Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 5
XXIII., 27 -28. Þ JÓÐV ILJIN n' 109 atjórn safnaðarmála, niðurjöfnun kostnaðar við kirkjugarða, samkvæmt lögum 8. nóvbr. 1901 um kirkjugarðá og viðhald þeirra, niðurjöfnun kostnaðar við prestskosningu samkvæmt lögum 16. nóvbr. 1907 um veitingu prestakalla, og nið- urjöfnun & borgun til safnaðarfulltrúa samkvæmt lögum 16. nóvbr. 1907 um skipun sóknarnefnda ■og héraðsnefnda. Allan þann kostnað, er hér ræðir um, skal greiða úr sjóði sóknarkirkjunnar. Ef kostnað- urinn hvílir á fleiri kirkjum eða sóknum i sam- einingu, skal honum skipt niður á þær eptir tölu safnaðarlima í hverri kirkjusókn, þeirra sem gjaldskyldir eru. í þeim sóknum, þar sem söfnuður hefir eigi á hendi umsjón og fjárhald kirkju, skal öllum þeim kostnaði, sem um er rætt í þessan grein, jafnað niður á þann hátt, að sama gjald komi A hvern safnaðariim, sem gjaldakyldur er til kirkju. 7. gr. Hver maður, sem er 15 ára eða eldri, hvort heldur er karl eða kona og i hvaða stöðu sem er, skal greiða gjald til kirkju þeirrar er hann á sókn að, 75 aura á ári. Undanþegnir þessu eru allir þeir, sem eru í einhverju kirkjufóJagi utan þjóðkirkjunnar, því sr prost hefir eða forstöðumann, er fengið hefir konunglega staðfestingu, enda nemi framlög þau, er söfnuðuriun greiðir árlega til prosts og kirkju eigi minna en sem svarar 2 kr. 25 a. fyrir hvern safnaðarlim 15 ára eða eldri. Nú hefir söfnuður á hendi umsjón og fjárhald kirkju, og má sóknarnofnd þá með jákvæði lög- mcets safnaðarfundar og samþykki héraðsfundar hækka og lækka kirkjugjald fyrir eitt ár i senn eða um tiltokið árabil. Ef hið lögskipaða kirkjugjald með hækk- un þeirri, er sóknarnefnd hefir ákveðið og safn- aðarfundur og héraðsfundur samþykkt, nægir ekki fyrir nauðBynlegum útgjöldum kirkjunnar, er sóknarnefnd heimilt að jafna niður því, sem á vantar, á alla gjaldskylda pafnaðarlimi eptir efnum og ástæðum. 8. gr. I þeira sóknum, þar sem söfnuður hefir ekki tekið að sér umsjón og fjárhald kirkju, er landstjórninni veitt heimild til að ákveða kirkjugjald þannig, að það, miðað við tölu allra safnaðarlima, er náð hafa 15 ára aldri 1. janúar 1909, nemi jafn mikilli upphæð og allar sóknar- tekjur kirkjunnar hafa numið að meðaltali um tíu ár, 1899—1909. Ákvörðun þessi skal þó því að eins gilda, að kirkjuforráðandi eða söfnuður hafi beiðst þess, enda hafi hin nýja skipun rýrt eða aukið tekjur kirkjunnar til muna. Auglýsing um híð ákveðna kirkjugjald í hverri sókn skal birt í A-deíld Stjórnartíðindanna. 9. gr. Eindagi á kirkjugjaldi er 31. desem- ber ár hvert fyrir það fardagaár; sem er að Jíða. Skal það greitt í peningum, og innheimt í fyrsta sinn árið 1909. í þeim sóknum, þar sem söfnuð- ur hefir á hendi umsjón og fjárhald kirkju, skulu sóknarnefndir innheimta gjaldið og fá þær 6°/0 af upphæðinni i innheimtulaun. Aukaniðurjöfun þá, er ræðir um i síðustu málsgrein 7. greinar, má sóknarnefnd gera á hverjum tima árs sem er, og er gjalddagi þess sex vikum eptir að niður- jöfnunin er auglýst. í öðrum sóknum greiðist gjald þetta forráðamanni kirkjunnar. Þó má fela sóknarnefnd innheimtu gegn 6#/0 innheimtu- launum. III. ALMENN ÁKVÆÐI. 10. gr. Sóknargjald til prests kirkju og nið- urjöfnunargjald í safnaðarþarfir, skal hver heimil- isráðandi leggja fram fyrir þá, sem löghaimili eiga hjá honum, en hann á rétt til endurgjalds hjá öðrum on þeim, sem hann á fram að færa að lögum. Nú er heimilisráðandi öreigi að áliti sóknarnefndar og hefir hún þá rétt til að ganga að gjaldanda sjálfum. Evrir þá, sem eru á sveit- arframfæri, getur húsráðandi krafist endurgjalds úr sveitarsjóði. 11. gr. Presti eða öðrum, er manntal skal taka, er skylt að láta sóknarnefnd ókeypis í té skýrslur um manntal safnaðarins til afnota við útreikning og innheimtu sóknargjalda. Aldurs- takmark gjaldskyldra manna samkvæmt lögum þessum skal miðað við næsta nýár á undan gjalddaga. 12. gr. Prestar þeir, sem taka laun eptir eldri ákvæðum, en lögum 16. nóvbr. 