Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.10.1908, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.10.1908, Blaðsíða 3
XXII., 45.-46. í? jft-'' 179 Austurríki. 200 hermenn, sem send- ir voru heim frá Bosniu á hermanna- vögnum, stöðvuðn vagnana, og heimtuðu að fá að fara með póstvögnum, kváðust ekki þola þá aðhlynningu, sem þeir fengju á hervögnunum, enda er hún víst æði bágborin. J?ar lenti í þjarki miklu og feDg- ust hermennirnir að lokum til þess að fara aptur í vagnana. Þegar til Vinar- borgar kom, voru þeir hnepptir í varð- hald og bíða þar dóms. Tyrkland. Tyrkir hafa sýnt það í öllum óeyrðunum og gauraganginum, sem þar hefir verið seinustu árin, að þeir eru í raun og veru dugleg og framtakssöm þjóð. Nú hafa þeir fullgert járnbraut, yfir eyðimörkina, til Medina. Til þess þurfti bæði forsjálni, dugnað og peninga. Peninganna hafa þeir aflað með samskot- um. Brautin liggur um 600 enskra mílna svæði, sem mestinegnis er eyðimörk. Bandaríkin. Orwill Wright, flugvéla- völundurinn frægi, sem hefir haldið sór lengst uppi og náð mestum hraða, varð fyrir því óhappi, að loptfari hansþvolfdi nýlega, og hann datt niður og annar mað- ur, er með honum var. Sá missti lífið, en Wright slasaðist talsvert. Slysið at- vikaðist þannig, að vinstri skrúfan á flug- vélinni brotnaði, en hin skrúfan hélt áfram og hvolfdi loptfarinu. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.“ Breytingar fáanlegar á sambandslagauppkastinu. Khöfn 5. okt. Matzen hefir sagt á fundi hjá hægri- mönnum, að breytingar á frumvarpi sam- bandslaganefndarinnar væru fáanlegar, þó tæplega persónusamband. Finnur Jóns- son ræður Dönum frá’minnstu breytingum. Búlgaríufursti tekurþsér konungsnafn. Khöfn 6 okt. Kerdinand auglýsir Búlgaríu konungs- ríki. Ófriðarhorfur. Matzen er prófessor í lögum lands- þingsmaður, og sat í millilandanefndinni. Hann er mjög mikils metinn meðal hægri- manua, en hefir verið allra manna and- vígastur sjálfstæðiskröfum íslendinga. Annars verður að svo stöddu ekki sagt um, hve mikið má legga upp úr um- mælum Matzens, með því líka að heyrst hefir úr annari átt, að það væri að eins orðabreytingar, sem Matzen teldi fáan- legar- en það er þó þegar vist, að sú staðhæfing uppkastsmanna er fallin al- gerlega um koll, að Danir telji sig lausa allra mála ef einum staf sé breytt í frum- varpinu, eins og nefndarmennirnir ís- ienzku hafa haldið fram, breytingar eru fáanlegar, segir sá maðurinn úr nefndinni, sem oss Islendingum er andvígastur, en en um hitt verður ekki sagt með neinni vissu, hve langt hann vill ganga, og því síður hverjar tilslakanir aðrir Danir vilja gera, en þó má telja áreiðanlegt, að ekki verði þeir erfiðari viðfangs. Kosningar- úrslitin hafa sýnt Dönum, að sjálfstæðis- kröfurnar hafa mjög eindregið fjdgi hér á landi, og því eru þeir farnir að láta undan síga, en auðvitað verður að þoka þeim fet fyrir fet, því að þeir láta ekki meira af hendi en þeir eru neyddir til, þessvegna riður nú á því, að íslendingar víki í engu frá rótti sínum, þá er áð öll- um líkindum sigurinn viss von bráðar. Búlgaría er ríki á Balkanskaganum, er til þessa hefir verið hálftullveðja og skattskylt Tyrkjasoldáni, Furstann hefir lengi langað i konungstignina og titil- inn, en soldán hefir verið