Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1911, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1911, Blaðsíða 4
112 f>J iBVILJÍNN XXV. 28.-29. Jón Sigurðsson 1811 - 17. júní - 1911. Minningarhátíðin í Reykjavík. sambandslaga-„uppkastiða, er barizt var harðast um við kosningarnar siðustu (ár- ið 1908). Og þar sem svo fór um ráðherra-skip- anina, sem kunnugt er orðið, þd er nii vandinn, og ábyrgðin á Jcjbsendunum að mun meiri en ella. Það voru, sem kunnugt er, Bheima- stjórnarmennirnir“, er svo komu ár sinni fyrir borð, að hr. Kr. Jbnsson varð ráðherra, cg mun fráleitt hafa verið skil- yrðislaust af þeirra hálfu. Þjóðin verður því að vera við því búin, að því er til útnefningar nýrra kon- ungkjörinna þingmanna kemur, að svo geti farið, að „heimastjórnarmönnunum“ komi þar liðsauki. En sambandslögin, er alþingi sam- þykkti árið 1909, hafa Danir, sem kunn- ugt er, vettugi virt, — alls eigí til þess unnizt, að taka þau til umræðu í danska ríkisþinginu. Á ný afstöðnu alþingi var því, jtil þess að halda málinu sem bezt vakandi, borin fram í neðri deild svo látandi þings- ályktunartillaga: „Neðri deild alþingis ályktar, að skora á ráðherra Islands, að gera sitt ítrasta, til þess, að lög um samband Danmerkur og Islands, er samþykkt voru. á *alþingi 1909, verði sem allra bráðast tekin til meðferðar á rikis- þingi Dana“. Q-egn þingsályktunartillögu þessari — flutningsmenn hennar voru: Skúli Ihor- oddsen, Bjarni Jónsson frá Vogi, Hál/dán Ouðjbnsson, Benedikt Sveinsson, Jbn Þor- kelsson, Jon Jónsson frá Hvanná og Sig- urður Ounnarsson — risu „heima9tjórn- mennirnir“, allir sem einn maður, og sýn- ir það, að þeim er það enn full alvara, þótt ólíklegt mætti virðast, að fylgja fram „uppkastinu“, eins og á alþingi 1909. Það voru atkvæði sjálfstæðismanna á þinginu, sem réðu því. að þingsályktun- ar tillagan var samþykkt. Og það sem iang-eptirtektarverðast var, það var það, að nýi ráðherrann (hr. Kr. Jónsson) leiddi málið algjörlega hiá sér, og hefði þó við fáu mátt frekar bú- ast, en því, að hann hefði talið sér skylt, að skýra þinginu sem allra rækilegast frá fyrirætlunum sínum, að því er til slíks stórmáls kemur. Þegar litið er á framkomu hans í „for- setautanförinni“ 1909, verður og [tæpast gert ráð f'yrir því, að mikilla fram- kvæmda sé af hans hálfu að vænta, að þvi er tíl sambandsmálsins kemur. En þjóðinni er í þessu máli, öllum ■ málum fremur, áríðandi, að sýna þraut- segju, og láta engan bilbug á sér finna. Sjái Danir, að vér erum fastir fyrir, þá er enginn efi á því, að vér fáum kröf- um vorum, fyr eða síðar, framgengt. Hvers konar hik í máli þessu, getur á hinn bóginn leitt til hins versta. — Undirbúninguriim hafði verið mikill undir hátiðina, bæði af hálfu bæjarstjórn- ar og einstakra félaga og ekkert var til sparað, til þess að dagurinn ’yrði bæði hátíðlegur og minnisstæður. Það var bjart yfir bænum um morguninn 17. júní, glaða sólskin og hreinn himinn. Hátíðahöldin byrjuðu fyrst í Menntaskólanum] kL 81/.,. Þar héldu koimararj/og nem- endur skólans, ásamt 'nokkrum gestum, er þangað var boðið, minningarhátíð. Þar var afhjúpað málverk af Jóni ] Sigurðssyni, eptir Þórarinn