Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.10.1908, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.10.1908, Blaðsíða 1
Verti drgangsins (minnst j 60 arlnr) 3 lcr. 50 aur.;! erlendis 4 kr. 50 aur., og í Atneríin doll.: 1.50. Bsrgisl fyrir júnlmán- atiarlok. ÞJÓÐVILJINN. ---^PxjTXTjaASTI 0» ANNAB ÁBÖANGUB. =|. . SK».|= EIGANDI: SKÚLI TH0K0DDSEN. Uppsögn skrifleg, ógild nema Jcomið se til útgef- anda fyrir 30. dag júní- j mánaðar, og kaupandi I samhliða uppsögninni horgi slculd sína fyrir blatiið. M 45.-46. Beykjavík. 13. OKT. Kosfliiiprfirslit. Nú er í’rétt um úrslit kosninganna i öllum kjördæmum landsins, og skal bér getið þeirra, er eigi voru komnar fregnir a,f, þá er síðasta tbl. .Þjóðv.u kom út: 1 Vestur-Skaptafeilssýslu hlaut kosningu Gunnar Ólaísson verzlunarstjóri í Vík með í< atli., Jön Einarsson dbrm. i Hemrufékk 65 atk. í Austur-Skaptaíellssýslu var Síoi’loiiin' Jónsson hrepp- st.jóri í Hólum kosinn með atk., Guðlaugur Guchmmdsson sýslumaður fékk 41 atk. 1 N orður-Múlasýsiu voru kosoir: Jón .lónsson bóndi á Hvanná með 1^1 atli. og -Tóliarm- ess .Tóhannesson 9ýslumaður með í “ í P atli., Guttormur Vigjússon um- boðsmaður í Geitagerði fókk 168 atk. og Eirikur Einarsson bóndi á Eiríksstöðum 166 atk. 1 Eyjaíjarðarsýslu hlutu kosníngu: ílaimes IVaístein ráðherra með 341 atlc. og Stefán Steíánsson bóndi í Fagraskógi með 307 nt.li., Kristján Benjamínsson bóndi á Tjörnum fékk 106 atk. í Barðastrandarsýslu var Björn Jonsson ritstióri kos- inn með ~J'7y4 atlc., Guðmundur Björns- son sýslumaður fékk 70 atk. 1 Dalasýslu hlaut kosningu Bjarni Jónsson frá Vogi með 18H atk., Jón Jensson yfirdómari fékk 52 atk. 1 Snæíellsnessýslu hlaut kosningu Siírnrðnr* Cí-xxrin- ar-ssíson prófastur í Stykkishólmi með 376 atk., Lárus H. Bjarnason for- stöðuiriaður lagaskólans fékk 192 (itk Atkvæðafjöldi Péturs JÓDssonar á Gaut- löndum, sem kosinn var í Suður-Þing- eyjarsýslu var 276, Sigurður Jónsson bóndi' á Arnarvatni fékk 116, sira Kristinn Dan- íelsson hinn nýi þingmaður Vestur-ísfirð- inga hlaut, 167 atk., Jóhannes Ólafsson pós*afgreiðslumaður á Þingeyri fékk94atk Uomunnn. — 0 — Þjóðin hefir kveðið upp dóm í sam- bandsmálinu. Með geysimiklum atkvæðamun hefir hún dæmt innlimunÍDa til dauða — og um náðun getur ekki verið að tala — aftakan fer fram á næsta þingi. Það er þegar vist, að á því þingi verð- ur öllum innlimunarákvæðum kippt burt úr frutnvarpinu — á uppkastinu verða gerðar gagngerðar breytingar. Það er óhjákvæmileg afleiðing kosn- ingarúrslitanna. En af dómi þessum flýtur ekki að eins það, að voðaDum verður aístýrt að þessu sinni. Af honum hlýtur líka að leiða, að enginn gerist framar svo fífldjarfur1. að bjóða Is- lendingum slíkt ómeti, sem uppkastið er. Hér eptir getur epginn gengið að því gruflandi, sð hver sá Islendingur, er ljær slíkri málaleitun frá Dana hlið fylgisitt, hefir þegar fyrirgert öllu sínu trausti meðal almennings. Skyldi nokkur vilja sækjast eptir því? Þjóðin hefir með undirtektum sínum í þetta sinn kveðið allar innlimunartil- raunir niður fyrir fullfc og allt. Og það er aðalatriðið. TJpp frá þessu getur enginn efast um, að íslenzka þjóðin vill bæði nú og fram- vegis vera sjálfstœð þjóð, og að hún vill búa í öháðu landi. Dörnur þessi ber líka vott um hátt menningarstig og sannfæringarfestu Aldrei hefir neitt mál