Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.04.1910, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 02.04.1910, Blaðsíða 4
60 '.níísr. XXIV., 15.-16. þyki hinni íráviknu bankastjórD sér ó- réttur gjör, þá hafi hún aðgang að dóm- stólunuin, ef henni finnst of langt að bíða reglulegs þingsu. Þá tóku þeir aptur til naáls síra Björn Þorláksson, Bjaini Jónsson, St. Th. Jóns son og Jóh. Jóhannesson og því Dæst Sigurjón Jóhannsson bókhaldari. Gerði haDn mikið úr óreglu þeirri, «em átt hafi sér stað í Landsbankanum og hafði margt herra réttmætar, en kvaðzt ekki viija ræða um aðferðina, hún dæmdi sig sjálf. Gerði lítið úr lántraustsspjöllum. Þá mælti Jón Stefánsson nokkur orð gegn þeim þingmanninum og Sigurj. Jó- hannssyni. Kristján héraðslæknirKristjánsson mælti móti tillögu St. Th. Jónssonar og taldi hana hafa inni að halda skammir um ráð- herra. Mælti með tillögu BLalldórs Jón- assonar. Halldór Jónasson tók í sama streng og læknirinn. Hermann skósmiður Þorsteinsson var á sama máli. Ólafur Metúsalemsson pöntunarfélags- stjóri athugaði skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar og benti á, að jafn vel hún bæii það með eér, að LandsbankÍDn væri í góðu iagi. Enn töluðn St. Th. Jónsson, Sigurjón Jóhannsson, sýslumaður og Hermann Þor- steinseon. Kom þá fram svo h'jóðandi tillaga, undirrituð af fimm kjósendum: „Vér undirritaðir óskum þess eindreg- Þjó ið, að þegar verði gengið til atkvæða um tillögu þá, sem fyrst var lögð fram á fundinum“. Var þessi tiilaga samþykkt með stór-miklum meiri hluta Því næst var borin upp tillaga sú er fram var komin frá konsúl St. Th. Jóns- syni og var hún samþykkt með 55 atkvæð- um gegn 18. Þá var tekið að ræða tillögu Halldórs skólastjóra JÓDassonar og bað Jón Stef- áns:on sér hljóðs og mælti á móti tillög- unni og með aukaþingi. Bar hann loks upp svo hljóðandi tillögu: „Til þess að alþingi gefist sem fyrst kostur á að komast að sem réttastri niðurstöðu um hag og stjórn Lands- bankans og að kippa henni í lögskip- að horf, ályktar fundurinn að skora á ráðherra að hlutast til um að kvatt verði til aukaþings S9m allra fyrst, og skorar á þiugmann kjördæmisins að framfylgja þeirri áskorun“. Halldór skólastj. Jónasson mælti á | móti aukaþingi og Jagði mesta áherzlu á ! kostDaðinn. Þá tók þingm«ður bæjarins ! til máls. Mælti hann fast á móti auka- þingi og gat þess, að hann mundi alls ekki fylgja fram við ráðherra aukaþings- kröfu, þó samþykkt yrði með öllum at- kvæðum. Bjami Jónsson mælti á móti síðustu ræðumönnum og með aukaþingi. Þá mæltu þeir Jón Stefánsson og St. Th. Jódssod eindregið með aukaþÍDgstil- lögunni. NÚ kom fram tillaga um að slíta umræðum og láta ganga til atkvæða en var felld. Enn mæltu þeir Erlendur Erlendsson skósmiður og Olafur Metúsalemsson með aukaþingstillögunni. Sömuleiðis Jóhann- es Jóhannesson bæjarfógeti og sýndi hann fram á að nauðsyn bæri til aukaþings þegar í sumar, þó ekki væri nema vegoa skattamálsins, sem ekki þyldi neina bið að athugað væri. Þingmaðurinn og Er- lendur Erlendsson gjörðu nokkrar athuga- semdir. Þá var tillaga Jóns Stefánssonar bor- in upp til atkvæða og samþykkt með 42 atkv. gego 17. Nú bað Jón bóndi Jónsson í Firði um orðið og vitti framkomu ráðherra í ýins- um málum. Lagði hann síðan fram svo látandi fundarályktun: „Með því að fundurinn telur aðfarir ráðherrans, einkum gagnvart