Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.06.1911, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.06.1911, Blaðsíða 3
XXV, 26.-27, Þjóðviljinn. 103 og nótt. — Skaðinn alls metinn 6 millj. dollara. í borginni Lake City í Florida var sonur fangavarðarins þar nýlega ginntur til þess, að sleppa sex svertingjum úr varðhaldi, er ráðið höfðu hvítum manni bana. — Lét hann leiðast til þessa, með því að á fund hans komu menn Dokkrir, er kváðust vera liðsforingjar, og vera send- ir, til að sækja svertingjana. — Fóru þeir síðan með svertÍDgjana í útjaðar borgar- inDar, og þar voru þeir tafarlaust skotn- ir, án dóms eða laga, sem svo er Defnt. Bryddir hér enn, sem fyr, á hinu heimskulega hatri, eða litilsvirðingu, á .-svertingjum, og ættu þó alíir að VÍta, að enginn er verri, eða á sök á þvi, hversu hörundslitur hans er. — Má og vera, að glæpur srertingjanna, sem hér um ræðir, hafi æst svo tiltínningar þeirra, er verkið Hnnu, að þeir hafi talið sig til knúða, að hefjast handa þegar i stað, eða það verið ;þeim, þessa vegDa, afsakanlegra en ella. Amerískt eimskip, „Merida“ að nafni, sökk ný skeð, með 40 þús. sterlingspunda á silfri. Nú er mælt, að hlutabréfin í Panama- íélaginu, er sér um gröpt skipaskurðarins í gegnum Mið-Ameríku, milli Mexico- flóans og Xyrrahafsins, eigi fyrst um sinn eigi að gefa hluthöfum meiri arð, en þrjá af huDdraði. í borginni New-York gerðist svertingi nokkur ný skeð svo hamslaus af æði, að hann drap þrjá menn, og særði nokkra, og varð eigi handsamaður, fyr en lög- regluþjóni tókst að skjóta hann til bana. Þráðlausu talsambandi hefir nú í heilt ár verið haldið uppi milli New-York og Denver, sem er í 2011 enskra mílna fjar- lægð. Friðarvinir héldu ný skeð fund í Balti- more, og sendu Taft forseta áskorun þess efnis, að gangast fyrir því, að reyna að koma á fót alþjóðlegum friðardómi, er kveði upp fullnaðarúrskurð, að því er til allra ágreiningsmála milli þjóðaDna kemur. Arneríski auðmaðurinn Carnegie hefir nýlega gefið 650 þús. franka í sjóð, til að verðlauna þeim, er bjargað hafa lífi manna, er lent hafa i lífsháska, er þeir voru að klifa ppp fjöll, og hafi þeir týnt lífi, fá erfingjarnir nokkra fjarupphæð. Mexico. Snemma í m8Í VOrll gerðar tilraunir til þess, að koma á friði milli stjórnar- inDar og uppreisnarmanna, og kröfðust uppreisnarmenn þess þá, að fá hlutdeild i stjórninni. Tilraunir þessar urðu þó eigi að neinu liði, og héldu uppreisnarmenn ófriðinum áfram engu að síður, og náðu enn nokkr- um smáborgum á sitt vald. Aptur og aptur hefir komið til mála, að Diaz, forseti i Mexico, sleppti völdum, en jafnan farizt fyrir, er á átti að herða. ForÍDgi uppreisnarmanna, Madero hers- höfðingi, hefir nú og tekið sér vald til þess, að kveðja menn i bráðabirgðastjórn, svo að stjórnirnar í Mexico eru þá orðn- ar tvær. Meðal þeirra, er veitt hafa uppreisn- armönnum í Mexico liðveizlu, var Yilljoen, einn af herforingjum Búa, er þeir áttu f ófriðinum við Breta, og herma nýlega komnar fregnir, að hann hafi faliið í or- ustu. Ný skeð gerði lýðurinn aðsúg að höll Diazar forseta, og lýsti vanþóknun sinni á honum. — Var þá skotið á lýðinn, og biðu margir menn bana. Nýlega komnar fregnir segja