Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.06.1911, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.06.1911, Blaðsíða 6
106 Þjóbviljinn. XXV., 26. -27. um Kristjáns IV. Leikurinn hefir náð ákafiega mikilli hylli í Danmörku og hef- ir verið sýndur í konunglega leikhúsinu ár eptir ár. Annars virtist mér nokkuð mikill keimur af »forleginni romantik« vera af leiknum. Söngvarnir eru skemmti- legir og sýningarnar fallegar. Um leik- endur er það að segja, að hér hafa þeir leyst hlutverk sín sízt af hendi. — Það spillti líka fyrir, hve afar-falskur söng- urinn bak við leiktjöldin var og ætti það þó að vera vorkunnarlaust að fá einhvern góðan íslenzkan söngmann til þess að baðta lir. Þrátt fyrir þetta virtust menn skemmta sér mjög vel, einkum seinni | hluta leiksins, enda voru sýningarnar þá j fegurri og leikendurnir náðu betri tökum á hlutverkunum. Spectator. Embættismenn stbrstúkunnar til næstu tveggja ára eru kosnir: stórtempl- ar Jón Pálsson, stórkanzlari Indriði Einarsson, stórvaratemplar Einar Hjörleifsson, stórgæzlu- maður ungtemplara Guðrún Jónasson, stórritari Jón Arnason, stórgjaldkeri Halldór Jónsson, stórkapellán Haraldur Nielsson, fyrv. stórtempl. Þórður J. Tboroddsen og stórgæzlumaður kosn- inga Guðm. skáld Guðmundsson. Embættispróf í lögfræði hefur hr. Oddur Hermannsson j tekið við Hafnarháskólá og hlaut góða J. eink. Settur læknir Cand. med. Hinrik Erlendsson, sem nýlega er kominn frá útlöndum, hefir verið settur lækn- ir í Fljótsdalshéraði í stað Jónasar Kristjáns- sonar, sem hefir fengið veitingu fyrir Sauðár- krókshéraði. Hinrik mun því á förum héðan úr hænum. Siglufjarðar)ækni8hérað hefir verið veitt Guðm. T. Hallgrímssyni, j lækni i Höfðahverfi. Auk hans hafði Magnús j Jóhannsson, læknir á Hofsósi, sótt um héraðið. Uinsjónarmaður silfurbergsnáiua fyrir landsjóðs hönd er skipaður hr. Páll Torfason kaupmaður. Ullarmatsmaður skipaður. Á seinustu fjárlögum voru veittar 1200 kr. í tvö ár til þess að láta einhvern hæfan mann sigla til útlanda og kynna sór þar rerkun og flokkun á ull. Til starfans hefir verið skipaður hr. Sigurgeir Einarsson verzlunarm. hér i Rvík og er hann þegar farinn af stað. Mannalát. —0— Á síðastl. hausti andaðist i Norður- Dacota í Canada oand. phil. Lárus M. Arnason, lyfsali. Foreldrar hans voiu: Arni bóndi Ein- arsson og Guðfinna Jónsdót.tir, prests Austmann í Vestmanneyjum, og var Lár- us heitinn því bróðir Sigfúsar, alþm, Vestmanneyinga, og kaupmannanna Ein- ars og Jóns Árnasonar i Reykjavík. Lárus sálugi var fæddur í Vestraann- eyjum 24. janúar 1852, og lauk stúdents- prófi í Reykjavik 1884, og sigldi ári síðar til háskólans, og las þar læknis- fræði í 4 ár, en varð þá að hætta, sakir efnaskorts, og fluttizt til Vesturheims. í Vesturheimi dvaldi hann fyrst um hrið í Chicago, en gerðist siðan lyfsali i Norður-Dacota. 8. janúar þ. á. andaðist að Saurum í Helgafellssveit í Snæfellssýslu ekkjan Steinunn Jónsdöttir. Hún var fædd að Seljalandi i Dalasýslu 7. júní 1840, og giptist árið 1867 fyrri manni sínum Jóhannesi Einarssyni, og bjuggu þau fyrst að Krossnesi í Eyrar- sveit í Snæfellsnessýslu, en siðar að Be- serkjahrauni í Helgafellssveit í sömu sýslu. Alls varð þeim hjónunum 7 barna auðið, og eru þessi fimm enn á lífi: 1. Kristin, gipt öuðjóni bónda Guðmunds- syni á Saurum í Helgafellssveit. 