Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1911, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1911, Blaðsíða 6
38 ÞjÓÐVÍLJINN. í stjórn félags þessa eru: verzlunarstjóri Jón Hróbjartsson (fornaaður) Jón Páll Gunnarsson snikkari (gjaldkeri) og Jóhann kaupmaður Þor- steinsson (skrifari), en söngstjóri er Jónas Tóm- asson, er í fyrra vetur stundaði nám hjá Sigtúsi •öngfræðing Einarssyni i Reykjavík. Félagið hefir í vetur tvívegis haldið samsöng k ísafirði, í síðara skiptið að kvöldi 11. febr- úar þ. á. Á söngskránni voru alls lög eptir fjórtán tón- I ■miði, þar á meðal þrjú lög eptir islenzka höf- J anda (Jón Laxdal, Heiga Helgason og Jónas a Tómasson, söngstjóra félagsins), ogtextarnir all ! ir íslenzkir, nema tvö kvæðin (af sextán alls) dönsk. Samsöngurinn, sem haldinn var í Goodtempl- arahúsinu á ísafirði. fór mjög vel fram, og þótti vel Stýrt. — Kvennraddirnar (sopran og alt) mjög fagrar, og bassinnjgóður, en tenorinn heyrð- ist miður. — Sérstaklega var hassi Jóns Hró' hjartssonar mjög góður, og fri Thorberg, og frú Helga Jónsdóttir í Norðurtanganum, sungu sopr- aninn mjög vel. Lagíð, sem söngstjórinn, hr. Jónas Tómasson ! hafði samið við kvæðið „Hljóðfallið“, þótti mjög fallegt. (x+y) Slysfarir. Kona verður úti. 15. janúar þ. á. varð kona úti í Mývatnssveit- inni í Suður-Þingeyjarsýslu, Kona þossi hét Kristín Bogaclóttir, og átti heima að Stóra-Ási. Sonur hennar stóð yfir fé, og fór konan á- samt dóttur sinni, að loita hans. Villtust mæðgurnar, og varð konan úti seinni hlnta neetur, eu dóttirin komst til beejar að morgni, Pilturinn hafði og komizt heim um kvöldið. Síra ðlattías Joehumsson. Sjötiu og fimm ára afmælis síra Matthlasar Jochumssonar minntust ýmsir danskir rithöfund- ar, og listamonn, á þann hátt, að þeir sendu honum skrautritað ávarp. Asgeirsverzlun á Inafirði. Hr. Arni Jónsson, sem veitt hefir verzlun Á. Ásgeirssonar á ísafirði — einni af stærstu verzl- unum landsins — forstöðu í þrjátíu ár, lét af verzlunarstjórastörfunum iim áramótin síðustu, enda hefir jrað vorið annrlk staða, og eigi vanda- lítil, og því sízt að furða, þó að hann hafi nú ílj ið uum sét hvíl lar, þar sern hann er nú far- inri að byrja sjöunda áratugirin. Hr. Árni Jónsson, sem er guðfræðiskandídar frá prestaskólanum, róðist á þrítugsaldri tilísa- fjarðar, og kvæntist þar Lovísu, dóttur Asgeirs kaupmanns Asgeirssonar eldra, og réðu þá at- vikin þvi, að hann sneri sór að verzlun, í stað þess að hagnýta guðfræðisþekkingu sína, sem venjulegast er. Thorkillii-ha rnaskólasjóður. Ráðherra hefir nýskeð skipað fimm manna nefnd, tii þoss að gera tillögur um hreytingat á gjafabréfi Jons Þorlcelssonar, fyrrum skólastjóra í Skálholti. — Gjafahréfið or dags. 8. apríl 1759, og er féð gefið „til kristiiegs uppeldis allra fá- tækustu birnanna í Kjalarnesþingum11, og þykja ákvæðin nú orðiðjeigi samsvara kröfum nútímans, sem æskilegt vœri, enda sjóðurinn núorðinn|70 þús. króna. Nefndinoi er þó ætlað, að haga tillögum sín- um svo, að farið sé sem næst tilgangi gefandans. I nefndinni eru: Klsmenz landritari Jónsson (formaður), Þórhallur biskup Bjarnarson, Jens prófastur Pálsson, Jón Þdrarinsson (konnslumála- umsjónarmaður) og dr. Jön Þorkelsson (landskjala- vörður). Lausn frá pestskap. Benedikt prófasti Kristjánssyni, presti að Grenj- aðarstað i Suður-Þingeyjarsýslu, hefir verið veitt lausn frá prestskap frá næstk. fardögum. XXV., 9,—10. Húsbruui. Aðfaranóttina 27. f. m. (janúar) hrann til kaldra kola hús að Bakkagerði í Borgarfirði eystra. Húsið, sem var eign Helga Bjömssonar, jVar vátryggt fyrir 2500 kr. Nokkru af innanstokksmunum var hjargað. Óveitt prestakall. Grenjaðarstaðarprestakall i Suður-Þingeyjar- sýslu er auglýst til umsóknar, og or umsóknar- fresturinn til 10. apríl næstk. — Veitistfrá næstk. fardögum. 