Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.04.1911, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.04.1911, Blaðsíða 4
64 Þjóbviljinn. XXV., 16.-17. hafa í vetur verið að þinga um verzl- ujiarsamning milli landanna, og bar einn þingmanna, Bennet að nafni, við það tækifæri fram þingsályktun á þingi Banda- manna þess efnis, að leita samninga um sameiningu Bandaríkjanna og Canada, og annar þingmaður, Champ Clark að nafni, lét sér þau orð um munn fara, að þess myndi eigi langt að bíða, að stjörnu- fáninn — merki Bandamanna — myndi blakta alla leið til norðurpólsins. Taft, forseti Bandamanna, mun hafa óttast, að tiltektir þessar vektu óánægju Breta, og gætu einnig leitt til þess, að þingið í Canada hafnaði verzlunarsamn- inginum, og flýtti hann sér því, að mót- mæla ofan greindu. VI ex i <•<>. Uppreismnni í Mexico enn eigi lokið, og brutust nokkrir uppreisnarmanna ný skeð inn yfir landamærin. réðu á vopna- verksmiðju þar, otuðu skammbyssum að verkamönnum, og neyddu þá til þess, að afhenda sér 300 byssur, og 1700 dollara í peningum. Mælt er, að atvik þetta muni ef til vill leiða til þess, að Bandamenn skerist í leikinn, til þess að koma friði á í Mexico. Paragua.y. í lýðveldinu Paraguay íSuður-Amer- íku er uppreisn um þessar mundir. Foringi uppreisnarmanna heitir Rigu- elme, og gegndi hann áður innanríkis- ráðherrastörfum. Marocco. Ymsir kynflokkar í héraðinu Cherada hafa ný skeð neitað að borga skatta, sem og að veita soldáninum í Marocco hlýðni og hollustu, og hefir hann því sent herlið á móti. Hefir þetta gert norðurálfumenn, sem heima eiga í borginni Pez, all-felmturs- fulla, með því að þeir^eru hræddir um, að svo kunni að fara, að ráðist verði á borgina. Senoussi. Frakkar hafa hafið ófrið gegnsoldán- inum í Senoussi, og áttu þeir orustu við hann 12. íebrúar þ. á. — Stýrði Modar kapteinn her Frakka, og féll soldán, og synir hans þrír, og alls er mælt, að tvö hundruð hafi fallið af liði soldáns, en fjög- ur hundruð orðið sárir. Af Frökkum féllu á hinn bóginn að eins átta, og tuttugu urðu sárir. — Hafa auðvitað haft mun betri vopn, og gætt þess, að vera svo langt burtu, að menn soldáns næðu eigi til þeirra, eða því sem næst. — Gerist óþarft að lýsa því hér, hve svívirðilegar þessar og þvílíkar að- farir stórþjóðanna gegn lítt menntuðum þjóðflokkum eru. Arabía. Uppreisninni þar enn þá hvergi nærri lokið, og sátu 60 þús. Araba um borgina flodeida í Yetnen, er síðast fréttist. Nýlega börðust og Arabar við Tyrki milli Ebha og Hodeida, og féilu þar um tvö hundruð af Aröbum, eða urðu sárir, en af Tyrkjum féllu að eins (eða urðu sárir) um fimmtíu. Fregnir þó yfirleitt óglöggar, en mælt, að stjórn Tyrkja hati boðið sínum mönu- um, að fara sér hægt, unz liðsauka fái. Uppreisnin í fylkinu Yemen hefir auk- izt, þ. e. ýmsir gengið í lið með upp- reisnarmönnum, og fá Tyrkir eigi við neitt ráðið, hafa misst all-marga í or- ustum, og þar við bætist, að kólera hefir sýkt og banað eigi all-fáum af þeirra mönnum. IndLlandL Fimmtán ára unglingspiltur frá Bengal varpaði ný skeð vítisvél að einum af em- bættismönnum Breta á Indlandi. Embættismanninn sakaði eigi, en