Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.04.1909, Qupperneq 2
66
ÞjÓÐTI JLINN.
XXIII., 17.-18.
Ritsímaskeyti.
til „Þjóðv.“
—o—
Kaupnjannahöfn 13. apríl 1909.
Frá Tyrklandi.
Stjórnarbylting í Konstantínopel (Mikla-
garði). Hermennum kringja þinghúsið. —
Heimta hreina Mahómedstrú. — Óijóear
fregnir segja stjórnmálaflokk Ung-Tyrkja
í hættu. — Soldán talinn standa að baki
tiltektunum.
(Af fregnum þessum, þótt óljósar séu,
virðist mega ráða, að Tyrkja-soldán ætli
að reyna að beita þingið svipuðum tök-
um, sem Persa-keisari beitti þing Persa
fyrir skömmu, og er óskandi að jafn sví-
virðilegar tiltektir lánist ekki).
Frá Bretlandi.
Skáldið Swinburne er dáið. —
(Enska skáldið A. Ch. Swinburne var
fætt B. apri 1837, og hefir því verið 72
ára. — Swinburne var nafnkunnasta skáld
Breta, síðan er Tennyson féll frá).
Kaupmannahöfn 16. apríl 1909.
Hryðjuverk á Tyrklandi.
Ung-Tyrkir afl-lausir. — Dómsmálaráð-
herra myrtur o. fl. — Apturhaldsmenn
teknir við stjórn.
(Þar sem aðfarir þær, som getið er
um í fyrra hraðskeytinu, sem prentað er
í þessu nr. blaðs vors hafa valdið því, að
íhaldsmenn eru komnir til valda á Tyrk-
landi, þá er að líkindum lítill vafi á því,
að soldán hefir átt meiri eða minniElut-
deild í hin- um djöfullegu hryðjuverkurn^
sem hraðskeyti þetta getur um, þó eð
glöggar fregnir séu enn ókomnar)
TJtlöncX.
—o—
Helztu fréttir, er borizt hafa frá út-
löndum, eru þessar:
Danmörk. Bæjarfulltrúakosningar óru
franr í Kaupmannahöfn 12. marz siðastl.^
og tóku þá konur í fyrsta skipti þátt í
kosningunni. — Kosninga-rimman varð
í harðara lagi, og urðu kosningarúrslitin
pau, að kosnir voru: 20 jafnaðarmenn, B
úr flokki frjálslyndari vinstrimanna, og
16, er hægrimenn, og umbótaflokkurinn,
studdu í sameiningu til kosningar, og einn
iir flokki innri trúboðsmanna.
Meðal binna kjörnu eru 7 kvennmenn.
f Dáinn er nýlega prófessor A. Row-
ing, 8B ára að aldri. — Hann var i röð
Jremri lækna í Kaupmannahöfn.
Danska vísindafélagið í Kaupmanna-
iiöfn kaus sér nýlega forseta, og hlaut
Vilh. Thomsen kosningu. — Hefir hann
mikið orð á sér fyrir þekkingu sína að því
»>.’ tii samanburðar ýmsra tungumála kem-
nr. — Hann er sú 67 ára að aldri.
Sakamálsrannsókninni gegn Albertí,
íyrrum dómsmálaráðherra, er enn hvergi
-. ærri lokið. — Hefir hann kvartuð mjög
yfir því, að hann gæti eigi sofið, af því
að ljós væri hait hjá sér í fangaklefanum,
loks hefir hann nú, samkvæmt ráðum
læknis, verið fluttur í sjúkrahús fangels-
isins.
22. marz var J. C. Christensen, fyrr-
um forsætisráðherra, Sigurður Berg o. fl.,
er voru ráðherrar ásamt Albertí, yfirheyrð-
ir, og kom það þá í ljós, að Christensen,
forsætisráðherra, hafði verið aðvaraður,
eða fengið bendingar, um ýmislegt grun-
samlegt athæfi Albartí’s, þótt eigi sinnti
hann því að neinu.
Prívatbankinn hefir átt í máli við
enska verzlunarfélagið Wilier & Biley, er
stóð í sambandi við fjárbrall Albertis, og
smjörútflutningafélagið, er hann stýrði og
komst sá jöfnuður á, að verzlunarfélagið
greiddi bankanura 832 þús., í stað 900
þús. króna, er hann gerði tilkall til.
Blaðið „Politíken“ hefir vakið máls á
því, að líkindi séu til þess, að verzlað
hafi verið með orður og titla í ráðherra-
tíð Albertí’s, menn, sem hégómagjarnir
voru, fengnir til þess, að gefa stórfé til
ýmsra líknarfyrirtækja, og heitið kross,
eða nafnbót, fyrir, og hefir blaðið |
nafngreint nokkra menn í þessu skyni,
en talið vafasamt, að fénu hafi verið hald-
ið öllu til skila. — Högsbro, dómsmála-
ráðherra, hefir loks skipað opinbera rann-
sókn um téð efni.
Nú er í ráði, að Danir leggi fram fé,
til þess að Einar Mihkelsen fari til Norður-
Grænlands, og vitji dagbóka o. fl,, sem
ætlað er, að Mylíus heitinn Erichsen hafi
látið eptir sig við Danmerkur-fjörð. —
Leggur Einar Mikkelsen af stað í júni-
mánuði þ. á., og ráðgerir, að koma heim
haustið 1910
Danska-austur-Asíu félagið, er rekur
verzlun i Síam, og á Indlandi, hefir fyrir
árið, sem leið, greitt hluthöfum 8"/0 í arð
af hlutabréfum þeirra.