Þorláks- son. Var það gjöf frá kennurum og nemendum til skólans. Adjunkt Þor- leifur H. Bjarnason hélt fyrirlestur um Jón Sigurðsson, einnig talaði rektor Stein- grímur Thorsteinsson. Hann hafði og orkt kvæði, er sungið var af Jsöngftokki skólapilta. Kl. 9’ú var haldin Gluðsþjónusta í dómkírkjunni. Ræðuna hélt síra Bjarni Jónsson. Kl. 10 var Iðnsýningiu opnuð í Barnaskólanum. Var þangað boð- ið styrktarmönnum sýningarinnar ogýmsu fyrirfólki. Landritari Klemen/'tlónsson opnaði sýninguna og hr. Jón'IIalldórsson skýrði frá tildrögum og undirbúningi hennar. Kvæði var sungið eptir Gruðm. skáld Magnússon, með nýju lagi, er Sig- fús Einarsson hefir samið. Söngflokkur stúdenta söng kvæðið. Verður sýningin hér eptir opin fyrir almenning. Kl. 12 varð markverðasti atburður dagsins :• Háskólasetningin. Háskólinn var settur í neðrideildarsal alþingis af landritara, en aðal-ræðuna hélt prófessor dr. B. M. Olsen. Sam- fagnaðarskeyti komu frá Friðriki kon- ungi VIII. og háskólanum í Kristjaníu og voru þau lesin 'upp við athöfnina. Söngfélag stúdenta söng kvæðaflokk eptir Þorstein Gríslason, sem orktur hafði ver- ið í þessu tilefni. Skrúðgangan. Nokkuru áður hafði fjöldi manna safn- ast saman á|Austurvelli og Kirkjustræti og að háskólasetningunni lokinni fylktu menn sér í skrúðgöngu og gengu Kirkju- stræti, Suðurgötu, fram hjá kirkjugarð- inum og niður Tjarnargötu, Vonarstræti og aptur að alþingishúsinu. Fremst í fiokki gekk landsstjórnin og ýmsir aðr- ir embættismenn, útlendir og innlendir, því næst skólar og félög, hver undir sínu merki. Varla sáust aðrir fánar en bláhvíti fáninn íslenzki, enda hefði það átt t’urðu illa við að veifa Danebrog á slíkum degi. Lúðraflokkur gekk fyrir skrúðgöngunni |og lék ættjarðarkvæði á lúðra. Er skrúðgangan kom á móts við kirkjugarðinn var staðar numið og þeir, er sveiga höfðu með sér, gengu úr fylk- ingu og lögðu þá á leiði Jóns Sigurðs- sonar. Var því næst haldið áfram og ei staðar numið fyr en við alþingishús- ið. Þá hélt Jón sagnfræðingur Jónsson langa og snjalla ræðu um Jón Sigurðs- son, sem birt er hér í blaðinu. Að því loknu söng söngfélag stúdenta, af svöl- unum á »Hotel Iteykjavík«, kvæði þau eptir H. Hafstein og Þorstein Erlingsson, sem birt eru hér í blaðinu. Skildust menn síðan og hittust ei fyr en kl. 5, þegar íþróttamótið var sett á íþróttavellinum. Herra Þór- hallur Bjarnason hélt ræðu, en síðan sýndu bæði karlar og konur ýmis kon- ar leikfimi og aðrar íþróttir. Skemmtu menn sér þar liið bezta. Bókmenntafélagið hélt um líkt leyti minningarhátíð í há- tíðasal menntaskólans. Þar talaði for- maður félagsins, dr. B. M. Olsen, og iitbýtt var meðal félagsmanna tveim minning- arritum: »Bréf Jóns Sigurðssonar« (úrval) og tvöföldu hefti af Skirni, eingöngu um .Tón Sigurðsson. Samsæti voru haldin 3 um kvöldið: á »Hotel B.eykjavík« (stúdentar o. fl.), í Oood- templarahúsinu (Templarar) og í húsi K. F. U. M. (Ungmennafélögin). Fjöl- mennast var samsætið á »Hotel Reykja- vik«. Þar" var hátt á 3ja hundrað manna. Þessi mikla þjóðhátíð endaði hjá fæst- um fyr en undir morgun, og mun þeim, er hana sóttu, jafnan minnisstæð.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.