Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1908, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1908, Blaðsíða 1
Verð árgangsins '.(minnst 60 arhir) 3 kr. 50 awr.; erlmdis 4 kr. 50 aur., og í AmtríVu rloll.: 1.50. Bvrgist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJÓ VILJINN. [== TuTTuaASTi oa ann|ar árgangur. = : RITSTJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. | Vppsögn skrijley ógild j nema komið se til útgef- I anda fyrir 30. dag júv',- | mánaðar, og laupandi samhliða uppsögninni \ borgi skuld sína fyriv \ blaðið. M 57.-58. BjíYKJ AVÍK, 19. EES. 1908 Ií0-greinin i blaðinu „Yort Land“. —o— í síðasta nr. blaðs vors gátum vér þess, að í danska hægrimanna-máltólinu „Yort Land“ hefði nýskeð birzt svivirði- leg níðgrein um ritstjóra „Þjóðv.u, og drepum vér nú stuttlega á aðal-atriði greinarinnar, svo að Islendingar sjái,hvaða vopnum stjórnarliðar hér á landi beita í Danmörku um þessar mundir. I greininni segir: 1° Að ritstjóri „Þjóðv.“ haldi áfram hinni æstu baráttu sinni gegn öllu, sem danskt or, og sé einn liðurinn í tilraunum hans, til að rifa landið frá Danmörku fólginn í þvi, að hann starfi að þvi, að ungir íslendingar sæki menntun sína til Noregs, eða Englands, en alls ekki til Danmerkur, og í því skyni fari hann því fram i „Þjóðv.“, að sjóður sá, er íslenzkir stúdentar fá styrk úr í Kaup- mannahötn (Garðstyrkinn) sé stofnaður af andvirði seldra isl. þjóðeigna; en andvirði þoirra segir höfundur greinarinnar í „Vort Land“, að Danir hafi marg-borgað íslandi. Svar: Bitstjóri „Þjóðv.u var sem mörgum mun kunnugt, vestur á ísafirði frá því fyrri part júlímán,, þar til ;í önd- verðuin nóv. þ. á., og fal öðrum ritstjórn, og ábyrgðarmennsku, blaðsins allan þann tíma, því að hann vildi ná sér aptur, ept- ir undangengin veikindi. — Af þeirri á- stæðu átti hann og því miður engan þátt i kosningabaráttunni siðastl. sumar, nema lítilfjörlega í einu kjördæmi, ísafjarðar- kaupstað. Höfundur greinarinnar í „YortLandu krítar því í meira lagi liðugt, eins og það oinnig er uppspuni, sem hann segir um Grarðstyrkinn, með því að ritstjóri „Þjóðv.u, sem höfundur fyrnefndrar grein- ar nefnir auðvitað fullu nafni, hefir aldrei ritað einn staf í þá átt, hvorki fyr né síðar. _° Segir höf., að ritstjóri „Þjóðv.“ hafi nú ný skeð gert sig rnjög hlægilegan, þar sem hann liafi slegið pjönkum sínum saman við tvo andatrúarpostula, or ferðist um á Íslandi, og kynni íslendingum —- fyrir fimm krónur hverjum — leyndardóma andaheimsins. Þetta er svo áréttað með viðeigandi mærð, sögð skröksagan um anda Þórðar íHala, og auðvitað eigi annars getið. en að hún sé heilagur sannleiki! Svar: Hér fer köfundurinn möð flýja lygi; en hann veit vel, hvað hann syngur; hann veit, að þekking á fyrir- brigðum spíritismaus er óvíða minDÍ, en í Danmörku, og að ýms dönsk blöð hafa hæðzt mjög að öllu, er þar að lítur. Honurn hefir því óefað þótt feykiiega gaman að því, að geta fært þeirn þessar lygafréttir. 8° 1 upphafi greinarinnar skýrir höfundurinn Dönum enn fremur frá þvi, að ritstjóri,Þjóðv.‘ sé foringi þess flokks á íslandi, er vilji, að ísland sé óháð („Det islandske Uafhæng- ighedspartis Eörer“), og siðar í greininui fræðir hann þá um það, at ritstjóri „Þjóðv.“ ætli sér að verða eptirmaður H. Hafstein’s. Svar: Hvað íyrra atriðið snertir, þá er ritstjóra „Þjóðv.u ókunnugt um það, að honum 'hafi hlotnazt sá heiður, að vera kjörinn foringi sjálfstæðisflokks- ins, sem átt mun við, þótt köfundurinn áliti, að Döoum falli betur, aðlátanaÍDÍð tákna, að tilgangurinn sé, að losa Island úr öllu sambandi við Danmörku. Um síðara atriðið getur höf. greinar- innar í „Yort Landu alls ekkert vitað, enda væri það nú nokkuð snemmt, að fara að hugsa ura ráðherratignina, með- an eigi er annað sýnna, en að núverandi ráðherra ætli að beita öllum brögðum, til að sitja sem lengst að krásinni. Á hinn bóginn mun engum dyljast, að einmitt það, að höf. gerir ritstjóra „Þjóðv.a í aðra röndina að svona miklum manni í augum Dana, getur orðið sjálf- stæðismáti þjóðarinnar að miklum hnekki, ! og því er grein hans eigi að eins svívirði- lequ.r lyga-rógur um oss, héldur og jafn- framtniðangnrsiegastaárás á sjálísta^ðiskrö íui1 islenzku þjöðarinnar, og h'öfundurinn — sam er ísiendingur — rétt nefndur landráða- maður og þjöðfjandi. 