Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.10.1908, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.10.1908, Blaðsíða 6
182 PJÓÐVILJIISN. XXII., 45.-46. fpjálfetœðismenn í Kaupmannahöfn héldu kosníngasigurhlót 19. f. m. Þar voru margar ræður haldnar, og drukk- in minni manna þeirra, er fremst hafa staðið í sjálfstæðisharáttunni i sumar, svo sem Skúla Thoroddsens, Björns Jónssonar, Ara Jónssonar, Benedikts Sveinssonar, Bjarna frá Vogi o. fl. svo og minni íslenzkra hænda. Þá er veizlan stóð sem hæðst, barst þangað fregnin um kosn- ingarúrslitin í Barðastrandarsýslu, og höfðu þeir þá frétt af öilum kosningum á landinu, þeir svöruðu um hæl með hraðskeyti, er var svo hljóðandi: Lifi sjáljstceðið! Lifi Skúli! Sumblið stóð langt fram á nótt, og skemmtu menn sér hið bezta. 3|ðtflutníngsbannið. Atkvæðagreiðslan um það, sem fram fór 10. september, um leið og alþingiskosuíngarnar, hef- ir farið þannig: Já Nei 1 Vestur-Skaptafellssýslu............ 89 89 „ Rangárvallasýslu.................. 142 2B6 „ Vestmannaeyjum......................81 47 „ Árnessýslu ....................... 243 257 „ Gullbringu- og Kjósarsýslu . . 394 174 „ Reykjavík......................... 725 216 „ Borgarfjarðarsýslu................ 162 95 „ Mýrasýslu......................... 132 60 „ Snæfellsnessýslu.................. 176 253 „ Dalasýslu..........................128 106 „ Barðastrandarsýslu................ 225 125 „ Vestur-ísafjarðarsýslu.............161 74 Á ísafirði......................... 186 46 í Strandasýslu...................... 102 83 „ Húnavatnssýslu.................... 263 136 „ Skagafjarðarsýslu................. 249 145 „ Eyjafjarðarsýslu...................215 162 Á Akureyri......................... 175 88 í Suður-Þingeyjarsýslu...............198 179 „ Norður-Þingeyjarsýslu .... 79 82 | „ Norður-Múlasýslu...................215 138 Á Seyðisfirði........................ 48 62 í Suður-Múlasýslu .................. 201 247 Alls . . 4589 3120" Frá ísafjarðardltípi er „Þjóðv.“ ritað 4. okt. þ. á.: „Hevskapur varð í ail-góðu lagi hjá flestum, tún almennt sprottin í meðallagi, en engjar öllu lakar, nema fornslæjur víða góðar. — Nýting heyja varð góð Síðan í öndverðum sept. hefir aflast í betra lagi í Jökulfjörðum. — Auk róðrarbáta ganga nú tveir vélabátar til fiskjar úr Grunnavlk, en þrír frá Hesteyri. — Hér við vestanvert Djúp eru og aflabrögð fremur að glaðna, og síld hef- I ir aflast nokkur í lagnet í Skötufirði, og víðar j — Smokkfiskur er og nýlega farinn að aflast, j og hefir rekið talsvert k ísafirði. Tíðin ágæt, það sem af er hausti“. i Barn drulflinar. 17. júlí síðastl. vildi það hörmulega slys til að Hrauni í Hnífsdal, að barn á fjórða ári datt ofan i mógröf, og drukknaði. Barn þetta hét Friðrik, og var sonur 'ojón- anna Kjartans bónda Þorvarðssonar á Hrauni og Sigríðar Friðriksdóttur. Úr Dýrnfirði er „Þjóóv." ritað 26. sept. þ. á.: „Heyskapur hefir víðast orðið hér í meira lagi, og óvana- lega góð hausttíð, bæði til lands og sjóar, enda landburður af afla hjá „mótorum11, sem héðan ganga til fiskjar, og eins á árabáta.11 Sektaður botnvörpungur. I „Fálkinn11 tók botnvörpung frá Hull er „Lys- andor11 hét í landhelgi við Langanes, og fór með hann til Seyðisfjarðar. Þar var hann sektaður um 3600 kr.., og afli og veiðarfæri gert upptækt. Bruni. Aðfaranóttina 10. f. m. -brann veitingahús á Búðareyri við Seyðisfjörð ásamt mest-öllum inn- anstokksmunum til kaldra kola. Heylilaða, sem stóð nærri húsinu, varð heldur ekki varin fyrir eldinum, og brann hún full af heyi. Eigi er mönnum kuunugt um, hverjar orsakir liggja til bruna þessa. Viti i ólagi. Stjórnarráðið hefir auglýst, að eitthvað ólag sé á vitanum á Dalatanga, og varar því sjómenn við honum, þat til auglýst verði, að búið sé að koma konum í lag. Þorsteinn Erlingsson varð fimmtugur 27. f. m. Gengu þá margir höfuðstaðarbúar heim að húsi hans, fylktu