Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1908, Page 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1908, Page 4
228 ÞJÓÐYILJINN XXH, 57.-58. meDnÍDgur gerir sér í hugarluud, og á- hættau við lániu er ætíð lyrir heDdi. Það er eno ekki hægt að reka verzlun á íe- landi án þess að komast hjá að lána. Ó- skilsemin stafar að vísu optar af getuleysi en viljaleysi, en getuleysið stafar aptur af því, að menn lifa yfir efni fram, afla rainna en þeir eyða, og menn eiga svo i bágt með það í fyrstunni að borga út í j hönd, heldur kaupa hlutinn áður en menn J geta borgað hann. Það er eðiilegt, að peningaeklan í land- j inu sé nokkur orsök í skuldaverzluninni. j Eptir að íslandsbanki var tekinn til starfa j með sínar miljónir, og landsbankinn var búinn að fá viðbót við veltufé sitt, var þó ekki svo lítið af peDÍngum í landinu. En hvar eru þessir peningar nú? Landið virðist vera nærri eins peningasnautt, og það var áður en Islandsbanki tók til starfa, og peningarnir virðast ekki vera í veltu. Það er varla mikið, sem bankarnir styðja verzlun landsmanna, getur skeð, að þeim þyki ekki eins tryggilegt, að lána kaup- mönnum, eins og að lána til húsabygg- inga, skipakaupa, o. s. frv. Það er margvíslegt böl og ógæfa, sem af skuldabaslinu leiðir, meðal annars pen- ingaleysið í landinu. Það er ætið hægt að fá peninga þegar maður hefir eitthvað að gefa fyrir þá. Ef landsmenn gætu borgað rneira en þeir eyða, geta þeir hæg- lega fengið peninga fyrir mismuninn. En af því að afurðirnar eru of litlar til að borga með sannar, eða ímyndaðar nauð- synjar, er landið allt af peningalaust, hver skildingur, sem menn eignast fer i skuld- ir. Menn venja sig á að kaupa hlutinn áður en menn geta borgað hann, og binda sér skuldaklafa á herðar skömmu eptir ferminguna, sem menn opt ekki losDa við fyr en á grafarbakkanum. Það mark, sem þjóðin á að keppa að, er skuldlaus verzlun. Allar islenzkar vör- ur eiga að fcorgast með peningum, og landsmenn eiga að kaupa fyrir þá pen- inga, sem þeir fá fyrir vörur sínar, eða vinnu. Yerzlunarlán eiga að afnemast. Eins og nú er, þá er varla nokkur hlut- ur borgaður um leið og hann er keyptur, heldur allt tekið til láns og skrifað í reíkn- inginn. Þegar ekki þarf að borga hlut- inn um leið og hann er keyptur, gáir kaupandinn opt ekki að hvað úttektinni líður fyr en skuldin er vaxinn honum yfir höfuð. Lánsverzlunin er skaðleg bæði fyr- ir þjóðina í heild sinni, og eins fyrir þann sem lánar vörurnar, hún hefir sjólfgandi áhrif á sómatilfinningu manna og fram- takssemi, og stendur þjóðinni fyrir þrifum. Orð mín eiga ekki að takast. svo bók- staflega, að alls engir menn á íslandi verzli skuldlaust. í Reykjavík og sumum öðrum kaupstöðum munu finnast menn, sem verzla skuldlaust, og borga strax það, sem þeir kaupa, og einstaka kaupmaður mun finnast, sem lánar mjög litið, en þetta má telja sem undantekningu. Þjóðin á að komast á það menning- arstig, að einstaklingar hennar þurfi ekki að taka lán, nema til framfara-fyrirtækja, hvort það er nú til þess að bæta jörð sina, svo hún gefi tneira af sér, bæta sjávar- útveg sídd, eða auka verzlun sÍDa. Öll i önnur lántaka er ekki holl, og ber vott j um fátækt þjóðarÍDnar. En sé þjóðin : skilvís, framkvæmdarsöm og nægjusöm J þarf hún ekki að vera fátæk, þvi landið j getur fætt og klætt börn sín, et rétt er j á haldið. Grestvxx*. | ----- ■ = í Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.