Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1911, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1911, Blaðsíða 5
XXV., 9.-10. ÞjÓBVrLJIN H 37 nytsöm og nauðsynleg þjóðþrifa fyrir- tæki, og koma fram með tillögur þ&r að lútandi. *2. til þess að íhuga fyrirkomulag veðdeild- ar landsbankans, og leggja ráð á, og tillögur fram um það, hvernig tiltæki- legast væri, að lánskjörin gætu orðið hagfeldari fyrir almenning, en þaunú ©ru. Peningamálefni landsins. Peningamáianefnd vilja þeir Magn. Blöndahl, dr. Jón og Björn Kristjánsson, að skipuð sé í neðri deild, til þess að í- huga peningamálefni landsins, og koma fram með tillögur um þau. ToJl-laganefnd. Til þess að íbuga toll-lagafrumvarp stjórna^innar skipaði neðri deild 18. febr. þessa B menn í nefnd: Ólaf Briem- Hannes Hafstein Magnús Blöndahl Sig. Gunnarsson Jón í Múla Ben Sveinsson og Jón Sigurðsson. Tii nefndar þessarar var og vísað atjórnarfrumvörpunum: um erðarfjárskatt, aukatekjur. og uin vitagjald. Ullar-tollur. Frumvarpi stjórnarinnar um 5 aur. út- flutniugsgjald af kílógrammi af ull, vís- aði neðri deild til nefndarinnar í fjár- kláðamálinu. Búnaðarfélögin. Sty rk- úthlutunin. Sig. Sigurðsson ber fram þingsályktun- artiilögu i neðri deild um breytingu á reglum, sem fylgt er, að því er úthlut- un styrks til búnaðarfélaganna snertir. Siglingalög, Neðri deild skipaði 18. febr. þessa 5 menn í nefnd, til þess að íhuga ofan- greint stjórnarfrumvarp: Hannes Hafstein, Bj. Kristjánsson, Magn. Blöndahl, Bjarna Jónsson og Jón Magnússon. Landsbankamál. — Rannsóknarnefnd. I efri deild hefur Lárus H. Bjarnason borið fram þingsályktunartillögu þess efn- is, að deildin skipi 5 manna nefnd, til að rannsaka gerðir landstjórnarinnar i landabankamálinu, og fleiri málum. Nefndin á að hafa vald til þess, að heimta ekýrslur, munniegar og skrifleg- ar, bæði af embættismönnum og einstök- um mönnum, samkvæmt 22. gr stjórnar- skrárinnar. Vantraust á ráðherra. Eins og getið er um í þessu nr. blaðs | vors var 20. þ. m. (febrúar) útbýtt í báð- j um deildum þingsins þingsályktunartil- lögum þess efnis, að lýsa vantrausti á núverandi ráðherra. Flutningsmenn eru nokkrir þing- menn úr meiri hlutanum (sjálfstæðisflokkn- um) Stýrimannaskólinn. Til að íhuga stjórnarfrumvarpið um stýrimannaskólann kaus efri deild þessa þrjá menn í nefnd: Ara Jónsson, Eir. Briem og Gunnar Ólafsson. Vitar og sjómerki. Nefnd, til að ihuga hér að lútandi stjórnarfrumvarp, kosin í efri deild: Aug: Flygenring, öunnar Ólafsson Júlíus Hav- steen, Sig. Hjörleifsson og Sig Stefáns- son. Frá Vestur-íslendingum. Tv®ir fiskiraenn íslenzkir, er áttu heima í grennd við Árnes, telja menn, að farist hafi seint á árinu, eem leið. — Höfðu þeir stundað fiskiveiðar við Hreindýra-eyju í Wsnni- pegvatn’, og hefir eígi til þeirra spurzt, en hundar þeirra fundust frosnir í ís. Menn þessir hétu B. Stefámson og B Sigurðsson. Um loptskeyti, og notkun þeirra, heitir dálitill ritlingur, eptir Vilh. Finsen loptskeytafræðing, sem nýlega er kom- inD á prent. I ritlíngi þessum skýrir höfundurinn frá hagnýtingu loptskeyta, til þess að koma orðsendingum til skipa & hafi úti eða frá þeim til lands, eða annaraskipa, o. fl. Scngfélagið „Glymjandi”. á ísatirði. A siðastl. hausti var í ísafjarðarkaupstað stofa- »ð sÖDgfólag, er „ölymjandi11 nefnist. 79 „Og þetta getið þér fengið yður til að segja?“ „Já, hví ekki, fyrst mér finnst það satt vera?“ Þessi orð hennar hneixluðu Hall, sem vod var, en gjörðu hana þó engu siður hrífandi í hans augum, en fyr. „Ætti eg nú að ímynda mér, að þér segið þetta í einlægni?“ „í einlægni? Hví ekki? En hvenær eru menn ein- lægir, og hvenær ekki? Þegar piltur gengur að eiga atúlku að eins vegna peninga hennar, finnst yður hanu þá vera einlægur gagnvart heiminum?" „Hvers vegna hæðist þér að mér, og styggið mig?“ mælti hann. Hann stóð hjá henni, greip í höndina á henni, svo að hún varð að standa upp, og kippti henni fast að sér. í sama augnabliki var barið hart að dyrum, og frænka hennar rakst inn á þau, og sá þau standa vand- ræðaleg, sem skólabörn. En Constance áttaði sig brátt, og lét, sem þau væru að kveðjast, og Hallur gekk út, all-vandræðalegur. Hvað átti allt háttarlag hennar að þýða? Hafði hún frétt, að hann væri fastnaður Eleanor, og keondi him afbrýðissemi? En hvað sem þessu leið, var hann þó svo kátur, lem þeim manni er unnt að vera, sem er trúlofaður, en jJhefir ást á annari stúlku. XIY. Blöðin fá umtalsefni Scott Mallabar hét. aðal-fregnriti „Craneboro-blaðe- 72 „Jeg þarf ekki að gera yður ómak!“ mælti hún kuldalega jeg get komið aptur!“ „Tryggara er það!“ Nú varð augnabliksþögn, unz Eleanor kvaddi. „Þér eruð hörð við mig!“ mælti Kenwood lágt, og sást á augunum, að hann var hryggur. „Ekki harðari, en þér við mig!“ mælti hún ósjálfrátt, og óviljandi. „Jeg!“ æpti hann. „Er jeg harður við yður? — jeg, sem tilbið yður!“ Hann laut niður að henni, og kyssti á höndina á. henni. „Eleanor!“ hvíslaði hann. „Hvernig þoiið þér, að gjörast svo djarfhr? Jeg er öðrum heitin“. Kenwood þóttust þá skilja, að hún bæri ást til Halls. „Fyrirgefið!“ mælti hann stillilega. í sama vetfangi kom Ralph Bowmar inn. Ungfrú Rafcray fékk honum peningana, og sagði: „Jeg hefi frétt af föður mínum! Hann er þvi miður orð- inn mjög veikur! Jeg ætlaði að ferðast til hans, en hans símaði, að eg skyldi ekki koma“. „Hann hefur fengið karlmann, til að hjúkra sér“, mælti hún enn fremur, „og kemur heim á mánudaginn!“ Kenwood kipptist við, er hann hayrði nefnd veikindi Ratrays. Veikindin voru einn þátturinn í fyrirætlunum Roachleys. Stóð ekki samsærið sem hæðst yfir?“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.