Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1911, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1911, Blaðsíða 6
/ 114 ' síðan og hefir að lokum riðið honum að fullu Guðjón Baldvinsson lagði mest stund á heinispeki og siðfræði við háskólann, las mikið og var orðinn prýðisvel mennt- aður í þeim greinum. Ahugamál hans voru mörg, en aðal-umhugsunar efnið var uppeldisfræðin — við henni gaf hann sig mest og ætlun hans var allt af að gerast barnakennari, og gat hann þá óefað, slík- ur gáfu- og hæfileikamaður, sem hann var, átt kost á því að fá marga lífvæn- legri stöðu. Hugsjónamaður var Ghiðjón mikill og eldheitur — ef til vill var hann stund- um nokkuð mikið upp í skýjunum — en viljinn var einlægur. Guðjón var opt nokkuð þunglyndur, sem von var, þar sem hann vissi, að hann gekk með ólækn- andi sjúkdóm, en veikindi sín bar hann þó, að dómi allra, er nokkur kynni höfðu af honurn, mjög vel. Allir viðurkenndu gáfur hans og samvizkusemi, þó að margt bæri annars á milli í skoðunum og allir sakna hans, sem nokkuð þekktu til hans. S. Undarlegt timanna takn virðist það, að þegar jHáskóli íslands var stofnaður barzt honum j heillaóskaskeyti frá konungi vorum og háskóianum í Kristjanín, en ekkert frá bræðraþjóðarháskólanumjí Khðfn — inundu menn þó ætla, að hann hlyti að finna BÓrstaka hvöt til heillaóska, þar jsem meginið af íslenzkum jstádentum hefir stundað nám við hann og lokið þar prófi. Sömuleiðis virðist það Þjóbvxljinn. harla kynlegt, að varðskipið danska, sem opt liggur hér á höfninni, mátti til að bregða sér burtu hátíðardaginn mikla, )7. júní. Hvort það er eptir æðri skipun látum vér ósagt. XXV., 26.-27. Peningarnir fvlgja með bréfi þossu, en skipu- lagsskrá niun jeg senda innan skamms. Virðingarfyllst. Ben. S. JÞórarinsson. Embættispröf í liigi'ræði tók nýlega við Hafnarháskóla Guðm. Ólafs- son (frikirkjuprests) og hlaut II. einkunn. Heimspekispröi' við Hafnarháskóla hafa þessir stúdentar tek- ið: Steingrímur Jónsson og Sigtrvggur Eiriks- : son með ágætiseinkunn, Laufey Valdimarsdótt- > ir og Skúli Skúlason með I. einkunn og Helgi Guðmundsson og Þórður Þorgrímsson með II. ein- kunn. Embættipróf í guðfræði við prestaskólann hafa tekið: Magnús Jónsson með áqoetiseinkunn. . 99 stig Jakob Ó. Lárusson með .... I. eink. 90 — Sigurður Jóhanneson með ... II. — 71 — A undan Magnúsi Jóssyni hefir aðeins einn maður hlotið ágætiseinkunn við skólann, það var síra Stefán Kristinsson á Völlum (1899). Þeir Magnús og Jakob Jlögðu báðir á atað til Vesturheims með Sterling 20. þ. ra. og þjóna þar í sumar fyrir síra Friðrik JBergmann, sem nú er staddur hér á Islandi, Heimspekispréf hér í Rvík tóku þessir stúdentar jnýskeð: Jón Ásbjörnsson, Helgi Skúlasou, Jón Jóhannesson og Þorst. Þorsteinsson, allir með einkuninni dáv. Sigurður Sigurðsson með eink. dáv -h og Halldór Hansen með eink. vel. -j-. Rausnargjöf. Á stofnunardegi Háskóla íslands barst hon- um 2000 kr. gjöf frá Benedikt S. Þórarinssyni kaupmanni og hljóðaði gjafabréfið svo: Til 'náskólaráðsins. í minningu þess, að Háskóli íslands er sett- ur í dag, gof jeg honum 2000 — tvö þúsund — krónur, sem verði sjóður hans til þess að verð- launa íslenzk rit vísindalegs efnis. Doktorsefni. Magister Guðm. Finnbog&son hefir í vetur samið heimspekilega doktorsritgjörð og sent hana Hafnarháskóla. Ritgjörðin hefir verið dæmd af tveim prófessorum og hefir Guðmundi verið leyft að verja hana við háskólann. Er honum doktorsnafnbótin því viss. Hr. Þorsteina Rriem, sem undanfarið hefir gegnt aðstoðarprests- störfum hjá síra Jens Pálssyni í Görðum, hefir nú verið skipaður prestur í Grundarþingum. Brnni. 