Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.02.1911, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.02.1911, Blaðsíða 7
XXV., 7.-8. Þjóðviljinn. 31 Báturinn hét „Mab“, og var eign A. Asgeirs- sonar verzlunar. Brot úr bátnum fundust síðar rekin norður við Grænuhlið (Rit). Kappglima fór frarn á ísafirði 7. janúar þ. á., og tóku alis átta þátt í kappglímunni. Keppt var um „glímubelti Vestfjarða11. Bæjarfulltrúakosning' fór fram í Seyðisfjarðarkaupstað í öndverðum jan. þ. á. Kosnir voru: St. Th. Jónsson konsúll, og Jön kaupmaður Jönsson í Firði. MannaJát. Eins og getið var í 60. nr. blaðsvors f. á., andaðist hústró Asdís Sigríður Krist- jánsdiitir að heimili sinu í ísafjarðar- kaup9tað 28. nóv. síðastl. Hún var fædd á ísafirði 12. sept. 1875, og voru f'oreldrar heDnai: Kristján járn- smiður Arngrínjsson (f 22. júlí 1898) og seinni kona hans Carólína Á. Bjarnadóttir sem enn er á lífi. Ásdís heitin ólst upp bjá foreldrum sínum, en giptist í sept. 1902 eptirlif- andi eiginmanni sinum, Jósep Sigmunds- eym, HagalÍDSsonar, og Elínar Arnórs- dóttur, sem nú er til heimilis að Odds- flöt í Grunnavikurhrepyi. Bjuggu þau hjónin í ísafjarðarkaup- etað, eignuðust þar hús, og var Jósep formaður á véiabát síðustu árin. Þeim varð alls 8 barna auðið, og eru 6 dáÍD, en að eins tvö á lífi: 1. Karólína Ágústína, 7 ára að aldri, og 2. Skarphéðinn Hallgrimur, 3 ára. Ásdís heitin var dugnaðar- og mynd- arkona, og farnaðist þeim hjónum því fremur vel. 27. okt. siðastl. andaðist að Hólum í Sasketsohewan í Canada landi vor Ing- blffir Christianson, 26 ára að aldri, fæddur í MývatDssveit 3. nóv. 1884. — Bana- mein hans var tæring og botnlangabólga. Blaðið „Heimskringla“ segir, að Ing- ólfur sálugi hafi verið „kominn í góð efni er hann dó“, hafi átt „gott land, með með miklum umbótum á, vinnudýr og að miklu leyti öll Dauðsynleg verkfæri, og margt fleira — í allt líklega um 4000 dollara virði“. 1. des. síðastl. andaðist í WinDÍpeg, i eptir 7 daga legu í lungnabólgu, Qís\i Qís\ason, 66 ára að aldri, fæddur 31. okt. 1844. -- Hann og Brynjólfur JÓDseon frá Minna-Núpi voru bræðra-synir. Grisli heitinn var uppalinn undir Eyja- fjöllnm, en flufti til Yestmanneyja. er hann var um feimingu. — Árm 1885 flutti h8nn til Yesturheims, og bjó þar 26 ár i Spanish Fork. — Síðast átti hann þó heima í Winnipeg. „Heimskr.“ tjáir hann hafa verið vel við efni, orðheldinn, o(r áreiðanlegan, og yfirleitt Dýtasta og heiðarlegasta mann. Eins og getið var í 10.—11. nr. blaðs vors f. á., var Lárus Auðunnsson, hús- maður í HnífsdDl, einn þeirra, er fórust í snjóflóðinu mikla í Hnífsdal 18. febr. f. á., og skulum vér nú með fám orðum geta helztu æfi-atriða hans. Lárus heitinn Auðunnsson var fæddur að Svarfhóli í Álptafirði í Norður-ísa- fjarðaisýslu, og var 38 ára að aldri, er hann andaðist. — Foreldrar hans voru: Auðunn heitinn Hermannsson, er síðast bjó að Svarthamri i Álptafirði (f 2. okt. 1905) og fyrri kona hans Guðbjörg Is- leifsdóttir. Ólst Lárus sálugi upp hjá foreldrum sinum, og dvaldi með föður sínum, unz hann kvæntist eptirlifandi ekkju sinm', Rannveigu Sigurðardóttur, og varð þeim hjónum, ftannveigu ogLárusi, alls þriggja barna auðið. — Dó eitt barnanna í fæð- ÍDgu, en hir hétu: 1. Kristín og 2. Guðbjörg, er fórst í snjóflóðinu, ásarnt föður sínum. Fyrstu bjúskaparárin dvöldu þau hjón- in í húsmennsku að Svarthamri, og reistu sér þar húp, en fluttu það siðan út í Hnifs- dal, þar sem hægra var til sjóarins, og þar áttu þsu heima, unz Lárus fórst í snjóflóðinu, sem fyr segir. Meðan er