Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1908, Blaðsíða 6
230
ÞjÓÐVLI JiNN
XXII., 57.-58.
heimamanDa Sveinunga. Þar hittir hún
Sölva grasafræðing. Hafði hann nm dag-
inn farið þess á leit við hana, að hitta
sig í hrauninu, en hún enga um það lof-
að. Taka þau nú tal saman, og lýk-
ur þeirra viðskiptum svo, að bún lofast
honum. Halda þau síðan heim til bæjar,
og er þá bærinn hruninn, en hjónin Svein-
ungi og Jórunn hafa þó komist út. Svein-
ungi verður bæði hryggur og reiður, er
hann heyrir trúlofunina, hann reynir fyrst,
að fá dóttur sína ofan af þessu, en er
hún situr föst við sinn keip, segir hann,
að hún geti valið milli sín og Sölva, og
Ljót svarar: „Þá átt þú enga dóttur!u Þá !
reyDÍr Sveinungi, að fá Sölva með sér i
inn í rústirnar, en því neitar Sölvi, sið- j
ar segir Sveinungi konu sinni, að hann
hafi ætlað að kippa stoðinni undan, og
láta þá báða verða undir rústunum.
Að siðustu leggur húsfreyja að honum
að láta Ljót fá vilja sinn, þá segir Svein-
ungi: „Já far þú til dóttur þinnar“, en
hann gengur inn í rústirnar, kippir
stoðinni undan, og hryuur þakið ofan á
hann.
Þannig endar leikurinn.
Stuttur er bann, að eins 115 bls., og
er það kostur, en ekki löstur, þvi að hann
er laus við allar óþarfar málalengingar,
sem opt þreyta áborfendur og lesendur.
Myndin af Sveinunga er glögg. Hann
hefir unnið baki brotnu, og vill líka njóta
ávaxtanna af vinnu sinni. Hann hefir
sterkan vilja, sem allir á heimilinu allt af
hafa orðið að beygja sig fyrir, enda þolir
hann enga mótspyrnu, en sá vilji verður að
beygja sig „fyrir þeirri tilfinningu, sem
sterkust er í lífiinu“ — fyrir ástinni
011 skyldurækni Ljótar, þakklæti og kær-
leikur til foreldranna, verður þar að lúta i
lægra haldi, og að síðustu járnvilji Svein -
unga sjálfs, en hann kýs heldur að deyja,
en að lifa sigraður. Hann tapar við ósig-
urinn trúnni á sjálfan sig, hann treystir
sér einu sinni ekki til þess að byggja
upp bæinn, og til hvers væri líka að
vera að strita, til þess eins aðlátaþenna
flæking, sem rænt hefir frá honum dóttir
hans, sólunda þvi.
En hvi reynir hann ekki enn að hindra
það að Sölvi fái Ljótar? Hví fær hann
ekki Hálfdán til sín, og arfleiðir hann
að eigum sínum, úr því dóttur hans ó-
hlýðnast honum? Þannig geta menn spurt,
og má sjálfsagt um það deila, en mér
virðist lang-eðlilegast, að Sveinungi drep-
ur sig. Hann getur ekki látið undan,
og örvæntir um sigurinn. Honum sýnist
allt sér andsnúið, guð er svo óréttlátur, að
eyðileggja æfistarf hans. Jafnvel kona
hans, sem aldrei á lífsleiðinni hefit haft
aðra skoðun, en bóndi hennar, yfirgefur
hann nú. G-etur þá nokkur láð Svein-
UDga, þótt hann treystist ekki að lifa yfir-
gefinn af guði og mönnum?
Eins og þegar er sagt, er bóndinn að-
alpersónan, hinar allar aðeins til vegna
hans, konan gerir altaf skyldu sína, það
er hennar áDægja. Sölvi er maður gagn-
ólíkur Sveinunga, Sveinungi vill starfa,
og fá svo góðan mann að taka við, þar
sem hann verður að hætta, Sölvi vill
njóta lífsins.
Þegar Ljót segir, að hún sé bundin við
loforð sitt við Hálfdán, svarar Sölvi: „Þú
heldur að það sé skylda þín að efna lof-
orð þitt, en það er til önnur skylda, sem
er margfalt stærri — og það er skyldan
við gleðina — það er ekki til riein stærri
skylda — það er tilgangur lífsins“.
