Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.10.1908, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.10.1908, Blaðsíða 5
XXII., 45.-46. ÞJÓÐVILJ xNN 181 að lán þetta yrði greitt áður ríkisþingið kæmi aaman, en Alberti mun ekki hafa séð nein ráð til þesa. Á svikunum byrjaði Alberti fyrir 14 árum, að því er hann segir sjálfur, en sumir ætla að það hafi verið fyr. Það hyggja menn, að peningavandræði Al- bertis rnuni í fyrstu hafa stafað af hin- um geysimikla kostnaði, er það hafði í í för með sér fyrir hann, að komast á þing, og halda úti blaði, til þess að auka hið politiska gengi sitt. Hann var grun- aður um að bera óspart fé á kjósendur, og varð að taka það úr sínum vasa, sið- ar, er hann var orðinn róðherra var kjör- dæmi hans þurftarfrekast, bæði að því er bitlinga og krossa snerti. Síðan reyndi hann að rétta við fjár- hag sinn, með því að gerast hluthafi í amerískum gullnámum, og ýmsum fleiri fyrirtækjum, en það varð honum allt til tjóns, og ætla menn, að það hafi gleypt mest af milljónunum. Sem formanni smjörsölufélagsins var Alberti heimilt, að taka svo mikið lán, sem því fyrirtæki var nauðsynlegt Á þann hátt aflaði hann sér 4 mill. kr., sem félagsmenn verða að borga. Lögreglan skýrði stjórninni þegar frá hvernig komið var, og héldu ráðgjafarnir fund með sér, og samþykktu, að eitja sem fastast, þrátt fyrir allt, þá var og sparisjóðnum þegar lokað, og te'kið að rannsaka allan hag hans, svo og öll skjöi og reikninga Álbertis, en það var ekkert áhlaupaverk, því að allt er í hinni mestu óreiðu, embættisbréf, prívatbréf og sjóðs- reikningar, hvað innan uin annað, þá j var og samkvæmt beiðni Albertis bú hans tekið til gjaldþrotameðferðar. A hann eignir allmiklar, þótt auðvitað vanti mik- ið á, að þær hrökkvi fyrir skuldum. 900 bændur stóðu i ábyrgð fyrir sparisjóðin, hver með 2000 kr., þvi fé tapa þeir öllu, en margir þeirra eru svo illa efnum bún- ir, að þeir verða við það öreigar, ef þeir á annað borð geta greitt féð. — Auk þess tapa allir þeir, sem inni eiga í sjóðn- um — og það eru flest bændur — meira eða minna af fé. Svo sem kunnugt er, hélt J. C. Christ- ensen hlýfiskildi yfir Albertí meðan til vanst, þótti því mörgum sjálfsagt, jafn vel meðal stjórnarmanna, að hann viki úr völdum, er hér var komið, en við það var ekki komandi, svo sem áður var sagt — Þá gerði utanrikisráðgjafinn honum þann grikk, að beiðast lausnar, kallaði þá konungur yfirráðgjafann á sinn fund, og varð sá endir á, að ráðaneytið allt sagði af sér, en lofaði þó að hafa stjórn- ina á hendi þar til ríkisþingið kom sam- an 28. f. m. — Þingið kemur saman viku fyr en vant er, til þess að reyna að ráða fram úr vandræðunum. Ole Hansen, fyr landbúnaðarráðgjafi, nú búfróðar bankastjóri við Þjóðbankann, hefir orðið að segja af sér. Menn litu svo á, sem sá maður væri ekki vel fall- inn til bankastjórnar, sem setið hefir í stjórn sparisjóðsins sem varaformaður, án þess að verða fjársvikanna var. Nærri má geta, að álit Dana i augum er- lendra mam . vox ekki við þetta, sjálfir kalla þeir það þjóðerböl og þjóðarsmán. —I fyrra varð konungkjörinn landsþings- maður sannur að sök um okur (tók 40°/o í rentu), og nú verður dómsmálaráðgjafi, sem meira hefir verið viðhaft en nokk- urn fyrirrennara hans, uppvís að því, að vera stórháskalegasti fjárglæframaður, sem uppi hefir verið á Norðurlöndum, um langt skeið að minnsta kosti. Það ersízfckyn, þótt hugmyndir manria um hið politiska