Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1909, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1909, Blaðsíða 2
226 Þ J ÓÐV[l L J T N N xxm, 67.- 68. herra, fram þingsályktunartillögu í neðri málstofunni þess efnis, að neitun efri málstofunnar væri auðsœtt stjórnarshrár- Irot, og tröðkun réttinda þeirra, er neðri málstofunni bœru. Tillögu. þessa rökstuddi Asquit síð- an í þingræðu, og lýsti því þá jafnframt yfir, að hann hefði fengið samþykki kon- UDgs til þess, að rjúfa þingið. Telja má vist, að kosningarbaráttan verði nú afar-hörð, enda svo að beyra, sem framsóknarflokkurinn muni eigi una öðru, beri hann hærri hluta við kosning- arnar, en að efri málstofan hafi að eins takmarkað neikvæðÍ9vald eptirleiðis, að því er til löggjafarmála kemur yfirleitt. Frakkland. Þar hefir stjórnin farið fram á, að þingið samþykki nýjar toll-á- lögur á vínföng, og tóbak, til þess að árstekjurnar vegi upp á móti útgjöld- unum, sém hækkað hafa ár frá ári, svo að tekjuhallinn nemur uíd 200 millj. króna. — Tilaga þessi hefir vakið megna mót- spyrnu á þingi, og óséð eDn, er síðast fréttist, hversu því lýkur. Landvörn og skrælingjafélagið. Á fjölmennum fundi í Landvörn 17. þ. m. var samþykkt svo látandi fundar- ályktun í einu hljóði: „Þá Islendinga, sem eru í Skrælingja- félaginu, hinu svo kallaða Atlanzhafseyja- félagi, og gjöra sér með því far um að vinna oss tjón með rógi í eyru Dana, telur Landvarnarfélagið vanvirðu lands og þjóðar og þá hvergi hæfa formælendur íslands eða ísleDzku þjóðarinnar“. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.u —o— Kaupmannahöfn 17. des. 1909. Almennur islendingafundur. Almennur Islendingafundur mótmælir veru Isiendinga í Atlantseyjafélaginu, og átelur einróma, að Islendingar sakberi landa sína í eyru Dana, sérstaklega ís- landsráðherra gagnvart stéttarbræðrum hans. (Það eru ræður þeirra dr. Finns Jóns- sonar, dr. Valtýs Guðmundssonar og Jóns Sveinbjörnssonar, er getið er í síðasta nr. blaðs vors, sem gefið hafa tilefni til ofangreinds fundarhalds.) Nobelsverðlaun. Meðal þeirra, er Nobelsverðlaun hljóta, eru: Selma Lagerlöf og Marconi. (Selma Lagerlöf er sænsk skáldkona, fædd 1858, sem ritað hefir fjölda sbáld- sagna, er mikið hefir þótt kveða að. — Háskólinn í Upp9ölum veitti henni dokt- orsnafnbót árið 1907, er minnzt var tvö aundruð ára afmælis Linne’s, grasafræð- ings. Marconíjl.er ítalskur að þjóðetni, og alkuntmr af þráðlausu hraðskeytunum). Frá Danmörku. I ríkisréttarraálinu gegn fyrverandi ráð- herrum J. C. Christensen og Berg, verð- ur Biilotv veriandi. Kauprrannahöfn 17. des.- 1909. Lútinn Leopold annar konungur i Belgiu. (Leopold II. var fæddur í Briissel 9. apríl 1886, og var því á 75 aldursári, er hann andaðist. — Kom hanD til ríkis í des. 1865, að föður sínum, Leopold I., látnum. Þegar KoDgo-rikið í Afríku var sett á stoln á líkja-fundinum í Berlín, sem sjálfstætt og óháð ríki, árið 1885, varð Leopold II. konungur þess. — Hafa geng- ið ýmsar sagnir um ílla meðferð á þar- lendum möimum, og stjórninni áfátt í ýmsu, og afsaiaði komingur réttindi sín að loknm til konungsrikisins Belgíu. Leopold II. var kvæntur Mar'iu Hen- ríettu, sem var hertoga-ættar frá Austur- urríki (f 1902), og voru þau eigi sam- vÍ9tum síðustu ár æfi hennar. Börn þeirra hjóna eru: 1. Leopo\d (t 1869). 2. Louise, sem gipt var þýzkum prinzi, BhiWpp að nafni, frá Sachsen Koburg Gotha, og eru þau skilin. 3. Stefania, sem gipt var Budoiph, krón- prinz í Austurriki, sem fyrirfór sér ésamt ástmey sinni, að því er almennt er t.alið, árið 1889. — Stefanía er nú gipt ungverskum aðalsmaDni. 