4° Til þess að gera níðið enn trúverðugra í augum danskra blaðlesanda, bætir höfund- urinn því og enn fremur við, að hjá þeim, er um landsmál hugsi skynsamlega á ís- landi, vekji það almenna gremju og hneixli, að ritstjóri „Þjóðv.“ skuli vilja vera leið- togi þjóðarinnar, og vera þó bendlaður við annan eins hégóma, eins og spiritismann, og alveg á valdi hins lagna spiritistapostula. Níðgrein þessi svarar sér sjálf, svo að óþarft er, að fara um hana frekari orðum, enda leiðinlegt, að vera neyddur til þess, að eyða tíma, til að aDza lyga-uppspuna slíkrapiltunga, sem greinarhöfundurinn er. Af mönnum þeirn, sem við þingmál eru riðnir hér á landi, er það einn, sem kunnur er að því, öllum öðrum fremur, að beita vopni lyginnar, og enginn þarf að efa það, að frá honum stafar lyga- greinin í „Yort Landu, þótt hann nafn- greini sig þar eigi, fremur en all-opt endranær, veit, sem er, að lygin hefði þá siður áhrif, ef hans væri viðgotið, dánumannsins. Utlöndl. (Niðurl.j Frakkland. Picquard, hermálaráðherra, hefir nýlega látið í ljósi, að Frakkar þurfi að auka stórskotaliðið að miklum mun. ítalia. Á Sikiley, og í Suður-Italíu, hafa rigningar víða valdið vatnsflóðum í nóv., og valdið á sumum stöðum mann- tjóni, t d. i KataDÍu, þar sem fjöldi búsa hrundi, og margir menn biðu b’na. — Svipaðar eru og fregnir frá Casalvecchía, að því er manntjón og húsahrun snertir. Ræningjar numdu nýlega brott son milljÓDaeiganda á Sikiley, og heimta 210 þús króna til lausnar honum. — — — Austurriki. Þar eru nýlega orðin ráð- herraskipti, og heitir nýi íorsætisráðherr- ann Bienerth. — — — Svissaraland. 60 þús. pund af sprengi- efni (dynamit) 9prungu nýskeð í lopt upp við jámbraut í SvissaralaDdi. — Mann- tjón varð þó eigi. — — — Persaland. Keisari hafði lofað að efna til þings, er tæki til starfa 14. nóv. þ. á., en hefir svikið það loforð sitt, jog segja sumar sagnir, að stjórnarskráin sé nú al- veg úr sögunni. Kóstusamt enn í landinu, og hafa upp- reisnarmenn nýlega náð nokkrnm þorp- um á vald sitt. — — — Kína. Lát keisarans í Kína, og ekkju- drottningarinnar, hefir áður verið getið í blaði voru, og segja sumar sagnir, að keisara hafi orðið það að bana, að honum • hafi verið byrlað eitur, og ekkjudrottn- ingunni ef til vill einnig. — Síðustu fjóra dagana. sem keisari lifði, er mælt, að hann hafi alls engrar aðhjúkrunar notið, þótt nokkrar þúsundir af æðstu tignarmönnum ríkisins væru nær staddir, með því að hirðsiðir í Kína banna, að nokkur nálgist keisara, er hann er að dauða kominn. — Uýi keisarinn er fimm ára gamall drengur, er grét hástöfum, er bann var krýndur, með því að nú fær hann eigi lengur að vera hjá fóstru sinni. — Faðir hans, Isclmn prinz, veitir ríkis9tjórninni forstöðu. Mælt er að fimm aðrir hafi talið sér bera keisaraiignin, og er um þessar muudir mjög róstusamt í Kina, uppreisn í grennd við Yangtsekiang. Ihöfuðborginni Peking kvað nokkrir af meðlimum rikis- ráðsins hafa verið hálshöggnir inni í keis- arahöllÍDni. — Ríkisstjóri hefir og gefið út stranga skipun um þ.\ð, að allir upp- reisnarmenn skuli tafarlaust hálshöggnir„ án alls tillits til tignar eða stöðu þeirra. Bandaríkiu. Svertinga i Okmulgee í Oklahama átti nýlega að taka fastan fyr- ir glæp, og skaut hann þá lögreglustjóra og sex menn aðra, til bana, en kveikti síðan í húsinu, sem hann var í, og brann þar inni. — — —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.