1907 um laun sóknarpresta, skulu fá uppbót úr prest- launasjóði, svo að jafngildi sóknartskjum eptir meðaltali þeirra síðustu 5 ár frá 1904—1909, að frádregnum innheimtulaunum 6°/0. 13. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin: Reglugjörð 17. júlí 1782 um tekjur presta og kirkna. Lög 27. febr. 1878 um kirkjutiund i Reykja- víkurlögsagnarumdæmi. Lög 19. septbr. 1879 um kirkjugjald af hús- um, og lög 2. oktbr. 1891 um breyting á téðum lögum. Lög 3. apríl 1900 um greiðslu dagsverks, off- urs, lambsfóðurs og lausamannsgjalds til prosts og ljóstolls og lausamannsgjalds til kirkju. 12.—17. gr. laga 16. nóv. 1907 um laun sókn- arpresta. 5. gr. laga 16. nóvbr. 1907 um umsjón og fjár- hald kirkna. Enn fromur eru af numin öll ákvæði eldri laga, er kom í bága við lög þessi. Heilsuhælið á Vífifsstöðum. Læknir við hið fyrirhugaða berklaveikishæli á Vífilsstöðum er ráðinn Sigurður læknir Magnús- son frá Laufási. Hann er bróðir Jóns bæjarfógetajiifn^mtssonor í Reykjavík, þm. Vestmannaeyinga. „Jörundur11 er nafn gufubáts þess, er fer um Eyjafjörð i sumar, sem og til Siglufjarðar, og stöku ferðir til Sauðárkróks. Fólksfjöldi i Hafnarfirði var um síðastl. nýár 1470, að þvi er skýrt er frá i „Ejallk.“ nýskeð, og þó eigi með talið námsfólk á Flensborgarskólanum. 202 ■svikaranna voru ýmist fallnir, eða höfðu flúið, áðnr en eimskip stjórnarinnar kom. Þegar lögregluþjónarnir komu til Osceola, var hreiðr- ið yfirgefið, Twysten, kaupmaður, og Bob, flúnir, líklega til Texas. — En þeir komu með bréf til Frank’s, sem mýlega var kornið til Osceola, og í því bréfi gat Elín flystir hans þess, að faðir hans væri úr öllum lífsháska, og gæti lifað mörg ár, hjá börnum sínum, þótt eigi fengi ’hann aptur fvrri krapta siua. Tumer, sem fengið hafði all-slæmt sár, var kominn "út í fallbyssubátinn, og gaf skipslæknirinn honum vonir um, að hann yrði brátt albata. Myers og Berry voru og komnir út í skipið, en Frank var ókominn enn. Reykjarmökkurinn, sem lagði upp úr strompinum á ^Mosquito11, sýndi, að skipið var ferðbúið. Báti var nú ýtt frá landi, og nálgaðist hann brátt ^ekipið, og lagði að því litlu síðar. Maggy og Frank stigu nú upp í skipið, og tók Morr- us, skipberra, móti þeim. „■Velkomin á skip, ungfrú Naggy!“ mælti hann, og rétti henni vingjarnlega höndina. „Reiðist ekki gömlum -sjómanni, þó að hann hafi gjört skyldu sína! Jeg leyfi inér að bjóða yður káettu mína á ferðinni, og þykir mjög Qeitt, hve skamma stund þér verðið gestur minn!“ Unga stúlkan tók þegjandi í höndina á skipstjóra. „Þér eruð bezta stúlka!u ruælti Morris alúðlega, „og væri jeg ekki orðinn gamall, og gráskeggjaður, og Ro- bertsson, vinur minn, orðinn fyrri til, þá — en sleppum íslikri heimsku! *— Þér mynduð og tæpast sinna slíku! 195 „Hlustið ekki á gamla manninn! Hefnum vor! För- um þá einir!“ mæltu sumir. „Þér farið ekki eitt fet!“ æpti Zeke, og var, sem eldur brynni úr augum honum. „Ekki meðan eg er foringi yðar. — A meðan skal skynsemin ráða, en ekki vitfirringin! Veljið nú um!“ Það heyrðist ýms óánægju-orð, og skipverjinn, er fyrst hafði vakið máls á hefndum, gekk nú fram og mælti: „Vér viljum hefna bræðra vorra, og vina, þó að tíu fallbyssubátar væru hér i grenndinni. — Vilji Zeke vera foringi vor, þá skipi hann fyrir, en ella þurfum vér hans eigi!“ Andlit Zeke umhverfðist af afskaplegri reiði, og gnisti hann tönnum. „Farið þá! Steypið yður í ógæfu! Jeg er ekki for- ingi yðar!“ „Fram!“ öskraði mannfjöldinn. „Vér getum vel komizt af án gamla mannsins. — Rífum stöðvarhÚ9Íð að grunni! — Sækið axir, og önnur vopn!“ ■Karlar og konur þustu nú til þorpsins, til að sækja ■vopn, og koma fram hefndum. Zeke horfði á eptir þeim, og skein út úr honura heiptin. Þeisir vesalingar, sem lotið höfðu boði hans og banni, gjörðust nú svo djarfir, að ganga í berhögg við hann. Honum gramdist, að hafa nú rekið sig á það, að á- 3it hans var á förum. Allir voru nú gengnir brott frá sjónum, nema tvær stúlkur, er stóðu bjá Maggy. Zeke tók blys, sem önnur stúlkan hélt á, og lýsti framan í lík Raffles.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.