Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1908, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1908, Blaðsíða 3
Þjöðviljnin 227 XXII., 57.-68. isbréf fyrir eÍDar 50 krónnr, og um eða rétt eptir 1880. fóru að myndast hin svo nef'ndu kaupfélög. Nú skyldu menn ætla að verzlunin kæmist. í langtum betra horf og hagfeldara fyrir landsmenn, en áður. Það het'ði einmitt átt að vera hlutverk kaupfélaganna, að kenna mönnum skilvísi, ]iau hefðu átt að láta sér vera annt um, að lækna þenna rótgróna íslenzka sjúk- dóm, sem heitir vanskil, og kenna mönn* um að eyða ekki meiru en menn afla, lirýna fyrir mönnum hvílíkur ósiður það er, að borga aldrei það sem maður kaup- ir, fyr en löngu eptir á, vera búinn að éta út reifið af kindinni löngu áður en maður veit, hvort hún lifir til vorsins, fiskinn úr sjónum áður en hann er veidd- ur, og fallið af kiudinni áður en hún kem- ur af fjallinu. En starfsemi kaupfélag- anna virðist ekki hafa gengið í þessa átt, Eptir meira en 20 ára starf, er árang- ur kaupfélaganna því sára lítill. (Sum þeirra eru alveg hætt.) Menn eru að vísu farnir að eyða miklu raeiru en áður átti ;i sér stað, og framleiðslan er líka meiri en | áður, en vanskilin hafa ekkert minnkað. | Enn þá er allur borgunareyrir étinn upp ; löngu fvrir fram og meira til. í góðum árum veitir almenningi fullerfitt að borga skuldir sínar einu sinni á ári, en ef árin eru ekki góð, og prísarnir á ísl. afurðun- um ekki í háu verði, þá safna menn skuld- um, og allt af fara þær fremur vaxandi en minnkandi. Þetta má ekki svo til ganga, og getur heldur ekki staðist til lengdar. Menn verða að læra að standa í skilum, læra að sniða sér stakk eptir vexti. Það gerir ekki svo mikið til, þó menn eyði nokkru framyfir það, sem nauðsynlegt er til að viðhalda Hfinu, en einungis þvi að eins að maður hafi efni á því. Menn mega með engu móti eyða rneiru en menn aíla. I góðum árum eiga menn að leggja upp, til þess að fara ekki um koll þegar hörð ár koma. Yms af hinuin nýrri kaupfélögum hafa þó sáð, að lánsverzlunin og þar af leið- andi skuldasúpa við verzlanirnar, er skað- leg, og bafa gert heiðursverðar tilraunir til að bæta úr því, með því að heimta fljóta borgun af félagsmöonum og mynda varasjóð. En kaupfélögin koma ekki að fullu liði fyr en þau geta borgað vörur sínar án þess að taka lán, og auðvitað verða þau að heimta skilvísa borguu af félagsmönnum. Ef elztu kaupfélögin hefðu strax í byrjun árlega lagt 8°/# af umsetn- ingunni í varasjóð, og haldið því áfram, mundu þau nú fyrir löngu vera orðin sjálfstæð. Það er sá galli áþeim, að þau hafa ekki haft, nauðsynlegan höfuðstól til að byrja verzlunina með, og ekki lagt neitt verulegt í sjóð árlega, og er þvi grundvöllurinD undir þaim skakkt lagður. I erlendum kaupfélögum er. ekkertiánað, heldur skiptir hönd hendi. Yörurnar eru seldar með sama verði og kaupmenn selja þær, en ágóðinn lagður í sjóð félagsins. Þegar sjóðurinn er orðinn nægilega stór, þá fyrst er ágóðanum af ársverzluninni skipt milli fólagsmanna í lok hvers reikn- ingsárs. þessa aðferð ættu islenzku kaup fólögin að hafa, og mundu þau þá ná bet- ur tilgangi sínum en þau gera nú almennt. Síðan lögin 7. nóv. 1879 öðluðust gildi, hefir vaxið upp stór flokkur at' innlend- um kaupmönnum í landinu, og þó ýmsir þeirra hafi gengið úr skaptinu, þá hefir fjöldinn ekki minnkað, því allt af koma nógir nýir í skarðið. Þó þeir séu ekki all-fáir, sem hafa dottið úr sögunni, þá er furða að þeir skuli ekki hafa verið enn fleiri. Þeir hafa flestir byrjað með Htil efni, og orðið strax að taka vörur til láns, þeir hafa orðið að keppa við gömlu verzl- anirnar, sem bæði höfðu peninga og reynslu í verzlunarsökum. sem þessa nýju borgara vantaði. En þrátt fyrir þetta hefir flestum eða ö'lum selstöðuversl- unum