Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1910, Blaðsíða 2
142 ÞjÓbvil.jinn. William K. Vanderlilt, sonur Vander- lilts milljóna-eiganda, er nýlega orðinn skrifstofuþjónn á skrifstofu járnbrautarfé- lags í New-York, ætlar að líkindum að fást við rekstur járnbrauta, áður langtum líður, og vill því kynnast öllu, er þar að lýtur. Nýlega þreytti svertÍDgi nokkur, Jóhn- son að nafni, hnefaleik við Jeffrie nokk- urn, er talinn var áður bezti hnefleika- maður, og fóru svo leikar, að svertÍDginn varð hlutskarpari. Atvik þetta hefir orðið tilefni til þess, að á sumum stöðum í Bandaríkjunum hefir slegið i handalögmál milli hvítra maDna og svertingja, og skipta þeir tug- um, er drepnir hafa verið, og þó enn fleiri, er meiðsli hafa hlotið. Annars gegnir furðu, að eigi skuli bannað, að sýna, eða iðka jafn svívirði- legan leik, sem ailopt endar með meiðslum, og einatt veldur sársauka. — Ber það og vott um mjög lágan, og spilltan hugsun- arhátt, að fá sig til þess, að horfa á slíkt athæfi. — — — Nicaragua. B. júlí þ. á. var Matumí, hershöfðingi, er ljóstað hafði upp fyrir ætlunum Estrada’s, foringja uppreisnar- manna, skotinn í borginni Bluefields. Fallbyssubáturinn San Jacinto fór ný skeð all-miklar ófarir; með því að upp- reisnarmenn særðu 50 af skipverjum, og drápu eigi all fáa. — — — Canada. Verksmiðja í Sand Points sprakk Dýskeð í lopt upp, og biðu 18 menn bana, tættust í smáagnir. — Atta menn urðu og sárir til ólífis, og um hundrað hlutu meiðsli, meiri eða minni. Skógarbruninn mikli á landamærum Canada og Bandaríkjanna hafði enn eigi orðið slökktur, er siðast fréttist, og ollu því sífeldir þurrkar. — Nokkur þorp hafa brunnið. — — — Egiptaland. í héraðÍDU Garbieh hefir ^gyptskur maður nýskeð tekið sér spá- roannsnafnbótÍDa pmahdíu, og hafið upp reisn. Fiemur virðist hann þó fáliðaður enn, og hefir orðið að Uta síga undaD, þó að herflokkur, sem stjórnin sendi gegn bon- um biði að vísu lægra hluta. Þjóðernismenn í Egyptalandi láta sér nú mjög annt um, að vekja óánægju gegn yfirráðum Breta á Egyptalandi, og æsku lýðurinn hefir um hríð daglega skreytt gröf Wardaní’s er drap Evros, forsætis ráðherra, sem áður hefir verið getið í blaði voru, með blómum. — — — Serbía Skógarbrunar miklir í frum skógunum í grennd við borgina Tomsk, og hafði eigi tekizt að slökkva þá, er síðast fréttist. — — — Japan. Japanar auka að mun her sinn í Koieu, og er mælt, að þeir hafí í huga, að neyða Koreukeisara til þess, að afsala sér keisaradómi í heudur Japans- keisara, en láta þó svo í veðri vaka, sern Kóreukeisari geri þetta ótilkvaddur, og að Japanskeisara sé mjög leitt, að takast vandann á hendur, þó að hann geii það í góðu skyni, os af einlægri velvild til Koreumanna(l) — — — Persaland. Þar eru um þessar mundir talsverðar æsingar gegn Rússum, er þar vilja ýmsu ráða, sem viðar, og hafa því í höfuðborgÍDni Teheran verið gerð sam- tök þess efnis, að hætta að kaupa ýmsan rúsBDeskan varning (einkum the og sykur). Itjópnarskrárskraf. Eptir A. J. Jolimon. — o— Að því er skólastjórana snertir, þá þykir mér seDnilegt, að isienzkt náms- fólk eigi að því leyti skylt við náms- fólk annara lsnda, að það taki ekki með þökkum af kennurunum, að þeir berjist fyrir málum, er gagnstæð eru vilja þess. Það oru dæmi til þess í öðrum löndum, að lærisveinar hafa afhrópað kennara sína fyrir stjórnmálaafskipti. Síðast kom þetta fyrir í vetur, er Ieið, í Glasgow á Skot- landi. Yfirskólastjórinn við Glasgow-há- skólann, Lord Curson of Kedleston, varð að segja af sér embættinu, eptir að hafa verið í því rúmt ár, vegna þess að læri- sveinar hans afhrópuðu hann, fyrir þátt- töku hans í kosningunum. Hann var lávarðamegin, en það var gagnstætt steÍDU stúdentanna. Eg veit ekki, hvort nokkur ísl. náms- maður, eða námsmey, er sama sinnis og jeg; en jeg mundi innilega litilsvirða — i eg held fyrirlíta — kennara minn, ef hann væri æstur mótflokksmaður minn í mikilvægum stjórnmálum, t. d. vildi berj- ast fyrir því, (að mínu áliti) að innlima ísland í danska ríkið, svo að jeg taki eitt dæmi. Hvernig sem litið er á þingsetu em- bættiamanna, þá verður alls staðar ein- hver þröskuldur