Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1908, Blaðsíða 5
XXII., 67.-58.
Þjóby iljtnn.
229
Rutherford er fæddur í Cauada, en nú
Jháskólakennari í Manchester á Bretiandi.
Euchen, heimspekingur, er frægur rit-
ihöfundur, þýzkur.)
Brot á þingræði.
—o—
Stúdentafélagið hér í Reyk]avík sam-
þykkti á fundi 14. þ. m. með samhljóða
atkvæðum svohljóðandi tillögu:
„Fundurinn álítur sér staklega óheppi-
legt, að sú venja komiet á, að ráðherra
víki aldrei úr völdum milli þinga, þótt
í augljósum minnihluta sé; þar sem nýr
ráðherra, sakir þess að konungur situr í
öðru landi, naumast getur orðið útnefnd-
ur fyr en eptir þinglok, og menn því orð-
ið heilt þing að búa við minni hluta
stjórn, auk þess sem það er heppilegast,
að sú stjórn búi málin undir þing, er
fylgi heíir meiri hlutans.
En ótvírætt brot á þingræði telur fund-
urinn það, að ráðherra framkvæmi stjórn-
arathafnir, svo sem útnefning konung-
kjörinna þingmanna, þvert ofan í yfir-
lýstan vilja meiri hluta þjóðarinnar“.
Nýjar bækur.
—0—
n, ,, , TT . leikrit í fjórum þáttum
BODfllIlD Ó HraUDÍ eptir Jóhann Sigurjöns-
son. Kostnaðarmaður:
Sigurður Kristjánsson.
Reykjavik 1908.
Leikrit þetta kemur út samtímis bæði
á íslenzku og dönsku. Höfundurinn hef-
ir sarnið einn leik áður, er út kom á
dönsku. — Leikurinn fer fram á íslenzk-
um bóndabæ. Aðalpersónau í leiknum er j
bóndinn, er Sveinungi heitir. Hann er
kominn á efri ár, er atburðir þeir gerast,
er leikritið lýsir. Hann er dugandi bóndi,
og hefir bætt jörð sína mikið. Ráðríkur
er hann á heimili, en þó fólki sínu góð-
ur. Konan er gæðablóð, og fer í ölln
að ráðum hans og vilja. Dóttur eiga þau
hjón eina barna, sú nefnist Ljót. Hana
vill Sveinungi gipta efnuðum bóndasyni
þar í sveitinni, stúlkan er treg til þess í
fyrstu, segir sér þykji ekkert vænt um
hann, en þá tekur móðir hennar við, og
sannfærir hana að lokum, um að bezt sé
fyrir hana, að fara að ráðum foreldranna.
„Þegar tvær manneskjur búa saman alla
æfina með þeim einlæga ásetningi að
gera hver sina skyldu, þá vex kærleikurinn
eptir þvi sem árin líða“, segir húsfreyja.
Yar Ljót þvi siður fús til ráðahags þessa,
sem hún lagði hug á annan mann, Sölva
grasafræðing, er um þessar mundir dvaldi
á bæ þar skammt frá. Sama daginn og
Ljót lofaðist Hálfdáni, hafði Sölvi komið
að Hrauni, og fært Ljót andarham fagr-
an, þótti henni gripurinn góður, en Svein-
ungi brást reiður við. „Eg vil ekki að
þessi flökkuhundur sé að dingla rófunni
framan i þig, það er bezt að náunginn
hafi eitthvað annað að umtalsefni“, mælti
hann. Þá er Ljót hefir játast Hálfdáni,
verður Sveinungi hinn glaðasti, og segir
þetta vera bezta dag, er hann hafi lifað,
síðan hann fékk konu sína. Þannig end-
ar fyrsti þáttur.
Þá er frásögnin hefst á ný hefir kom-
ið jarðskjálfti, og fólkið hefir hröklast úr
bænum út i tjald á túninu, þó er þetta
um kvöld hins sama dags. Húsfreyja
hafði ráðið þvi, að flutt var úr bænum,
en Sveinunga sárnar það mjög, haun elsk-
ar ekki að eins jörðina sína,. heldur líka
bæjinn. Öllu sínu starfsþreki og öllum
sínu kröptum hefir hann varið tíl þess að
bæta jörð þessa. Þegar kona hans seg-
ir, að þau megi þakka guði fyrir, að það
var sumar, svo að þau gátu flutt út, verð-
ur Sveinunga að orði: „Þakka! Eg veit
ekki betur en að það sé minn bær! Eg
veit ekki betur en að það sé min jörð.
