Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 2
106 ÞjjÓBVIJLINN. XXIII., 27.-28. kistur, fullar af orðum, heiðursmerkjum og medalíum. — — — Portugal. 3. maí þ. á. eyddu jarð- skjálftar borginni Salvaterra, og gerðu skaða í ýmsum fleiri borgum. — Ymsir menn biðu bana, en fregnir enn óglöggar um það, hve margir hafi látizt.-------- ítalía. í borginni Reggío á Calabríu varð vart við ákafan jarðskjálfta um sama leyti, sem landskjálftarnir urðu í Portu- gal.--------- Montenegro. Mælt er, að furstadæmið Montenegro verði tekið í tölu konungs- ríkja, og verði, sem slíkt, háð vernd Rússa. — — — Tyrkland. 10. maí síðastl. var nýi soldáninn Muhamed fimmti, krýndur í þorp- inu Ejub, og tók þá við hinu helga sverði spámannsins, og vann þeBS eið, að verja hverja þúfu, er forfeður hans hefðu unn- ið til Muhameds-trúar. 3. maí voru 13 gálgar reistir fyrir framan þinghúsið í Konstantínópel, og þar hengdir 13 menn, sem her-réttur, er etjórn Ung-Tyrkja hafði skipað, hafði dæmt til dauða. — Likin voru látin hanga á gálganum allan daginn, og dingluðu þar fram og aptur, með því að veður var hvasst. — Á hvert lík var hengt skjal, þar sein glæpir hlutaðeiganda voru taldir upp. Pjöldi áhorfanda var allan daginn, til þess að fíkjast í sjón þessa, og gera sín- ar athugasemdir. Hengingunum var haldið áfram dag- inn eptir. • 2. maí var gerð húsrannsókn í böll þeirri, er Ahdul Hamíd, soldán, hafði búið í, en þar fannst ekkert fémætt. - Stjórn Ung-Tyrkja hafði átt þessa von, og þvi hafði verið frestað lífláti höfuðsmanns geldinganna, Madír Aglia, er framkvæm- ast átti 30. apríl; en hann hafði verið aðal-trúnaðarmaður soldáns. — Var hon- um nú heitið lífi, ef hann segði til, hvar fjármunir soldáns væru niðurkomnir, og visaði hann þá á leyniklefa í Yildiz-höll- inni, þar sem dæmafá auðæfi voru saraan komin. — í einni kistu voru gimsteinar, sem taldir eru 15 rnillj. franka virði; enn fremur ríkisskuldabróf fyrir 60 millj. tyrk- neskra punda. Skírteini fundust og fyrir þvi, að sold- án ætti margar millj. inni i enskum og frakkneskum bönkum. Enn fremur fundust þar og ýms þýð- ingarmikil skjöl, er að stjórnmálum lúta, og bréfbunki frá Vilhjálmi Þýzkalands- keisara. í öðrum leyniklefa í höllinni fund- ust mörg þúsund byssur og skammbyssur. Mælt er, að Abdul Hamíd fái að halda fiestum gimsteinum sinum, en að stjórn Ung-Tyrkja vilji helga ríkinu aðrar eign- ir hans, og telji sig þá munu geta kom- izt hjá því, að taka ríkislán. Enskir og frakkneskir bankar vilja þó eigi láta fé það af hendi, sem soldán á í vörzlum þeirra, nema skilríki fáist frá Abduld Hamíd sjálfum; en það mun ganga treglega.----- Bandaríkin. Á sýningu í Omaha var nýlega kveikt á 4000 rafmagnslömpum í senn, með þráðlausum rafmagnsstraumi, sem sendur var úr 6 enskra mílna fjarska. Prófessor Playton, veðurfræðingur, ráð- gerir, að fara í loptfari yfir Atlantshafið og býst við, að fara þá ieið alla á 4 dög- um. — í fjögra kílómetra hæð frá jörðu gerir hann ráð fyrir staðvindi, er beri loptfarið áfram. — — — Venezuela. Mælt er, að herinn í Vene- zuela hafi gert Castro, fyrverandi forseta, þau boð, að hann vilji styðja bann, til að ná völdum að nýju, en hann hafi hafnað því, og ætli sér, að dvelja eptirleiðis á Spáni. Sefsakirnar í „lögréítu". * —O— Óskapleg eru þau smámenni, sem lata landsmálaskoðanamun koma sér til þess að gera tilraunir til mannorðsskemmda á skoðana-andstæðingum sínum. Slikt gera sjaldan þeir, sem vel eru birgir af mann- orðsnesti sjálfir. Eg fyrir mitt leyti hefði ekki trúað því, að skoðana-andstæðingar mínir færu að gera tilraunir til mannorðs- skemmda, að eins af þeirri ástæðu, að eg liti öðrum augum en þeir á ýms lands- mál. En önnur verður nú raunin á. Þor- steinn Gíslason leggur nú upp í þess kon- ar tilrauna-leiðangur gegn mér í síðasta blaði r,Lögréttu“. En eigi hræðist eg at- lögur þessar. Vænti eg að úr þeim leik fari eg með öllu ósærður. Atiögutilraunir Þorsteins eru þær að leitast við að gjöra viðskipti rIngólfsu við pósthúsið grunsamleg eða jafn vel óheið- arleg. í fyrsta lagi skýrir rLögr.