Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.02.1911, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.02.1911, Blaðsíða 3
XXY., 7.-8. Þjóbvu.ji\N 27 msetsi, skorar liann á þingið að athuga scm vandlegast og óhlutdrægast alla meðferð á fé hankans og ráðstafanir htjórnarinnar honum viðvíkjandi, en gjöra ekkert sem rýrt geti ábyrgðar- tilfinningu þeirra, sexn þar eiga yfir að ráða“. Þessi breytingartiilaga var^samþ. með ■31 atkv. gegn 16 atkv. Leit því fundar- stjói’i svo á sem aðal-tillagan væri þar með fallin og neitaði að bera hana til atkvæða, er tillögumaður 'krafðist þess. VIII. Kjnrdæmúmál. — Samþ. tillaga frá M. Torfasyni í eiuu hljóði svo hljóð- andi: „Fundurinn skorar á næsta alþingi að veita fé til koparþi'áðs á* símalí rmnni t.il Isafjarðai"1. Enn fremur var svo felld tillaga frá sama samþ. í eiuu hljóði: „Fundui'inn skorar fastlega á þing- manninn að fylgja af alefli áhugamál- um kjördæmisinsu. IX. Yerkmannamál. — Tillaga í því um 10 stunda vinnutíma lögboðinn í stað 12 stunda, er kom frá 01. ulafssyni o. fl. var felld með 3 atkv. gegn 2 at.kv. X. Samgöngumál. Málshefj. G-uðm. GTuðmundsson cand. philos. Tillaga frá málshefj. samþ. í einuhljóði svo hljóðandi: „Fxxndurinn skorar á þingið að krefj- ast þess, að bætt verði úrferðaáætlun- um póstgufuskipanna þannig, að auka- skip fari milli Eeykjavíkur og Isafjarð- ór og Vestfjarða um miðjan desember árlegau. XI. Fánamál Tillaga frá S. C. Love samþ. með 4 atkv. gegn 1 svo hljóðandi: „Fundurinn skorar á alþingi að lög- leiða staðarfána1'. Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slit.ið. Helgi Sveinsson. (jruðm. Guðmundsson. Þingmálafundur Noröur ísfir^ing-a. —o— Arið 1911 3. febrúar var þingmála- fundur fyrir Norður-Isafjarðarsýslu settur í Isafjarðarkaupstað, samkvæmt fundar- boði Skúla Thoroddsen, þingmanns kjör- dæmisins. Stýrði hann sjálfur fundinum en fund- arsknfari var kosin H. Jónsson á llauða- mýri. Mættir voru kjörnir menn úr öllum hreppum kjördæmisins, nema úr Sléttu- og H,eykjarfjarðarhreppum. Þingmaðurinn skýrði stuttlega efni fi’umvarpa þeirra, er stjórnin myndi leggja fyrir alþing. I. SambandsmáliS. Sambandsmálið rætt, og eptir nokkr- ar umræður var boi'in undir atkvæði til- laga frá þingmanni svo hljóðandi: „Fundurinn skorar á alþingi að fyljga eindregið fram sömu stefnu í sambands- málinu, sem á síðastaþingiu. Varsam- þykkt með 23 atkvæðum gegn 2. Þá var borin undir atkvæði tillaga frá H. Jónssyni á Rauðamýri, 'sem hljóðar þannig: „Fundurinn vottár þingmanninum þakklæti fyrir framkomu hans og af- rek í sambandsmálinu“. Samþykkt í einu Kljóði. II. Stjórnarskrármálið. Þá var rætt stjórnarskrármálið og ept- ir nokkrar umræður var borin undir at- kvæði tillaga frá þingmanni Isafjarðar- kaupstaðar: „Fundurinn skorar fastlega á alþingi að afgreiða stjórnarskrármálið á næsta þingi. með þeim breytingum er síðasta alþingi gjör'ii ráð fyrir“. Samþykkfc með 20 atkvæðum. Enn fremur var með 15 atkvæðum gegn 2, samþykkt svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn er óánægður með þá ráðbreytni stjórnarinnar, að bregðast áskoi'un síðasta þings í þessu máli“. Meðal helztu bi’eytinga er gera þiu-fi. á stjómarskránni telur fundurinn: að þingmenn séu allir þjóðkjörnir. að konurn verði veittur kosningarréttur og kjörgengi er þær fullnægja sömu skilyrðum, sem karlmenn. að öll eptirlaun megi afnema með lögum. Samþykkt, með 18 samhljóða atkvæðum. Felld var yfirlýsing um það að tilvís- xxn til stöðulaganna sé numin ixt gildi. Samþykkt með 8 atkv. gegn 4 að 45. gr. stjórnarskrárinnar sé numin úr gildi. 69 XI. Sjúkdómur hr. Ratray’s. Nokkra daga eptir það, er Kenwood heimsótti Roach- 'ley, var bann i mjög slæmu skapi. Eoaebley hafði að visu fullyrt, að hætt væri við samsærið, en hann lagði ekki trúnað á það. Á hinD bóginn hafði hann eigi mikla löngun tJ þess, er hann minntist þess, hversu farið hafði, er hann heimsótti Ratray, að gera sér nú ferð, til þess að að- 'vara hann. I þessum svifum frétti haDn og, að Ratray væri farinn t:l Taindúna. Á mánudaginn hafði hr. Eatray farið til Carnette- hússins, og daginn eptir bárust Ralph Bowmar, og ung- frú Ratray, samhljóða bréf frá honum. Hr. Batray kvaðst snögglega hafa varið kvaddur til Lundúna, sakir mikilsvarðandi málefnis, og verða að minnsla kosti viku að heiman. I bréfinu til Ralph’s mæltist, hanD til þess, að hann færi yfir öll blöð þar á staðnum, er xit hefðu komið síð- ustu áiin, og tíndi saman allt er um sig hafði verið ritað þar sexn hann kvaðst ætla að hagnýta það í meðmælaritð Tyrir verzlun sína. I bréfinu til Eleanor, mæltist Ratray til þess, að Iiún borgaði Bowmar laun hans, en nefndi þó ekki upp- hæðÍDa. Þetta er kjmleg saga!“ mælti Kenwood, er Ralph «kýrði honum frá þessu. 58 Eineigður maður kom nú inn. „Þú veizt, hvað þú átt að gera við hann!“ mælti Roachley, og benti á Ratray. „Já, það veit jeg!“ „Gættu þess, að húsið sé mannlaust á miðnætti!“ „Já!“ „.Teg fer til Lundúna“, mælti Roachléy, „og þegar störfum þínutn er lokið, farðu þá til Wybunbury!“ „Það skal eg gera!“ * * * Þegar hr. Ratray raknaði við, lá hann í rúmi, í her- bergi, ?em hann eigi þekkti, og var það ólíkt því, sem ensk herbergi eru vön að vera. Veggirnir voru úr óhefluðum borðum, og engÍD á- breiða á gólfinu, nema mjó ræma frá hurðinni að rúminu. Rúmstæðið var og úr óhefluðum borðum, sem börk- urinn var eigi farinn af. Hann lá stundarkorn, og horfði i hugsunarleysi á það, sem umhverfis hann var; en svo reis hann upp, og fór að reyna að glöggva minnið. Hann hafði farið til Carnette-hússins — líkÞga i gærkveldi. þar sem nú var bjart af degi —, farið þangað í þeim erindum, að semja við hr. Townsend um sölu á eign sinni. Þar hafði hánn reykt vindil — og raeira mundi hann ekki. Hann skreið með herkjum út xxr rúminu, og var Iiissa á þvi, hve máttlaus hann var, og hve megas svima hann kenndi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.