Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 3
XXIII., 27.-28. Þjóbviljinn 1C7 Eg get gefið wLögréttu“-ábyrgðarmann- inum dágóða von um það, að hann verði ekki að eins minni maður orða sinna, heldur og að pyngja hans geti ofurlítið lézt, þá er þessu máli verður lokið, því uð furðu víðtæk fjárhagsleg áhrif hafa dylgjurnar getað haft þessa tvo daga, síð- an „Lögréttutt-greyið kom út, og ekki ó- líklegt, að áhrifin geti orðið víðtækari. Reykjavík 4. júní 1909. Ari Jónsson. Rttslmaskeyti. til „Þjóðv.“ —o— Kaupmannaböfn 26. maí 1909. Frá Danmörku: Koaningaúrslitin urðu þessi: Neerqaards- menn 22, ChristensensAxó&v 30, jafnaðar- menn 24, hægrimenn 19 og gjöibreytinga- menn („radíkalir14) 17. Ft llnir: 7rier, og ráðherrarnir Högsbro, Brun og Joh. Hansen. (Kosningarnar til danska fólksþings- Ins, sem hér er skýrt frá, fóru fram dag- inn áður (25. maí), og hafa úrslitið orðið þau, að enginn ílokkurinn ræður afli at- kvæða, og að jafnvel nægir ekki, að þeir sem fylgja forsætisráðherranum, Neergaard að málum, sameinist þeim, sem skoðana- bræður Christensen’s, fyrverandi forsætis- ráðherra, eru. — Eigi hervarna-frum- varpið því að ná fram að ganga á auka- ■þingi, sem haldið verður í sumar, verð- að breyta því svo, að eigi að eins tveir fyr greindir flokkar, heldur og hægri- menn komi sér saman. En að því er til jafnaðarmanna og gjörbreytingamanna kemur, þá er það kunnugt, að þeir vilja helzt engum land- vörnum sinna, nema þá þeim einum, er minnst verður komist af með, sem hlut- laust ríki, og i því skyni — ætti helzt alls engra bervarna að þurfa. Að því er snertir menn þá, sem getið er sérstaklega í ritsímaskeytinu, að fallið hafi, skal það tekið fram, að Irier var fyrrum lengi forseti fólksþingsins, og jafn- an talin meðal helztu þingmanna Dana. — Hvað kina föllnu ráðherra snertir, tóku tveir þeirra, Brun og Hansen, við ráð- herra-embættunum eíðastl. haust, en hvort það, að þeir náðu eigi kosningu, veldur því, að þeir sleppa émbættum, mun enn ekkert ákveðið hafa heyrzt um.) Bamdaríki Suður-Afríku. Hraðskeyti, er barst frá útlöndum nú í vikunni, flytur þær fregnir, að Banda- ríki Suður-Afriku séu fullstofnuð, og er þar átt við lönd þau, er lúta yftrdrotta- an Breta. Kólera eykat í Pétursborg. Síðasta nefnt hraðskeyti (í júní) getur þess enn fremur, að kólera ágerist í Pét- ursborg, en hvort mikil brögð eru að því verður ekki séð, enda engar fregnir fyr komið um drepsótt þessa i höfuðborg Rússlands. perzlunarfréttlr. í skýrslu, dags. í Kaupmannahöfn 8. maí þ. á., segir svo um sölu-horfur á ís- lenzkum afurðum: Saltíisknr. Málfiskur selst, sam stendur, eigi yfir k5 kr., smáfiskur 45 kr., o* ísa 35 kr.. skpd. Hnakkakýldur málfiskur á 65 kr., og þess getið, að þýðingarlaust sé, að hnakká* kýla fisk, sé hann eigi afbragðsfalleg vara. "Wardsfiskur líklega um 88 kr. skpd. T slcvrr. Yarla að vænta hærra verðs, en 70—75 kr. fyrir Bk^ af honum nýverkuðum. Enn nokkuð af harðfiski óselt frá síð- astl. ári. — Hrogn síðast seld 35 kr. tunnan, og eptirspurn eptir þeirri vöru. — Sundmagar hafa verið seldir fyr- ir fram á 68 aura pd. grómlaust: ljóst þorskalýsi á 30 kr., en dökkt á 26 kr., hákarls- og sel-lýsi á 32 kr., en meðalalýsi á 40 kr., tunnan (210 pd.) Selsliinn, dröfnótt, seld fyrir fram á 4 kr. hvert, en hvít selskinn lítt selj- anleg. — Lnmbskinn tæpast yfir 40 aura. XTlli Hvít norðlenzk ull áætluð á 70 aur. pd., en svo nefnd „secundatt (þ. e. annars flokks) norðlenzk ull (úr Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum) áætluð á 65 aur., og sunnlenzk og Vestfirzk á 60 — 62 aur. pd. 204 „Og jeg skal láta mér annt um hvorttveggja!tt mælti hann innilega. „Byrjum lífið því hugglöð í hinu nýja heimkynni voru!tt------------------------------------------- Tollsvikum, og strandránum, er nú löngu létt á Albemarle-eyjunni , og um Zeke Konks, og fólaga hans, ganga nú að eins munnmælssögur. En reimt þykir sæfarendum vera, er þeir fara fram Iijá Nagshead, og Kitty-Hawk-klettinum. Gaoga og sagnir um það, að Zeke Konks liggi eigi tyrr í gröf sinni, en sé á sveimi, ásamt félögum sínum, iá ströndinni, i grennd við Kitty-Hawk-klettinn. 193 „Maursinstt, en verið skylt, að kveðja fallbyssubátinn til liðsinnis, er ráðist hafði verið á stöðvarhúsið. Maggy virtist alls eigi heyra, hvað hann sagði, því að hún hafði eigi augun af skipinu, og er hún sá það farast, hljóp hún til sjávar og kallaði: „Faðir minn! Yes- lings faðir minn!“ Yið sjóinn stóðu allir, sem steini lo9tnir. — Kon- urnar æptu, og grétu, og karlsiennirnir skræktu hver í kapp við annan, og bentu ógnandi á fallbyssubátinn. Enginn tök voru á því, að bjarga skipshöfninni af „Maurnum**, og urðu ættiogjar, og vinir, að horfa á þá drukkna, með því að báti varð eigi skotið fram vegna 'brimsins. Zeke Konks var eini maðurinn, er virtist taka öllu rajög stillilega. — Hann stóð grafkyr, og hallaðist upp að steini, með höndurnar krosslagðar á brjósti. Maggy gekk til hans, og var hún náföl í andliti. „Frændi!u mælti hún, og stillti sig, sem henni frek- ast var auðið. „Hafið þór rænt strandmunum, fyrst fall- byssubáturinn telur sig hafa hafa heimild, til að strádrepa menn, sem óargadýr? Segðu mér það! Mig langar til að vita það. Gamli maðurinn leit forviða á hana, án þess að svara. — Honum gafst og eigi tími til þes9, því að nú -heyrðist voðalegt óp, og hljóp Maggy þá í þá áttÍDa. Fyrsta líkið, sem öldurnar skoluðu á land, var lík Jóns Raffles, og hné UDga stúlkan grátandi niður hjá liki föður síns, og gjörðust þá allir þegjandalegir. Nú ruddist að ungur raaður, í sjómanna-búningi. ^Yitið þér, hver myrt hefir B,affles?tt æpti hann svo hátt ;að heyrðist langar leiðir. „Það er þrælmennið í stöðvar-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.