Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.05.1910, Blaðsíða 6
94 Þjóðvjljtnn XXIV., 23.—24.
Mannalát.
7. apríl þ. á! andaðist að Flatayri í Önund-
arfirði ekkjan Ragnheiður Halldórsdöttir, 83 ára
að aldri. —
Með fráfalli konu þessarar hefur ein hinna
góðu dætra Islands lagst til hvíldar, eptir langa
æfidaga og heiðarlegt dagsverk. Hún var dótt-'
ir Halldórs smiðs, hónda á Grafargili í Valþjófs-
dal í Önundarfirði, Eirikssonar prests á Stað í I
Súgandafirði, er dó 1833, Vigfússonar. Móðir sira
Eiríks var Kristin Sveinsdóttir prests i Hvammi
í Vorðurárdal, Guðlaúgssonar, systir presta öld-
ungsins Guðlaugs prófasts Sveinssonar i Vatns-
firði. Frá sira Eiríki Vigfússyni er komin mjög
fjölmenn ætt, og má það merkilegt kalla: að
flestir þeir frændur hafa verið afbragðs smiðir
og er sú kynfylgja í ætt þeirri enn í dag. Kona
Halldórs í Grafargili var Þórunn Einarsdóttir
frá Selárdal i Súgandafirði og Guðrúnar Páls-
dóttur.
Ragnheiður var fædd i Selárdal annan sunnu-
dag í sumri, þann 29. april 1827, þábjuggufor-
eldrar hennar þar, og var hún elzt systkyna sinna
sem 4. komust á fullorðins aldur, og voru það
þrír hræður: Eiríkur bóndi á Þorfinnsstöðum, dó
1883, faðir Guðmundar hreppstjóra á Þorfinns- £
stöðum, Vigfúsar smiðs i Tungu og þeirtasyst- :
kynn, Sveinhjörn bóndi á Kirkjubólí i Valþjófs- ;
dal dó 1905, og Halldór, sem lengi bjó á Hóli j
i Hvylftarströnd, dó 1909. — Á unga aldri flutt- ;
ist Ragnheiður með foreldrum sínum frá Selár- j
dal að Grafargili; líklega um 1836, því .Halldór
hróðir hennar er talinn 3 ára gamall 1838, og
er hann þó fæddur í Selárda), eptir því sem
stendur í Kirkjubók Holtsprestakalls. Á Grafar-
gili ólst hún siðan upp, þar til hvin giptist í
fyrra sinn tvítug aö aldri, um 1846, Jóhannesi
Jónssyni í Mosdal, í Önundarfirði og fluttist
þangað, þau voru saman 6 ár, og voru í Mosdal,
en Jóbannes dó ad þeim árum liðnum, þeirra
börn voru: 1. Guðmundur hóndi i Mosdal gipt-
ur 1894 Jóninu Kristjánsdóttur frá Neðiihúsum
í Önundarfirði Jónseonar. 2. Sigriður Jóhanna
fædd 20. maí 1850, 28. sept. 1870 varð hún fyrri
kona Guðmundar Ebenezerssonar á Sæbóli, en
hún dó af barnssæng 3. des. sama ár.
Eptir lát Jóhannesar var Ragnbeiður 1 ár í
Mosdal en fiutti svo að Sæbóli á Ingjaldssandi
og giptist þ:ir aptur 24. sept. 1853 merkis mann-
inum Jóni, syni Jóns bónda Bjarnasonar á Sæ-
bóli. Þar bjuggu þau hjón fyrst um 14 ár, en
fluttu vorið 1867 að Villingadal á Ingjaldssandi
og bjuggu þar enn 14 ár sældar og sæmdarbúi
til þess Jón dó 2. október 1881, vallnkunnur á-
gætismaður, guðrækinn og hinn ráðsvinnasti i
hvívetna. Þau hjón áttu saman 6 börn, dóu 2.
þeirra á unga aldri, en 4. náðu þroska aldri. 1.
