Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.02.1911, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.02.1911, Blaðsíða 6
30 Þ.IÓBV1LJINN. Iftnsýning-. * Akveðið er, að iðnsýning fari fram á ísafirði 17. jviní næstk. (á afmæli Jóns sáluga Sigurðs- sonar). Minnisv.n ði Jóns Sigurðssonar. Vestur-Islendingar hafa skipað 15 manna nefnd til að gangast fyrir samskotum til minnisvarða Jótis Sigurðssonar sáluga. ■ Sira Jón Bjarnason í Winnipeg er formaður nefudarinnar. Aðal-fundur búnaðarfélags íslands. var haldinn i Reykjavik 8. fehr. siðastl. — Á íundinum voru lagðir fram ársreikningar félags- ins. — Forseti félagsins. síra tíuðm. Helgason, skýrði og frá störfum þess á árinu; sem leið. Þá voru rædd ýms búnaðarmálefni, og þessar tillögur samþykktar: I. Frá Torfa skólastjóra Bjarnasyni: Fundurinn óskar að búnaðarþingið taki þess- ar 4 tillögur til meðferðar og að svo miklu leyti sem búnaðarþingið felst á þær, leggi þær fyrir alþingi i vetur og stuðli til þess, að tillögurnar nái þar fram að gangá: 1. Að þingið semji beimildarlög fyrir hrepps- félögin til að gera samþykktir um heyásetnings- eptirlit og heyforðabúr. 2. Að þingið heiti hverju því hreppsfélagi, sem kenrur á hjá sér þesskonar samþykkt, ár- legum styrk úr landssjóði, er nemi helming þess kostnaðar, sem leiðir af heyásetningseptirlitinu og heyforðabúrinu. 3. Að þingið ætli áfjárlögunum allt að 30,000 króna láni til þess að koma á fót kornforðabúr- um samkvœmt lögum um samþykktir um korn- forðabúr til skepnufóðurs. 4. Að þingið veiti Búnaðarfélagi Islands sér- stakan styrk til þess að kosta 1 eðr 2 menn til þess að ferðast um landið næstu 2 sumur, til þess að hvetja bændur til að gera samþykktir um heyásetningseptirlit og fóðurforðabúr. II. Frá Hermanni Jónassyni frv. skólastjóra: Fundurinn skorar á bún'Bðarþingjð, að gera alvarlegar ráðstafanir til þeBS, að koma i verk- lega framkvæmd umbótum á jarðrækt, garðyrkju og kvikfjárrækt, og yfir höfuð öllum búnaðar- j háttum í Snæfellsness og Hnappadalssýslu. III. Frá Sígurði búfræðing Sigurðssyni; 'Fundurinn skorar á búnaðarþingið, að áætla einhvern styrk til byrjunartilrauna með tilbún- ing og sölu á osti úr sauðamjólk. i IVT. Frá Birni hreppstj. Bjarnarsyni: F'undurinn skorar á búnaðarþingið: , I. Að gangast fyrir því, að breytt verði reglum fyrir styrkveitingum til búnaðarfélaga í samræmi við tugamálskerfið. U, 2. Að gera tillögu til alþingis um annað fyr- irkomulag á verðlaunaveitingum úr Ræktunar sjóði Islands, þannig að bændur þurfi eigi að sækja um slík verlaun. 3. Að s miskonar fyrirkomulagsbreyting verði gerð viðvíkjandi heiðurslaunum úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. I stað fulltrúanna síra Eiríks Briem og Þór- halls biskups Bjarnarsonar, voru kosnir: Björn hreppstj Bjnrnarson í -Gröf og Þórtiallur biskup. — Síra Eiríkur hafði beðizt undan endurkosn- ingu. Sigurður ráðanautur Sigurðsson var og end- urkosinn vara-fulltrúi. Kvennfélagið „Hlíf“ á ísafirdi. hélt ýmsum gamalmennum samsæti 22. jan. þ. á., eins og venja félagsins hefur verið nokk- ur undanfarin ár. Fánamálið. Ungmennafélag ísafjarðar samþykkti á fundi 22. jan.fþ. á. svo látandi ályktun: „Ungmennafélag Isafjarðar skorar á þing- mann Isafjarðarkaupstaðar, að vinna af aleíli að því á næsta alþingi. að löggiit verði sér- stakt flagg fyrir ísland, er notað verði á ís- landi, og í landhelgi þess, þar til það öðlast fullkomna viðurkenningu11. Slingfélagið „Svanur11 frá Þingeyri. Söngfélagið „Svanur“, frá Þingeyri í Dýra- XXV., 7.-8. firði, hélt samsöng í Goodtemplarahúsinu á ís- firði 27. jan. síðastl. Sungin voru alls 17 lög. Cand. med. Qunnlaugur Þorsteinsson söng tvö fög sóló. Bæjarbruni. 