Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.06.1909, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnsi 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; trlendis d kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Btrgisi fyrir júnimán- aiarlok. ÞJOÐVILJINN. — ■ Tuttuöasti oö ÞBIÐJI ÁKGANGUK. =1-. --— 4—ÍK*|= RITSTJÓKI: SKÓLI THORODDSEN. =\*a€—»- ZJppsögn skrijleg ogild nema komið se til útqef- anda fyrir 30. dag júni- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 27.-28. Reykjavík, 12. JÚNÍ. 1909. Útlönd. - -o— Helztu tíðindi, sem borist hafa frá út- löndum eru: Danmörk. Um úrslit þingkosninga, Bem nýlega eru um garð gengnar, er get- ið á öðrum stað í blaði þessu. — Mælt að þingið muni eiga tveggja mánaða setu í sumar, til þess að ráða hervarnainálinu til lykta, hver sem úrslit þess þá verða. f 7. maí þ. á. andaðist Joacliim Ander- sen, er stýrði hljóðfæra-leikflokk í söng- höllinni í Tívoií (í „Coneert“-salnum), sem margiT af lesendum „Þjóðv.M að líkindum kannast við. — hann var fæddur 29. apríl 1847. 5. maí voru skógarbrunar miklir í grennd við Borris á Jótlandi, og náðu þeir yfir ferhyrningsmílu, og var það mikill skaði. Félag er nýlega stofnað í Danmörku, sem ætlar að starfa að því, að ungbarna dauði verði minni, en verið hefir, og ætl- ar í því skyni að fræða mæður um ýmis- legt, er að meðferð ungbarna lýtur, út- býta ritlingum þar að lútandi o. fl. f 14. maí siðastl. andaðist í Kaup- mannahöfn A. Mohr, stórkaupmaður. — Hann varð bráðkvaddur á skrifstofu sinni, hné niður örendur, er hann var að hag- nýta telefóninn til viðtals við einn skipta- vina sinna. 13. maí þ. á. voru hundrað ár liðin frá fæðingu tónskáldsins Emils Horneman (t 1870), og var í minningu þess afhjúp- að líkneski á gröf sonar hans, Chr. F. E. Horneman’s (t 8. júní 1906), sem einnig er talinn meðal nafnkunnari tónskálda Dana. Bernhard Hertz, danskur gullsmiður, sem látinn er fyrir nokkru, ánafnaði í arfleiðsluskrá sinni 900 þús. króna til ýmsra sjóðstofnana. Um miðjan júní þ. á leggur Einar Mikkelsen af stað frá Kaupmannahöfn í rannsóknarferð sína til Grænlands, á skip- inu „Alabama“. Þrír rummungsþjófar, er sitja í betr- unarhúsi í Danmörku, skýrðu nýlega frá því, ótilkvaddir, að þeir hefðu í samein- ingu framið hundrað þjófnaði, sem þeir hefðu komið sér saman um, að þegja yfir, meðan stóð á sakamálsrannsókni gegn þeim. A fjárlögum Dana, er gilda frá 1. april þ. á, til marzloka 1910, er tekju- halli áætlaður 88/4 millj. króna, og bætist þar við B1/^ milljón, eptir sérstökum lög- um, er samþykkt voru á ríkisþinginu, sem slitið var 6. maí þ. á. — Fjárhagur Dana er þó engu að síður í mjög góðu lagi, í samanburði við hag ríkissjóða ýmsra annara þjóða. t Dáinn er nýskeð í Kaupmaonahöfn Sigurður Jóliannesson, stórkaupmaður, stór- efnaður kjötsali, Múlsýslungur að fæðingu, og munu ýmsir af lesendum blaðs vors að líkindum hafa heyrt hans getið.------ Noregur. Hákon konungur ætlar í sumar að bregða sér í kynnisför til Pét- ursborgar, Vínar og Rómaborgar, til að heimsækja Rússakeisara, keiaarann í Aust- urríki—Ungverjalandi, og Italíu konung. 1B. mai síðastl. gekk afskaplegt norð- anveður, með frosti og fannkomu, yfir Noreg, norðanverðan, sein á vetrardegi. — Gras, og akrar, sem farið var að spretta og gróa, kulnaði út, og olli veðrið því miklu tjóni. — En auk þess olli það og ýmsum bátstöpum, og nokkur stærri skip (hafskip) íóru8t. — Fréttir hafa þó eigi borizt glöggar um þetta. — — — Svíþjóð. 