánægðari, en þegar hannfékk tilef'ni til þess, að segja einhverjum söguna af -verndar- grip þessum. Degar William bar að, hætti lávarðuriun samræð- unni við Durrant, og vék rnali sídu að William.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.