Lands- bankanum, í gufuskipamálinu, og i skip- un viðskiptaráðuDautsins.skaðlegar hags- munurn og áliti þjóðarinnar, lýsir haun ýfir fýllsta vantrausti á stjóro hans“. Var tillaga þessi samþykkt með 35 atkvæðum gegn 11. Aður en þessi t.il- laga var borinn upp til atkvæða, gekk þingmaður bæjarins og margir kjósendur af fundi. Fundi slitið. Eyj. .1 óiisson. Bjarni Jonsson. Ola/ur Metúsalemsson. XCjösen<Iu.r í Skilamannahreppi i Borgarfjarðarsýslu, allur þorrinu, er eigi sóttu fundinn, sem haldinn var á Akra- 43 „Jeg þakka þér fyrir spádómÍDn", svaraði Gilbert, „en efast þó um, að hann rætist. — En spjöllum nú um annað, því að sennilegast þykir mér, að hvorugur okkar höndli bnossið. — Jeg geri mér enga von um það, og þótt svo væri, heiti jeg þér því, að vera þér eigi til tálm- unar. — Jeg skal reynast. beiðarlegur keppinautur, eigi það annars við, að kalla mig veslÍDgs húskenDarBDD því nafni“. „Mér þykir leitt, að þú 6kulir gera svona lítið úr sjálfum þéru, mælti Perey Jávarður, sem var vinur vina sÍDna. „Þú ert i röð beztu drengja, sem eg hefi kynnzt og margfalt brjóstbetri en eg er“. „En sleppum þessu mælti haDn enn fremur, og tróð tóbaki i pípuna sína. „En hvað eigum við þá að tala um? Mig minnir, að þú segðir, að við skyJdum tala um eitthvað annað?“ „Já, það sagði jeg“, svaraði Gilbert, „og átti þá viö húsið hérna. Hvernig lízt þér á það?“ Barstone varð auðsjáanlega hissa. „Mér þykir húsið mjög fallegt“, mælti hann. „Það er gamalt og skemmtilegt, og —“ „Þvaður! Þú skilur mig ekki, Barstone!“ .Getur vel verið“, svaraði Barstone þurrlega. „Það er einhver leyndardómur, sem stendur i sam- bandi við húsið“, mælti Gilbert enn fremur. „Þú kaon- ast við vesturálmunau. „Auðvitað“, svaraði Barstone. „Það er þar, sem hvit-munkuriiin á að vera á vakki. — .Jeg legg að sjálf- sögðu engan trúnað á apturgöngur, þó að hér geri það hver maður“. 52 „Og hvers vegna ætti jeg að segja yður það?“ svar- aði ungfrú Carr. Gilbert varð það nú enn fastara í huga, en verið hafði, að gera hana að tiúnaðarmauni sínum. „Þekkið þér vestur-álmuna?“ sagði Gilbert, og vildi að spurning þessi kæmi flatt upp á hana. „Yestur áliuuna?u sagði hún vaDdræðalega. „Jeg — jeg — ja; þekkið þér bana nokkuð sérstaklega?“ „Dálitið“, svaraði Gilbert, „en liklega ekki eins vel eins og þér“. Ungfrú Carr, sem var vön að geta stillt sig, bar vasaklútinn upp að munninum, og var eigi laust við, að fát kæmi á hana. Hún livíalaði síðan að Gilbert: „Á morgun skrepp eg til borgarinnai, og verð þar vikutíma. — Heimsækið mig, er sá timi er liðinn, og skal eg þá segja yður allt, som eg veit. - - Jeg veit að vísu eigi, hvort það er rétt, eða hyggilegt., en mig tek- ur sárt til vesalings stúlkunnar“. Stúlkunnar? — Eigið þér við ungfrú Harley?“ Já; míg tekur eigi að eins sárt til hennar, heldur er eg brædd hennar vogna! En þey! Þarna kemur hr. Harley Hún sDeri sér síðan að hr. Harley, og rnælti: „Hr. Tresham hefir verið að minnast á Felix við mig! Svo er að heyra, sem honum fari vel fram“. „Botur en eg bjóst við“, svaraði Harley vingjarn- lega, „og fyrir það er eg yður þakklátur, hr. Tresham! En má og eigi leiða yður til borðs, ungfrú Carr?“ Hún rétti honum handlegginn, og leit glottandi á Gilbert, er hún gekk út úr herberginu. Þ 'gar Gilbert heyrði hana miunast á ungfrú Harley,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.