Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1909, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1909, Blaðsíða 3
XXin , 57. 58. ÞjÓÐVILJINN 227 Nýjar bækur. —o— Jólabókin. — I. — Útgef- «ndur: Arni Johanmson og 7heödör A.rna- son. — Rvík 1909. — 47 bls. 8V°. I stuttum forrnála geta útgefendurnir þess, að verði kveri þessu „sæmilega tek- ið“, hafi þeir í hyggiu, að gefa út j'ola- bók framvegis áriega, og hafa efnið þá fjölbreyttara, en að þessu sinni: „frum- samdar sögur, og Ijóð, fróðleik, og mynd- ir, exrtir föDgum“. Tvær sögur flytur „jólabókin“ að þessu sinni, og er hvorug þeirra frumsamin. — Önnur sagan er eptir Ingeb. M. Sick, og nefnist „Jólastjarna Edessuborgar“, en hin er eptir Carl Ewald, og heitir „Jólin“. Vór teljum sennilegt, að ýmsir kaupi kver þetta, og lesi sér til dægrastytting- ar í skamradeginu. Að ytri frágangi, þ. e. pappír og prent- un, er bókin mjög vönduð. Jftlaharpa 1909. — Fjörrödduð sönqlög. — Sainað hefir Jónas Jönsson. — Rvík 1909. — 8 bls. í siinghepti þessu eru þessi þrettán sálmalög 1. Sjá morgunstjarnan blikar blíð. 2. Dýrð sé guði i hæztum hæðum. 3. Það aldin út er sprungið. 4. í gegnum lífsins æðar allar. 5. Syngið guði sæta dýrð. 6. Mín sál þinn söngur hljórai. 7. Gjör dyrnar víðar, hliðið hátt. 8. Fagna, Zíon, syng þú hátt. 9. Lýsi kirkjuljósið þitt. 10. Gakk út með mér um áidagsstund. 11. Gleðileg jól! 12. Hefjum raust. 13. Sjá englaher. Hepti þessu fylgir burðar- og árstíðaskrá merkra söngfræðinga. —Útgefandinn heitirþeim 25 kr. verðlaunum, er sendi honum bezt jólalag fyrir 1. okt. 1910. i ísal’irði voru íbúar alls um 1800 að tölu i siðastl. nóvembermánuði. Bráðkvaddur. Bóndinn á Rauðbarðsholti i Dalasýslu, Eben- ezer Kristjánsson að nafni, varð bráðkvaddur 13. okt. síðastl. Hann var að eins 27 ára að aldri, og „miög efnilegur bóndi, mesti hagleiks- og vinnurcaður og góður drengur11. Hann lætur eptir sig ekkju, Elinbjörgu Jónas- dóttur að nafni, systur Jóns Jónasarsonar, „Fjall- konu“-ritstjóra. Eitt barn eiga þau hjónin á lífi. Frá ísal'irði er „Þjóðv.“ ritað 2. des. þ. á.; „Norðangarður síðustu dagana, en frost þó eigi að mun. seinni hluta oktobermán. ogframeptir nóv., mátti heita bezti afli, ekki að eins á mótorbáta, er djúpt sóttu, heldur og á smá-báta, sem skammt fóru í Mið-Djúpinu fremur rýr afli til oktoberloka, en all-góður afli hálfsmánaðartíma i uóv., og rétt fyrir norðangarðínn; sem nú stendur vfir, öfluðu bátar úr Ogurnesinu 8—14 hundruð á dag, og fiskur þá genginn inn fyrir Ogurhólma. Síld hefir aflast öðru hvoru, bæði í Álptafirði og i Skötufirði. Frá Hornströndum tNorður-ísafjarðarsýsluj er „Þjóðv.“ ritað 23. okt. þ. á.: „Skepnuhöld voru hér góð næstl. vor. — Sumarið fremur vot- viðrasamt, einkum ágústmánuður, en í sept. öndvegistíð, og hey-afli því í meðallagi, enda grasspretta góð. Sjávar-afli nær enginn næstl. vor, en nokkur afli í haust. Fugl- og eggja-tekja varð í meðallagi. í byrjunoktobermánaðar skipti hér um veðráttu. Gerði þá svo grimmilega fannhr/ð, með ofsa-veðri á norð-austan, að á sumum bæjum voru allar skepnur komnar á gjöf, einnig hestar, hálfum mánuði fyrir vetur. — Veðri þessu fylgdi svo mikil sjávarólga, að menn muna varla slikt, og á stöku stöðum flutti sjór smásteina, og rekavið sex álnir upp yfir venjulegt flæðarmál, neðan brattar brekkur. — Mest kvað að þessu 14.— 15., og var það eigi ólikt flóðöldum, sem sagt er frá í öðrum löndum. Útlit fremur bágindalegt hjá almenningi...