Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.10.1908, Blaðsíða 4
180
Þ J Ó Ð V L J 1 N N .
XXII., 45.-46.
hún þegar mikið orð á sig, og hefir ver-
ið þýdd á mörg mál.
Saga þessi gerizt á dögum Krists, og
lýsir ágætle^a meðferð Róinverjn á skatt- \
löndunum, og yfirgangi og rangsleitni |
hinna rómversku embættismanna, er þeir I
neittu í þvi skyni »ð aíia sjálfum sér auð- j
æfa. Hinar undirokuðu þjóðir nötuðu Róm-
verja mjög, ekki sízt Giyðingar, og biðu
að eins færis til þess að losna úr þeim
heljargreipum. Yæntu þeir þess, að Mess-
ias myndi losa þá undan yfirráðum Róm-
verja, og gera þá að yfirþjóð heimsins.
Sjáií' söguhetjan Ben Húr er þessarar
skoðunar, og ver fé síau og kröptum til
þess að safna og æfa lið, er ganga skyldi
í þjónustu hins nýja konungs. Hann er
því í fyrstu vantrúaðnr á Krist, þar sem
hann er mótfaliinn hernaði og sækist ekk-
ert í veraidarvöld, en svo læknar Krist-
ur móður hans og systur, er þjázt af
líkþrá, og þá sannfærist hann til fulls
um guðdóm hans. Og er Kristur er leidd-
ur til iífiáts vill hann ráðast á herliðið
og bjarga honum, en þá hafa flestir fylg-
ismanna hans yfirgefið hann, og gengið
í iið með prestunum, vegna þess að Krist-
ur ekki vill berjast gegn valdi Rómverja.
Ben Húr verður því að láta af fyrirætl-
un sinni, með því líka hann er sannfærð-
ur um, að Kristur vill ekki láta bjarga sér.
Bóam iýsir vel skoðunum Gyðinga á
hlutvorki Messíasar, sem og æfiferli Krists <
og áhrifunurn af starfi hans. Jafnframt
eru mjög nékvæmar iýsingar á staðhátt-
um víða í Austurlöndum, og lifnaðarhátt-
um Gyðinga og Rómverja, er bókin þvi
fróðleg að mörgu leyti.
Þýðingin er vönduð, og frágangur
góður. Sagan er því vel þess verð, að
vera keypt og lesin.
Alberti-hneyksiiö.
Svo sem skýrt hefir verið frá i hrað-
skeyti hér í blaðinu, fór Alberti sjálfur
á fund lögreglunnar og játaði á sig margra
miijóna fjársvik, og auk þess skjalafölsun.
Þessi atburður varð 8. september, laust
fyrir hádegi. Alberti gekk til dómhúss-
ins, og gerði boð fyrir yfirforinga leyni-
lögreglunnar, en með þvi að hann var
ekki viðstaddur, sneri hann sér til und-
irforingans, skýrði honum frá verkurn
sínum, og beiddist þess, að vera tekinn
fastur, sem auðvitað var gert.
Gizkaðí Alberti á, að fjársvik sin myndu
nema 9 mill. kr., en ekki gat hann neitt
um það sagt með vissu, enda er það kom-
ið í ijós, að upphæðin er miklu stærri,
að minnsta kosti 13—14 milljónir, en ef
tii vili meira. Hann hafði og meðferðis
skjal eitt undirritað af bankastjórum Pri-
vatbankans, þar sem þeir lýstu því yfir,
að „Sparisjóður Sjálandsbænda“ ætti
geymdar í bankanum 9. milljónir í skuida-
bréfum, sem væru óveðsett, gat hann þess,
að skjai þotta hefði hann sjálfur gert —
það væri íalsað.
Auk þess sem Alberti var formaður
i „Sparisjóði Sjálandsbænda“, þá veitti
hann og forstöðu félagi einu, er selur
smjör til Englands, kom þetta sér mjög
vel, því að þá er gera skvldi grein fyrir
hag sparisjóðsins, greip hann til peninga
smjörsölufélagsins, og lét sem þeir væru
eign sjóðsins, sömu aðferðina hafði hann
og, er gera skyldi upp reikninga smjör-
sölufélagsins — lét þá greipar sópa um
eignir sparisjóðsins.
Þetta dugði lengi ve!, en þó kom þar
að hallinn varð meiri en svo, að hann
yrði jafnaður á þann hátt. — Alberti hafði
um mörg ár haft þann sið, að taka lán
í Þjóðbankanurn í nafni sparisjóðsins til
sinna eigin þarfa, cn þess gætti hann, að
borga lán þessi áður ársreikningar sjiari-
sjóðsins voru gerðir upp, notaði til þess
víxla, sem hann seldi á Englandi. Þeg-
ar þeir svo féllu í gjalddaga, tók hann á
ný lán i nafni sparisjóðsins, og svo koll
af kolli. — Loks brást honurn láristraust-
ið á Englandi, og hafði þá ekki önnur
ráð en skjalafölsun. Sparisjóðurinn skuld-
aði þá Þjóðbankanum 3 mill. kr., sem
Alberti hafði sjálfur eytt, til þess að breiða
yfir það, falsaði hann yfirlýsingu frá Pri-
vatbankanum, um að sparisjóðurinn ætti
þar geymdar 3 rnill. kr. í skuldabréfum,
srðan hefir skuldasúpan aukist svo mjög,
að ekki dugði minna en 9 mill. kr., til
þess að jafna hallan á síðasta reikningi.
