Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1911, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1911, Blaðsíða 2
110 ÞJÓÐVJLJINN. XX'V., 26.-29. f ... I Jóni Sigurðssyhi lærir íslenzka þjóð- in að þekkja sjálfa sig og skilja sjálfa sig og trúa á sjálfa sig. Hann er hvort- tveggja í senn ímynd þjóðarinnar og fyr- irmynd þjóðarinnar. Eg fæ eigi betnr auðkennt hann í stuttu xnáli. Hann er sjálfur holdgan og ímynd þeirra eiginlegleika, sem beztir hafa með þjóðinni búið frá alda öðli. Hann er í sannleika hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði. Þjóðin »þekkir sig sjálf í hans svip«, eins og skáldið kemst að orði. kað er þetta, sem er undirrótin að hinum djúpu og sterku áhrifum hans á þjóðina, — sem tvöfaldar þau, þrefaldar þau, margfaldar þau —, að hann er fyrst og fremst sannur Ishndingur, að hjá hon- um koma þjóðareinkennin, íslendingsein- kennin, skýrar fram í heild sinni en hjá nokkrum öðrum einstökum manni, og í svo fagurri mynd, að allir stara undr- andi og s]á það og skilja, að það er ekki minnkun og vansi, heldur sœmd og tign, að vera Islendingur, — sanunr Islendingur. Fyrir sakir þessara kosta og þessara eiginlegleika er það, að hann gerist leið- togi þjóðarinnar, verður eldstólpinn, sem lýsir henni á framsóknargöngunni til fyrirheitna landsins. Fyrir sakir þessara kosta er það, að hann gerist fyrirmynd þjóðarinnar, sem allir vildu helzt kjósa sér að líkjast, sem allir vitandi eða óvitandi stæla og vitna til í stóru og smáu. Og þótt engum hafi enn tekizt að ná honum, þá hefir hann samt örvað menn til atorku, starfa og dugnaðar í þarfir þjóðarinnar. Hann er orðinn nokkurs konar hugsjónarmynd, sem allir hafa augun á. Eg veit að vísu þá tilhneiging margra manna, að gera lítið úr hugsjónunum og kenna þær við skýjareið og draumóra. En varlega skulu menn gera það. Það er svipað um hug- sjónimar og stjörnurnar. Það gerir sér enginn von um að ná í þær eða festa hendur á þeim. En því að eins halda menn í horfinu og ná heilu í höfn, að þeir hafi þær til hliðsjónar ©g leiðbein- ingar í ferðavolki lífsins. Það er þetta sem eg á við, er eg sagði, að Jón Sigurðsson hefði verið fyrirmgnd þjóðarinnar, fyrirmynd hennar í öllum kostum, er góðan íslending og góðan mann mega prýða, eigi sízt í opinberu lífi. Hann hefir örvað hana og hvatt í ræðu og riti hverjum manni betur, en Kf hans og eptirdcemi er þó margfalt áhrifa- meira. Það er þúsund sinnum áhrifa- meira, en hin ágætasta stólræða. Jón Sigurðsson er fyrirmynd þjóðar- innar í einurð og hreinskilni. Hann fer ekki í felur með skoðanir sínar eða heldur því einu fram, sem mest- an hefir byr í svipinn. Hann beygir ekki kné fyrir tízkunni og tíðarandanum, auðn- um og völdunum. Hann segir það svart, sem hann álítur svart, þótt allir aðrir segi það hvitt. Hann rís upp á móti því, sem honum finnst rangt og skaðlegt, J)ótt allur þorri manna sé á annari skoð- un, þótt lýðhylli hans sé í veði. Það er ekki hundrað í hættunni þótt lýðhyllinn- ar missi við, en hitt er honum óbærileg tilhugsun, að glata virðingunni fyrir sjálf- um sér. Þess'vegna er hann jafnan sjálf- um sér og sannfæringu sinni trúr og tryggur í öllum greinum. Hann stendur fastur fyrir og gengur rakleiðis sannfær- ingarbrautina, hvert sem hún liggur og hverjar [Jsem afleiðingarnar verða fyrir sjálfan*hanj!. Einurð og hreinskilni eru grundvallareinkenni allra sannra mikil- menna, styrkur þeirra og leyndardómur. Með falsi og fláttskap hefir aldrei nokk- ur maður undir sólinni unnið nokkurt þarft verk, því síður nokkurt stórvirki. Allt gott, allt göfugt, háleitt og mikil- fenglegt á rót sína [að rekja til hrein- skilninnar og sannleikans. Jón Sigurðsson er fyrirmynd þjóðar- in)iar í drengiyndi. Hann situr ekki á svikráðum við mót- stöðumenn sína, því siður við fylgis- meim sína. Hann fer enga Jkrókavegi, engar Jmyrkragötur, læðist ekki aptan aðjjmönnum, með grímu fyrir andliti og eiturvopn í höndum. Hann gengur beint framan að mótstöðumönnum sínum með opinn hjálm og skygðan skjóma. Hann fer ekki með neinar ósæmilegar dylgjur undir hjákátlegum dularnöfnum, sem enginn kann deili á, ekki með neinar nafnlausar árásir