Jónína Guðrún fædd 1858 (vantar i k. b.) gipt-
ist 20. Agúst 1877 Guðmundi Guðmundssyni á
Sæból, þau hjón voru systkyna börn, því Elín-
borg móðir Guðmundar og Jón faðir Jóninu
Guðrúnar voru systkyn, Jónina Guðrún dó 4.
maí 1894 2. Sigríður Jóhanna fædd 8. júní 1860,
giptist 8. sept. 1882 Eiríki syni Sigmundár Sveins-
sonar í Hrauni og Þuríðar Eiriksdótttur, Tom-
assonari 3. Jón fæddur 30: sept. 1861, varð 7. okt.
1881 fyrri maður Sveinfríðar Sigmundsdóttur frá
Hrauni systur Eiríks. 4. Halldór, fæddur 15.
okt. 1864. gáfumenni og prúðmenni:
Eptir að Ragnheiður var orðin ekkja í seinna
sinn, bjó hún enn á Villingadal með sonum sín-
uai Jóni og Haildóri, en Jón giptist árið eptir
og tók þar við búi 1885, þar ætlaði Ragnheiður
að njóta síns friðsæla æfikvöld með sonum sín-
um og i skjólí þeirra, en hún sá flaira en sól-
skinsdagana um æfina. Ung missti hún fyrri
mann sinn, og eptir 18 ára sambúð missti hún
sinn ágæta seinni mann, og nú hafði oldri son-
ur þeirra lijóna fyrir einu ári byrjað búskap og
móðir hans verið í skjóli hans á annað ár, komið
fast að jólum en nú urðu sólhvörfin dimm og
köld, þann 20. desember, 1886 hrapaði Jón til
bana í snjóflóði úr fjallinu fyrir utan Viilinga-
dal, er hann var að gæta fjár sins, lengdist
mönnum mjög eptir að hann kom ekki aptur
svo fljótt som menn væntu, fóru þá fleiri menn
að Jeita hans, og fór svo að tveir þeirra hröpuðu
líka til bana, feðgar tveir og frændur Jóns, enn
aðrir tveir urðu og fyrir sama snjóflóði, héldu
þeir þó lífi meiddir mjög, var annar þeirra Hall-
dór bróðir hans en sonur Ragnheiðar. Ari síðar
en Ragnbeiður hafði misst Jón son sinn i snjó-
flóðinu, missti hún iíka Halldór son sinn í sjó-
inn með Magnúsi skipstjóra Össurssyni frá Flat-
eyri. Vorið eptir þessi slys af snjóflóðinu (18871
fluttist Ragnheiður að Hrauni til dóttur sinnar
Sigríðar Jóhönnu og manns hennar Eiríks Sig-
mundssonar. var hún þar hjá þeim í 18 ár,
en þaðan flntti hún með þeim vorið 1905 að
Flateyri, og var hún þnr hjá þeim síðantilþess
hún dó þar eptir langa og þrautafuila legu þann
7. apríl þ. á. (1910) 83 ára að aldri, og naut
hinnar alúðlogustu umbyggju sinnar einu eptir-
iifandi dóttur og manns hennar. Eptir ósk henn-
ar var hún jarðsunginn af fyrverandi sóknar-
presti hennar Þórði prófastiJOlafssyni á Söndum,
en síra Páll Stephensen í Holti, sóknarprestur
hennar flutti húskveðju við útför bennar.
Ragnheiður Halldórsdóttir var ekki margorð
eða mikiliát um æfi sína, og þvi á ekki við að
fara mjög mörgum orðum um hana liðna; hún
hefði varla kært sig um það, hafi jeg þekkt hana
rétt. Þau Villingardals hjón voru svo lík að
mörgu að þar sem öðru þeirra er lýst. þar er
beggja. iýsing. Konan sú tranaði sér ekki fram
með tilgerð og mælgi, en hún vann góðverkin
1 kyrrþey, orðalaust, þolinmóð og stillt hvað sem
á móti blós, hugprúð sem hetja og bar harra
sinn i hljóði. Hún skeytti aldrei fánýtu glingri
til þess að sýnast fyrir mönnum, en hjartalag
hennar og dagfar var fágað og gulli glæst.
Blessuð sé hennar fagra minning:
5. mai 1910.
Síahv. Gr. Borgfirðingur.
21. febrúar þ. á. andaðist í Utah í Norður-
Ameríku Hjálmar Björnsson, Húnvetningur.