Bulow, rikiskanzlari Þýzkalands, hélt
nýlega ræðu, þar sem hann gat þess, að
öll ríki yrðu sérstaklega að láta sér annt
um þau héruð, er á landamærum rík-
isins væru, og hefir sú ræða verið skilin,
sem bending til Dana, að gera sér engar
vonir um Norður-Slésvík, þar sem ræða
þessi var haldin, er hann var staddur
í öðru hinna gömlu dönsku hertogadæma.
Eins og meiri hluti dönsku hervarn-
arnefndarinnar hafði orðið ásáttur um,
hefir það nú orðið að samkomulagi railli
Neergaards, forsætisráðherra, og I. C.
Christensens, að verja 31'/2 millj. króna
til hervarna í eitt skipti fyrir öll, auk
árlegra útgjalda.------—
Noregur. Geðveikur sporvagnsstjóri í
Kristianín, er bar kvíðboga fyrir, að lög-
reglumenn tækju hann fastan, þar sem
hann hafði af ógáti ekið ofan á mann
rétt fyrir jólin síðustu, myrti nýskeð, að
talið er í geðveikiskasti, konu sina, og
þrjú börn þeirra hjóna, og kveikti hann
síðan í húsinu, en eldurinn varð slökktur,
áður en likin voru brunnin, og því varð
uppvíst unr elæpinn.
ý Látinn er nýskeð maður nokkur,
Knud Oraah i ð nafni, 92 ára, verksmiðju-
eigandi, er fyrstur kom á fót ullarvinnu-
verksmiðju í Noregi. — Giaah var af-
dönskum ættum, og hafði verið blindur
nokkur síðustu ár æfinnar, en veitt verk-
smiðjunni þó forstöðu til dánardægurs.
Amundsen hefir nú valið sér förunauta
í norðurför eína, og eru þeir allir Norð-
menn. — Alls höfðu um þúsund manns
boðið honum, að taka þátt í förinDÍ, þar
á meðal fjöidi amerískra kvenna.
Mörg verzlunarfélög hafa og boðið
honum ókeypis vistir o. fl., er til farar-
innar þarf. — — —
Svíþjóð. Stjómin hefir nýlega lagfc
fyrir þingið frumvarp um skipaskurð úr
stöðuvatninu Yanern til Kattegats (Gauta-
borgar), og'J er áætlað, að kostnaðurinn
verði alls 22,800,000 kr., og verður skipa-
skurðurinn“fjórir metrar á dýpt (frekar
6 álnir).
Hlutafélag hefir nýlega verið myndað
í Sviþjóð, er ætlar sér, að hagnýta sér
gúmmískóga í rík'nu Peru, og er talið,
að fyrirtækið verði mjög arðvænt.
Tveir af ráðherrum Svía (landbúnaðar-
og utaDríkisráðherranD) beiddust nýlega
lausnar, með því að þeir fylgdu fram skoð-
un frjálslyndarí flokksins á þingi, að því
er snertir rétt þingsin9, til þess að heimta
skýrslur af embættismönnum. — Bjugg-
ust margir við, að Lindmann, forsætis-
ráðherra, yrði að fara frá völdum, en
honurn tókst, að fá aðra í skarðið, en
mjög er nú ráðaneyti hans talið íhalds-
samt í stjórnmálunum.
Ymsir atvinnulausir menn gerðu verk-
fall um sömu mundir, og urðu bæjarstjórn-
ir. að verða við kröfum þeirra, og hækka
verkalaunin. — — —
Bretland. Megn „innfluenzu“-veíki
gekk í Lundúnaborg um miðjan marz-
mánuð, svo að þá lágu um tima yfir
hundrað þingmenn veikir, og á öllum
veitinga- og skemmtistöðum var óvana-
lega fáförult.
ý Dáinn er í marzmánuði Arnold Fo>‘-
ster, brezkur stjórnmálamaður, B3 ára að
aldri. — Hann varð hermálaráðherra 190&
í ráðaneyti íhaldsmanna. — Hann hefir
ritað nokkur sagnfræðisieg rit.
í marz urðu miklar umræður á þingi
Breta um aukningu herskipaflotans. —
Flotamálaráðherrann, Mac Kenna, hefir
borið saman flota Breta og Þjóðverja,
og vill að Bretar byggi sem bráðast fjög-
ur stór herskip, en Asquith, forsætisráð-
herra, er sagður tregur til þess, enda geti
Þjóðverjar jafn hraðan látið smíða sér
jafn mörg herskip, og þýði keppnin því
lítið. Ýmsir þingmenn eru á sanra máli,
en þeir sem ákafastir eru, að því er aukn-
ÍDgu herskipastólsins snertir, vilja jafn
vel að byggð séu átta stórskip, og reyna
að vekja æsingu hjá þjóðinni í þá átt.
Nýja Zeeland vill gefa Bretum eitt,
eða tvö herskip.
Frumvarp hefir verið borið fram á
þingi Breta þess efnis, að hver maður'
18 — 24 ára að aldri skuli vera skyldur
til herþjónustu nokkra daga á ári hverju,
en vonandi nær frumvarpið eigi fram að
ganga, þó að Bretum virðist standa ær-
inn stuggur af herbúnaði Þjóðverja um
þessarímundir — — —