haturs og ályga. Hann segir skoðun sína skýrt, og afdráttar- laust, hallar aldrei visvitandi réttu máli, hver sem i hlut á, fer aldrei í felur með neitt, enda þarf hann engu að leyna, því í hans hjarta eru engin jsvik fundin. Jón Sigurðsson er fyrirmynd þjóðar- innar í kjark og þrekil Hann veit 'að lífið er látlaust strið og barátta fyrir einn og alla, sem þjóna vilja undir sannleikans merki. Hann er jafnan reiðubúinn að ganga á hólm fyrir sannfæringu sína, þótt sýnilegt ofurefli sé annars vegar. Hann vill heldur svelta en hopa á sannleikans vígvelli um eitt skref. Hann skilur það og veit, að það er engin minnkun að fátæktinni, og hitt er ómáanleg smán, að kaupa auð og tign og allsnægtir með því að selja sjálf- an sig [og sannfæringu sína. Hann skil- ur það og veit, að það er ekki einhlítt að lifa, heldur ber að lifa þannig, að menn þori að bera höfuðið hátt og horf- ast í augu við sjálfan sig og samvizku sínal i Hann er fyrirmynd þjóðarinnar í staðfestu og þolgœði. Hann rís æðrulaust undir hita og þunga baráttunnar í fullan mannsaldur og lætur aldrei hugfallast, hversu óvæn- lega sem á horfist, lætur aldrei undan síga, hvikar aldrei frá réttu .máli, sættir sig aldrei við hálfan rétt eða hálfan sannleika. Svo kveður eitt af þjóðskáld- um vorum: Þá. sór bann að hræðast ei hatur og völd né heilaga köllun að svíka, og ritaði djúpt á, sinn riddaraskjöld sitt rausnaiorð: „aldrei aö vikjali. En um fram allt er hann dýrleg fyrir- mynd i ósérplœgni og œttjarðarást. Hann hefir aldrei augastað á sjálfum sér eða sínum eigm hagsmunum í bar- áttunni. Hann neytir ekki hinna miklu áhrifa sinna hjá þingi og þjóð til a& skai'a eldi ’að sinni eigin köku, til að auka tekjur sínar eða krækja sér í störf og hlunnindi, þótt ærin freisting hefði veiið fyrir hvern mann annan í hans sporum og hans peningaþröng. Hann gleymir sjálfum sér og lítur eingöngu á heill og hagi ættjarðarinnar. Og fyrir það hefir hann hlotið trúrra þjóna verð- laun. A engum manni hefir það betur sannast, að »hver sem týnir lífi sinu, mun finna það«. Hann afneitaði sjálf- um sér og lífi sínu í þjónustu ættjarðar- innar, hann fann það aptur í blessunar- ríkum ávöxtum, í þeirri elnlægu og fölskvalausu ást og virðingu, sem haim naut hjá þjóðinni í lifanda lífi, þeirri helgu lotningu, sem minningu hans er sýnd, þeirri geisladýrð, sem stafar af nafni hans enn í dag og mun jafnan stafa um ókomnar aldir meðan íslenzkt þjóðerni lifir. Og þá ættjarðarást hans. Hiin var ekki nein tilgerð, fleypur, mont, eða sjón- hverfing, [eins og því miður á sér stað oft og einatt. Hún var ekki neitt skrum og orðagjálfur um jkosti og ágæti þjóð- arinnar, samfara lítilsvirðingu og niðrun í garð [annara þjóða. Nei, hfin brann sem |he]gur fórnareldur í hjarta hans, hún var heit og viðkvæm tilfinning, sem kmiði hann til sívakandi skyldurækniH stóru og smáu, til sífeldrar yimhugsunar, sífeldra starfa, sífeldrar baráttu og fram- kvæmda í þarfir lands [og þjóðar. Hann var enginn málrófsmaður eða lýðskrum- ari; hann vai stillingarmaður eg fram- kvæmdamaður. »Að vera og ekki virð- ast«, það var einkenni hans. Svona var hann í öllum greinum, á öllum sviðum, sönn fyrirmynd þjóðar- innar, sönn þjóðarprýði, sönn þjóðhetja, djarfur til vígs, öruggur til sóknar og varnar, sannur maður í orðsins fyllstu merkingu, maður, sem hataði og fyrirleit af hjartans innsta grunni alla lygi, [fals og vesalmennsku, hugpráður riddari sann- leikans [og réttlætisins, borinn leiðtogi lýðsins, »höfði hærri eD^alt fólkið«. Sé það eitt öðru framar, sem vér vild- um kjósa þessari fámennu, fátæku þjóð til handa, þá er það sameining, samhjndi. Við erum svo kraptalitlir, að við meg- um ekki til lengdar við þessari stöðugu sundrung, innbyrðis hatn og óeirðum. Við verðum að geta tekið höndum sam-- an, ef á liggur. Nú er það einkum tvennt, sem hefir slíkt sameinmgarafl í sér fólgið. Annað er sameiginleg þjóðar- ógœfa, þjöðarböl, þjóðaráföll, ofsókn af hendi erlends ofurvalds eða annað þess háttar. Hitt er sameiginleg göfug og glæsileg þjöðarminning. Ógæfu vil eg ekki æskja þjóð minni, böls vil jeg ekki

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.