Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.06.1911, Blaðsíða 2
102
Þjóðviljíkn.
XXV., 26.-27.
BÍn fyrir frambjóðendum þess þingmála-
iokksins, er slíku fer fram, sem hér hef-
ur verið getið.
TJ 11 ö n d.
—o—
Leith 27. mai 1911.
Helztu tíðindi frá útlöndum eru, sem
hér greinir:
Danmörk.
Friðrik konungur VIII., oe drottning
hans, brugðu sér í þ. m. til Parísar, og
fagnaði Falliéres forseti þeim með mikl-
um virktum.
Bretland.
Verkfall í Wales, er staðið hefir yfir
í sex mánuði, og nú er að enda, kvað
hafa bakað verkamönnum verkalauna tap,
er nemur alls um 500- 560 þús. sterlings-
punda.
Höll brann í Sledmere 23. þ. m. —
Þar brann inni töluvert af málverkum,
og er skaðinn metinn 60 þús. sterlings-
punda.
f Dáin er ný skeð frú W. P. Fle-
ming, stjarnfræðingur, fædd 1867.
Eldsvoði varð í Lundúnum 24. þ. m.
og er skaðinn metinn 8 þús. sterlings-
punda.
Nýlega lýsti Asquith,yfirráðherra Breta,
því yfir, að frumvarpið um þingfararkaup
yrði eigi lagt fyrir þingið að þessu sinni.
— En þÍDgmenn Breta hafa til þessa eDga
borgun fengið, og hefir blað vort áður
bent á, hve óheppilegar afleiðingar slíkt
fyrirkomulag hefir.
f Dáinn er ný skeð (19. þ. m.) Ger-
ald James Noel, 87 ára að aldri. — Hann
hafði áður gegrt ráðherrastörfum i ráða-
neyti íhaldsmanna („Tory^-flokksins).
Bretar og Kinverjar hafa nýlega gert
samninga þess efnis, að takmarka ópíums-
ræktina í Kína, sam og innflutning ó-
píums þangað frá Indlandi, láta hvort-
tveggja minnka hlutfallslega á næstu sjö
árum.
f 20. þ. m. andaðist í Edinborg dr.
P. H. Maclaren. — Hann var í tölu nafn-
kunnari lækna þar.
Nýlega var líkneski Victoríu drottn-
ÍDgar afhjúpað í Lundúnum, og hélt Ge-
org konungur þá sjálfur ræðu. — En með-
al þeirra, er viðstaddir voru, vár Vilhjálm-
ur Dýzkalandskeisari.
Nýiega hefir Taft, forseti Bandamanna,
lagt það til, að Bretar og Bandamenn
geri samning þess efnis, að leggja öll
deilumálefni í gerð, er upp kunna að koma
milli þjóða þessara.
f 22. þ. m. andaðist W. Hepton lá-
varður. — Hann var á ferðalagi suður í
Pyreneafjöllum. — Hafði fyrir nokkrum
árum verið borgarstjóri í Leeds.
Alríkisfundur hófst í Lundúnum í þ.
m., og sækja hann forsætisráðherrar ensku-
mælandi landanna, sem til brezka ríkis-
ins teljast, og mun tilgangurinn aðallega
sá, að fá nýlendurnar, er þeir svo nefna,
til þess að leggja Dokkuð í herkostnað,
til þess að tryggja sem bezt yfirráð Breta,
eada eru nú Canadamenn þegar farnir að
láta smíða sér fjögur herskip og sex tund-
urbáta.
Þegar krýning Georg’s konuogs fer
fram í næstk. júnímánuði í Lundúnum,
verður þar mikið um dýrðir og margt
þjóðhöfðingja saman komið. — Páfinu
ráðgerir og að ser.da sendinefnd, til að
vera við krýningarhátíðahöldin.
Ný skeð brann ,,Empireu-]eikhúsið í
Edinborg, og brunnu nokkrir leikandanna
þar inni, en áheyrendum varð bjargað,
með því að lpiktjaldið var þegar dregið
niður, er eldsins varð vart á leiksviðinu.
Frakkland.
21. þ. m. var loptfar að leggja af stað
frá París, og voru þar um 400 þús. manna
viðstaddir. — Vildi þá það slys til, að
eitthvað bilaði f loptfarinu, er það var
skammt komið í lopt upp, svo að það
féll niður, og varð Berteaux hermálaráð-
herra fyrir því, og meiddist hann svo
stórkostlega, að hann beið bana. — Monis,
forsætisiáðherra, meiddÍ6t og mjög alvar-
lega, og sonur hans o. fl. hlutu meiðsli,
enda tróðzt fólk undir af ókyrrðinni, sem
kom á alla, er slysið bar að.
Portugal.