pilt- urinn var þegar tekinn fastur. Að líkindum víkur þessu svo við, að pilturinn hefir fundið svo afar-sárt til þess að Bretar hafa svipt Indland frelsi, að hann hefir gripið til þessa, þótt vita mætti að vísu, að til lítils kæmi. — En allt annars eðlis eru slíkar morðtilraunir, en morðtilraunir t. d. til fjár. Korea. Par hefir ný skeð orðið uppvíst um samsæri gegn yfirdrottnan Japana, og mælt, að fimmtíu þús. manna hafi verið við riðnir. Sízt og að furða, þó að Koreumönn- um sárni, hversu Japanar hafa leikið þá, vélað af þeim sjálfstæðið o. fl. Kína. Mælt er, að pestin (»svarti dauði«) hafi alls banað 68 þús. manna í Kína. 111 „Þér ímyndið yður, að Ratray hafi komið aptur frá Lund- únum, og að Townsend þessi hafi svo síðar komið í hans stað? En bvernig var það, sáuð þér þann, sem í rúm- ídu lá?* Ralph skýrskotaði til fyrri uromæla sinna. _En dettur yður nokkuð í hug, sem í áttina bendi?14 spurði Ralph. „Sleppum^nú því!“ svaraði Mallabar. „En hvaða starfa hafið þér nú á hendi?“ „Ungfrú Ratray segir til þess! Jeg hefi nú síðast verið skrifari hennar!“ „Jæja! En farið nú til hennar, og fáið leyfi, til að vera fjarverandi í viku, og finnið mig svo!“ „Hvsð á eg þá að gera?“ „Það tölum við þá um! En gerið nú það, sem eg segi yður!“ „Og má ]eg segja ungfrúnni —?“ „Nei! Segið henni alls eigi nöfn okkar!“ svaraði Mallabar. „En það, sem eg sagði yður um Townsend?“ „Nei! Það megið þér ffyrir eDgan mun! Kvenn- manni vil eg sízt blanda inn í málið! En farið dú!“ Þegar Ralph var farinn, mælti Mallabar: „Þetta var nú önnur hlið málsins! En víkjum nú að hinni!“ „Hverri?“ „Þeirri, sem þér þekkið!“ „Jeg veit ekki, hvað þér eigið við!“ _Þér vitið þó, hver myrti maðurinn er!“ „Svo!“ „Er það ekki hann Spicer yðar — aðal-maðurinn í samsærÍDU?“ 120 sem hann gat gefið, voru eigi þýðingarmiklar, nema hvað þær staðfestu sögusögn lögreglustjórans. Það virðist engum vafa bundið, að Hallur Gregory hefði heimsótt frú Raycourt tvívegis, og að heimsókn hans í seinna skiptið hefði valdið deilu milli hjónanna. Um þetta var veitingaþjónninn þó fremur fáorður, þar sem hann vildi ógjarna kannast við það, að hann hefði staðið á hleri við hurðina. Frá gistihúsinu gekk Kenwood til Halls Gregory, án þess að hafa gert sér ljósa grein fyrir, hvað hann vildi honum. Það var innri hvöt, sem knúði hann til þessa. Ummæli lögreglustjórans höfðu gefið honum dálitla von um það, að þessi keppinautur hans væii eigi eins hættulegur, eins og hanu hafði imyndað sér. Sú hugsun, að Eleanor bæri ást til Halls, vakti hon- um á hinn bóginn eigi áhyggju til muna. Hann hitti svo á, að skrifstofa Hatherford’s lávarðar var lokuð, en ljós sást í glugga á efsta lopti, og hann sá skugga bera fyrir gluggann. Kenwood barði hart að dyrum, og rétt á eptir kom Gregory sjálfur út að glugganum. „Þér eruð lengi fram eptir kvöldinu við störf!“ mælti Kenwood. „Ojæja!“ svaraði Hallur. „Yiiduð þér tala við mig?“ „Já!“ Hallur kom þá ofan, lauk upp hurðinni, lýsti hon- um upp stiganD, og inn í fátæklegt herbergi, er var á efsta lopti í húsinu. „Tyllið yður niður!“ mælti Hallur þurrlega.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.