— Þar hafði hanD sömu aðferðina, fals-
aði skjal á ný. — Það skjal afhenti hann
lögreglunni, svo sem áður er sagt. — Síð-
astliðið vor tók Þjóðbankinn að ganga
eptir skuldinni, þá fór Alberti til J. C.
Christensens yfirráðgjafa, s^jj um þær
mundir hafði fjármálastjórnina á hendi,
og fékk hjá honum fyrir hönd sparisjóðs-
ins Þ/sj mill. kr. lár. úr rikissjóði, en
beiddist þess, að þ-A ’arr ekki haft í
hámæli, því að tjór gæfl f því stafað
fyrir sparisjóðinn. — Þegar Neergaard
varð fjármálaráðgjafi kraff . t, hann þess,
256
grunar alls ekkert. — Elskhugi hennar hefir elt hana
hingað, og hana er nú að dreyma um ástar-og bliðu-orð-
in, sern hann hvíslnði að henni. — í fyrramálið byrja
raunir hennar; en það er henni þó til hugarléttis, að elsk-
hugi hennar rifur eigi tryggð við hana, hvað mótdrægt,
sem henni mætir. — Jeg hefi sjálf heyrt, hann segja það.
„Þaö eru þá til tveir menn á jörðinni, sem elskaw,
svaraði Mark Felt, „ekki að eins einn, eins ogjeghugði.
Hann stundi, og leit út um gluggann, út í nátt-
mvrkrið, þar sem regnið steyptist úr loptinu, og elding-
um brá fvrir.
Jeg notaði tækifærið, til að fara út, oggekkaðdyr-
unum á herbergi frúarinnar, og var nú öllu áhyggjufyllri,
en áður.
Hurðin var eigi tvílæst. — Jeg hleraði stundarkorn,
og gekk inn.
Þar var hálf-dimmt, og leiðinda kyrrð yfir öllu, enda
þótt ljós blakti þar á skari á einu borðinu.
Jeg nam staðar við fótagaflinn á rúminu.
„Frú LetellierP mælti eg, því að eg gat ekki feng-
ið mig til þess, að nefna hana réttu nafni. „Jeg færi
yður huggun í raunum yð.ir. — Greifanum er kunnugt
um glæp yðar, og ætlar þó ekki að slá hendinni af dótt-
ur yðar“.
Hún svaraði erigu..
Mig greip einhver ótti, og vafi, og tók því upp
aptur aðal-efnið í því, sero eg sagði.
„Fní“, sagði eg. „Greifanum er kunnugt um giæp
yðar, og vill þó ganga að eiga dóttur yðar“.
En það var steinshljóð.
265
Frú Fontainr' hafði boði: vo að eg sæi
með eigin augum, hve æsku /or u 'u ræzt.
Þó að þau sóu auðug, lit’a þau , f fyrir sig,
og berast lítt á. — En heimilisánægjan ríkir í híbilum
þeirra, og þau eru einmitt ánægð hvort hjá öðru.
Greifinn — jeg kann bezt við að nefna hann því
nafni — getur hrósað sér af þvi, að vera góður vinur
Washington’s hershöfðingja.
Hann heimsækir forsetann reyndar ekki, er hann
veitir mönnura opinbera áheyrn, og hann á ekki sæti á
þingi fósturjarðar sinnar, en það leynir sér þó eigi, að
raikli maðurinn hefir miklar mætur ' honum, og þykir
greifanum vænt um það.
Honora er óvanalega fríð sýnum, og spillir það eigi
fegurð heDnar, þó að gömlu endurminningarnar hafi
varpað þýðlegum þunglyndisblæ á andlit hennar.
Hún er nú vonglöð, og þegar hún verður hrifin af
einhverju góðu og háleitu, brosir ht n svo astúðlega, að
mér finnst hún vera fegursta, og 0 ifuglyndasta konan
á jörðunni, og þarf eigi að efa það, að maðurinn henn-
ar er alveg á sama máli um það.
Hún er svo ánægð, og þakklát, að hún sagði einu
sinni við mig:
„Opt virðist mér forsjónin hafa veitt mér meiri gæfu,
en mannshjartað getur þolað. — Guð gæfi, að eg mætti
skoða það, sem tryggingu þess, að friðþægt sé fyrir brot
foreldra minna. — Að vísu gægjast skuggar liðinna tíma
opt fram, ekki sízt er eg sé andlit, eins og andlit yðar,
sem minnir mig á hörmungardagana, er sorgin, og óham-
ingjan, myrkvaði þroskaár min. — En að þvi skapi, sem
árin verða fleiri, er líða í friði, og ánægju, virðist mór