Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.08.1910, Blaðsíða 5
XXIV., 30.—37.
Þjóðviljinn.
145
tvo botnvörpunga, er voru að veiðum í land-
helgi, og Wr með þá til Re^'kjavikur, og var
annar sektaður um 1800 kr., en himi um 2500 kr.
Ur Arnarflrði (Barðastrandarsýslu)
er „Þjóðv ritað: „Síðastl. vetur hefir verið hér
með allra hörðustu vetrum, or menn muna til,
og þegar sumarið kom, var engu likara, en að
tíðin, og veður-ógnin harðnaðii
Siðari bluta júm'mánaðar hefir verið fremur
mild tíð, og skepnuhöld orðin bærileg, þrátt
fyrir hinu harða vetur, og vor. — Lambadauði
þó all-mikill á stöku stnð.
Afli á þilskip orðinn all-góður; en framan af
vorinu, var ekkert næði fyrir skip við veiðar,
vegna sífelldra storma, og moldbylja.
A báta hefir og verið all-góður afli, þó að
óvanalega seint yrði byrjað; en nú oru bátarnir,
sem ganga héðan úr firðinum a^ eins fáir, þvt'
að allur rjöldi manna úr sveitunum fer á þil-
skipin.
Grasspretta á tánum verður að líkindum afar-
rýr, vegna ðtíðarinnar í vor.
Um fjörutíu tunnur af síld hafa fengist hér
i lás, og hefir hún verið notuð til beitu."
Hol'ðaliverlislælinisheríið.
Frá 1. júlí þ. á. er Guðmudnur Tömasson, Hall-
grimssonar, settur la»knir í Höfðahverfislæknis-
héraði.
Lendingiu í Bolungarvik.
Verkfrœðingur Þorvaldur Krabbe befir nýskeð
skoðað lendinguna í Bolungarvíkurverzlunarsteð
og komizt að þeirri niöurstöðu, að tökséuáþvi,
að bæta hatia, með tiltölulega iitlum kostnuði
ef hlaðnir séu smágarðar. frarn í sjóinn, og hafð-
ar vel ruddar varir milli þeirra.
Til þoss að gera fiskihöfn í Bolungarvík, er
staðurinn sé mjög vel fallinn til, telur hann á
hinn bóginn munu þurfa eigi all-lítið té,
Væntanlega verður þess eigi langt að bíða
að lendingin verði bætt á fyrgreindan hátt, þar
sem hér er um afar-brýna þörf að ræða.
þ. m,
Þjóðminningarhatíð.
verður haldin í ísafjat-ðarkaupstað 6.
(ágftst;.
Þar verður sungið, ræður haldnar, og fleira
haft til skemmtunar, leikinn fótknattleikur,
þreyttar glimur, sund, kapphlaup o. fl.
JVtanna.lát.
Hinn 4. júní þ. á. andaðist að Flekku-
vik merkiskonan Guðrún Eyjólfsdóttir
85 árn. Gufrún sál. var fædd í Hrólfs-
skála í Seltiarnarnesi 23. sept. 1826
Hún misti fareldra sína í æsku og ólst
upp hjá móðurbróður sinum Sigurði sál.
Ingj'ildssyni og konu hans Sigríði Péturs-
dóttur, og dvaldi hjáþeim þangað til hún
fluttist síðan að Vatnsleysnm ár 1849,
giptist hún s. a. Jóni Þorkelssyni, og
bjugftu þau 3 fyrstu biískaparár sín í
Miðengi hjá Vatnsieysu, og síðan allan
sinn búskap i Flekkuvík. Ar 1386 rnissti
hún eiginmann sinn, og búskap brá hún
J39S og dvaldi siðan hjá, Guðmundi syni
sínum og Jónínn konu hans, sonardóttur
siuni. Þau hjón eignuðust 9 börn, 7 syni
og 2 dætur sem báðar eru á lífi,
önnur ekkja Magnúsar Magnússonar frá
Tíðagerði, en hin ógipt. Af sonum hennar
eru 2 dánir, annar dó í æsku, en hinn
Guðmuodur, sem hún dvaldi hjá, dó 8
desbr. 19L8. Allir eru synir liennar, sem
á lifi era, kvæntir: Eyjóltur óðalsbóndi á
Þórustöðuæ, Þorkell trésmiður og bóndi
á Gufuskálum og Jón og Egill eru í
Ameriku.
Guðrún sál. var kvennskörungur, stjórn-
söm á heimili og snildarbúkona, gestris-
in og glaðlynd. Hún var kona vel greind
og víða heima i bókfræði; minnið ágætt.
Hún var djarfmanoleg, en þó kurteis og
skemmtileg í viðræðu. Hún var trúuð
og batði óbilandi traust á guði. Hún
var tryggur vinur vina sinoa og hjilpsöm
fátækum. Heimili þeirra hjóna var jafn-
i an talið eitt með efnaðri heimilum hrepps-
l ins, og orðlagt fyrir gestrisni. Ættingj-
j ar hinnar látnu óska að blaðið „ísafold"
birti einnií? ofanritaða andlátsfrogn konu
þessarar. Á. Þ.