í vegi. Tökum t. d. eins og nú er ástatt á Islandi. Þingið á, þegar það kemur saman næst, að dæma um bankamálið. Báðir frá viknu gæzlustjórarnir — sem eru annar máls- aðili —* eru þingm.; mér skilst því, að þeir geti sjálfir dæmt í sínu eígin máli. En líklegast þykir mér, að þeim komi ekki til liugar, að greiða atkvæði á þingi um þetta mál.1) Bæjarfógetinn í Raykjavík er tvö- faldur dómari í þessu máli. Fyrst gefur *) Yfirleitt er jeg þeirrar skoðunar, að al- þing, (eins og nú er ástatt) geti ekki álitist heppilegur dómari í þessu máli, eða að dómur þess, hver sem hanD verður, verði réttlátur. Sumir af dómendunum (þingm.) eru ákaflega æstir sækendur málsins á hendur stjórninni, eins og t. d. H. Hafstein, L. H. Bjarn., Jón frá Múla, Jón Ólafsson o. fl. Menn, sem virðast einskis svífast, til að koma sínu málifram, hvort sem það er rétt eða rangt. Aðrir í hópi þingm. eru nánir ættm. gæzlu- stj., og ölluin „tekur sárt til sinna11, og er það ekki nema rn nnlegur hreyskleiki. En á það fellst jeg, að niikaþins þyrfti eigi að kosta neitt, með því að á því má gera fyrirhugaða stjórnar- skrárhreytingu. Bezt að láta dómstólana skera úr þessu bankamáli. XXIV., 86.-37. hann úrskurð sem dómari, eða fógeti, og síðar getur haDn dæmt í málinu, sem löggjafi. Það er eitthvað bágborið við þetta. Alveg er sama að segja um það, þegar menn sem eru í stjórnarráðinu — hvort heldur þeir eru undir eða ynrmenn þar — eru mn leið þingmenn. Þingiðá, sem kunnugt er, að dæma stjórnina, en> það hvgg eg, að meira en meðalmenn þuifi til þess, að ítanda aneliti t.il aug- litis við stjórr.ina, 0" s-’egja henni til synd- anna, en hafa fengið embætti, og eiga embætti sitt algerlega undir henni. Þetta getur óþægilega rekið sig á mannlegan breyskleika. Er beinlínis að freista hans. Þsð or afar-áríðandi, að þing- menn séu öllum óháðir. Ean mætti færa það í móti setu em- bættismanna á þingi, að það eru landsjóðs- launuðu mennirnir, er mestum tima hafa eytt á þingi til einskis. Þeir hafa eink- um, og aðaliega, eytt tíma með óþarfa rnálalengingum, sumpart með mærðarræð- um, sem Iítið hafa verið nema orð orð innan tóm, og sumpart með því að skatt- yrðast og munnhöggvast, og þrátta um hvað séu lög, eða löglegt, og hvað ekkL Alþ.tíð., fyr og síðar, — og ekki hvað sízt þau síðustu — bera vitni um að þetta er rétt hermt. Við burt.för þeirra af þingi, mundu Alþ.tið. vérða þriðjungi minni, og væri það eigi iítill hagnaðarauki; sparaði tíma á þingi, og kostnað á útgáfu tíðindanna. Þingmaður hér í landi, sem ætlar að tala lengur en 10—15 mÍD. i eÍDU, er klapp- aður niður, nema hann sé að flytja mál i fyrsta sinni, eða segja fram fjárlög. Mjög sjaldan kemur það fyrir, að mönn- um komi til hugar að tala nema í 15 mÍD. Sumir kynnu ef til vill að óttast, að þÍDgið ;skorti sérfræðinga,('t. d. lögmenn og lækna, ef þotta Akvæði um embættis- mennina væri í lögum, en það held jeg, að sé ástæðulaus ótti. Lögfræðingar eru á þessum tíma fjölda margir til embættislausir, og surair þeirra eru sjálfsagt eins miklir — jafn vel miklu meiri — stjórnmálamonn, 'og eins rétt- sýnir eins og flestir þeir er nú sitjajá þingi.1) Eg fyrir mitt leyti, — og'jsvo mun um fleiri — ber meira traust til laga- þekkingar surnra yngri lögfræðinganna (t. d. Magn. Arbj. og G. Sv.1' o. ,fl) jeptir l) í ]>e.3su samhandi, (að því er réttsýni snertir) má henda á það, [er allir lögfræðingar þingsins síðasta, að 2 (undanskildum, (Sk. Th. og Ara J.) með" háyfirdómarann (og)] lagaskóla- stjórann i broddi fylkingar, börðust fyrir því, að taka kosningu dr. Valtýs gilda. Hvert læst mannsbarn, er befir kynnt sér báðar hliðar. sér, að það, að taka kosn. gilda, hefði verið'skýlaust brot á ótvíræðum gildandi; lögum — 'kosninga- lögunum —, er skýrt takaHram, að krossinn: í hringnumjmegi ekkert vera gallaður, svo að seð- illinn sé gildur. Það hefði verið ófagurt for- dœmi, sem þingið — sjálfur löggjafinn — hefði gefið þeim, er laganna eiga að gæta, ef það hefði virt að vettugisina eigin löggjöf. Sem hetur fór,. tókst það ekki, en það var að þakka leikmönnT um þingsins aðallega.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.