friðvæn- legri horfur í Mexico, og jafn vel að frið- ur sé á kominn, en liklega hæpið, að henda nokkrar reiður á þeim fregnum að svo stöddu. Marocco. Frakkar hafa ný skeð haldið Lerflokki til höfuðborgarinnar Fez, til að tryggja líf Norðurálfumanna, sem þar eru, vegna innanlands óeyrðanna í Marocco, — eða svo láta þeir í veðri vaka. — Foringi herdeildarinDar heitir Moinier, og mætti hann lítilli mótspyrnu á leiðinni af hálfa Mára, en átti þó við þá orustu, þar sem El Alonana heitir, og féllu 27 af Frökk- um, en 6 urðu sárir; en um mannfallið í liði hinna er eigi getið. í Alcasar kvað það kveða við, að nú > þurfi að hefja heilagan ófrið gegn Frökk- um, sem og útlendingum yfirleitt. Ekki kvað Spánverjum líka það vel, að vegur Frakka vaxi í Marocco, enda hyggja þeir þar eDgu síður til nokkurra yfirráða. Transvaal. Verkfall i Johannisburg, námuborg- ÍDni í Transvaal, af hálfu sporvagnstjóra 173 mér! Bíð hér, udz eg sima þér utanáskriptina til min! — C. R.“ „Þekkið þér ekki rithöndina?“ spurði eineygði xnaðurinn. „Já, það er rithönd hr. . . .“ „Nöfn þarf eigi að nefna! Hvenær fór maðurinn héðan?“ „Þér eigið við hr. Brown? Hann fór héðan í gær- morgnr! Hann sagði, að þér gætuð verið í herberginu sínu, og ætti að setja þar inn annað rúm!“ „Það er gott!“ „Hvað er hann hræddur við?“ spurði Kenwood seinna. „Það veit jeg sannarlega ekki!“ „Við lögregluna?“ „Jeg get ekki sagt það!“ „Hefur hann rayrt Raycourt?“ „Hver er Raycourt?* „Nei!. Nú gengur það ekki! Ætlið þér að telja mér trú um, að þér séuð svona gjör-ókunnugur í CraDe- boro?“ Sanders virtist í svipinn hálf-vandræðalegur, en sagði þó loks, að hann myndi hafa séð nafnið Raycourt í skyrslunum um morðið. „Drap haDn hanD?“ spurði Kenwood. „Hver?“ „Jeg á við Ratray!“ „Nei! Brown eigið þér við!“ mælti eineygði mað- nrinn. „Jæja! Brown þá!“ „Jeg veit það ekki!“ 162 „Hann verður að hafa það! Hvi kom hann ekki sjálfur?“ Vagnstjórinn stökk nú niður úr sæti sínu, og hvísl- aði einhverju að manninum, sem á ljóskerinu hélt, og mælti hann þá: „Jæja! Farið þá báðar inn i vagninn! En veki það óánægju, berið þið ábyrgðina!“ Þau óku nú aptur hálftíma, udz vagninn hélt inn um hlið, inn í stóran, steinlagðan garð. Einily rak höfuðið út um vagngluggann, en Eleanor gerði, sem Emily sagði, að hÚD hrevfði sig hverei, enda hafði hún fallist mjög fúslega á það, að Emily gengi að öllu í sÍDn stað. Emily fórst þetta vel úr hendi, og mælti hún við Eleanor: „Emily!“ Sitjið þér stundarkorn, meðan eggrennsl- a9t eptir, hvar við erum staddar!" „Já juDgfrú!“ svaraði Eleanor, og brauzt um í henni bæði grátur og hlátur. Þau nárau nú staðar fyrir frarnan stóran, gamlan bóndabæ, og sást ummál hans óglögg; en svo var að sjá, sem hann væri mannlaus! Emily staðnæmdist hjá vagninum, og beið þess, að vagnstjórinD kærni niður úr sæti sínu. Þegar hér var komið, fann Emily, að kjarkurinn fór að bila, og Eleanor, sem statt og stöðugt hafði vænzt þess, að Kenwood kæmi út á móti þeim, varð enn lelð- ari, en áður. Maðurinn, er bar l]óskerið, kom nú. „Hvar er hr. Kenwod?" spurði Emily, og tók á öli- um kjarki, pem hún átti.. „Inni i húsinu!“ sagði maðurinn, í sannfærandi róm.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.