3. mai þ. á. var í Stokk- hólmi afhjúpað líkneski Karls XV., Svia- konungs og Norðmanna (f 1872) Karl XV. var sonur Oscars 1. — Liggur eptir hann ýms ljóðmæli, sem og rit um hermál. — Þegar Þjóðverjar tóku hertogadæmin af Dönum 1864, vildi Karl XY. veita Dön- um lið, en ráðherrar hans fengu þó af- stýrt því. — En þetta mun þó eigi hvað sizt hafa gefið tilefni til þess, að Friðrik VIII., Dana konungur, og drottning hans, Louise, voru viðstödd, er líkneskið var afhjúpað. — Það sýnir konung á hest- baki, og er reist á stað þeim, er Djur- gárden nefnist. Yið afhjúpun líkneskis voru, sem lög gera ráð fyrir, ræðuhöld, ættjarðarsöngvar sungnir, drynjandi fallbyssuskot, og mikið um dýrðir, en hersýning á eptir. — Síð- ar um daginn hafði og Oustaf konungur um hálft annað hundrað manna í boði sínu. — — — Bretland. Stjórnin hefir í fjárlaga frumvarpinu gert ráð fyrir, að hækka að mun skatta, sem á efnamönnum hvíla, og yfirleitt þykir frumvarp hennar bera vott um, eða hafa keim af skoðunum jafnaðar- manna. — Hefir Bálfour, foringi íhalds- manna, lýsti megnri vanþóknun sinni á þessari tilhögun stjórnarinnar, og tjáir hana munu leiða til þess, að brezkir auð- menn komi fé sínu á vöxtu í öðrum löndum. En þrátt fyrir hækkun skatta, sem fyr segir, þá er þó gert ráð fyrir, að 1ö1/^ milljón sterlingspunda tekjuhalli verði á fjárlögunum, og stafar það að mestu af auknum fjárframlögum, til berskipaflotans. Þrir dularbúnir menn réðu nýskeð á mann þann, er gætir þráðlausu hraðskeyta- stöðvanna í Grímsby, börðu hann á næt- urþeli o. fl., og er talið víst, að þeir hafi verið njósnarmenn. — Breta stjórn hefir því sett sérstaka gæzlu við téða hrað- skeytastöð, er þeir ætla sérstaklega að hagnýta sér á ófriðartímum, og þykir því miklu skipta, að eigi vitnist, hversu hag- að er til um. — — — Frakkland. Póstþjónar, og símaþjónar, hafa gjört verkfall, og hefir stjórnin svipt um 600 póstþjóna atvinnu, og gefið i skyn, að fleiri verði beittir sama, sé verk- fallinu ekki hætt. Miklar æsingar á Frakklandi, út af verkfalli þessu, og jafn vel liótað almennu verkfalli. — En stjórnin vill þó í eogu slaka til. — — — Þýzkaland. Vilhjálmur keisari, og drottning hans, brugðu sér til VÍDar i maí, á fund Franz Jóseps keisara. 16. maí var frakkneskur maður tekinn fastur i Berlín, er nefnir sig Roger Floton d’Harancourt, markvísa. — Hefir hann gert sér það að atvinnu, að selja orður og krossa í ýmsum löndum, og fengu þeir sem keyptu, þetta krossa-glingur einatt á réttum tírna, og hann góða borgun. — Sjálfur bjó hann til þessar orður og krossa sern kaupendur hugðu vera frá hlutað- eigandi þjóðhöfðingjum. Danska blaðið „Politíken-4 gizkar á, að hér og hvar á Þýzkalandi muoi vera eigi all-fáir „fals-riddarar“ dannebrogs- orðunnar. — — — Pólverjaland. í Bandaríkjunum and- aðist nýskeð nafnkunn pólsk leikkona, Madjiska að nafni. — — — Rússland. í ár eru liðin hundrað ár, síðan rússneska lýðskáldið Alezej V. Kól- zov fæddist (f 1842). — Hafa ljóðmæli hans opt verið gefin út, og ætlar bæjar- stjórnin í Moskva nú að minnast aldar- afmælis hans á þann bátt, að útbýta ó- keypis BO þús. eintaka af kvæðasafni hans. Kotten, lögreglustjóri í Moskva, sem staddur var í París, var nýlega særður hættulega. — Rússneskur maður, er hann eigi þekkti, ginnti hann með sér inn á gistihús, kvaðst þurfa að skýra honum frá morði, er áformað væri, en þreif í þess stað skammbyssu, og skaut á hann. 6000 rússneskra lýðskólakennara ætla í sumar að bregða sér til útlanda snöggva ferð, í sumarleyfinu, og hafa um þrjú hundruð þeirra heitið ferðinni til Norð- urlanda. Frumvarpi, sem rikisþing Rússa hafði samþykkt, og fór í þá átt, að koma nýju skipulagi á herskipaflotann, hefir Nicolaj keisari synjað staðfestingar, og hefir Stóly- pín, forsætisráðherra, því beðizt lausnar. — Keisari hafði þó enn eigi orðið við lausnarbeiðDÍ hans, er síðast fréttist. Mælt er, að Nicolaj keisari hafi ákveð- ið, að láta smiða ýmsa menja-gripi úr 314 pd. af skíru gulli, til að víkja fyrir sig á ferð sinni í sumar, og sagt, að hann flytji enn fremur með sér fjórai stóreflis

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.