Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.08.1909, Side 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.08.1909, Side 5
Þjóðviljinn 145 XXIII., 36—37. — .... ' ■'VJ'J . — -----—— . •■■■■ ■■■ I ...... 'iqj þyngd, voru í fyrri flokknutn þeir er þyngri eru en 135 <$/)., en hinir í þeim síðari. Þessir hlutu verðlaun. í 1. flokki. I. Sigurjón Pétursson, II. HalJgrímur Benediktsson, III. Pétur Grunnlögsson. í 2. flokki. I. Kristinn Pétursson, II. Guðbrandur Magnússon, III. Guðmundur Sigurjónsson. Þá var enn fremur þreytt bændaglíma og reiptog um miðaptansbilið. Kl. 8. lýsti formaður hátíðanefndar því yfir hverjir unnið hefðu sigurlaun, og hélt þá ræðu þá, er hór birtist: „Iþróttir gera menn vaxtarfagra, sterka, áræðna, úrræðagóða og auka mÖDnum snarræði, bæta og varðveita heilbrigði manna og kynkvísla. Þess vegna hafa íþróttir jafnan verið hafðar í hávegum, og því meir metnar, sem þjóðin var á hærra mennin»gorstigi. — Persar hinir fornu kenndu börnum sinum að sitja vel á hesti, skjóta vel af boga, og segja satt. Þetta þótti þeim mest um vert. Grikkir voru heimsins mesta mentaþjóð að fornu, og heimsins mesta íþróttaþjóð. Örfaði það mjög íþróttir þeirra, að haldin voru manna- mót til kappleika. Söfnuðust þangað að menn af öllum landshornum, og reyndu vaskleík sinn. Mest var um vert Olympíu- leikina. Þótti svo mikils um vert að vinna þar sigurlaun, að sá u\aður var upp frá því alinn á almannako9tnað í sinni borg til heiðurs og þakklætis. En vér þurfum eigi að leita dæma víðsveg- ar um heim, því að forfeður vorir hinir fornu Islendingar voru afburða menn í íþróttum. Mega menn muna að í mörg- um sögum eru frásagnir um viðureign þeirra við mestu afreksmenn erlendis. Þá voru Islendingar einhver mesta menning- arþjóð heimsins. Það er þvi góðs viti nú, að síðan far- ið var að halda þjóðhátíð á hverju ári, hefir glæðst harla mjög áhugi á íþrótt- um hér á landi. Hefir það sýntsigígær og í dag, að frækleikur er áskapaður Is- lendingum, ef þeir vilja stunda. Sést nú að það hafa menn gert og er þakkar vert. Þessir hlutir allir sýna, hve fánýtt lijal þeirra manna er sem segja: „Stórpóli- tíkin drepur það praktiska“. A mæltu máli: Áhugi á stórmálum landsins dreg- ur úr athöfnum mann og áhuga á þeim hlutum, sem koma mega að haldi í lifinu. Hér hefir allt orðið á aðraleið. Á þessu árobili liefir verið meiri áhugi á stórmál- um laudsins, einkum sjálfstæðismálinu, og meira stríð þar um en nokkru sinni áð- ur. Af þeirn áhuga eru þjóðhátíðirnar runnar, en af þeim iþróttaáhuginn. En úr þvi hann er svo nátengdur frelsisáhuga þjóðarinnar, þá er þess viss von, að sá árroði íþróttanna, sem nú höfum vér feng- ið verði að löngum og björtum degi yfir landinu. Vel Verði þeim rösku sveinum, er er prýtt hafa þjóðhátíð vora með íþrótt- um sínum“, Verðlaunum var úthlutað kl. 10 og voru þau heiðurspeningar! Svo hafði ver- tilætlast að dansað yrði á palli þar á há- tíðarsvæðinu, en úr því varð litið sakir rigningar, og var þá það ráð tekið, er verðlaunum hafði verið úthlutað, að hafa dansinn í Bárubúð, og stóð skemmtunin þar fram yfir miðnætti. fputfuskipasamningur. „Isafold“ birtir 7. ágúst svofellt sím- skeyti, er landritari hafði þann dag feng- ið frá ráðherra: „Tíu ára samningur er gerður við Thorefélagið og Sameinaða gufuskipafé- lagið um því nær vikulegar reglubundn- ar millilandaferðir, 48 alls, 2 kælirúmskip. — Thoreféiagið hefir Hamborgarferðir og þingáskildar strandferðir á nýjum aðal- strandbátum með kælirúmum. lagastaðfGstingar. —o— Þess var getið í síðasta nr. „Þjóðv.