því mótfallinn, en nú nýtur furstinn sjálfsagt aðstoðar ein- livers stórveldanna (líklega Rússa) og þor- ir því að bjóða soldáni birgin. Ótriðar- horfurnar stand sennilega í sambandi við þetta, og eru það að öllum likindum Tyrk- ir sem ráðast vilja á Búlgara, til þess ad hegna furstanum fyrir óhlýðni hans og kúga hann til hlýðni. Ben Húr e p ti r Lervis Wallace. Þýtt heíir á ísleczku Bjarni Simonarson prófastur. Bókaverzlun Guðm. Gamatíelssonar. Reykjavik 1908. — cm — Höfundur sögu þes9arar er einn hinn merkasti skáldsagnahöfundur Ameríku- manna, hefir hann ritað margar sögur, sem mikið er látið af, en þó þykir Ben Hiir bera langt af þeim öllum, Wallace var af góðum ættum, nam hann lögvísi, og fókkst lengi við málfærzlustörf, land- stjóri var hann um brið i Utah, og síðar sendiherra Bandamanna í Miklagarði. — Ben Húr kom fyrst út 1880, og hafði höf- undurinn þá starfað að henni í 7 ár, fékk 266 húmið þó verða minna. — Hver veit, nema geislar guðs náðar hafi einhvers staðar í himingeiminum náð til huga hennar, sem eg einu sinni kallaði móður mína?“ Þegar hún sagði þetta, fannst mér og létt af mér þunganum, er hvílt hafði yfir mór, sem óþolaDdi mara. Svona liðu nú dagarnir, og fann eg æ betur og bet- ur, hve óumræðilega sælu sönn ást, og fullt traust, fær skapað, svo að eg grét nú eigi sorgar- heldur gleðitárum. Og nú er eg komin heim til mín aptur, hress og VODglÖð. Nú sveima eigi lengur eyrðarlausir andar umhverf- ás húsið mitt. Múrveggirnir eru nú berir, og hingað er orðið fá- förult, allt öðru vísi en áður var. En jeg get nu reikað um allt húsið, án þess gömlu svipirnir geri mér ónæði. Jeg er nú að vísu orðin gömul, og farin, og verð að hafa staf, til að styðja mig við. — En jeg er glöð, • og kát, því að náð guðs hvílir nú yfir hinu friðsæla heim .kynni mínu, nGæfuhöfn“. Endir. 255 „Já“. „Og hefir hún komizt að raun um —“ „Að vonir hennar rætast ekki“. Mark Felt dró þungt andann. „Hvílik hegning fyrir Marah Leighton! Hve voða- leg afdrif! Hún er þá hórna“, mælti hann, og komst mjög við. „hérna, undir sama húsþakinu, sem jeg! Sizt að furða, þó að eitthvað ósýnilegt afl drægi mig hingað! Yeit hÚE þá, að þér vitið, hver hún er, og að uppvíster orðið um glæpinn“. „Jeg sagði henni það. — Mér var nauðugur einn kostur. því að við rákumst hvor á aðra í leyniherberg- inu. Hún hafði farið þangað, til þes9 að sjá, hvernig þar væri umhorfs, og það gat eg ekki þolað, og brígslaði henni um glæpinn. — Hún hné þá niður, sem eldingu lostin. — Hún þorði ekki að neita, og nú liggur hún i —“ „Þey!“ greip hann fram í, og kippti ákaft i hand- legginn á mér. „Hvenær hefir allt þetta gjörzt“. „í nótt“, svaraði eg, „fyrir tæpum tveim kl.tímum“. „Hún hefir enn vald yfir mér“, mælti hann, hálf- feimnislega, „og var sem eg fengi sting í hjartað, er öll simd voru lokuð fyrir henni. — Jeg hefi andstyggð á henni, og kenni þó í brjósti um hana. — Sávartíminn, er hún var mér dýrmætari, en allt í heiminum“. Jeg skildi sorg hans, og þagði. — En er eg ætlaði að fara út, mæltist hann til þess, að eg svaraði enn nokkr- um sp'irningum. „Dóttirin —“ mælti hann. „Veit hún, hvaða háð- ung vofir yfir henni?“ „Hún sefur, og brosir í svefni“, svaraði jeg, „og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.