4. Clementína, sem er ógipt.) Kaupmannahöfn 21. des. 1909. Skilríki Cook’s norðuríara metin þýðingarlaus. Háskólinn í KaupmanDahöfn hefir í dag kveðið upp þann dóm. að p'ögg Cook’s séu fyllilega þýðingarlaus, — sanni ekkert. Cook er horfinn. (Af símskeyti þessu sést, að Kaup- mannahafnar-háskóli lítur svo á, sem í skjölum Cook’s felist alls engin sönnun fyrir því, að hann hafi nokkuru sinni komist til norðurheimsskautsins. Sjálfsagt líta menn því almennt svo á eptirleiðis, sem Cook hafi aldrei til norðurheimsskautsins komizt, en frásögn hans verið uppspuni og blekkingar, og Peary því haft á réttu máli að standa, er hann vefengdi þá sögusögn Cook’s, að hann hefði komizt alla leið til pólsins. Við þessi úrelifc málsins hefir Cook brugðið svo, að hann hefir komið sér und- an, og veit nú enginn, hvar hann ei). HaUirímr Sveinsson. t ■ Á''j '' # ‘ Hallgrimur biskup Sveinsson, andaðist að heimili sinu í Reykjavík 16. des. síð- astl. kl. 11 f. h., eptir iaDgvinnan sjúk- dómslasleika. Hann var fæddur að Blöndudalshólum í Húnavatnssýslu 5. apríl 1841, og var því á 69. aldursárinu, er hann andaðist. — Foreldrar hans voru: Sveinn prófast- ur Níelsson, er lengi var prestur á Staða- stað (f 1881), og seinni kona hans Quð- j rún Jónsdóttir, “systir Halldórs heitins | prófasts að Hofi i Vopnafirði. Hállgrímur biskup tók stúdentspróf í I íteykjavíkur lærða skóla ári ð 1868, og hlaut j ágætiseinkunn, sigldi siðan til háskólans, j lauk guðfrteðisprófi 1870, með annari betri ! einkunn. IÁrið 1871 var honum veitt dómkirkju- prestsembættið í Reykjavík, og tók prest9- j vígslu 8. okt. sama ár. — Gegndi hann | síðan embætti þessu, unz hann var skip- j aður biskup yfir íslaDdi 1889, er Pétri j biskupi Péturssyni hafði verið veitt lausn. í Hallgrímur biskup var kvæntur danskri konu, sem nú lifir hann, og heitir fullu nafni Eiine Marie Boletta, dóttir Fevejle’s læknis. — Varð þeim hjónum alls fjögra barna auðið, og eru þau þessi: 1. Friðrik, prestur Islendinga í Agryle i Vesturheimi. 2. Sveinn, gjaldkeri í íslandsbanka í Raykjavík. 3. Guðrún, gipt Axel Juliníus, sýslumanni Sunnmýlinga, og 4. Agústa^ gipt konsúl 1). Jhomsen í Kaupmannahöfn. Hallgrímur biskup gerði sér mjög far um eflingu bindindis meðal prestastéttar landsins, og mun hafa áunnizt talsvert í því efni. — Hann ferðaðast um land og vísiteraði nær allar kirkjur landsins. — Að nýju bibliuþýðingunni starfaði hann og talsvert, leit yfir þýðinguna, lagfærði mál o. fl., sem betur þótti fara. — Að endurskoðun handbókaiinnar vann hann og nokkuð, þótt eigi yrði því starfi lok- ið í biskupstíð hans. Sem sóknarprestur í Reykjavik var Hallgrímur Sveinsson yfirleitt vel látinn, enda lipurmenni í framgöngu allri. Hann átti sæti á alþingi, sem kon- ungkjörinn þingmaður 1885—-’86, og síð- ar frá 1892—1903, og var það sakir frjáls- lyndis hans í stjórnarskrármálinu, að hlé varð á þingsetu hans í fyrra skiptið. Hallgrímur biskup var maður mjög vel máli farinn, og voru starfskraptar hans eigi all-lítið notaðir, meðan er hann var þingmaður. Nokkur síðustu ár æfinnar var Hall- grímur biskup rajög farinn að heilsu, og sleppti því biskupsembætti haustið 1908( og vígði 4. okt. það ár eptirmann sinn,. Þörhall biskup Bjarnarson, og eptir það' mun hann lengstum hafa verið rúmliggj- andi, eða við rúmið. Jarðarför hans fór fram á Þorláks- messu (23. des.), og flutti sira Haraldur Níeisson húskveðju í sorgarhúsinu, en í dómkirkjunni fluttu ræður: Jens prófast- ur Pálsson í Görðum og Þórhailur bisk- up Bjarnarson.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.