2. Karólína, ógipt á Saurnm. 3. Jón Valdimar, sjómaður að Sandi í Snæfellsnessýslu. 4. Jóhanna, ógipt í Stykkishólmi. 5. Matthildur, ógipt á Svelgsá í Helga- fellssveit. Árið 1888 giptist Steinunn sáluga i annað sinn dbr. manni Þorsteini Berg- mann (j-1908), — varð seinni kona hans. — Bjuggu þau lengst í Dældarkoti í Helgafellssveit, en fluttu árið 1904 ti'l Bjarnarhafnar, og voru þar í húsmennsku; en 1906 fluttust þau að Saurum í Helga- fellssveit. Steinunn sáluga var jarðsungin að Helgafelli 27. janúar þ. á. — Liðzt hefur að geta í blaði voru láts Benedikts Blöndals, er lengi bjó að Hvammi i Vatnsdal í Húnavatnssýslu, og nýlega er látinn. 165 Eleanor fannst biðin afskaplega löng, og vissi nú eigi, hvort hún hafði biðið i fimm eða tiu mínútur, eða í háiftíma. Henni fanDst tíminD, sem hún beið í myrkrinu vera óendanlega iaDgur, enda þorði hún eigi að bæra á sér mÍDnstu vitund, tii þess að ekki kæmist upp um þær. „En hvað þér voruð lengi!u mælti hún, er Ernily kom. „Æ, juDgfrú Eleanor!u hvislaði Eraily, og kippti í handlegginn á Eleanor, og mátti heyra á mæli heDnar, að hún var mjög hrædd. „Hvað sástu?M spurði Eleanor. „Æ, jungfrú Eleanor! Hr. Kenwood! Komið, og sjáið!u „Er hann —?“ Emily dró hana að glugganum. „Tyllið fætinum á bitann þarna, og skal jeg styðja yður!u Eleanor sá nú inn í dálítið herbergi, fátæklega hús- gögnum búið. Á veggjunum béngu myndir, úr myndablöðum, er teknar voru að velkjast. En Eleanor varð þegar starsýnt á eitt, — á mann, sem sat í stórum eikartréstól, fyrir framan arininn, og starði á eldinD. Þetta var Kenwood, og var hann bundinn á hönd- um og fótum, með gildum reipum, og handklæði bundið fyrir munDÍnn á hoDum. Hann var órakaður, og illa til fara, og auðsjáanlega kjarklaus orðinn. Ósjálfrátt varð honum litið út í gluggann, sem hún 170 „Já, sannarlega! Hvi ekki?u _Nú, hvað h9Ítir hann þá?“ „Sanders — Jonathan Sanders! — Hafið þér aldrei séð mig fyr?u „Jeg held ekki!“ „Jæja! þér lærið að þekkja mig! Við verðum ögn sam8D á ferðalagi!u „Verðum við það?u „Já! — það verðum við!“ „Hvert, og hvernig?" „Fyrst til Vaterloo-járnbrautarstöðvanna — í vagni!“ „Og svo?“ „Það getum við spjallað um seinna! Eitt í senn — en fyrst förum við nú til Waterloo-járnbrautarstöðv- aDna!u „Hvenær legejum við af stað?“ „Það get jeg ekki sagt! Ef til vill bráðum! Ef til vill dálítið seinna!“ „Ekki i kvöld?u „Nei — ekki í kvöld!“ „Nú — þá vil jeg —“ „Þér verðið að vera hér í nótt! Þér megið ekki fara út! Þér getið sofið þarna i sofanum, og —“ „Hvern árann eigið þér við? Hver hefur gefið yð- ur heimild, til að skipa mér?“ „Jeg hef ekkert vald yfir yður!“ svaraði eineygði maðurinn þýðlega. „Þér getið snúið við til Craueboro í kvöld, en ekki ímynda eg mér, að ungfrú Ratray þyki gamaD, að sjá yður þá!“ „Uungfrú Ratray! Þekkið þér ungfrú Ratray?“ „Nei! jeg hefi aldrei séð hana! En ef þér farið nú

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.