28. janúar þ. á., árla morguns brann bærinn að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal í Suður-Þing- eyjarsýslu. í'jós, og fjóshlaða, er áfast var við bæinn, brann þó eigi. Kveikt hufði verið í eldavél í baðstofu um nóttina, tneð því að þar var barri veikt, og nokkru síðar heyrði bóndinn, að bresta tók |f þekjunni, og var þá þegar slökkt i eldavélinni en eldurinn hafði þá læst sig um atla þekjuna Engir voru í bænutn, nema, tvö gatnalmenni og fjögur börn. Hjónin fengu bjargað fötum, rúmfatnaði o. fl. en með því að ofsa-veður var, fauk sumt, eða varð fyrir skemmdum. Fólk, er þusti að af næstu bæjum, fékk bjarg- að matvælum o. fl., er geymt var í framhýsi. Bóndinn á Hallgilsstöðum heitir Robert Bárðarson, og hefur hann orðið fyrir miklu fjár- tjóni, með því að allt var óvátryggt. Frá ísafjarðardjúpi. Með hafíshroðanum, er kom inn í Djúpið í janúar, gekk nokkur fiskur inn Jí Djipið, og voru þar því prýðisgóð aflabrögð nokkra daga, en gæftir því miður mjög tregar. Strokinn úr gæzluvarðhaldi. Maður brauzt út úr fangahúsinu á ísifirði á nýársnótt. Hafði framið þjófnað i gufubátnum^^Varanger11 á síðastl. hausti. Eigi hafði hann náðst, er síðast fréttist. Vclabát sleit upp Sundunum á Skutilsfirði í öndverðum jam- | úar þ. á. 61 Hann var ekki svo ástfanginn, að um afbrýðis9emi gæti verið að ræða. Það þóttist hanD þó sannfærður um, að Eleanor hefði hitt manninn áður, og var opt nærri komið að hon- um, að inna hana eptir því, þó að eioatt færist það fyrir. Honum fannst hann og einhvern tíma hafa sóð ræfil þenDa áður, þótt eigi myndi hann, hvar eða hvenær. Hann hafði vænzt þess, að Eleanor hefði minnzt eitthvað á þetta, en það gerði hún ekki. Seinni hluta dags var Hallur einhverju sinni á gangi. Hann gekk mjóan stig, sem liggur um einaafjarð- eignunum í Hatherford. Hann var í illu skapi. Því vék svo við, að hann hafði þá um morguninn, samkvæt all-áleitinni áeggjan móður siunar, skrifað Eleanor og innti hana eptir þvi, hvori hún hefði ráðíð með sér, hverju hún svaraði bÓDorði hans. Hann reyndi nú að telja sjálfum sér trú um, að haDD biði svarsins með brennandi óþreyju, eins og ást- föngnum manni ber. Hallur var þegjandalegur, og alvörugefinn að eðlis- fari, en þó tilfÍDningaríkur. Það var euginn vafi á því, að fengi hann ástá stúlku þá yrði hún eldheit. — En hann bar eigi ást til Eleanorar. Allt í einu sá hann bifreið, sem karlmaður og kvennmaður sátu i, komu á vegi skammt frá sér. Svo var að sjá sem vélin bilaði allt í einu, þvi að bifreiðin kastaðist til vinstri handar, upp í steinhrúgu, og valt þar um koll, vellandi og sjóðandi. Karlmaðurinn kastaðist niður í skurðinn, hvað um 66 hún. „En nafn yðar veit eg. — Jeg innti bóndakonuna eptir því — og ýmsu öðru“. „Jeg hefði haft einhver ráð með, að fá að~ita uafn' ið yðar“, svaraði Hallur. Nú hrökk steinn niður úr klettuuum, með miklu braki. Hún hrökk við, oa greip í höndina á Halli. Rétt á eptir tók hann þó eptir því, að það var hann, sem hólt í höndina á henni, og rankaði þá við sór. „Þér hafið enn eigi innt mig eptir nafuinu mínu“, mælti hún. „Hvað heitið þór þá?“ „Oonstance Raycourt!“ „Eigið þór heima í Merstham?“ „Nei, jeg er þar að eins um tíma, og legg af stað þaðan að viku liðinni. — Eða það vona jeg; — jeg kann ekki vel við mig í Merstham“. „Jeg er þar í verzluuar-erindum“, bætti hún við. „Eruð þér ein á ferð?“ „Nei!“ svaraði hún. „Auk mannsins, sem með mér var, þá er og vinnukona mín með mór, og frænka mín, Mary að nafni. — Jeg kalla hana það, en gæti nú reynd- ar sagt yður hvernig skyldleikauum er varið. — Hún hefði verið með mér í dag, ef eg hefði eigi farið í bif- reið. — Henni er ílla við allar bifreiðar“. „Ekki er það að ástæðulausu^, anzaði Hallur, „ef opt tekst til, eins og í dag“. „Það er nú í fyrsta skipti, er svona tekst til“, svar- aði hún, „og vona eg að bifreiðin sé óskemmd. Yíð fór- um í henni á þrem dögum frá Lundúnum til Merstham. Það var inndælt! Hafið þér aldrei ferðazt í bifreið?“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.