Púðurverksmiðja sprakk nýlega í lopt
upp í grennd við Lissabon, og biðu eigi
all-fáir baDa, og margir hlutu meiðsli.
Uppvíst hefir orðið um samsæri gegn
lýðveldinu í Coimbra, og hafa ýmsir ver-
ið teknir fastir. — Ókyrrð hefir og verið
nokkur í borginni Oporto.
Enn fremur hefir munkum, eða öðrum
kaþólskum andlegrar stéttar mÖDnum, ver-
ið gerður nokkur aðsúgur í borginni Braga.
Ágreiningur kvað vera töluverður milli
ráðherranna um það, hvort sníða skuli
stjórnarskipunina eptir stjórnarskipunar-
lögum Frakka eða Bandamanna.
Spánn.
í frakknesku blaði var þess nýlega
getið, að Alfonso konungur væri orðinn
berklaveikur, en hvað hæft er í því, vit-
um vér eigi.
Balkanskaga-ríkin.
Eptir nokkurt hlé, hófu Albanar upp-
reisnina gegn Tyrkjum að nýju, og hafa
ýmsir Montenegroingar veitt þeim lið,
svo að Tyrkir hafa dregið lið að landa-
mærunum, og hafa þeir því leitað vernd-
ar stórveldanna, að vernda sig gegn árás
af hálfu Tyrkja, og hafa Rússar því gefið
Tyrkjum bendingu um, að hafa sig hæga.
Abdul Hamid, fyrverandi Tyrkja soldán,
er rekinn var frá völdum, er nú látinn
hafa aðsetur í borginni Saloniki, og var
hann sagður hættulega veikur, er síðast
fréttist.
Róstur hafa orðið nokkrar í héraðinH
Kurdistan, og ýmsir Armenningar verið
drepnir.
Austurríki — Ungverjaland.
Franz Jósep keisari hefir verið veik-
ur, en var þó sagður á batavegi, er síð-
ast fréttist.
Yatnavextir urðu nýlega miklir i G-al-
izíu, og hafa valdið töluverðu tjóni.
j Aðfaranóttina 19. maí þ. á. andað-
ist í Vinarborg tónlagasmiðurinn Gustav
Mahler.
Kona verkamanns nokkurs fyrirfór
nýlogatveim dætrum s'num, annari þrettán,
en hinni sex ára, og reyndi síðan að fyr-
irfara sér, og særði sig þá mjög hsettu-
lega. — Má nærri geta, að eitthvað hefir
að heDni þrengt meira en minna.
Svissaraland.
Vatnavextir óvanalega miklir nýlega
hlaupið í árnar; en um skaðsnn, er af hafi
hlotizt, höfum vér eigi heyrt getið.
Þýzkaland.
23. þ. m. vildi það slys til í borginni
Strassburg, að flugvél féll úr tvö hundr-
uð feta hæð, og beið maðurinn, er í henni
var, þegar í stað bana.
Rússland.
FaDgavörður Dokkur i Vologda, Efim-
off að nafni, er beitt hafði politiska faDga
kagstrýkingum, var nýlega staddur í leik-
húsi, og réð kvennmaður þá að honum,
og skaut á hann fimm skotum, svo að
hann varð all-hættulega sár, sem og kona
hans og þriðji maður. — Að því loknu
tókst stúlkunni að koma sér undan, enda
æpti hún, er út á götuna kom, að kvikn-
að væri í leikhúsinu.
Enginn vafi er á þvi, að kvennmaður
þessi hefir fundið sér eigi að eins heim-
ilt, heldur og skylt, að vinna verkið, og
mikinn siðferðislegan ábyrgðarhluta, að
láta það ógert, enda á jafn svívirðilegt
athæfi, sem að ofan greinir, alls eigi að'
þolast.
Gefur þetta, sem og fleira af líku tagi,
almenningi hvöt til þess, að fara varlega
i dómum sínum, er um lík neyðartiltæki
ræðir.
Maður nokkur í Pétursborg, Kurtz að
naÍDÍ, skaut nýlega þrem skotum á konu
sína, og særði hana hættulega. — Hellti
hann síðan olíu á búshluti sína, og brann
inni, ásamt þeim.
Finnland.
Þing Finna var rofið 24. mai þ. á.,
og fara þar því fram nýjar kosningar
bréðlega.
Nýlega tóku Finnar eina milljón sterl-
ingspunda að láni í Lundúnum, og var
rentan 41/2n/0-
Bandaríkin.
Eldsvoði varð i borginni Bangor í
ríkinu Maine í öndverðum maí þ. á., og
er talið, að helmingur borgarinnar hafi
brunnið til kaldra kola, enda var veður
hvasst, svo að eldurinn breiddist að mun
fljótar út, en ella. — Hafa íbúar síðan
orðið að hafast við á borgarstrætum dag