Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.02.1911, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.02.1911, Blaðsíða 1
Verð^árgangsins (minnst, 90 arkir) 3 kr. 50 aur. trlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borqiat ýyrir júnlmánað- nrlok. ÞJÓÐVILJINN. ——TuT^TUGASTI OG FIMMTI ÁB3ANGUB. -- . . -- Uppsögn skrifleg ðgild nenui komið sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyri/r bla'ðið. M 7.-8. |l ReYKJAVÍ*. 18. EEBR. li 1911. Fregnir frá alþingi. — o— I. Alþingi sett. Eins og lög gera ráð fyrir, varalþingi sett á miðvikudaginD 15. febrúar þ. á. SöÍDuðust alþÍDgismenn saman í al- þingishúsinu laust fyrir bédegi, og gengu siðan þaðan til kirkju, svo sem venja er til. Sté sira Björn Þorláksson á Dverga- steini, alþÍDgismaður Seyðiefjarðarkaup- •taðar, í stólinn í dómkirkjunni, og gengu þingmenn síðan, að guðsþjónustugjörðinni, iokinni, aptur til alþingisbússins, og tóku sér sæti í sal neðri deildar. Ráðberra Björn Jónsson las síðan upp boðskap konungs til alþingis, og lýsti þingið sett. Stóð þá upp Júlhis amtmaður Havsteen konungkjörÍDn þingmaður, og mælti: rLengi lífi konuDgur vor, FritJrih VIU\U — Risu þingmenn þá allir úrsætumsín- um, og tóku undir, með niföldu húrra- brópi. Ráðherra kvaddi siðan elzta þÍDgmann- inn, .Túlíus Hsvsteer, til þess, eem ald- ursforseti, að gangast fyrir kosningufor- »eta sameÍDaðs alþingis, og gekk hann þá þegar til forsetasætis. EmbœttismenD sameinaðs alþinr/is. Þá fór fram kosning forseta samein- aðs þings, og var kjörinn: Skúli 1 h oroddsen, er hlaut 28. atkvæði (H. Hafstein, fyr- verandi ráðherra, hlaut 18 atkvæði, en Ól. Briem 1, og 3 atkvæðamiðar voru auðir, þ. e. ekkert nafn á þeim.) Hinn nýkosni forseti gekkst því næst fyrir kosningu vara-forseta sameinaðs al- þingis, og var kjörinn: Signrður prófastur öunnarsson, er blaut 10 atkvæði (Ól. Briem hlaut 1. atkv., en 18 atkvæða-seðlar voru auðir.). JÞá voru, að viðhafðri flutfallskosning- araðferð, kosnir skrifarar sameinaðs al- þingis, og hlutu kosnÍDgu: sira Sig. Stefánsson og Jón Ólafsson. Kjörbréfaneínd. Þá voru, að við hafri hlutfallskosning- araðferð, kosnir þessir 5 þingmenn í kjör- bréfanefnd: Kristján Jónsson Jón MagDÚsson Sig Stefáns9on Ben. Sveinssop og Lárus Bjarnaon. Ætlunarverk nefndar þessarar er, að rannsaka kjörbréf nýkjörinna þingmanna fari svo, að einhver breyting verði' á skip- un þingsins á þingtimanum, sem litlar eða engar líkur eru að vísu til. Þingmenn skipast i deildir. ÞA var lokið störfum sameÍDaðs al- þingis, eptir það, er ráðherra hafði getið þess, að bann ætiaði þá sauidæ^uta, að leggja stjórnarfrumvörpin fyrir deildirnar og gengu þingmenn efri deildar þá inn í þÍDgsal efri deildar, og gekk aldurs- forseti hvorrar deildarinnar um sig þá fyrir kosDÍngu forseta. Embættismenn efri deildar. Þar féllu atkvæði svo við forseta- kosDÍDguna, að Kr. Jónsson háyfirdómari og Jens prófastur Pálsson hlutu tvívegis 7 atkvæði hvor, svo að varpa varð hlut- ke9ti, og varð þá niðurstaðan, að forseti var kjörinD: Jens prófastur Pálsson. Þá var kosinn fyrri varaforseti deild- arinnar, og var kosinn Stefán kennari Stejánsson, en annar varaforseti var kjör- inn Július