1 Prestakallinu eru þessar sóknir: Grenjaðar- staðar-, Ness-, Einarsstaða- og Þverár-sóknir. Heiðursgjallr. 15. þ. m. voru Olafi hreppstjóra Jónssyni i Austvaðsholti, og Quðrúnu Jönsdóttur, konu hans, fœrðar heiðursgjafir: göngustafur úr íbenvið, og kaffi-áhald, hvorttveggja með álotruðu nafni. Það voru sveitungar hjónanna, Landmenn í Rangárvallasýslu, er færðu þeim gjafirnar. Enn fremur var þeim hjónum og færtávarp. Skip strandar. Sjö menn farast. Aðfaranóttina 21. febrúar þ. á. strandaði þýzk botnvörpuveiðagufuskip á Skógarfjöru undirEyja- fjöllum. * Skipið hót „Brema“. Sjö menn drukknuðu, þar á meðal yfirmenn skipsins. Eimm af skipverjum var hjargað. t Jakob kanpmaðnr Thorarensen á Reykjarfirði 29. janúar þ. á. andaðist í Reykjar- fjarðrtr-verzlunarstað í StraDdasýslu Jalcob kaupm iður Ihoraransen. 73 XII. Aðvörunin. Daginn eptir það, er hr. Ratray var fluttur sjúkur heirn til sín, kom Kenwood þangað. Hann hitti ungfrú Ratray, er tók honum kuldalega, en skýrði þó eptir ósk hans, föður sinum frá þeim til tnælurn hans, að hann vildi fá að tala við hsnn. Honum var sagt að koma að kvöldi næsta dags kl. 8. Hann kvaldist mjög af umhugsuninni um samsærið. Daginn eptir kom hanD á ákveðnum tíma, og var vísað inn í siúkraherbergið. Þar var mjög dauft ljós inni. Veiki maðurinn hvíldi höfuðið í ótal koddum Svo var að sjá, sem hann þekkti Kenwood ekki. „Setjist niðui!“ mælti hr. Ratray, og benti á stól, sem var dálitið frá. „Hvað viljið þér mér?“. „Það er mjög áríðandi mál“, svaraði Kenwood „Ella hefði eg eigi ónáðað yður! Jee er kominn, til að að- vara yður!“ „Aðvara mig! Gegn hverjum?“ svaraði Ratray, mjög forviða. „Vara yður við manni, sem Roaehley heitir, er vill gera yður íllt!“ Kenwood þagnaðí, enda vandamál um að ræða. „Jeg vara yður eÍDnig við manninura, sem hefur stundað yður í legunni, Eales sð nafni, þeir eru sam- særismenn gegn yður báðir, hann og Roacbley!“ „Eales og Roachley —“, mælti Ratray. „En sá, er 78 Hún fær ekki að vita það, og jeg teb mér það ekbi nærri! Nú getið þér talað fagurlega við mig!“ ’ Hann spratt upp. — Honum sárnaði það, sem hún sagði, með þvi að hann bar ást til hennar. Þó að hann vissi, að þetta ætti að vera gaman, sárn- aði honum það engu síður. „En jeg skal geta betur!“ rnælti hún enn fremur. „Þér hafið ko nið, af því að þér gátuð ekki annað!“ Hallur settiat hjá henni. „En hafi jeg nú eigi getað annað?“ mælti hann, og laut ofan að henni. Hún leit á hann, og sá, að hann var fölur, og að eldur brann úr augum honum. Húu sá, að hún hafði farið feti lengra, en skyldi, Og lét þvi spurningu hans ósvarað. „Má jeg ekki sýna yður ljósmyndirnar, sem eg hefi tekið?“ mælti hún. „Lítið á! Hérna er góð mynd! Jeg tók ljósmyod af manni þ«ssum, er hann var að blóta dreng, sem kastað hafði snjóköggli í augað á honum! Það kemur sér opt ílla að því er oss stúlkurnar snertir, hve ógjarnt oss »r, s im- um hverjum, að fara með blótsyrði. — Hefði maðnrinn eigi svalað reiði sinni með blótsyrðum, hefði hann barið drengÍDn til bana!“ „Og hérna eru brúðhjóo“, mælti hún enn fremur, „sem eru að koma úr kirkjunui! Þau eru glöð í bragði, einkum hún, og þó skyldi mig sízt furða þó að hann væri farinn að standa á henni með barsmíð!“ „Ekki ferat öllum mönnum svo við konurnar sínar“, roælti Hallur. „Þá ætti þó svo að vera“, svaraði hún. „Konur eru, sem börn og hundar!“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.