Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 4
108 ÞjÓÐVILJXNN. XXIII., 27.-5». JPrjónLes verður eigi unnt að selja, fyr en seint í eumar, með því að talsvert liggur óselt frá f. á. Búiat við, að verð verði lægra, en í fyrra. ÆÖarxlúnn. Söluhorfur verri, en í fyrra, verður líklega á 10 kr. pd. iög, samþgkkt á alþingi. —O— XLVII. Ijög inn laun há> skölakennara. (í lögum þessum er ákveðið, að í GUÐFRÆÐISDEILD- INNI skuli vera 2 prófeseorar og 1 dós- ent, í LAGADEILDINNI 3 prófessorar, og í LÆKNADEILDINNI 2 prófessorar og 6 aukakennarar; en aukakennararnir eru: héraðslæknirinn í Reykjavík, holds- veikralæknirinn, geðveikralæknirinn, efna- fræðingur landsins, augnlæknir sá, og tann- læknir, er styrks njóta úr landssjóði. -- Fyrir 1000 kr. ársþóknun má og ráða mann, til að veita læknum tilsögn í eyrna-, nef- og háls-sjúkdómum. Prófe8sorar hafa í árslaun 3000 kr., er þó hækka um 200 kr. á hverjum þriggja ára fresti, upp í 4800 kr. Árslaun dósenta eru 2800 kr.) XLVIII. Lög nrn breyting og viðauka við lög- itrn hag- írseðisslcýrslur*. (Aðal-efnis laga þessara hefir áður verið getið í blaði voru og látum vér því nægja, að vísa til þess.) XLIX. Fjárlög fyrir árin ÍOIO og lOll. L. Lög urn meðferð skóga og kjarrs, og friÖrtn á lyngi o. fl. (í 1. gr. laga þessara segir svo: „I skógum og kjarri má ekki höggva tré eða hrís öðru vísi en svo, að höggvið sé innan úr eða skógurinn og kjarrið að eins grisjað. Ekkert svæði má berhöggva, nema landið sé tekið til ræktunar. Birki- runnum og birkirótum í skógum og kjörr- um má ekki kippa upp. Ekki má held- ur án samþykkis skógræktarstjóra eða skóg- arvarða rífa beitilyng, sortulyng, kræki- berjalyng, bláberjalyng né mel. Mosa má og ekki rífa, nema á ekóg- og kjarrlausu mýrlendi. Enn fremur er skógræktar- stjóra og skógarvörðum heimilt að banna að rífa fjalldrapa og víði á þeim svæðum, er ætla má, að slíkt geti valdið uppblæstri lands eða verulegum skemmdum“. Enn fremur er og ákveðið í lögum þeesum, að stjórnarráðið skuli, eptir til- lögum skógræktarstjóra, setja reglur um meðferð á skógum og kjarri, og skuli þeim útbýtt meðal almennings í þeim sveitum, þar sem skógur er, eða kjarr. Skógræktarstjóra, eða skógarvörðum, er og arlega ætlað, eptir ráðstöfun stjórn- arráðs, að fara um þær sveitir, þar sem skógur, eða kjarr, er að nokkrum mun, og leiðbeina þeim, er þar eiga hlut að máli. Hreppstjórum er og ætlað að hafa eptirlit með því, hvort fyrirmælum lag- anna, og fyrirskipunum, sem settar kunna | að verða, er hlýtt.) LI. Lög um ísölinar'g-jölíl. I. UM PRESTSGJALD. 1. gr. Preststfund af fasteign og lausafé, off- ur, lausamannsgjald, lambsfóður og dagsverk skal af numið frá fardögum 1909. 2. gr. Hver maður 15 ára eða eldri, hvort heldur er karl eða kona, og í hvaða stöðu sem er, skal greiða gjald í prestlaunasjóð 1 kr, 50 aura á ári. Undanþegnir þessu gjaldi eru allir þeir, sem eru í einhverju kirkjufélagi utan þjóðkirkjunn- ar, því er prest hefir eða forstöðumann, er feng- ið hefir konunglega staðfestingu, enda nemi fram- lög þau, er söfnuðurinn greiðir árlega til prests og kirkju eigi minna en sem svarar 2 kr. 25 a. fyrir hvern safnaðarlim 15 ára eða eldri. 8. Eindagi gjalds þessa er 31. desember ár hvert fyrir það fardagaár, sem er að líða, og skal það greitt í peningum. Sóknarnefndir inn- hoimta gjaldið i fyrsta skipti árið 1909, og fá 6°/0 af upphæðinni í innheimtulaun. 