amtmaðar Havsteen. Skrifarar deiidarinnar voru kosnir Steine/rímur sýslumaður Jónsson og síra Kristinn Daníelsson. Embættismenn neðii deildar. Yið forsetakosDÍnguna i neðri deild hlutu þeir Hannes Þorsteinsson og Ólafur • Briem jöfn atkvæði, 12 hvor, svo að kosið var að nýju, og var þá forseti kjörinn: Hanncs Þorsteinsson, er hlaut 14 atkvaaði (Ól. Briem hlaut þá 12 atkv.) Þá var kosinn fyrri vara-forseti deid- arinnar: Ben. Sveinsson og síðan annar vara-forsetr. eíra Há\fdán Ouðjónsson. En skrifarar deildarinnar voru kosnir, að viðhafðri hlntfallskosningar-aðferð: síra Björn Þorláksson og síra Eggert Páleson. Skrifstofa alþingis. Skrifstofustjóri alþingis er Einar Hjór- leifsson, og honum til aðstoðar á skrif- stofuDDÍ: Einttr Þorkelsson, stud. jur. Björn Palsson, Öuðm. skáld Magnksson. Flokkaskiptingin á þingi. Eins og á síðasta alþÍDgi, eiga núsæti á þingi, eða voru í þingbyrjuD, tuttugu og fimm sjálf'stæðismenn og fimmtán heimastjórnarmenn (sex þeirra eru kon- ungkjörnir). Fjáriaganefnd neðri deildar. Við fyrstu umræðu fjárlaganna i neðri deild 17. febtúar, voru kosnir 7 menn í fjárlaganefnd. Hlutfallsko9DÍngaraðferðin var við höfð, og voru kosnir: Skúli Thoroddsen Sig. Sigurðsson Björn Sigtússon Björn Þorláksson Pétur Jónsson Eggert Pálsson og Jóh. Jóhannpssor'. Eru fjórir hinir fyrst neÍDdu úr flokki sjálfstæðismann?, nu hinir þrír úr minni hlutanum. Til fjárlaganeÍDdarinnar var, svo sem venjulegt er, vísað fjáraukalagafrumvarp- inu fyrir árin 1910 og 1911. Fjárlaganefndin kaus á fundi samdæg- urs Skiiia Jhoroddsen, sem formann, og síra Björn Þor\áhsson skrifara. Keikningslaganefnd. Til þess að ihuga frv. um samþykkt iandsreikninganna fyrir árin 1908 og 1909, var á fundi neðri deildar 17. febrúar kos- in þriggja maDna nefnd. Kosnir voru: Ólafur Briem síra Hálfdán og Stefán í Fagraskógi, og er hinn síðast taldi úr minni hlutanuai. Til nefndar þessarar visar deiidin fjár- lagafrumvarpinu fyrir árin 1908 og 1909. Útrýming fjárkláðans. A þingfundi neðri deildar 17. febrúar voru kosnir þessir 5 meno, til að íhuga stjórnarfrumvarpið um útrýmingu fjáikláð- bds: Jón a HvaDná, sira Hálfdán, Þorleif- ur Jónsson, Einar Jónsson og Pétur Jóns- son. Tveir binir síðast nefndu eru úr minni hlutsnum. Landbúnaðarmál. Þrír þÍDgmenn (Sig. Sig., Ól. Briem og Jón á Hvanná) hafa í neðri de'ld bor- ið fram þÍDgsályktunartillögu þess efnis að skipa 5 manna nefnd, til þoss að í- huga landbúnaðarmál þjóðarinnar, og koma fram með tillögur þar að lútandi. Stjórnarskrárfrumvarp. Dr. Jón Þorkelsson og Bjarni Jónsson frá Vogi hafa í neðri deild borið fram frumvarp til stjórnarskrár Islands. Á frumvarp þetta verður siðar minnzt i blaði voru. Samkomudagar reglulegs alþingis Um frumvarp stjórnarinnar, að láta reglulegt alþingi koma saman 15. mai annað hvort ár, — en eigi 15. febrúar, sem nú — urðu töluverðar umræður á fundi neðri deildar 17. febrúar, en niður- urstaðan varð þó sú, að skipuð var þriggja manDa nefnd, til að íhuga mál'ð, og voru að viðhafðri hlutfallskoaningu, valdir í nefndina: Sig. Gunnarsson, Þorleiíur Jóns- son og Jón Ólafsson, — hinn síðast taldi. úr minm' hlutanum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.