Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1911, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.06.1911, Blaðsíða 3
XXY. 28.-29. f’JOÐVILjINN. 111 bi ja lienni, jafnvel þótt það mætti leiða til hagsældar í framtíðinni. Því verði vil eg ekki að svo stöddu kaupa sam- einingu kraftanna. En hins vil eg biðja af heilum hug, að þessi minningarhátíð, sem vér höldum í dag, verði oss öllum, — öllum Islendingum —, sameiningar- hátíð, ekki skoðananna, "heldur hjartn- anna, i ósórplægnu starfi fyrir land og lýð, i bróðurlegri samvinnu á öllum svið- um þjóðlífsins. Og að endingu er það ósk mín og von, — og eg býst við allra, sem hór eru saman komnir —, að það eigi fyrir þjóð vorri að liggja, *að halda 200 ára minningu þessa dags, 300 ára, mörg hundruð ára. Yér tráum þvi fastlega, að sú almættishönd, sem heíir leitt þjóðina á þessar afskektu slóðir endur fyrir löngu, sem hefir látið hana ná furðuleg- um vexti og viðgangi, svo hiin jafnvel hefir í sumum efnum klætt öndvegissess meðal Norðurlandaþjóða, sem hefir varð- veitt hana frá kyni til kyns á langri og örðugri og hættulegri göngu um brautir fátæktar og vanmáttar og margskyns þrengsla, muni einnig framvegis leiða. hana og styðja til þroska og farsældar, þrifnaðar og sjálfstæðis, Og sé það eitt meðal öðru fremur, sem sú almættis- hönd notar til uppörfunar og hvatning- ar og hughreystingar landsins börnum, þá held eg áreiðanlega að það só minn- ing Jöns Sigurðssonar. þessmætasta manns, sem Island hefir alið, mannsins, sem i sannleika var óskabarn þjóðarinnar, sómi hennar, sverð og skjöldur á fyrsta fram- sóknarskeiðinu, sem er það enn í dag öllum öðrum framar og mun verða með- an íslenzk tunga er töluð og íslenzk hjörtu slá. Lengi lifi minning Jóns Sigurðssonar! I Fyrir minni Jóns Sigurðssonar á hundraðasta afmæli hans 17. júni 1911. —0— Af álfuniiar stórmennum einn Verður hann og ættiands sins fríðustu sonum; það stendur svo skínandi mergð um þann mann af minningum okkar og vonum. Svo i'ékk hann þann krapt og þá foringjalund, að fræknlegri höfum véi orðið um stnnd og stækkað við hliðina’ á honum. Luö reis upp sú manndóð í þjóðinni um þig, sem þóttist og rík til að sníkja; 08S hnykkti þá við, er hún vopnaði sig og varð ekki keypt til að svíkja. Og því er það ástfóignust hátíðin hér, er hundraðasta’ afmælið skín yfir þér og flokknum, sem vildi’ ekki vikja. Það brann þeim úr augum, svo okkur varð heitt hjá öfunum feigum og hárum; þeir sögðu’ oss af fundinum fimmtíu’ og eitt og fóru með orðin með tárum. Og fornaldartign yfir foringjann brá, og fagurt var Island og vonirnar þá, og blessað það nafn, sem við bárum. Og skörð lézt þú eptir í eggjunum þeim, sem oss hafa sárastar skorið, og sjálfur af lnndvarnarhólminum heim þú hefir vort dýrasta borið. Með því eggjar móðir vor mannsefnin sín: hvert miðsumar ber hún fram hertýgin þín og spyr oss um þróttinn og þorið. Og þökk fyrir tuttugu’ og þriggja’ ára strið. Af' þér verður hróðugust öldin. Yið það urðu óðulin okkar svo fríð, er ofbeldið missti þar gjöldin, Og þó að það eigni sér'feðranna Frón í friðaðri jörð verða beinin þín, Jón, svo lengi sem landið á skjöldinn. Þ. E. Vorvísur á 100 áva afmæli Jóns Sigurðssonar, —Z — Sjá roðann á hnjúkunum háu! nú hlýnar um strönd og dal, nú birtir í býlunum lágu, nú bráðna fannir i jöklasal. Aiiar elför vaxa og öldum kvikum hossa. Þar sindrar á sægengna laxa, er sækja’ í bratta fossa. Fjallató og gerði gróa, grund og flói skipta lit. Út um sjóinn sólblik glóa, syngur ló í bjarkapyt. Hér sumrar svo seint á stundum! Þótt sólin hækki sinn gang þá spretta’ ekki laufin í lundum né lifna blómin um foldarvang, því næturfrost og nepjur opt nýgræðingin fella — sem hugans kul og krepjur opt kjark og vonir hrella. Alt í einu geislar geysast, Guð vors lands þá skerst í ieik, þeyrinn hlýnar, þokur leysast, þróast blóm og laufgast eik. Nú skrýðist í skrúðklæði landið og skartar sem bezt það raá. Alt loptið er Ijóðum blandið og ljósálfar dansa grundunum á. Gleymt er gömlum meinum og gleymt er vetrar stríði. Menn muna eptir einum, som aldrei fyrnist lýði. Þó að áföll ýmis konar ella sundri og veiki þrótt — Minning hans: Jóns Sigurðssonar safnar allri frónskri drótt. Sjá! óskmögur Islands var borinn á Islands vorgróðrar stund, hans von er í blænum á vorin, hans vilji’ og starf er í gróandi lund. Hann kom, er þrautin þunga stóð þjóðlífs fyrir vori, hann varð þess vorið unga með vöxt í hverju spori. Hundraðasta vor hans vekur vonir nú um Ielands byggð, nepjusúld og sundrung hrekur, safnar lýð í dáð og tryggð. h. a. Sambandsmálið. Eitt þeirra mála, er kjósendur verða eigi hvað sízt að hafa ríkt í huga vi8 koaningarnar, er væntanlega fara fram & komanda hauati, það er sambandsmálið. Hér er mikið í húfi, — skiptir þjóð- ina miklu, að kosningarnar fari nem bezt úr hendi. Það er enginn efi á því, að Dái „heima- stjórnarmeDn“ meiri hluta á þingi, muni þeir tæpast draga það lengi, að samþykkja

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.