Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.08.1909, Page 6
146
í> J ÓB VII J iN N.
XXIII., 36.-37.
5. Um stofnun vátryggingarfélags fyr-
ir fiskiskip.
6. Námulög.
7. Um brt. á ákvæðum laga 19. febr.
1886 að því er kemur til lj'singa
(birtingar) á undan borgaralegu hjóna-
bandi.
8. Um aðflutningsbann á áfengi.
9. Um lífsábyrgð fyrir sjómeDn á ís-
leDzkum þilskipum.
10. Um brt. á lögum um fræðslu barna
22. nóv. 1907.
11. Um tvo vígslubiskupa.
12. Um skipun læknishóraða o. fl.
13. Um kosningarrétt og kjörgengi í
málefnum kaupstaða og hreppsfé-
laga.
14. Um námsskeið verzlunarmanna.
15. Um girðingar.
16. . Um friðun silungs i vötnum.
17. Um undaDþágu frá lögum nr. 18,8.
júlí 1902 um brt. á lögum 6. apríl
1898 um bann gegn botnvörpu-
veiðum.
18. Um brt. á lögurn nr. 34, 16. nóv.
1907 um skipun læknishóraða o. fl.
19. Um brt. á lögum nr. 34, 15. nóv.
1907 um skipun læknishóraða o. fl.
20. Um brt. á lögum nr. 3, 4. febr. 1898
um aðgreining holdsveikra frá öðr-
um mönnum og flutning þeirra á
opinberan spítala.
21. Um viðauka við lög nr. 80, 22. nóv.
1907.
22. Um löggilding verzlunarstaða.
23. Um verzlunarbækur.
24. Um brt. á lögum um innheimtu og
meðferð á kirknafé 22. maí 1890.
25. Um löggilding Dalvíkur.
26. Um sóknargjöld.
Nýjar bækur.
—o —
ÍSLENZK VERZLUNAR-
LÖGGJÖF. Sundarlmst á-
grip belztu aðal-atriða.
Konslubók í verzlunar-
skóla Islands og handbók
fyrir kaupmenn og verzl-
unarmenn; eptir JÓN ÓL-
AESSON. Reykjavík 1908.
Bók þessari er eins og nafuið bendir
til ætlað að vera hvortveggja í senn
kennslubók við verzlunarskólann og hand-
bók fyrir kaupmenn, og bætir hún úr til-
finnanlegum skorti. Bókín er stutt, en
glöggt yfirlit yfir þau ákvæði í löggjöf
vorri, er lúta að verzlun og viðskiptum.
Auk þeirra laga, er beiniínis hljóða um
verzlun, er í bók þessari ýms annar fróð-
leikur, sem verziunarmönnum er sérstak-
lega nauðsynlegur, en þó geturogkom’ð
öðrum að haldi, t. d. ítarlegur kafli utn
fyrnmgu skulda og víxilrétt. — Allur
frágangur bókarinnar er í bezta lagi.
STAFROP VIÐSKIPTA-
PRÆÐINNAR. (Að miklu
leyti eptir H. E. Macleod:
Economics for Beginners).
Kennslubók í verzlunar-
skóla íslands eptir JÓN
ÓLAFSSON. Reykjavík
1909. — Kostnaðarmaður:
SIGURÐUR KRISTJÁNS-
SON.
Bók þessi er eins og sú er getið var
um hér að framan ætluð til kennslu á
verzlunarskólanura. Höfundurinn segir
um hana í formálaDum að, hún só hvorki
þýdd né frumsamin, eða öllu heldur að
hún só hvorttveggja. Hefir hann lagt
bók Macleod til grundvallar, on þó hleypt
úr á stundum og gert aðra kafia fyllri,
og víða sniðið sitthvað eptir vorum háttum.
Bók þessi er hið þarfasta rit, og getur
miklu fleirum að gagnikomiðen nemend-
verzlunarskólans og verzlunarmönnum yf-
irleitt, því að um þetta efni hefir harla
lítið verið ritað á íslenzku, en þó eru þau
efni er viðskiptafræðin ræðir um mjög
mikilsverð öllum mönnum, hvaða starf
sem þeir stunda. Má vera að mönnum
virðist hún óaðgengileg í fyrstu, en þó
mun allur almenningur geta haft bókar-
arinnar not, só hún lesin með athygli, og
mun erfitt að gera viðfangsefni viðskipta-
fræðinnar öllu auðveldari en gert er í
þessari bók. L.