siðferðisástand í slíku landi sén ekki mjög glæsilegar, það getur naumast verið gott, enda kvarta beztu menn Dana sárau und- an, þvi hve politisk siðspilling hafi farið þar i vöxt hin síðari árin, og á því á Alberti sölt manna mest. — Auðvitað hefir hneyksli þetta slæm áhrif á fjár- málahorfur í Danmörku. og veikir láns- traust Dana i útlöndum. Oss Islendingum stafar hin mesta ó- heill af máli þessu, ekki einungis að á oss fellur hluti af skömminni i augum útlendinga, þar sem vór erum í tengsl- um við Danmörku, heldur og hætt við, að það veiki lánstraust Islendinga i út- löndum, og veki tortryggni og vantraust, að þvi er íslenzk fyrirtæki snertir. Þetta mál hefir gert þörfina á því enn brýnni, að gera peninga og láns- markaðinn islenzka svo óháðan Dönum sem verða má, og leitast við að útvega Islendingum fé og lánstraust í öðrum löndum. Þetta mál hefir og sýnt, og á þó lik- lega eptir að sýna betur, þvi er nú mið- ur, hvilikur ófarnaður oss getur stafað af sambandinu við Danmörku. 264 þó að það hafi verið fyrir ofan aðal-dyrnar í tuttugu ár. Jeg felli mig eigi við það, að hús, þar sem jafn hörmulegir atburðir hafa gjörzt, sé nefnt: _Græfuhöfnin“. 3. febrúar 1792. t þessari viku hefi eg loks látið gjöra það, sem eg löngu hafði áformað, Jeg hefi látið rífa herbergið, með eikarþiljunum, sem og leyniklefann. Ef til vill verður mér nú að lokum ögn svefc- sarnara. 16. marz 1792. Jeg hefi fengið bréf frá Honoru. — Útarfinn, sem erft hafði nafnbót, og eignir Roohe Guyon’s greifa, hefir verið tekinn af lífi. Sömu örlögum hefði maður Honoru að líkindum sætt, hefði hann yfirgefið hana, og horfið heim aptur til Frakklands. Að minnsta kosti finnst henni nú ekki eins þung- bært, að hugsa til þess, að hann yfirgaf ættjörð síra liennar vegna. Hve dásamleg er eigi tilhögun forsjónarinnar. Daglega finn eg til meiri og meiri lotningar, er eg renni huganum til þess. 5. sept. 1795. Jeg hefi lengi verið að heirnan, því að eg brá mér í kynnisför til New-York. Tilbreytingin hefir haft góð áhrif á mig, enda hefi eg nú kynnzt björtu hliðinni í Hfinu. Það er auðsætt, að gamla húsið mitt er farið að verða ærið hrörlegt. En nú hefi eg nóg annað að hugsa um, en ■dauðann, glæp og endurgjald 257 Jeg gat nú ekki setið lengur á mér, og ýtti rúm- tjöldunum frá rúminu. Mór brá þá eigi lítið í brún. — Frúin var þar ekki —, það var enginn í rúminu. XXVI. Itapituli. í síðasta skipti. Mér varð nú litið á þilið, því að eg var i engum vafa um það, að hún hlyti að hafa farið inn í leyniklefann. Hvað átti jeg til bragðs að taka? Það kom dálítið hik á mig, unz eg flýtti roér út úr herberginu, til þess að finna Mark Felfc. Hann horfði til dyra, er eg kom inn, eins og hann hefði vænzt þess, að eg kærui aptur. „Þór eruð náföl“, mælti hann. „Hvað er um að vera?“ „ Jeg veit það ekki“, stundi eg upp. „Frúin er far- in úr rúminu, og jeg sá hana hvergi í herberginu. — En mig grunar hvar hún er, og býst við, að við finnum hana þar, en — ekki í tölu hinna lifandi —“ Ef til vill í herbergi yðar, þar sem dóttir hennar sefur? -—“ „Nei, i leyniherberginu“. Hann leit forviða á mig. „Þér hafið rétt að mæla“, sagði hann. „Við skulum leita að henni, það er ef til vill eigi um seinan“. Mark Felt þreifaði á þilinu, til þess að finna fjöðr- ina, er stutt var á, til að bomast inn í leyniklefann, og jeg hélt skjálfandi á ljósinu. Angistin, og eptirvæntingin, var nálega óþolandi,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.