Hinn 24. iúní þ. á. andsðist Jón Þór-
arinssoo, bóndi i Móakoti í Kálfatjamar-
hverfi, 40 ára að aldri. Foreldtar hana
voru: Þórarinn Hróbjartsson oglngibjörg
Eiríksdóttir, sem bæði eru dáin.
Jón sál. var kvæntur Ástríði Ólafs-
dóttur frá Höfða, vnr Ólafur sá son Guð-
mundar sál., er lengi bjó í Ey vindartungu.
í Laugardal. Jón sál. eignaðist 1 dóttur
með konu sinni, sem enn er í æsku. Jón
sál. var ágætur sjómaður og formaður
meðan beilsan leyfði, en fyrir all mörgum
árum missti hann heilsuna, en vanr> þó
sem optast með veikum mætti. Jóu sál.
var stakur siðprýðismaður og vel látinn
af öllum, sem kynni höfðu af honum.
Á. Þ.
Hiun 10. dag janúarmánaðar 1910 and-
aðist að heimili sinu, Dröngum í Árnes-
hreppi, bóndinn Guðmundur Pétursson
fullra 55 ára að aldri.
Hann var fæddur að Melum í Árnes-
33
Jeg er þrjótur og heimskingi! Ó! að jeg væri dauður!"
Að svo mæltu hné hann niður í stól, greip hönd-
unum fyrir andlitið, og fór að gráta.
„Takið nú eptir", mælti Harvey alvarlega, en þó
eigi óvingjarnlega. „Mig langar til þess að spyrja yður
að nokkru: Hafið þér Dokkuru sinni framið líkt áður?"
„Nei, aldrci — aldrei!" svaraði Frank. „Og jeg —
jeg g(-t varla trúað þvi, að jeg hafi framið þenDa glæp!
Mér virðist það ótrúlegt, og voðalegt til þess að hugsa!
Marga galla hefi jeg! En ekki lyg jeg; — því megið
þér trúa!"
„Reyoið nú að jafna^yður", mælti Harvey, „og seg-
ið mér allt! En munið, að segja mér aö eins sannleik-
ann, — allan sannleikann, en annað eigi. — Þér verðið
að segja rnér allt, sem er, eða þá segja mér alls ekkert!
Geti eg treyst því, að þér segið mér satt, skal eg hjálpa
yður, sé mér það mögulegt!"
Dale var þegar mjög fús á það, að segja æfisögu
«ina.
Það var sama gamla sagan, sero margir ungu menn
irnir liafa pð segja.
Foreldrar hans höfðu dáið, er hann var mjög ungur,
og ekki látið eptir sig eigur, er teljandi væru.
Hann var ungur, og léttúðugur, og vildi njóta lif's-
íds, svo að féð eyddist vonum bráðar, og fyr en bann
"vissi af.
En hhun var orðinn vanur því, að lifa vel, og eyða
miklu, og gat þvi eigi takmarksð útgjöldin.
Hann fór þi að taka lán, og tók einnig öðruhvoru
'þátt í peningaveðmálum.
Að lokum vakneði hann svo við vondan draum, eá
26
Eina mínútuna eptir aðra hallaðist hann fram á hönd-
ur sér i gluggakistunni, og faldi sig bak við gluggtjöldin
Beið hann þess, að hann heyrði fótatak frammi á
ganginum, að hann heyrði, að hurðinni væri lokið upp
komið við tappann til að kveikja á rafmagnslampanum,
og síðan gengið inn eptir gólfinu.
Jafnskjótt er hann heyrði, að lykli væri stungið i
skráargatið á skúffunni, sem smaragðsteinarnir voru í,
ætlaði hann að þoka gluggatjaldinu frá, og grípa þjófinn,
er hann snerti, eða þriri til gimsteinadósarinnar.
Honum fannst tíminn lengi að liða, og heyrði ekk-
ert hljóð, nema hund vera að gelta í tjarska, eða þá hóf-
tak einhvers klársins.
Hann var og við búinn, sð þjófurinn kæmi alls eigi
þá nótt, og yrði hann því að gera sér aðra vökunóttina,
eða ef til vill fleiri, en eína, því að eigi vildi hann hætta
við hálf búinn leik.
En hvað var þetta?
Heyrðist ekki eitthvað marr frammi á ganginum?
Honum heyrðist hann heyra þetta rétt í svip, og
jafnharðan var orðin sama dauðakyrrðin, sem fyr.
En nú var tekið hægt í hurðina, og einhver kom
inn í herbergið.
Harvey faldi sig enn betur bak við gluggatjöldin,
og bjóst til þess, að ráða á komumann, er minnst varði.
En nú var dauðakyrrðin svo megn, að hann fór að
efast um, að hann hefði heyrt rétt.
Rétt á eptir heyrði hann þó, að hurðinni var lokið
bægt upp, og að einhver kom inn í herbergið.
Svo varð enn dauðakyrrð, unz haDn sá, að kveikfc
var á oldspítu.