Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 7
XXIII, 27.-28. Þjóðviljinn. 111 þau innilega, og syrgði þau sem dóu, engu síður en foreldrarnir, enda kunnu foreldrar barnanna að meta þetta, sem ber, eins og sézt af vitnis- burði, er þau gáfu henni, þegar bún fórburtfrá þeim, og fannst að benni látinni, og hljóðar hann á þessa leið: „Ekkjan Gróa Þorvaldsdóttir, sem bjá okkur hefir dvalið i 22 ár nú í vor, er svo vönduð í allri framkomu, sem nokkurri manneskju er unnt að vera. Hún hefir unnið okkur með einstakri dyggð og hollustu, og stundað gagn okkar af fremsta megni, bæði Ijóst og leynt. Líka hefir hún með mestu alúð og nákvæmni, stundað bæði okk- ur, og heimilisfólk okkar, þegar sjúkdómar hafa borið að höndum, enda or henni eiginlegt að rétta nauðstcddum hjálparhönd, þar sem hún getur komið því við, og kringumstæður hennar leyfa. Um fram allt þetta, metum við hennar dæma- fáu ást oa: umönnun, sem hún hefir auðsýnt okk- ar elskulegu börnum, allt frá þeirra fæðingardegi til þessarar stundar, og líktist það mikið heldur móðurkærleika, en vandalausrar manneskju. Hún hefir ekki einungis borið umhyggju fyrir velferð Hkamans, heldur og sálarinnar. Snemma reyndi hún að gróðursetja guðs orð í hjörtum þeirra, og leiðbeina þeim á veg sáluhjálparinnar, með þeirri ástúð og lipurð, sem börnum er eiginlegt að gangast fyrir, og vonum við, að heilræði hennar verði þeim leiðarstjarna til dyggða og mannkosta á lífsleiðinni. — í einu orði, getur hún ekki vitað þeirra minnsta mein, án þess að reyna, af h'fs og sálar kröptum, að bæta það og græða, og erum við henni þakklát fyrir hennar löngu og dyggu þjónustu í hvívetna. Þennan vitnisbnrð gefum við af fúsum vilja, með góðri samvizku. Reykjarfirði 19. apríl 1906. Evlalía S. Kristjánsdóttir. Ólafur Jónsson. Allir, sem þekktu Gróu rétt, samsinna þess- um hjónum í alla staði; hún hafði jafnan hugföst þessi orð: „Vertu trúr allt til dauðans11. Siðustu æfi-ár sin var Gróa sáluga orðin brjóst- veik, og vonaði að degi tæki að halla, en lang- aði að liggja hjá manni sinum, og flutti því á KONUNGL. HIRÐ-VERKSMIÐJA. Bræöurnir Gloetta mæla með sínum viðurkenndu Sjókólaðe-tegundum, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vaniile. Enn fremur Kakaópúlver af beztu tegund. Ágætir vitnisburðir frá efnafræðisrannsóknarstofum. ísafjörð 1906, til tengdabróður síns, Guðmundar Jónssonar, Smiðjugötu 6, og var í húsnæði hjá honum i 2 ár. — Lagði hún þar ekki árar í bát, heldur tók hún fátækra börn tíma úr vetrum þessum, til að leiðbeina þeim í kristindómi þeirra, það var hennar yndi og líf. 6. júni 1908 ferðaðist hún inn í Djúp, og dvaldi þar um tima hjá vinum sínum, og má segja, að hún hafi verið að kveðja þá i siðasta sinni. — Hún kom heim til sin, til Isafjarðarkaupstaðar 26. sama mánaðar, vel hress og glöð, en mánu- « dagsmorguninn 29. júni, varð hún ekki vakin af dvala þeim, sem hún var fallin i, en þó með töluverðum tilfinningum. — Lækna var vitjað og sáu þeir fljótt, hvað að var, að bér var um beilablóðfall að ræða, og var ekki hægt að bjarga. Valgerður, systir hennar, var yfir henni þang- að til hún andaðist 1. júlí 1908. — Húnvarjörð- uð við hlið mann sins 7. júlí, að viðstöddum tveimur systrum hennar, og hennar góðu vin- konu, og margra ágætra kvenna, sem heiðruðu minningu hennar á ýmsan hátt. — Húsfrú Ev- lalía S. Kristjánsdóttir í Reykjarfirði stóð fyrir útförinni \ REYKJAYÍK 12. júní 1909. Tíð einatt hin ákjósanlegasta. „Hólar11 komu úr strandferð, austan og sunn- an um land, 3. þ. m., og komu þá með því ýms- ir