12. júní síðastl. brunnu til kaldra kola íbúðar- bús, verzlunarhús og bryggia Guðm. kaupm. Jónassonar í^Skarðsstöð. Alt saman var vátryggt fyrir 34 þús. kr. Professor Þorvaldnr Thoroddsen hefir fengið boð á alþjóðafund Jlandfræðinga og jarðfræðinga, sem haldinn verður í ‘Róma- borg í sumar og hefir hann verið beðinn að halda þar fyrirlestur. Kaupmannahafnarháskóli hefir og falið honum að vera fulltrúi sinn á fundinum. REYKJAVÍK 23. júní 1911. Tíðín. Sólskinsblíða og heiðskírt lopt und- anfarna daga. Mikill hiti. Synodus (prestastefna) hófst í dag. Síra Gísli Skúlason frá Stokkseyri steig í stólinn við setninguna. í kvöld kl. 9 heldur síra jFriðrik Bergmann fyrirlestur um endur'fæðing kirkjunn- ar, en annað kvöld talar prófessor Haraldur Niolsson um upprisutrúna i biblíunni. Báðirfyriiv lestrarnir verða haldnir í dómkirkjunni. 175 ærið útdráttarsamt fyrir mig, að borga allt ferðalagið, nema jeg eigi á einhvern hátt að koma til sögunnar síðar.“ „Nei! Það er hr. Brown, sem alt borgar!u * „Gjörir hann það? Jeg sætti mig þá við þetta að þessu sinni, en optar ekki, hverf þá aptur til Oraneboro!" „Þó að þér bregðist þá vonum ungfrú Ratray?“ „Já, hvað sem öllu líður!“ „En jeg hefi eigi dregið dulur á það, að þór getið farið, hvenær sem þér viljið!“ „Mér er farið að leiðast að horna landið fram og aptur, eins og fangi, ásamt — “ „Asamt eineygðum manni? En — hví þá ekki að fara?u „Nei! Jeg læt sitja við það, sem eg sagði!“ svar- aði hr. Kenwood. Að kvöldi miðvikudags kom loks símskeyti frá hr. Brown. Hr. Brown hafði sent símskeytið frá bóndabýlinu Peate í Wybunbury?, í grend við Crewe. „Skal nú haldið til 'W'ybunbury?1' spurði Kenwood. „Já! Tafarlaust!14 svaraði Sanders. XXXII. Roachly. Ferðin frá Colwyn-flóa til Crewe tók ekki langan tíma. Fyrst voru þeir einn kl.tíma í jkrnbrautarlest, en siðan var ekið gegn um flatlendi, skógi vaxið. 176 Bóndabærinn Peate var gamall bær, sem naumast sást, með því að há tré skýldu honum. Sá, sem vel athugaði, sá brátt að jörðin var eigi lengur notuð tii ábýlis. En er þeir voru rétt komnir, sá Kenwood mann standa i dyrunum og bíða þeirra. „Nú versnar!“ mælti Kenwood. „Hann er og með bréf til okkar! Sjáið þér ekki Sanders, að hann heldur á bréfi í hendinni?“ Kenwood gat eigi að sér gert, að fara að skelli- hlægja, og varpaði sér aptui á bak í vagnsætinu. „Æ! Yerið nú stilltur!u mælti eineygði maðurinn. „Þér hlægið svo skrítilega!" „Það er nú raeira, en það!“ svaraði Kenwood. „Þetta ráp fram og aptur gerir mig að fábjána! Jeg gæti drep- ið þenna pilt! Þekkið þér hann?“ „Já! Jeg þekki hann!“ „Jæja! Það glæðir þó fremur einhverja von!“ Þegar vagninn nam staðar hjá húsinu, spratt Ken- wood út úr honum, og æddi að manninum, sem á þrep- skyldinura stóð. „Hr. Brown hefur að líkindum farið héðan í morg- un? Er er eigi svo? Hafið nú upp vanalegu þuluna! Haldið þér ekki á bréfi til okkar í hendinni?“ „Nei! Það er að eins pappirslappi, sem eg jtók upp af gólfinu? En hvað eigið þér við?M „Jeg á að eins við það, að sé hr. Brown farinn héðan, fer jeg þegar til járnbrautarstöðvanna, og held til Craneboro með næstu járnbrautarlest!M „Hr. Brown er hér að vísu ekki, en hann kemnr i fyrra-málið!“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.