Kol.
Sagt er að kol séu fundin á Heinabergi á
Skarðsströnd í Dalasýslu. Kolin kvað vera
skatnmt frá bænum.
Dáinn af eitri.
1. þ. m. lézt Eiríkur Einarsson, húsmálari hó r
i bænum. Hafði hann sopið á eiturglasi í mis-
gripum, og dó á þriðja degi eptir.
36
um, þóttist Yerrill strax skilja, að hann \æri af góðum
ættum.
Enda þótt Verrill gæti ekkert staðhæft um það, hversu
gamall ókunnugi maðurinn var, leit hann þó svo á, sem
haun væri fremur ungur, en gamall.
HaDn veitti því og eptirtekt, að hanD var mjög föl-
ur, og jafnvel varirnar — litarlausar.
Þegar hann gætti betur að, sá hann þó, að fölvinn
myndi alls eigi stafa af gsðsbræringu, heldur vera ókunna
manninum áskapaður.
Þeir þögðu báðir stundarkorn, og horfðu hvor á
annan.
Komumaður brosti síðan ánægjulega, en þó hálf-kyn-
lega, og gekk til hans, dró af sér glófana, og rétti hon-
um höndina.
Það var svo að sjá, sem aðkomumaður kynni ágæt-
lega við sig, og liði vel, og væri „almennilegasta skinnu,
eins og Verrill var vanur að komast að orði; og gat hann
því ómögulega fengið það af sór, að reiðast honum, en
gizkaði á það með sjálfum sér, að um einhvern misskiln-
ing af hálfu aðkomumanns þessa hlyti að vera að ræða.
Taldi hann víst, að misskilningur þessi myndi leið-
réttast, er þeir ávörpuðu hvor annan.
Honum brá því eigi all-Iítið í brÚD, erókunnimað-
urinn rétti honum höndina, og mælti:
„Þér eruð auðvitað hr. Manning Verrill; og er mór
sönn ánægja að sjá yður aptur, því að þeger tveir menn
hafa verið jafn góðir kunningjar, sem við vorum, eiga
þeir aldrei að gleyma bvor öðrum“.
Það var rétt komið fram á varirnar á Verrill, að
segja, að hanD eigi myndi eptir því, að hann hefði nokk-
41
„Úr þessum bikar“, rnælti ókunni maðurinn, „og
vínið, sem geymt hefir verið til þessarar stundar14.
„Drekkið!“ mælti hann ena fremur. „Berið traust
til mÍD!“
Að svo mæltu tók hann glaflð, sem Verrill hafði
drukkið úr, er hann mælti fyrir minnunum, og sem enn
var agnar slatti í, en rétti honurn bikarinn að nýju.
„Drekkið!-4 mælti hann í þriðja skipti.
Verrill tók bikarinn, og ókunni maðurinn hóf upp
glas sittu.
„Náuari kunnings9kapur!u mælti hann.
Verrill, sem hafði nú áttað sig betur, en fyr, tók
nú til máls á þessa leið:
„Mór þykir mjög vænt urn, að þér drekkið mér til,
og vil af alhuga kynnast yður nánar. — En jeg verð að
biðja yður afsökunar á fásinnu minni, er eg nú spyr yð-
ur, hvar vér höfum sózt áður? — Hver eruð þór, og hvað
heitið þór?u
Ókunni maðurinn svaraði eigi þegar í stað, en horfði
alvarlega á Verrill, og einblíndi á hann stundarkorn.
Einhver óljós grunur vaknaði nú hjá Verrill, og gerði
ýmist að vaxa eða hverfa.
Leks mælti ókunni maðurinn:
„MuDÍð þér eigi, þótt langt sé nú um liðið, eryður
sýndust siglutré bera við gráan himininn? Munið þér
eigi eptir skipi, er brakaði í, og liðaðist sundur í sam-
skeytuDum? Munið þór eigi eptir ólgandi, og freyðandi
bárum, er steyptust yfir þilfarið, og eptir vind-hvininum í
reiðanum? — Jú, nú só jeg, að þár munið það“.
Síðustu orðin mælti hann, er hann sá, hversu Verr-