“ Blaðið „Vestri“. Að því eru nú orðin eigandaskipti, svo sem fyr hefir verið drepið á i blaði voru, og er Knst- ján H. Jónsson hættur ritstjórninni, en ritnefnd tekin við, er lætur blaðið halda sörau stjórn- málastefnu, sem verið hefir kvoðzt t. d. álíta, að „stjórnmálastefna hins svo nefnda „Heima- stjórnarflokks“ sé oss, og niðjum vorum, hin heillaríkasta á allan hátt“. í sjálfstæðisbaráttunni verður blaöið því eigi frekar að liði, en verið hefir. Þinginálal'undur er áformað, að haldinn verði á Sauðárkrók 8. janúar næstk.; til að ræða um aðgerðir ráðherr- ans, að því er til bankamálsins kemur. í fundarboðinu segir, að borin verði fram til- laga þess efnis, að skora á ráðherrann, að stefna til aukaþings. Fundarboðendur eru alþingismenn Skagfirð- inga: Jósep Björnsson og Ólafur Briem. Þjófnaður. Kvartað er um það í „Vestra“, að brytt hafi töluvert á því, siðan nótt fór að dimma, að stol- ið hafi verið á Isafirði ýmis konar fatnaði. 5 því að eg er ötnll göngumaður, vílaði jeg ekki fyrir mér að leggja út i hvassviðrið, og kafaldahríðina. Jeg komst þó brátt að rann um, að þetta var kröft- um mínum um megn, og hefði þvi farið ílla fyrir mér, efeg hefði eigi rekizt á þetta gestrisna heimili, og slíkri hjálp i neyð gleymi eg aldrei, en óska að eins, að mér gefist einhverntíma tækifæri til þess, að sína þakklæti initt í verkinu. — Góða nótt! Að svo mæltu gekk bann út. Snemma morguninn eptir, ætlaði Edvard Poe að leggja af stað, ráðsmaðurinn vildi þá eigi, að gesturinn færi gangandi, en léði honum sleða með tveim hestum fyrir, og komst gesturinn eigi undan því, að þyggja boðið Edvard Poe tók alúðlega í höndina á honum. „Siáumst aptur!“ mælti hann „Tjáið og Francis lávarði þakkir mínar fyrir gestrisnina, sem hann hefir sýnt honum óþekktum manni“. Hestarnir voru Ijónfjörugir, og þaut sleðinn nú áfram yfir snæviþakin fjall-lendi. Næstu kvöldin minntist heimafólkið í Aberdeen- höllinni stöku sinnuro á gestinn, en svo gleymdist hann brátt algjörlega. II. KAPÍTULI. SDjóa tók að leysa, og blómin fórú að gæjast upp úr jarðveginum. Allt var orðið breytt. France lávarður ætlaði nri að hætta einverunni, sem hann hafði átt við að búa, og vék því svo við, að hann «0 Lafranc fann, hve stuttur hann var í spuna, og kvaddi því auðsjáanlega í íllu skapi. Það mátti nú kalla, að Laagrave sýndist Jeanne ganga ljósum logunum, og þann dag, og daginn eptir, var hann óverkfær. Nóttina þar á eptir, dreymdi hann Jeanne, þótti, sem hún héldi hendínni um ennið á honum alla nóttina og ryfjast upp fyrir honum allt, sem á dagana hafði drif- ið, er h-mn elskaði hana — í gamla daga, er þau stund- uðu bæði nám í Parísarborg. Hann þóttist sjá hana glöggt, í bláu málara-kirtl- inum, með gullna hárið bundið í hnút í hnakkanum. Hann sá og, hversu litla, hvassa hakan lyptist upp er hún hló, mundi glöggt eptir augunum, munninum, og vörunum. Hann hafði haft ást já henni, og dreymt hana um nætur. Litla rubinhringinn hafði hann gefið henni í byrjun tilhugalifsins, og hafði hún dáðst að honurn, ekki sízt eakir þess, að hann virtist vera gamall. Opt hafði hann séð”hana bera hringinn, er hún var að mála, og hafði honum þá einatt dottið í hug, að rauði steinninn væri ícnynd ástar sinnar til hennar — sannrar einlægrar og brennandi ástar. Hún hafði hlegið, er|hann einhverju sinni sagði þetta við hana. Hafði hann þá kysst hana Jeanne litlu. En nú var hún dáin, og hann orðinn miðaldra maður. Hann hafði frétt látið hennar nokkuru eptir það,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.