Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1909, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1909, Blaðsíða 5
XXIII. 57.-68. JÞ JÓÐ V ILJIN N 129 sinni Kristínu Guðrminasdóttur frá Suð- ureyri, tók þartvið bústjórn árið eptir og bjó síðan á kálflendunni Suðureyri til dauðadags. Árid 1882, 'mislingaárið, inissti hann þessa koDU eptir 9 ára samveru. Áttu þau 4 dætur, 8 dóu“ungar, en sú 4 komst á legg, Kristin kona Jóns Einars9onar útvegsbónda á Suðureyri. 1883 giptist kann seinni konu síddí yfirsetukonu Gruðrúnu Þórðardóttur frá Vatnadál hér í firði. í sinni farsælu 25 ára hjÓDabandstíð eignuðust þau 14 börn, 8 af þeim dóu ung, en Þórður efnisungling- ur mesti, vart tvítugur að aldri, andaðist í fyrra. Þessi 10 eru á lífi: Kristján nú verzlunarstjóri á Suðureyri 24 ára, kvong- aður Sigríði Jóhannesdóttur yfirsetukonu, Guðmundur 32 ára, er nú erlendis. ,Hans 18 ára, Jóhannes,17 ára, Finnborg Jó- hanna 13 ára, Helga Soffia 12 ára, Þor- leifur 11 ára, Kristín Salóme 9 ára, Eir- ikur Egill 5 ára og Þorbjörn 4 ára. Þrátt fyrir þessa ómegð, þrátt fyrir mikla gestrisni var Kristján sál. upp- , gangsmaður. Sjávarútvegur hans var kom- j inn i gott lag og jörðin vel hýst. Odeig- J ur var hann að leggja i kostnað er til framkvæmda heyrði. Hann var frumkvöð- ull að því að hægt var að afla sér kú- fisks hér í 'firðinum, síldaveiðafélaginu hér kom hann á stofn, og grunur mÍDn er sá að íshúsbygging hefði ekki átt langt í land, ef hann hefði lifað, en á því er mesta nauðsyn fyrir hreppinn. Þetta, sem sagt befir verið um Krist- ján sál. i fám orðura sýnir að eins lítil- lega hvað mikið í hann var spunnið. Hann var sannarlega mjög vel gefinD til lifs og sálar, hinn skemmtilegasti í við- ræðum, trúmaður og skoðunafastur, hóf- samur um alla hluti og drenglundaður Halldör Halldörsson, bóndi frá Hóli í Onundarfirði; andaðist hjá syni sinum Guðmundi Halldórssyni, bónda í Botni hér í hreppi, og hafði hann þá 3 um sjöt- ugt er hann dó 26. júlí síðastl. Halldór sál. ólst upp á myndar og dugnaðar heim- ilinu Grafargili í Önundarfirði, þar sem faðir hans Halldór Eiríksson bjó allan sinn búskap. Af hans mörgu systkinum, er nú að eins á lífi Ragnheiður Halldórs- dóttir, tengdamóðir Eiríks Sigmundssonar frá Hrauni á Ingjaldssandi, nú húsmaður á Flateyri. Halldór Halldórsson bjó allan sinn búskap á Hóli með eptirlifandi hús- freyju sinni Guðrúnu Jónsdóttur. Áttu þau vist 17 börn saman. Af þeim er á lífi 6 manuvænleg börn: Guðm Halldórs- son bóndi i Botni hér í hrepp, kvongað- ur, ekkjunni Guðfinnu Daníelsdóttur, Frið- rika, gipt Ebenezer Sturlusyni húsmanni á Flateyri, Bessebe, kona Kristjáne Guð- mundssonar bónda á Kirkjubóli íBjarna- dal, Júliana, Abigael og Guðjón ógipt Það var tekið til þess hversu vel þeim hjónum tókst að framfleyta svo þuDgu heimili á litlu býli. Halldór sál. fékk orð fyrir að vera mjög laghentur, þrifa- maður um alla hluti, orðvar í framferði sínu og guðhræddur. 2 árin siðustu, sem hann lifði, í Botui, var hann orðin ná- ' lega sjón- og heyrnarlaus. Þriðja mannslátið, sem hér verður getið um er lát Guðrimar Ólafsdottur húsfreyju, konu Jóhannesar Hannessonar hreppstjóra á Suðureyri, áður i Botni. Hún andaðisfc 21. f. m., eptir langa og þjáningarraikla legu, úr innan meinsemd. Guðrún sál var vel hálfsextua, þegar hún andaðist. Hún fæddist á Hvylft í Önundarfirði og voru foreldrar hennar Ólafur Árnason og Kristín Sveinsdóttir þá þar í vinnumennsku hjá merkishjón- UDum Magnúsi Einarssyni og Ragnheiði Finnsdóttur. Fluttist hún svo með for- eldrum sínum á nábýlið Garða er þau fóru að búa þar og þaðan fór hún 22ja ára að aldri