Hann var fæddur að Þóreyjarnúpi í Húna-
vatnssýslu 5. fehr. 1844, og voru foreldrar hans
hjónin Björn Hjálmarsson á Akri og Guðrún
Símonardóttir.
85
Harley gat eigi svarað spurnittgunni, og fór því í
sn&tri út úr herberginu.
Barstone og Tresham litu efablandnir hvoráannan.
Jeg vildi, að jeg vissi, hvað allt þetta á að þýða“,
m»lti Barstone hugsandi. MEn i bráðina byggi eg nú
allt á líkskoðuninni, sem fer fram á morgun“.
Honum skjátlaðist, hvað það snerti.
Allt, sem í Ijós kom, er líkskurðurinn fór fram,
sannaði ekkert.
Tresham sagði söguna um vofuDa, en enginn lagði
neinn trúnað á hana.
öegn því, er bann bar fram um það, að hún hefði
leitað atbvarfs í vestur-álmunni, kom sá vitnisburður Har-
ley’s, að vesturálman væri lokuð, og að þar byggi enginn.
Tresham furðaði og mjög á því, að hann leyfði lög-
reglumönnum að rannsaka vestur-álmuna, þótt hann hefði
áður stranglega bannað öllum, að koma þangað.
Rannsóknin fór síðan fram, undir umsjón Jaspers,
en ekkort kom í Ijós. er gefið gæti upplýsingar.
Enginn var í bænahúsinu, eða í klefunum, og eng-
in merki þess, að nokkur befði verið þar nýlega.
Skýrsla Gilberts var því og álitin þýðingarlaus, og
varð þannig ekkert úr hinu eina, sem líklegt þótti, að
orðið gæti til þess, að leiða sannleikann í Ijós.
Tresham hefði gjarna viljað skýra frá þvi, sem hann
heyrði Jasper segja í bænahúsinu, og kalla á frú Archer
til að sanna, að hún hefði grun á bonum, en sleppti því
þó, œeð þvi að málfærzlunraður Harley’s gerði litið úr
skýrslu Gilberts, og lét jafn vel orð falla í þá átt, að ver-
ið gæti, að hann væri við riðinn málið.
Þessu reiddist Gilbert, og gekk út úr herberginu.
90
„En só svoM, svaraði Barstone „hví rákust lögreglu-
meunirnir þá eigi á mann þenna?“
„Þeir hafa farið fijótt, yfir, litið að líkindum inn í
bæna húsið, og klefana uppi og niðri, en ekki athugað
hvelfinguna, undir kórnurn í bænahúsinu.
„Já, nú skil jegu, svaraði Perey. „En er slík hvelf-
ing í bænahúsinu?14
„Ekki veit eg þaðM, svaraði Gilbert, „en gizka á,
að hún sé þar, eins og í öllum öðrum kaþólskum kirkj-
um frá þeim tima. — Þar hefur apturgangan falizt. —
Manstu ekki, hvað eg sagði þér um það, hversu hvít-
munkurinn hvarf?M
„Yið endann á trjágöngunum?1* mælti Barstone.
>Já, einmittM, svaraði Gilbert. „En þú veizt, að
gömlu munkarnir höfðu mörg leynigöng, og skyldi mig
eigi furða, þó að hvítmunkurinn hefði horfið inn um slík
leynigöng, og komiat inn í hvelfine'una".
„Ættum við þá ekki að fara í nótt, og rannsaka
þetta?u
„Er það ekki óhyggilegt?11 svaraði Gilbert efablandinn.
„Engan veginn11, svaraði Barstone. „Við getum ró-
ið þangað, og bundið bátinn undir bænahússglugganum,
þar sem hann ekki sést, hvorki frá húsinu, né frá ánni,
og getum við svo rannsakað i næði, hversu til hagaru.
„Ágætt“, svaraði Gilbert. „Reynum þá þetta ínótt.
— En Fay?u
„Er hún eigi óhult hjá Irú Archer?M
„Ekki gat hún frelsað Felix úr greipum þess, er
hann myrti“, mælti Gilbert, sorgbitin.
„Hann var ekki i hennar umsjáM, svaraði Barstone,