hnignað mikið, siðan hinir Dýju menn komu til sögunnar, og hafa ýmsir þeirra með ráðdeild og dugnaði haft sig áfram, svo að þeir hafa getað lifað af atvinnu, sinni og borgað hverjum um sitt. Auðvitað hafa þessir menn ver- ið varkárir að lána. Aðrir hafa getað staðið nokkurn veginn í skilum, en eru lausari á svellinu af því þeir eiga fé úti- standandi, en flestir sem ekki hafa verið varkárir með lánin hafa farið á höfuðið, sömuleiðis ýmsir sem byrjað hafa að verzla án þess að hafa þekkingu, ráðdeild, eða önnur skilyrði, sem til þess útheimt- ast, að geta verið verzlunarmaður. S^mkeppnin i verzluninni er nú orðin svo mikil, að hún getur ekki orðið meiri. Islet.zku vörurnar eru venjulega borgað- ar svo hátt, að kaupmaðurinn skaðast á þeim, og með tilliti til þess eru útlendar vörur seldar tiltölulega ódýrt. Það er því miklu minui hagur af verzluninni en al- 56 eptir honum. - Líklega réttast, að maður sé látinn vera i klettunum með kiki, nótt og dag, til að vita, hvað fallbyssubátnum Hður. — Jeg skal sjá um, að þór fáið kíki. — Yerst, að skipherranum á „Maurnum11 skuli eigi vera gert aðvartu. „Þess gjörist eigi þörf; — Hann lætur eigi kon.a sér á óvartu. „Yér skulum vodu það,“ mælti Twysten; „ella er eg fjárþrota maður. — Jeg geri ráð fyrir, að Zeke sjái ura að gætt verði allrar varúðar, sem auðið er. — En nú fer eg að týgja mig til ferðar, það er farið að skyggja, tungl- skin ekkert, og Bob orðinn dauða drultkinn. — Jeg kem hingað aptur á morgun. — En eitt enn Raffles: Hve margir pokar eru enn í geymsluskúrnum?“ „Mér er það ekki full-ljóst. — Við getum gætt að því“. Hann stóð nú upp, og gekk ásamt hinum, inn í hliðarherhergið. — Á gólfinu var lúkugat, með hlemm yfir, og voru í kjallaranum geymdar ýmis konar vörur, unz þeitn var laumað yfir Albemarle-sundið. Bob varð einn eptir í hinu herberginu, og og virt- ist eigi hafa veitt því eptirtekt, að hinir gengu út. — Hann starði brosandi fram fyrir sig, skenkti aptur í staup- ið sitt, og raulaði visuhelming. Hann dreypti síðan vel á sig úr*staupinu, og fór að þylja upp Ovíd, og virtist hann hafa mjög gamanafþví Lengi hafði hann þó ekki næði til þessa, því að hurðinni var snögglega hrundið upp, og ung stúlka, hér um bil seytján ára, kom inn í herbergið. — Hún var grannvaxin, dökkeyg, og andlitsdrættirnir smágjörvir. — 45 hættan er engÍD, sé eg hana ekki; — annað er það nú ekki, sern okkur skiluru. „Stóryrði!u mælti Raffles. „En hvað segirZekeum þessa sálma?“ „Hann? Zeke Konks er nú farinn að eldast, og sér vofur um hábjartan daginn“. „Nei; gáðu nú að þór, lagsmaður!“ mælti Raffles. „Jeg þekkti Zeke, er þú varst enn i bernsku, og það full- yrði jeg, að þó að hann liafi nú tvo um sjötugt, þá er hann þó skynsaraari, og hefir meiri krafta í kögglum, en sex þínir Hkar, þó að þér leggið allir saman. — Jeg kann því ekki við það, að þú talir litilsvirðandi um hann; — taktu eptir því!u „Hvað segirðu?" mælti Bill, og kreppti hnefann, en sá sig þó brátt um hönd. „Þetta þyldi eg engum, nema þér, Jón; en jeg veit að þér er gjarnt, að skoða allt sem móðgun, þótt svo só eigi, og — “ „Látum nú þessari umræðu lokiðu, greip Raffles fram í. „Þú ferð þá ekki til Osceola?u „Neiu, svaraði Bill. Raffles hraut blótsyrði af vörum. „Yæri jeg ekki eins í handleggnum, einsogjegeru mælti hann, „reri eg þangað sjálfur. — Handanna get «g þó enn neytt, ef mikið liggur við, en —“ Raffles þagnaði, og varð enn skuggalegri í andliti, ■en hann átti að sór, því að hann fann einatt til reiði og gremju, er hann minntist þess, að hann var fatlaður, — Honum datt í hug nóttin — það voru nú tuttugu og sex ár síðan —, er hann hlaut sárið á öxlina, þessi voða-nótt, >er hann jarðaði bróður sinn, sem hann hafði orðið að bana.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.