hér á landi haft meiri böfðingjahylli en uppkrtst miliilanda- nefndarinnar. Ráðherrann hefÞ varla verið nótt heima í allt guðslangt 9umar, og honum hafa fylgt að málum flestir æðri embættismenn landsins. — Og þeir geta haft rólega samvizku þoss vogna, að þeim var ó- mögulegt að leggja sig meira í frrtmkróka en þeir gerðu. En íslenzkri alþýðu leyzt ráðlegra, að fylgja sinni eigin skynsemi en fortölum höfðingjanna, og það er optar en í þetta sÍDn, sem það hefir gefist betur. Menn hafa heldur aldrei hér á landi verið jafn óvandir að vopnum, sem sum- ir trumvarpsmenn að þessu siuni. Ó- sannindin hafa aldrei verið jafn gífur- leg, blekkingarnar aldrei jafn ósvífnar og persónulegu árásirnar áduglegustu menc móttiökksins aldrei jafn svívirðilegar. En þau vopn reyndust alveg bitlaus — kjósendurnir heimtuðu rök og ástæður. Menn, er slíkurn vopnum beita, verða ofan á í siðlausu og menningarsnauðu þjóðfélagi, en í menntuðu og siðuðu landi hljóta þeir að verða undir. 1908. J>að er því ekki mionsta gleðiefnið, hve glæsilega mynd kosningarúrslitin sýna af menningu íslendinga og polit.iska sið- ferðisástandinu í landinu. Þessi kosningarúrslit er sá gleðileg- asti politiski viðburður, sem orðið hefir með þjóð vorri síðan 1861, þá mótmæltu íslendingar innlimuninni, nú dauðadæmdu þeir hana, og innan skamrns verður dóm- inum fullnægt. íkngraiði. Eitt af því, er menn helzt töldu stjörn- arbreytingunni frá 1903 til uildis, var, að rreð henni öðluðust ísleningar hina lang- þráðu þingræðisstjórn. Þingræði er því fólgið, að þingið — meiri hluti þess — á að ráða því, hver hefir stjórn landsins á hendi Rnð- herrann á að hafa fylgi og traust meiri hluta þingmanna. Að vísu hafa þjóðhöfðingai DÍr (hór kon- ungur) lögum sarokvæmt vald, til þess að kjósa sér ráðgjafa, en í þingræðislönd- unum fylgja þeir æfinlegs þeirri reglu, að smra sór til þeirra manna, er meiri hluti þingsins óskar eptir. Þingið getur beinlínis ráðið því, hver maðurinn er, þvi að það gefcur beinlínis neitað að etyðja nokkurn annan mann en þann, er það hefir óskað eptir. Hugsunin, sem liggur bak við venju þessa, «r að þjóðin eigi að ráða því sjáif, hverjum bún felur stjórnartaumana, en þar eð þingfulltrúarnir eru umboðsmenn þjóðarinnar, sé réttast ogumsvifaminnst, að láta þá gera út um það, með því líka þeir muni að öllum jafnaði Jkomast að sömu niðurstöðu, í því efni, sem þjóðin. En af því leiðir, að þar sem stjórn- kjörnir eða siálfkjörnir menn sitja á þingi, eiga þeir angin áhrif að hafa á það, hver völdin hefir. Sfcjórnarforsetinn verður að hafa fylgi ineirihluta þjóðkjörinna f'ull- trúft. Sé þingið tvískipt. og i annari mál- stofunni eigi sæti stjórnkjörnir og sjálf- kjörnir menn, annaðhvort eingöngu, eða ásamt nokkrum þjóðfulltrúum, sem þá eru venjulega kosnir af að eins öriitlu broti þjóðarinnar — efnamönnum og að- ab-mönnum —, en í hinni að eins þjóðkjörn- ir menn, þá sker sú málstofun, sem skip- er þjóðkjöroum fulltrúum einum, úr því, hverjmn stjórnin skuli felinn. Hér á landi er þingið í rauninni að eins ein málstofa, þar sem málin fara í sarceinað þing, ef deildirnar greinir á. Það verður því sameinað þing, sem úr þvi sker, hvort ráðherrann á að sitja eða ekki, en brot væri það á öllum þingræð- isreglum, ef konungkjörnu þingmennirnir

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.