að Kvíanesi til móður Jóhannesar Hannessonar. Þar giptust þau 22. sept. 1878. Voru þau þvi búin að veia í hjóna- bandi 31 ár. Eignuðust þau 2 dætur í sinni hjónabandstið, Sigríði Híraminu, gipta Kristjáni A. Kristjánssyni verzlucar- stjóra á Suðureyri og Hansínu Guðrúnu Stefaníu Kristínu 15 ára hjá föður sínum. Bjuggu þau lengst af í Botni hér í hreppi, 5 árin siðustu voru þau á Stað, en fluttu i vor að Suðureyri, þar sem hún andaðist. Guðrún sál var velmetin kona hér. Hrein- lynd, hjartagóð, trygglynd og staðföst, gáfuð og forkur til allra verka, er hún gat notið sín vegna veikinda. Gestrisni þeirra hjóna á Botni var velkunn. Ól- ust upp hjá þeim 3 fósturbörn, sem nú eru uppkomin. Þ. Hinn 28. september siðastl. andaðist á heimili sínu Knararhöfn í Dalasýslu 3 og lifsreynzla, virtistlþó hafa gefið honum fullorðínslegt útlit. Af fatnaðinum, sem var með því sniði, er hjá heldra fólkinu tíðkast, þótt hann væri að vísu fátæklegur, mátti ráða, að harra væri af góðum ættum. Manni hlaut ósjálfrátt að lítast vel á hann, og fá á honum virðingu og traust. Þegar hann hafði matast, roælti ráðsmaðurinn: „Herbergið sem yður er ætlað, uppi á efsta lopti er til, þegar þér viljið, og er þar heitt. — Yður verður vísað þangað, ef þér óskið, en sé yður það eigi ógeðfellt, þá rabbið ögn við oss, því að hér er sjaldan gestkvæmt að vetrinum, og þykir oss því gaman, er vér fáum sannar fregnir af ýmsu, sem gerist í heiminum, sem vér höfum nær ekkert saman við að sælda, ýmsra orsaka vegna“. Gesturinn hrtifði sig hvergi, en tók þakksamlega við tóbakspíbunni, sem honum var rétt, og hafðist eigi undan því, að ráðskonan skenkti að nýju kryddvini i leir- krukkuna, sem hann hafði drukkið úr. Hann tók nú þátt í samræðum heimafólksins, og svo, að þær snerust að lávarðinum, og þá einkum að því hve einmunalegt líf hans væri. rSvo hefir þó eigi einatt verið“, mælti gamli ráðs- inaðurinn, og hvolfdi tóbaksöskunni úr pípunni sinni, til þess að geta látið aptur í hana. „Aberdeen-höllin hefir haft af glaðværð að segja, enda sat Aberdeen lávarður þá eigi einn í herbergjunum sínum, heldur gekk þar þá og um allt ástúðleg húsfreyja, og léku þau sér við lag- legan, rauðbirkinn drenghnokka“. „Misstu þau hann?r spurði gesturinn. „Ekki dó hann“, svaraði húsráðandinn „heldur fór Rachel var dáin, og sá hann ekki eptir henni vað mun. Nú var hann að nýju farinn að mála, eptir fimmtáu ára hlé, og reykaði úr einum staðnum í anuan, barnlaus maðurinn. Hann gekk nú inn í vinnustofu sína, og tók raynd- ina, sem hann var að raála, og var svo sokkinn niður í umhugsunina um hana, að hann veitti þvi alls eigi eptir- tekf, að húsráðandinn kom inn. Hann rankaði þó við sér, er húsráðandinn missti bakkann á góifið, með þvi sem á honum var. „Segið mér nú satt um það, hvernig á hringnum stendur“. „Jeg veit ekki, hvað því veldur". svaraði j'húsráð- andí; „það get eg svarið“. „En það get og sagt yður“, mælti húsráðandinn enn fremur, „að hring þenna seldi eg í borg'nni Ant- werpen, — seldi hann fyrir nálega ekkert, til að losna við hann. — Frakknesk listakona, lít.U vexti, bar hring þenna á hendi sér, er hún andaðist hér, fyrir tólf eða þrettán árum. — „Hann á að fylgja mér í gröfina“ mælti hún“. Leagrave þreif í öxlina á honum, og hvítnaði í andliti. „Þegar hún dó hér — hérna? Þegar hver dó hér“? æpti hann. Ma;urinn benti skjálfandi á myndina — hann hafði misst bakkann, er hann rak augun i hana. „Þeffar hún dó, sem hringinn átti“, mælti hann. „En þetta vitið þér þó óefað vel“, mælti hann enn fremur. „Hún hét Jeanne Grozier, og var alkunn lista-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.