liði, undir fánunum íslenzku,og færðu bonum að gjöf bh'kbyttu all-gerðarlega, er í voru 1000 kr. í gulli. Björn Jónsson hélt ræðu við það tækifæri, en Þorsteinn þakkaði bæði gjöfina og aðra virð- ingti, er honum var sýnd. Fjöldi manna sendi honum heillaóskaskeyti, og hréf, bæði í bundnu og óbundnu máli, þar á meðal skáldin Jón Ó- lafsson og Jónas Guðlaugsson. — 5 manna nefnd hafði staðið fyrir fjársöfnuninni, og voru í henni: Ben. S. Þórarinsson kaupmaður, Zijörn Kristjáns- sen kaupmaður. Kl. Jónsson landritari, Eggert Briem skrifstofustjóri og Björn Jónsson ritstjóri. Leikið var á lúðra bæði á undan og eptir ræðu- höldunum. Skólainir hér í bænum tóku til starfa 1. þ. ra. Af æðri skóhim eru hér nú 3, með þvi að lagaskóli hefir hæzt við í haust, á bonum eru 6 nemondur, á læknaskólanum 16 og prestaskólanum 5. Hinn almenna menntaskóla sækja 84 nemendur, kenn- araskólann 4, stýrimannaskólann 12, kvenna- skólann 52, verzlunarskólann um 50 og iðnskól- ann um 60. Aldarafmæli dr. Péturs Péturssonar biskups var 3. þ. m. All-margir bæjarbúar minntust þess með því að draga fána á stöng. Þann dag kom og útæfisaga Péturs biskups eptir prófessor Þorvald Thor- 258 og þótti mér þetta enn ægilegra, en þegar jeg sá hana fyrir sköiumu kaltrast inn leyniherbergið. Yindurinn æddi úti, og eldingar leiptruðu öðru hvoru. „Yiö skulum hætta“, mælti eg, er eg sá svitann renna niður eptir enninu á honum. „Yið getum komist inn um dyr úr svefnherbergi mínu“. Hann lét. sem hann heyrði ekki til mín, en þuklaði enn ákafar á veggnum, til þess að reyna, að komast inn. „Jeg kem Marah, jeg kem!“ tautsði hann, og í sömu svipan fann hann leynifjöðrina. „Faiið inn á undan“, mælti hann. „Gangið inn!“ Þannig atvikaðist það, að jeg gekk inn i leyniklefann, þar sem dauðinn hafði enn náð herfangi sínu, og hefnd- in náð sér niðri. Sáum við þá, að veslings konan lá á gólfinu, nálega á sama staðnum, þar sem Honora Urquhart hafði áður verið myrt, saklaus. Hún andaði ekki, enda var hún dáin, og orðin köld. XXVII. kapítuli. Kveðjan. Þegar dagur ljómaði, varð mér litið á tóma fiösku, -er stóð á borðinu. ofan á bréfi, sem Marah Leighton hafði ritaö — ekki til mannsins síns —, heldur til Mark Felt’s hins gamla unnusta síns. Hvort það hefir verið vilja-afl hennar, sem rak hann að heimili mínu, með töfra-afli, kvöldið áður, verður mér einatt óljóst. En það veit eg, að hann huggar sig við það, að guð- 263 Sú von mín rættist þó ekki, bví að í dao; hofir enn borið hér sorgaratburð að höndum. Jeg sat í ganginum, skammt frá dyrunum, er snúa út að þjóðveginum, og var að bíða komu póstsins, með því að jeg bjóst við, að frétta eitthvað af hr. Tamworth. Var eg að hugsa um atburði þá, er gjörzt höfðu síðustu vikurnar, er eg heyrði jódyn í fjarska, og sá riddara- sveit koma ríðandi. Sá, sem reið á undan, var hvítur af hærum, en þrekinn á vöxt, og þekkti eg hann, er hann kom nær. Maðurinn var enginn annar, en hr. Tamworth. Mér brá undarlega við, og fór að svipast eptir félög- um hans, og kom eg þá auga á mann, sem reið í nciðið all-niðurlútur og skuggalegur. Nafn hans var komið fram á varir mér, er eg sá, að hann knúði hestinn sporum. — Hesturinn fældist, og fór að ausa, svo að maðurinn hrökk af baki, og slöngvað- ist á steinriðið hjá húsi mínu, og lá þar hroifingarlaus. Mér, og félögum hans, brámjög við þessa hryllilegu sjón, og gjörðist þegar all-mikill hávaði. Jeg varð fyrst tii þess, að hlaupa til mannsins, er slsazt hafði, og er eg, skjálfandi, sneri höfði hans við, og sá framan í andlitið, sem var náfölt, kannaðist eg þegar við það, enda þótt dauðastriðið hefði afskræmt það all- mikið. Maðurinn var Edwin Urquhart. Yfirvöldin á Frakklandi höfðu fram selt hann svo að farið yrði með hann þangað, sem glæpuinn var fram- inn, og rannsókn gæti farið þar fram. í dag, síðdegis, tók eg nafnspjaldið af húsinu mínu

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.