Lárus dvaldi með Auðunni föður sínum, var hann formaður á fjögra- maDnafari, er þeir feðgarnir áttu saman og reri bann þvi jafnan úr Hnífsdal. — Yar har.n laginn ti! sjóarin0. og aflamður í góðu meðallagi. — Varð hann og eigandi alls útvegsins að föður sínum látnum. Yfirleitt, var Lárus talinn góður verk- maður, ötull við heyvinnu, og öncur al- geng bændastörf. — Harn var og reglu- maður, stilltur og þýðlegur maður, og 'l margt vel um hann, en átti þvi miður 1 löngum við heilsulasleik að búa, og gat því eigi neytt sín.sem skyldi. jjjl 6. des. síðastl. andaðiet í Nýja íslandi Björn Heimannson, 77 ára að aldri. Hann var fæddur að Selstöðum i Seyð- iefirði, og bjó hann þar lengi, ásamt konu sinni, Rannveigu Stefánsdóttur. — Hún var frá Stakkahlíð i Loðmundarfirði, og varð þeirn alls fjórtán barna auðið, og eru nú niu af þeim enn á lífi, sjö í Yest- urheimi, er tvö hér á landi. Árin 1903 fluttist Björn sálugi til Vesturbeim9, og dvaldi i Winnipeg, nema 65 „ Jé, jeg heyri og þegar hávaða þaðan!“ mælti hún. “Eigið þér þar heima? Mér sýnist vera einmanalegt, og leiðinlegt þar; en það er ekki óþrifalegra þar, en í öðr- um borgum“. „Verksmiðju-bæir eru hverir öðrum lík.ir“, svaraði Hallur. „Jeg á þar ekki heima, heldur í — Hatherford, sem er þrjá mílu-fjórðunga þaðan“. „En þá er eg að teyma yður laDgt burt frá heimili yðar“, mælti hún. Það þykir mér leiðinlegt“: „Yður þykir það ef til vill einnig“, mælti hún litlu síðar hlægjandi. Hallur svaraði engu, því að hann vildi ekki segja það, sem hann langaði til að segja, né heidur nota al- geng kurteisis-orðatiltæki. — Hann réð eigi fyllilega við sjálfan sig, því að fegurð hennar, unaðsleiki, og málróm- ur, töfraði hann gjörsamlega. — Bréfið til Eleanor kom og í huga hans hvað eptir annað. „Þér eruð mjög þegjandalegur!“ mælti hún loks, til þess að rjúfa þögnÍDa. „FinDst yður það?“ „Já, jeg hefi ávarpað yður tvivegis“. „Æ, jeg var að hugsa um annað!u svaraði Hallur. „Hvað voruð þér að hugsa um?“ „Það þoir eg eigi að segja yður — enu þá!“ svar- aði Hallur. Hún brosti, og í myrkrinu komu höndur þeirra hvor- ar við aðra. Hallur dró þó höDdina brétt að sér, því að hann aaundi eptir bréfinu til Eleanor. „Þér hafið alls eigi innt eptir nafni mínu“, mælti 62 kvenDmanninn varð, sá hann ekki, með þvi að bifreiðin leyndi henni. Hallur hljóp sem hann mátti, og kom þó eígi þangað fyr en að nokkrum mínútum liðnum. Það var auðséð, að stúlkan hafði eigi orðið fyrir neinum verulegum meiðslum. HeDni hafði tekist, að smjúga út úr bifreiðinni, og beygði sig nú niður að karlmanninum, sem lá meðvit- undarJaus, og reyndi að hella kognakki ofan í hann. Hún leit brosandi á Hall. „En hvað mér þykir vænt um, að þér komuð!“ mælti hún, eins og hún væri gamal-kuDningi hennar. Stúlkan var ung, líklega tuttugu og tveggja ára að aldri. Aodlitið var fjörlegt, augun svört, og leiptrandi, og og skiptu opt litum. Yfirleitt bar andlitssvipurinn það með sér, að hún var frá suðurlöndum. Augnaráð henDar hafði einkennileg áhrif á Hall. Áð klæðnaði, og ytri yfirlitum, var hún mjög út- lendingsleg, en talaði þó óbjagaða ensku, og málrómur- ídd var þýður og fagur. Hallur tyllti sér á stein, og fór að tala við karl- manninn. „Hér um hil mílufjórðung héðan er hús“, mælti Hall- ur við ungu stúlkuna, án þess þó að líta á hana. „Hvað þóknast yður?“ mælti hún, og hafði hún þó óefað heyG, hvað hann sagði. Hallur hafði upp sömu orðin, sem fyr, en leit þó eigi á stúlkuna. Honum datt í hug bréfið, sem haDn hafði skiifað

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.