fulltrúar á stórstúkuþing Good-Templara. Eermd voru á uppstigningardag í kirkju frí- kirkjusafnaðarins 05 ungmenni, en i dómkirkj- unni sunnudaginn fyrir hvítasunnu 91 ungmenni. Fermingunni ætti sem fyrst að breyta í þá átt, að hún væri yfirheyrzla eingöngu. f Ungbarn, frekra tveggja mánaða gamalt, missti Magnús Jónsson, sýslumaður og bæjarfó- geti i Hafnarfirði, og frú hans 29. f. m. Auk ýmsra fulltrúa á stórstúkuþing Good- Templara, sem vér eigi höfum heyrt nafngreinda komu með „Hólum“ 3. þ. m. þessir farþegjar: Magnús organisti Einarsson á Akureyri, Þor- steinn kaupmaður Mýrmann á Seyðisfirði, barna- skólastjóri Halldór Jónasson á Seyðisfirði, Þórður Ingvarsson frá Húsavik, frú Sigríður Beck á Djúpavogi, verzlunarmaður Páll Jónsson á Djúpa- vogi o. fl. Mislingar bárust hineað með „Laui-u“ 29. f. m., með þvi að sonur ritstjóra blaðs þessa, Skúli 200 réð Frank móti tollsvikurannm, og áaetti sér, að selja líí sitt sem dýrustu verði. Þá heyrðist húrra-bróp. Ráðið aptan að þeim! Fram;u heyrðist kallað, og urðu tollsvíkararnir þá ótiaslegnir, og lögðu á flótta. „Látið þá hlaupa, piltar mínir! Axlið byssurnar!u var skipað. Morris, skipherra, stóð í dyrunum með sverð í hendi, og bak við hann stóð hópur af hásetum frá fallbyssu- bátnum. „Kora jeg ekki á réttum tíma?u mælti skipherra hlægjandi, og tók í höndina á Frank. „Þorpararnir hefðu sálgað þér, hefði eg ekki komið! Jeg bjóst við þessu, og lagði því strax af stað, á stóra bátnum,. ásamt tutt- ugu af mönnum minum, er „Maurinn“ var strandaður, og vorum vér á leiðinni i land, er vér sáum flugeldana“. „Hafið þakkir, skipherra! Þér komuð mátulega!u mælti Frank, og tók í höndina á honum. „Mér er ánægja að því!“ svaraði skipherra og klöngr- aðist inn i herbergið. „En hver er þarna inni?“ í þessum svifum reis Zeke Konks upp, og skein dauðinn út úr ásjónu hans. Hann gaut augunum á þá, er umhverfis hann stóðu og mælti, er hann sá Frank: „Jeg er frá! Skotið hitti vel!“ „Frændi!u mælti Maggy, snöktandi, og faðmaði hann að sér. „Hvað mig snertír, þá er ekki auðið að gjöra neittu, mælti Konks, „og það er líka bezt. — Það eru komnir nýir tímar, og nýir menn — ragmenni, er skjóta foringja sinn lævíslega!u 197 urinu, sem fyr! Komdu stúlka mín! Vei þeim, er þorir að snerta hann!u Frank stóð stundarkorn grafkyr á klettinum, er Maggy var farin, og hvarflaði hugur hans til liðna tímans, er móðir hans hafði staðið þar í sömu sporum, er líkt gekk á. í þessum hugsunum stóð Frank um hríð á klettin- um, imz honum varð litið til sjávar, og sá, að allir voru farnir þaðan. í þorpinu var ys og þys, og þaðan sá hann loks flokk mann stefna upp brekkuna til stöðvarhússins, og grunaði hann þá hvað þeim myndi í huga. Hann skundaði nú til stöðvarhússins, og tvílæsti dyrunum „Látið sinn manninn vera við hvern gluggann!“ mælti hann. Jeg verð við dyrnar! Skjótið eigi nema eigi sé annars kostur. — Geri nú hver skyldu sína“. Berry var á hinn bóginn falið, að senda flugelda í lopt upp, til að gefa fallbyssubátnum vísbendingu. Hávaðinn færist nú æ nær og nær, en loks var far- ið að berja með öxum á gluggahlerana, og á hurðina. Frank hratt þá upp hurðinni, og stóð á þrepskild- inum, með brugðið sverð í hendi, en hinir stóðu að baki honum, með skammbyssur i höndum. Mennirnir hörfuðu undan, er þeir sáu unga liðs- foringjann. „Hvert er erindi yðar?u æpti Frank, með hvellandi röddu. „Farið héðan tafarlaust! Hús þetta er í vernd Bandarikjastjórnar!u „Allt er þessum þorpara að kenna! Drepið hann!“ æpti Bill.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.