“ að konungur hefði 30. júlí staðfest 26 lög frá síðasta alþingi, og voru það þessi: 1. Um stofnun háskóla. 2. Um laun háskólakennara. 3. Um brt. á 26. gr. 1 lið í lögum nr. 46, 16. nóv. 1907 um laun sóknar- presta. 4. Um meðferð skóga og kjarrs og frið- un á lyngi o. fl. 42 ill hrökk allt i einu við, er hjá honum var vakin endur- minningin um ofangreinda atburði. Það varð nú löng þögn, og starði hvor á annan. Loks dró hann þungt að sér andann, og mælti „Æ! . . . eruð það þér . . . loksins!“ Hinn kvað já við. Verrill brosti. „Það er gott“, mælti hann. „Jeg hafði ímyndað mér, að komu yðar yrði allt öðru vísi háttað. En eins og hún nú er“ — hann rétti honum höndina — „þá er mér mikil ánægja að því, að sjá yður“. „Já“, svaraði hinn, „sagði eg yður eigi, að í öllum heimi væri enginn jafn ranglátlega misskilinn, sem jeg. — En við höfum gleymt að klingja glösunum“. Hann fékk Verrill aptur bikarinn, og hóf upp glas sitt. „Nánari viðkynningu síðar“, mælti hann. „Nánari viðkynningu“, tók Verrill upp eptir honum, og saup úr bikarnum. „Dreggjarnar voru beiskar“, mælti hann. „Já“, svaraði ókunni maðurinn. „En áhrifin?“ „Þau eru sefandi — og það að miklum mun“, svar- aði Verrill. „Ekki — eins og jeg hafði ímyndað mér — banvæn, heldur styrkjandi, og hressandi. — Mér finnst eg vera fæddur að nýju“. Ókunni maðurinn, sem var — Dauðinn — stóð upp. „Nú þurfum við eigi að staldra hér við lengur“, mælti hann. „Kornið með mér! Förum héðan!“ „Já, jeg er ferðbúinn“, svaraði Verrill. „Litið á!“ "mælti hann enn fremur, og leit út að glugganum, „það •er kominn morgun!“ 35 ir, þá heyrðist þó lágur ómur af skvaldrinu, og hávaðan- um, á götunum í borginni. Þ«ð var eigi auðið að girða algjörlega fyrir þetta. En nú fannst honum kyrrðin þó óvanalega mikil, því að hann gat alls engan óm heyrt. Hann hrissti þó hugsun þessa brátt af sér, enda hafði honum dottið svo margt kynlegt í hug þá um kvöld- ið, að hann hugði þetta að eins vera ímyndun. Og þegar hann hafði mælt fyrir skálinni, hafði hann fullnægt skuldbindingum sínum. Hann hóf því upp glasið, og sagði stillilega, en með hljómskærri röddu: „Herrar raínir! Það er tillaga mín, að vér drekk- um minni heiðurs-gestsins!“ Að svo mæltu tæmdi hann glasið, og heyrði þá létt fótatak fram á ganginum. Verrill leit upp, all-gramur, því að gangur þessi lá að dyruin veizluskálans, og sá, er kom trammi á gang- inum, hlaut að ætla sér, að koma inn í veizlusalinn. Verrill fannst þetta ærið nærgöngult,og bretti brýrnar, því að hafði stranglega bannað, að hleypa nokkrum inn. Að ókunnugur maður færi að brjótast inn, var hon- um afar-ógeðfelt. En fótatakið færðist nær, og er Verrill leit til dyr- anna, sem voru á gaflinum á veizlusalnum, sá hann, að þeim var lokið upp. Maður kom inn, lokaði hurðinni á eptir sér, og sneri sér síðan við. Verrill starði á hanD, all-gramur, og forviða. Það varð ekki fundið neitt að fötunum, sem hann var í, og á því, hversu hann bar sig í skartklæðum sín-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.