4. Sóknarnefnd skal gera árleg reikningsskil fyrir prestsgjaldinu eptir fyrirmynd, er stjórnar- ráðið semur með ráði biskups. Reikninginn með fylgiskjölum skal oddviti sóknarnefndar siðan senda prófasti fyrir lok fehrúarmánaðar ásamt upphæð þeirri i peningum, er borið hefir að innheimta, eða kvittun sóknarprestsins fyrir því fé, er sóknarnefndin hefir greitt honum samkvæmt ávísun prófasts. Prófastur getur haldið sóknarnefnd með allt að 1 kr. dagsektum fyrir hvern nefndarmann til að gera skil á tilteknum tíma. II. UM KIRKJUGJALD. 5. gr. Kirkjutíund af fasteign og lausafé, kirkjugjald af húsum, ljóstollur, lausamannsgjald, legkaup og skilduvinna sóknarmanna við kirkju- hyggingu skal af numið frá fardögum 1909. 6. gr. 1 sóknum, þar sem söfnuður hefir tek- ið að sér umsjón og fjárhald kirkju, skal frá sama tima af numin niðurjöfnun kostnaðar við kirkjusöng samkvœmt lögum 22. maí 1890 um 194 húsinu, sem þér sjáið þarna vera hlægjandi að nudda sam- an höndunum af ánægjunni yfir því, að hafa getað hefnt sín! Hann hefir kvatt fallbyssubótinn hingað! Ætlið þér að láta yður lynda þetta?“ „Nei, nei!“ æpti fjöldi manna. „Eptir hverju bíðið þér þá? Hvað hræðist þér?“ mælti hann enn fremur, af mikilli ákefð. „Lagsbræður yðar eru dánir, konurnar allslausar. — Allir, sem á „Maurn- um“ voru, hafa farizt, og var faðir minn einn í þeirra tölu. — Hann fór út á skipið, vegna mín, svo að eg gæti verið heima í nótt! Eigum vér að bíða þess, að fall- byssubáturinn komi, og aptri því, að vér fáum komið fram hefndum?“ Síðustu orðin heyrðust tæpast, sakir hávaðans í hinum. Til stöðvarhússins!“ æptu allir. „Hefnum félaga vorra! Sækið vopn! Zeke gangi fyrstur! Hann sé for- ingi vor!“ Allir sneru sér nú að Zeke, sem einn hallaðist graf- kyrr upp að steininum, og biðu menn þess, að hann segði eitthvað. „Eruð þér gengnir frá vitinu?“ sagði gamli maður- inn, og hrissti höfuðið fyrirlitlega. „Sjáið þér eigi fall- byssubátinn þarna? Hefnið yðar, er þér getið komið því við, án þess að skaða sjálfa yður! En þessa heimsku sam- þykki jeg ekki!“ Þessi stillilegu orð hans höfðu þegar allmikil áhrif að þvi er þá sjómennina snerti, sem farnir voru að eldast. Zeke hefir rétt að mæla!“ mælti einn þeirra, en fjöldinn var þó æstari, en svo, að hann léti sér segjast. 203 En velkomin að nýju, og gæfan fylgi yður á hinu nýja heimili yðar! Skipherra gekk nú brott, og skipaði svo fyrir, að skipið skyldi leggja af stað. Skrúfan tók að hreifast. — „Mosquito“ sneri sér, og stefndi í norðvestur. Frank og Maggy héldust í hendur, og horfðu þegj- andi til strandarinnar, er hvarf æ meira og meira, unz loks rást að eins mjó rönd. Frank laut þá ofan að henni, og horfði innilega í augun á henni, sem voru full af tárum. rMaggy!“ mælti hann, „eins og ströndin hverfur nix sjónum vorum, svo skaltu og gleyma öllu, sem bakað hefir þér sorg síðustu stundirnar. — Hugsaðu þér, að það hafi allt verið vondur draumur, og að þú sért nú vökn- uð, til að njóta sólargeislanna. — Það, sem liðið er, kem- ur aldrei aptur, en við okkur blasir björt framtíð, og flytj- um við ekkert með okkur frá fortíðinni, nema ást okkar!“ rJá, ást okkar!“ mælti hún, og vafði sig upp að honum. Hann þrýsti höfði hennar að brjósti sér, og kyssti á hár hennar. „Og hún skal vera leiðarstjarnan okkar, yndið mitt! Faðir þinn hefir friðþægt fyrir glæp sinn, og í nýja heim- kynninu skulum við skapa okkur gleði og ánægju! Ertu þá ánægð Maggy?“ Kitty-Hawk-kletturinn var nú kominn í hvarf. — Hún sneri sér að vini sínum. —Tár stóðu í augum henni, en bros lék þó um varirnar. „Öll framtíð mín, og gæfa, er nú, þar sem þú ert, Frank!“ mælti hún.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.