“ —o— Kaupmannahöfn 11. des. 1908. NobelsverðJaun. Nobelsverðlaunin í ár hafa þessir hlotið: Friöarverílatin: Arnoldson og Fr. Bajer. í lælniisfrœði: Metschnikoff og Elirlich. - eðlisfrœði: Lippmann. - efliafræði: Rutherford, og - teimspeiíi: Euchen. (Arnoldson, sem að ofan er getið, er sænskur, og hefir ritað ýmislegt gegn hernaði; hann er hálf-sjötugur. Fr. Bajer er danskur, fæddur 21. april 1837, og var hann fyrstur frumkvöðull þess, að friðarþingið í Bern var stofnað, og var hann kjörinn forseti þess 1892. Metschnikoff er rússneskur, en er há- skólakennari í Paris, og varð hann for- stöðumaður Pasteur-stofnunarinnar, að Pasteur látnum. Ehrlich er háskólakennari i Frankfurt am Main. Lippmann er náskólakennari við há- skólann Sorbonne í París. 46 „Lofaðirðu Zeke ekki að koma skilaboðunum?“ spurði bann nú í allt öðrum róm. „Engan veginn“, svaraði Bill. „Eg ætlaði mér ekki lengra, en hÍDgað. — En það gleður mig, að það er nú farið að batna i skapinu á þér. — En eitthvað sýnist mér þú þó öðru vísi, en þú átt að þér. — En yfir hverju þarft þú að vera óánægður? — Þegar vér verðum að fara á sjó- inn í versta veðri, til að ná farmi úr skipi, eða bysa við að koma stærðar pokum gegn um skóginn, sem troðnir eru af varningi, þá situr þú heima, og hættir þér alls ekki, en færð þó þinn hluta. — Jeg vildi óska, að jeg ætti gistihúsið hérna; — opt hefi eg óskað þess, að verða eptirmaður þinn“. Um leið og hann mælti þetta, leit hann spyrjandi á Raffles; en Raffles lét, sem hann tæki ekki eptir því. „Þú talar eins og þú hefir vit til!“ mælti hann. „Heldurðu, að mér þyki gaman, að hýrast í ofnkróknum, er aðrir eru að vinnu. — Nei jeg vildi mikið til vinna, að jeg væri hraustur í hsndleggnum, og það þótt eg yrði að sleppa þessu gistihúsi. — En það er ekki til neins, að vera að tala frekar um þetta. — Þegar stöðvarhúsið var reist á Kitty-Hawk-klettinum, sáum vér, að nauðsyn- legt var, að geta skipað varningnum annarsstaðar í land, en í þorpinu, og kom þá saman um, að byggja húsið hérna, sem er mitt á milli Osceola og Nagshead, og því hentugt fyrir oss félaga, sem ýmist áttum heimaíNags- head eða Osceola, að geta mæzt hér, og með þvi að jeg var orðinn ónýtur tii verka, var eg gerður að veitinga- manni. — Nú veiztu, hvernig stendur á veru minni hér, það voru atvikin, sem réðu, en eigi jeg sjálfur. — En komdu nú inn, og spjöllum um eitthvað annað“. 55 Bill rak upp skellihlátar. „En hvað þér eruð gamansamur, Twysten! Segirðu ekki sama, Bob, vinur? Þú ert trúnaðarmaður hans, og veizt því, hvað öllu lrður“. Bob horfði kjánalega beiot framan í Bill. „Jeg kann bókina utan bókar!“ drafaði i honum. „A fremstu blaðsíðunni segir hann — hann — já, hvað heitir hann nú annars, Rómverjinn?“ „Hættu þessu þvaðri, Bill!“ mælti Raffl.es, all-gram- ur. „Sé hætta á ferðum, þá verða allir að vera til taks! En takið dú glasið frá Bob, svo að hann fái sér ekki ■of mikið neðan í því“. „Lofið honum að drekka eins mikið, og hann vill,“ mælti kaupmaðurinn. „Jeg tók hann með mér, til að vóa. — I sölubúð minui, og á skrifstofunni, er hann ó- svikinn gimsteinn. - Hann stælir hvers manns skript, og býr út svo ágæt skjöl handa „Maurnum“, að æfðustu toll- þjónar hljóta að blekkjast á þeim“. „Yíkjuin nú að málefninu!“ mælti Raffles. „Jeg í- mynda mér, að liðsforinginn, sem Bill skýrir frá, að sé nýkominn til stöðvarinnar, sé njósnarmaður. — Yér verð- um því, að gefa honum auga, og fáum vér minnsta grun, verðum vér að gjöra nauðsynlegar varúðar-ráðstafanir. — Hann getur látið fallbyssubátinn koma hingað, er minnst varir; þeir geta gert honum aðvart, sent honum skeyti“. „Yerði eg einhvers áskynja í þá áttina, drep eg hann“, mælti Bill. Raffles gerði honum bendingu um það, að hann skyldi þegja, og sneri eíðan rnáli sinu að Twysten. „Hvenær er von á „Maurnum?“ „Eptir átta daga, og ef til vill fyr, má fara að skima

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.