I fyrsta þætti er einstakloga góð lýs-
ing á kætinni i fólkinu, þegar komið er
úr kaupstaðnum, og samtai þeirra Sölva
og Ljótar i gjánni, i 3. þætti, er mjög
fallegt. Þar kemst Sölvi meðal annars
svo að orði: „Það var eina nótt,
seinasta veturinn, sem eg var í burtu, mig
hefir sennilega dreymt, eo mér fannst eg
vera vakandi. Eg var kominn heim. Eg
var á gangi út í hrauninu. Það var fallin
aska yfir hraunið. Alt í einu steyptist
eg niður i djúpa gjá. — Eg hrapaði. —
og eg hrapaði. —- Eglá DÍður á gjáarbotn-
inum, og gat hvorki hreyft legg né lið
— og dauðinn kom, og saug lífið úr aug-
unum á inér, hann hélt því á milli hand-
anna eins og svolítlum loga. Þá stóð
kona við hliðina á mér, hún var í mosa-
klæðum — hún bað dauðan að lífga mig
— En fyrir lífgjöfina verður hún að sitja
niður i gjánni dag og nótt hreyfingarlaus
— i sama vetfangi sem hún stendur á fæt-
ur og askan hrynur úr liöndunum á henni,
þá dey eg. — Hún var lík þér. Það er
þú. Veiztu, að líf mitt er í þínum liönd-
um“.
Menn kunna að segja, að menn þeir
er leikurinn lýsir séu ekki eins og fólk
er flost, og má vel vera að svo sé. En
því er eins varið með mennioa eins og
4S
og mér bjó í skapi, nefnilega að Maggy sé orðin nógu
gömul til þess, að fara að litast um eptir góðum eigin-
manni“.
„Þess þarf hún alls ekki. — Henni verður eitthvað
til um það, þegar þar að kemur. — Veru alveg óhrædd-
um það, Bill“.
„En hvað segirðu, hafi hún nú þegar fuDdið rnanns-
efnið?“ mælti Bill, og reyndi að láta, sem hann talaði
blátt áfram.
„Það hefir hún tæpast“, svaraði Baffles. „Hún er
ófeimin, og hefði sagt mér það fyrstum manna, ef svo
væri. — Jeg veit vel að ýmsir vilja fá hennar, en það
bakar mér mér alls enga áhyggju. — Hún hefir sjálf vit
á að velja, og sé þér kunnugt um einhvern, sem er að
gera sér vonir, þá geturðu sagt honum, að leita annars
staðar fyrir sér“.
Bill roðnaði, því að hahn skildi vel háðið, sem lá í
orðuru Raffles. — Hann beygði sig, til að ná í tóbak úr
kassa, sem þar var, og fór í ákefð að troða i pipuna sína.
„Ekki dettur mér það í hug“, mælti hann. „Sá,
sem þarfnast góðra ráða, verður sjálfur að leita þeirra“.
„Það gerir haDn og, sé hann hygginn maður“,
„Þú ert í afleitu skapi í dag, Raffles!“ mælti Bill, og
saup að nýju úr glasinu sínu. „Mér væri kært, að þú
fengir einhvern annan, en mig, tilað skeyta á skapi þínu.
— Jeg kynni að missa þolinmæðina“.
„Vertu ekki æstur!“ mælti Raffles, stillilega. „Jeg
er veitingamaður, og það er vani minn, að láta vínið ó-
svikið. — En fáðu þér nú í eínu staupi enD, vinur! Þú
neitar því auðvitað ekki“.
Að svo mæltu hollti hann í staup Bills. „Góða vin-
53"
að temja sé-r þetta rækilega, eigi hún að geta orðið að
því liði, sem hún hefir orðið mér, og því hefi eg æft mig
mjög í listinni“.
„Það var skrítið“, greip Bill fram i.
„Gamall Bómverji, Ovid irúí eg hann heiti, hefir t
d.“, mælti Bob, „ritað bók, sem hefir þótt svo ágæt, að
hún hefir verið þýdd á ensku; bókin heitir: „Listin, að
elska“, og marga nælurstundina, er þér hrutuð í bælun-
um, hefi eg notað, til að kynna mér leyndardóma bókar
þessarar. — Fremst í bókinni —“
Meira sagði hann ekki, með því að Raffles kom nú
með groggið, enda hafði Bill þá eigi hugann við annað.
Það var nú skenkt í glösin, og Twysten, sem var
nú farinn að ná sér aptur, hóf máls á öðru, sem vakti
fremur athygli þeirra.
„Jeg hefi nú hugsið málið“, mælti hann, „og sé,
að Zeke hefir rétt að mæla, enda er hann löngum sleip-
ur. — Koma fallbyssubátsins, og liðsforingjans, er íllsviti,
og verðum vér að vera varkárir. — Yonandi, að stjórnin
hafi þó eigi komizt á snoðir um, að „Maurinn“ hah verið
notaður, til þess að lauma hingað tollskyldum vörum“.
„Það er ómögulegt“, roælti Raffles. „Það eru eng-
ir i Nagshead, sem líkur eru til, að hafa ljóstrað því
upp“.
„Að vísurekki, en nóg er um njósnarmennina“, mælti
Twysten, „og síðan stöðvarhúsið var byggt, getum við á
hverri stundu væDzt þess, að eitthvað verði uppvíst“.
„Já, það veit sá, sem allt veit!“ æpti Bill, og rak
bumlungshögg í borðið, „að þeir gera ekki annað, djöfl-
arnir, en að horfa i kíkinn allan daginn, — og jafn vel
alla nóttina. — Jeg vildi að fjandinn sækti þá alla!“