“ frá því að blaðið „Ingólfur“ hafi skuldað á 5. hundrað krónur fyrir burðareyri, þegar Guðni Ey- ólfsson fór frá pósthúsinu. Þetta eru nú einber íllgirnisleg ósann- indi og sýnir það bezt eptirfarandi yfir- lýsing póstmeistara: Pöststofan í Reykjavíh. 3. júní 1909. Samkvœmt viðskiptareikningi pöstaf- greiðslumanns Ouðna Eyölfssonar við blaðið „Ingolf “ átti það ögreitt til pöstsjöðs lurd- argjald að upphœð kr. 121,40 þegar hann för frá pósthúsinu 19. f. m. og er upphœð þessi greidd að fuUu fyrir síðastliðin mán- aðamót. Petta vottast samkvæmt beiðni. Sigurður Briem. í öðru lagi kemst „Lögrétta“ svo að orði: „þetta“ (hinn ógreiddi burðareyrir) „og fleira, sem fram hefir komið frá öðr- um Landvarnarmönnum, verður til þess að lækka sjóðþurð Guðna“, . . og á öðr- um stað í greininni telur rLögr.u að „Ing- ólfur“ skuldi Guðna hina nefndu fjárhæð. Auðvitað er þetta fjarri öllum sanni, mér vitanlega hefir blaðið rIngólfuru aldrei skuldað Guðna nokkurn eyri. Burðareyrir fyrir blöð borgast í póstsjóð, og það var póstsjóðnum sem „Ingólfuru skuldaði, en ekki Guðna Eyólfssyni. Þetta vona eg að Þorsteinn Gislason, ritstjóri „Lögréttu“,. skilji, þótt menn hafi nú opt sagt sem svo, að hann væri „eigi aflögufær að gáf- um“. — Þess skal getið til skýringar þessu máli, að viðskiptum blaðsins „Ing- ólfs“ við póshúsið hér hefir verið hagað svo (eigi að eins meðan Guðni Eyólfsson afgreiddi blaðið, heldur og þegar aðrir afgreiðslumenn í pósthúsinu önnuðust um það), að burðargjald blaðsins hefir verið greitt við og við, stundum mánaðarlega, stundum annanhvorn mánuð, þegár við- skiptareikningur hefir verið sendur frá póststofunni. Þessum viðskiptum hefir verið hagað svo af því, að hentugra þykir að þurfa eigi að senda ákveðna auratölu í hvert sinn og blaðaböggull er sendur á pósthúsið, heldur láta innfæra burðargjald- ið í reikning blaðsins við póstsjóð. Það er engin nýjung, að viðskipti blaða við pósthús sóu þannig löguð. Mörg blöð hér á laridi hafa haft þannig löguð reikn- ingsviðskipti við pósthúsin. Þá er í þriðja lagi, að rLögr.u telur það líklegt, að blaðið rIngólfuru hafi að undauförnu verið sent út fyrir peninga Guðna Eyólfssonar. — Auðvitað er ekki snefill af sannleika í þessum áburði. Þess- ari aðdróttunar-viðleitni er svo háttað, að- hún hlýtur að verða þeim manninum við- sjárverðust, sem er svo óviðjafnanlega ó- gætinn að koma fram með jafn hættu- legar getsakir. Þá er enn, að „Lögr.“ er að leitast. við að gefa í skyn, að eg hafi verið yfir- heyrður, eins og eg væri grunaður um glæp, þar sem hún kemst svo að orði, að eg hafi rjátað“(!) við póstmeistara að eg skuldaði Guðna! Blaðið segir enn fremur ur, að eitthvert ósamkomulag hafi verið um upphæðina. — Hér skal það tekið fram, að ekkert ósamkomulag hefir verið um upphæðina, og að engin yfirheyrsla hefir farið fram yfir mér út af þessu máli, ekki svo mikið, að póstmeistari hafi kall- að mig til viðtals; viðskiptareikning blaðs- ins við póstsjóð borgaði eg skilvíslega eins og ofannefnt vottorð pÓ3tmeistara ber með sér. Hefir blaðið rIngólfur“ á- valt staðið í skilum með burðargjald og greitt reikninga, er þeir hafa verið sendir frá póststofunni. Loks eru dylgjur þær og rógburðarvið- leitni í garð annara Landvarnarmanna,, er rLögr.“ dirfist að koma með, þar sem hún er að bendla þá við sjóðþurð Guðna Eyólfssonar. — Mér þykir ekki ólíklegt, að Þorsteini Gíslasyni verði það einhvern tíma dýrt, að hafa komið fram með dylgj- ur þessar og getsakir í okkar garð, Land- varnarmanna. Ymsar aðrar íllgirnislegar árásir mætti tína upp úr áminnstri „Lögréttuu-grein,. en eg fresta því að sinni, og að líkind- um þar til eg hefi stefnt fyrir dómstól- ana rLögréttu“-ritstjóranum fyrir allar þær tilhæfulausu dylgjur, aðdróttanir og getsakir í minn garð, er hann hefir haffc. í frammi, munnlega og skriflega, þessa.. dagana.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.