Eg hefi bætt hana eins og eg hefi getað,
— Og eg heimta róttlæti, líka af guði“,
síðar segir hann; „Það var þá nótt, sem
þú hólzt, að eg hefði orðið úti i stórhríð-
inni. — Þá logaði ljós í efsta gluggan-
um, mór þótti vænna um að sjá það held-
ur en þó jeg hefði mætt hvaða rnanni
sem var. — Og þegar hundarnir fóru að
gelta inn í göngunum — það var eins
bærinn talaði, það var eins og hann væri
hávær af gleði, eg hefi aldrei orðið fegn-
ari að heyra nokkra mannsrödd, og þeg-
ar eg opnaði dyrnar og kom inn í göng-
in — mér fannst myrkið taka utan um
mig, engin manneskja hefir nokkurn tíma
tekið eins vel á móti mór, ekki einu sinni
dóttir min þegar hún var barn“, og loks
segir hann: „Eg verð ekki í tjaldinu í
nótt, eg fer heim“, og það gerir hann
og fylgir kona hans honura.
En Ljót dóttir þeirra fer út i hraun,
sem þar er í grenndinni, ásamt einum
54
„Yér höfum og gert það, sem vér höfum getað, til
að stuðla að því“.
„Og hvað hefir oss orðið ágengt?“ mælti Bill. „Til-
raunin, sem gerð var, til að svæla þá út, misheppnaðist
gjörsamlega“.
„Engin ofbeldisverk!“, mælli Twysten. „Þá bregst
nkki, að vér fáum stjórnarsendil“.
„Jeg held vór höfum nú fengið hann“, mælti Bill,
all-önugur.
„Maurinn“ lætur aldrei sjá ljóskerin“, mælti Raffles,
„og veitir þeim því örðugt, að sjá hann frá stöðinni, og
þegar vér lendum, förum vér einatt varlega. — Zeke sér
um það, og honum er óhætt að treysta“.
„Já, það má nú segja, eða hitt þó heldur“, mælti
Twysten. „Seinast létuð þið mig fá tvo stóreflis poka
af tóbaki, sem voru rennblautir, og beið eg fjártjón all-
mikið“.
„Það er eigi oss að kenna“, greip Bill fram í. „Það
voru djöflarnir, sem þess voru valdandi! Til þess að þeir
sæju oss ekki, urðum vér að fara alveg upp að klettun-
um, og þá hvolfdi bátnum hans Jakc Parret’s, og það var
vart á mennskra manna færi, að bjarga farminum“.
„En það var jeg, sem fyrir fjártjóninu varð!“ tók
Twysten upp aptur, „og takist ílla til með „Maurinn“,
þá er eg gjaldþrota maður“.
„Það þarf varla að efa það, að þér hafið grætt lag-
legan skilding á atvinnurekstrinum!“ mælti Bill.
Twysten leit afar-gremjulega til hans.
„Hvað þekkið þér þetta, Bill! Áhættan er mikil,
og þá ekki síður kostnaðurinn. — Jeg græði minna,
en þér“.
47
Inni í stofunni voru eigi aðrir en móðir Raffles,
sem orðin var gömul. — Hún sat á bekk, sem var hjá
ofninum, studdi höndunum, og hökunni, sem var fram-
mjó, á hækjuna sína, og horfði fram undan sér.
Fram undan húfunni hennar héngu gráar hærurnar
eins og tætlur, og andlitið var magurt, og gulleitt, og
einkenniiegur gljái í augunum, sem voru dökk. — Höf-
uðið riðaði öðru hvoru, og hún tautaði eitthvað við og
við, og starði svo þegjandi á sama blettinn.
Þegar Jón og Bill komu inn, leit hún upp í svip,
en sat svo grafkyr í sömu stellingum, enda létu þeir,
sem þeir sæju hana ekki, en settust við stórt borð, sem
stóð á miðju gólfi, og náði Raffles þó fyrst í tvö staup,
og flösku með wiskyi úr hornskápnum.
„Skál skemmtiskútu Bandamanna!“ mælt Bill, og
saup úr glasinu í einum teyg.
„Og veri hún i sem mestum fjarska“, mælti Ralfles“
Lengri varð samræðan ekki. — Raffles horfði ofan
í glas sitt, og Bill litaðist um í herberginu.
„Er Maggy ekki heima?“ spurði hann loks. „Jeg
veit svei mér ekki, hvað orðið hefir af henni“, mælti
Raffles. „Stundum sézt hún ekki allan daginn. Hún er
líklega hjá Konks“.
„Ætli þau hafi ekki brallað eitthvað skrítið saman?“
sagði Bill, all-gremjulega. „Það er þó nóg af yngri mönnum,
sem gjarnan myndu rabba eitthvað við hana“.
Raffles leit háðslega til hans.
„Það er óvíst, að henni, eða mér geðjaðist að þvi!
Mér þætti gaman að sjá framan í þann, sem færi að gefa
Maggy undir fótinn“.
Farðu nú hægt i sakirnar, Raffles! Jeg sagði, eins